Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 49 INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í ÞORBIRNI-FISKANESI HF. Mánudaginn 3. september 2001 verða hlutabréf í Þorbirni-Fiskanesi hf. tek- in til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Þorbjarnar-Fiskaness hf. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fé- laginu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf Þorbjarnar-Fiskaness hf. tekin til rafrænn- ar skráningar, en þau eru öll í einum flokki, nr. 0001- nr. 2000 og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Þorbjarn- ar-Fiskaness hf, að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu Þorbjarnar- Fiskaness hf. á Hafnargötu 12, 240 Grindavík. Komi í ljós við slíka könnun að eig- endaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart fé- laginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun fyrir skráningardag. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. umsjón með eignarhlut sín- um í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Stjórn Þorbjarnar-Fiskaness hf. ÁGÆTA Ingibjörg Sólrún. Þegar ég læt hugann reika til þess tíma áður en Ian Anthony fæddist kemst ég að því hversu stórkostleg- um breytingum lífsviðhorf og hugs- unarháttur geta tekið við að öðlast nýja reynslu. „Öll reynsla er góð reynsla“ stendur einhvers staðar og ég er sannfærð um að á vissan hátt er það rétt. Ian fæddist í september 1998 og verður því þriggja ára í haust. Hann var yndislegt unga- barn og hlátur- mildur með ein- dæmum. Strax við sex mánaða aldur fannst mér hann öðruvísi en önnur börn og hafði ég þar ágætis samanburð í systur hans sem er að- eins 16 mánuðum eldri. Ian svaraði sjaldnast nafni og virtist geta úti- lokað umhverfið algjörlega ef honum sýndist svo. Er ég talaði um þetta við vini og vandamenn fékk ég oft að heyra: „Ég veit nú um strák sem sagði ekki stakt orð fyrr en hann var orðinn þriggja ára“ eða „láttu ekki svona, hann er bara svolítið seinn.“ Allir voru í afneitun nema ég og maðurinn minn. Það er skemmst frá því að segja að í mars 2000 var okkur nóg boðið. Ég hafði samband við barnasálfræð- ing og Ian var sendur í ýmsar rann- sóknir, líkamlegar og andlegar. Við mættum á fund með sérfræð- ingum til að fá niðurstöður úr þess- um prófum sem okkur fannst hafa tekið óratíma, enda voru liðnir u.þ.b. 5 mánuðir frá því að við hittum fyrsta sérfræðinginn. „Alvarleg einhverfa“. Orðin skullu á mér eins og hvirfilvindur og ég veit núna að ég upplifði „sjokkástand“. Á því andartaki gerði ég mér grein fyr- ir því að það er alveg sama hversu vel þú heldur að þú sért búinn að brynja þig, ekkert getur undirbúið þig undir að heyra að barnið þitt sé fatlað, muni þurfa á hjálp að halda alla sína ævi. Öðlist aldrei það líf sem okkur hinum finnst svo eftirsóknar- vert, sjálfstætt líf þar sem við getum tekið okkar eigin ákvarðanir og stað- ið og fallið með þeim. Ágæta Ingibjörg Sólrún. Ég veit að þú átt sjálf börn og ég vona að þau séu heilbrigð og af þeim ástæð- um hafir þú engan skilning á því sem ég er að tala um. Sjálf öðlaðist ég alveg nýjan skiln- ing á tengslum foreldra fatlaðra við börnin sín þegar ég fór á námskeið ásamt manninum mínum á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins. Við vorum um 12 pör sem hitt- umst og ræddum um börnin okkar, fötlun þeirra og möguleg úrræði. Meirihluti þessa fólks á börn sem eru alvarlega fötluð, bæði líkamlega og andlega og þarna sátu mæður og feður og sögðu frá börnunum sínum og andlit þeirra ljómuðu af stolti og ást. Ég er að segja ykkur, öllum for- eldrum heilbrigðra barna: við sem eigum fötluð börn, við elskum börnin okkar alveg eins og þið elskið börnin ykkar. Við eigum vonir og þrár til handa okkar börnum, eins og þið eigið vonir og þrár ykkar börnum til handa. Hér kemur til kasta þroskaþjálf- anna sem vinna með fötluðu börnin okkar. Þessar litlu mannverur sem eru okkur allt og eru svo óvelkomin í þessu samfélagi sem við lifum í. Ef Ian hefði fæðst heilbrigður, yxi upp og gerðist alkóhólisti og eitur- lyfjaneytandi fengi hann meiri með- byr en sem fatlaður einstaklingur. Hann myndi fara í meðferð og falla, og fara svo aftur í meðferð og falla aftur og svo fengi hann bætur frá ríkinu því hann yrði sennilega lög- giltur öryrki. Það yrði auðvitað ekki komist hjá því að hann leiddist út í afbrot og þá tæki eitthvað unglinga- heimili við honum, þar sem væri fullt af ráðgjöfum á ríkisgreiddum laun- um sem myndi reyna að leiða ung- linginn af þessari grýttu braut. Þeg- ar fullorðinsárum væri náð og ung- lingaatvörfin hætt að sýna áhuga yrði honum útveg- að húsnæði þar sem hann gæti drukkið og dópað í friði. Er eitthvað réttlæti í þessu? Ian Anthony er fatlaður einstak- lingur sem þarf á leikskólavist með stuðningi að halda. Ég þurfti að berjast fyrir því að koma hon- um inn í leikskóla. Ég þurfti að ýta duglega við kerfinu til að það fengist þroskaþjálfi fyrir hann. Það tókst og Ian eignaðist bandamann í þroska- þjálfanum sínum, henni Hrefnu. Á undraskömmum tíma tók hann mikl- um framförum og er það alfarið henni Hrefnu okkar að þakka þó að ekki megi gleyma frábæru viðmóti alls starfsfólks á leikskólanum. En fjörið er rétt að byrja. Til að ná veru- legum árangri þarf að ráða a.m.k. einn þroskaþjálfa í viðbót og hann hefur ekki fengist. Skal engan undra. Þið sjáið ykkur ekki fært að borga þroskaþjálfum mannsæmandi laun! Og ekki nóg með það, heldur er reynt að halda því fram að launin sem þetta fólk þiggur fyrir störf sín séu bara alveg nógu góð fyrir það. Svei ykkur, stjórnendum þessarar borgar. Myndir þú vilja leggja á þig alla þá vinnu, það andlega og líkamlega erfiði, sem starf þroskaþjálfa er, fyr- ir jafnsmánarleg laun og raun ber vitni? Umönnunar- og kennslustörf eru oft á tíðum unnin af fólki með köllun sem vill eingöngu vinna við þessi störf og engin önnur. Af hverju er það ekki metið að verðleikum? Ég horfi á þá afturför sem hefur orðið á litla stráknum mínum eftir að verkfall þroskaþjálfa hófst og mig langar til að gráta. Enda leyfi ég mér það öðru hvoru þótt flesta daga bíti ég á jaxlinn og reyni að líta á björtu hliðarnar. En mér finnst ég svo vanmáttug og hjálparlaus. Það er ekki auðvelt að berjast fyrir lífi barnsins síns þegar manni finnst bardaginn aðeins geta endað á einn veg. Með ósigri. Með góðri hjálp getur Ian Anth- ony lært að lifa í samfélaginu okkar, ég er sannfærð um það. Og til að honum líði vel þarf hann leikskólann, Hrefnu og þá öryggistilfinningu sem reglubundið líf veitir honum. Er þér alveg sama? Snertir það þig ekki neitt að allir þessir fötluðu einstaklingar þurfa á þroskaþjálfun- um sínum að halda til finna fyrir ör- yggi og vellíðan? Með vanmati þínu á þroskaþjálfa- starfinu eruð þú, og samstarfsfélag- ar þínir, að ræna son minn þeim sjálfsögðu mannréttindum að fá þá þjónustu sem hann þarfnast og þá þjónustu sem ég tel mig borga fyrir með skattgreiðslum. Ég get ekki sætt mig við að þið sem stjórnið borginni hafið þetta vald yfir velfarnaði barnsins míns. Sá sem ekki ber umhyggju fyrir honum og hans framtíð á ekki að hafa þetta vald. Það er eitthvað hræðilega rangt við það. Ég sendi öllum þroskaþjálfum, og öðru fólki sem vinnur mikilvæg en vanmetin störf, mínar bestu kveðjur og óska þess að þeirra hlutur verði réttur. JÓNA ÁGÚSTA GÍSLADÓTTIR, Þverási 3a, Reykjavík. Til stuðnings kjara- baráttu þroskaþjálfa Frá Jónu Ágústu Gísladóttur: Ian Anthony FRÉTTIR ÚTVARPSSTÖÐIN 101 Reykjavík sem sendir út á Faxaflóasvæðinu á fm 101,5 hefur gert samning við Premier Broadcasting um útsend- ingar á þáttunum „American Top Forty“ með Casey Kasem, og „American Country Countdown“. Þættirnir verða á dagskrá stöðv- arinnar á sama tíma og þeir koma fyrir eyru útvarpshlustenda í Bandaríkjunum og um allan heim, þ.e. á laugardags- og sunnudags- eftirmiðdögum. Í dag, laugardag kl. 14 verður „American Top Forty“ á dagskrá, og á sunnudag eftir viku hefjast útsendingar á „American Country Countdown“. Hafa gert samning um bandaríska út- varpsþætti JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveð- ið að skipa verkefnisstjórn til að meta og hrinda í framkvæmd tillögum nefndar um heilsufar kvenna. Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðis - og tryggingamálaráð- herra, skipaði þá nefnd 19. maí 1995 og skilað hún ráðherra skýrslu, álits- gerð og tillögum sem gefnar voru út á liðnu ári um hvernig bæta mætti heilsufar kvenna. Er þar meðal ann- ars lagt til að skipa „verkefnisstjórn sem hefði meðal annars það verkefni að semja rannsóknaráætlanir og stuðla að því að efla grundvöll rann- sókna með því að vinna að þeim atrið- um sem lögð er áhersla á“, eins og segir í tillögum nefndarinnar, en auk þess eru settar fram beinar tillögur í mörgum liðum. Jónína Bjartmarz, alþingismaður og formaður heilbrigðis- og trygg- inganefndar Alþingis, verður formað- ur verkefnisstjórnar sem verður skip- uð sérfróðum mönnum um heilsufar kvenna og félagslega stöðu þeirra. Verkefnis- stjórn um heilsufar kvenna skipuð SKIFAN.IS hélt í apríl sl, ferming- arleik þar sem fermingabörnum árs- ins 2001 gafst færi á að skrá sig á skifan.is og velja sér tónlist, tölvu- leiki og kvikmyndir að andvirði kr. 50.000. Þátttaka var góð og skráðu sig ríflega 1.900 fermingabörn. Í maí var vinningshafinn dreginn út í beinni útsendingu á FM 957 en sá heppni var Sigurður Hákon Gunn- arsson frá Akureyri. Skifan.is er stærsti vefur landsins sem sérhæfir sig í sölu á tónlist, tölvuleikjum og kvikmyndum og er þar að finna ríflega 12 þúsund vöru- númer. Meðfylgjandi mynd var tekin af Sigurði Hákoni með hluta af vinning- unum. Vinningshafi í fermingarleik DAÐI Hendric- usson hár- greiðslumaður er nú kominn til starfa á hár- greiðslustofunni Monroe. Daði hefur verið að vinna í Amster- dam að undan- förnu. Daði Hendricus- son á Monroe Daði Hendricusson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÁSTA Möller, alþingismaður og fyrrverandi formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, var kjörin 2. varaformaður stjórnar Al- þjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga (International Council of Nursing, ICN) á fulltrúaþingi þeirra, sem haldið var í Kaupmannahöfn 9.-11. júní 2001. Ásta Möller tók sæti Norður- landa og Austur-Evrópu í stjórn ICN vorið 1999, en Norðmaðurinn Laila Dåvöj, fyrrum formaður félags norskra hjúkrunarfræðinga, lét af störfum í stjórn ICN er hún tók við ráðherraembætti í norsku ríkisstjórninni. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræð- inga eru samtök félaga hjúkrunar- fræðinga í 124 þjóðlöndum og standa þau fyrir virkri starfsemi sem alþjóðleg hagsmunasamtök hjúkrunarfræðinga á sviði fag- og stéttarfélagslegra málefna. Kjörin í stjórn alþjóðasamtaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.