Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÆPLEGA fjörutíu nánir vinir myndlistarmannsins Errós eru komnir hingað til lands til að verða viðstaddir opnun Errósafns í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu í kvöld. Í gær hélt hópurinn í dags- ferð vestur á Snæfellsnes, með við- komu í Bjarnarhöfn og á veitinga- húsinu Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi. Hápunktur ferð- arinnar var vafalaust eyjasigling á Breiðafirði, þar sem gestirnir gæddu sér á nýveiddum skelfiski um borð og kunnu Frakkarnir í hópnum ekki síst að meta það. Hóp- urinn kom til landsins á fimmtudag og hefur skoðað Hafnarhúsið, mós- aíkverk Errós í Kringlunni og notið góðra kvöldverða. Fyrir opnunina í dag verður haldið suður á land að skoða Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Ferðina skipulagði Erró sjálfur af kostgæfni en gestirnir eru hing- að komnir á eigin vegum. Segist Erró hafa langað til að standa fyrir svona ferð lengi og nú hafi hann loks látið verða af því að skipu- leggja hana í tilefni af opnun Erró- safnsins í Reykjavík. „Þetta eru allt mjög nánir vinir mínir, suma hef ég þekkt í tugi ára. Ferðin hefur verið alveg yndisleg hingað til, það eru allir svo kátir og glaðir, enda er þetta allt einstaklega lifandi fólk. En svona gerir maður bara einu sinni og af góðu tilefni,“ segir Erró. Hópurinn mun halda af landi brott að opnuninni í Hafnarhúsinu lokinni á sunnudagsmorgun. Erró á ferð með vinum Morgunblaðið/Heiða Jóhannsdóttir Á FUNDI borgarstjórnar í fyrra- kvöld, sem var síðasti borgar- stjórnarfundur fyrir sumarfrí, var endurkjörið í borgarráð og emb- ætti forseta borgarstjórnar til eins árs. Sú breyting varð á borgarráði að Sigrún Magnúsdóttir lét af störfum og tók Helgi Hjörvar við hennar sæti. Helgi var einnig end- urkjörinn forseti borgarstjórnar. Á fundinum var sömuleiðis ákveðið að fundir borgarstjórnar hefjist frá og með næsta hausti klukkan 14 í stað 17. Einnig var ákveðið að stytta ræðutíma sem hingað til hef- ur verið ótakmarkaður. Í borgarráði sitja eftir breyting- arnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrir Reykjavíkurlista og Inga Jóna Þórðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Júlíus Vífill Ingvars- son fyrir Sjálfstæðisflokk. Til vara voru Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Alfreð Þorsteinsson og Anna Geirsdóttir kjörin fyrir R- lista og Jóna Gróa Sigurðardóttir, Ólafur F. Magnússon og Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir Sjálfstæðis- flokk. Helgi Hjörvar var endurkjörinn forseti borgarstjórnar, eins og fyrr segir. Helgi Pétursson var kjörinn fyrsti varaforseti og Steinunn Valdís annar varaforseti. Ræðutími framsögumanns verður 30 mínútur Á fundinum voru einnig sam- þykktar breytingar á fundarsköp- um borgarstjórnar. Fundir borg- arstjórnar munu hér eftir hefjast klukkan 14 í stað 17 fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar. Þessi breyting var gerð til að fund- ir þurfi síður að standa langt fram eftir kvöldi, eins og raunin hefur oft verið. Þá var ræðutími takmarkaður, þannig að ræðutími framsögu- manns eða borgarfulltrúa megi vera allt að 30 mínútur í fyrri ræðu en 10 mínútur í síðari ræðu. Borg- arstjóri hefur áfram óbundið mál- frelsi. Forseta borgarstjórnar er heimilt að rýmka ræðutíma og skal ákvörðun um það liggja fyrir áður en umræða hefst. Borgarfulltrúar mega eftir breytingarnar einungis veita andsvar einu sinni undir hverjum dagskrárlið, í stað tvisvar. Næsti fundur borgarstjórnar verður að loknu sumarfríi, fimmtu- daginn 6. september klukkan 14, og verður þá starfað eftir nýjum fundarsköpum. Fundir hefjast fyrr og ræðutími takmarkaður Forseti borgarstjórnar endurkjörinn á síðasta fundi fyrir sumarfrí HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað ríkið af skaðabótakröfu manns sem sat í gæsluvarðhaldi í 26 daga haustið 1998, þar af 16 daga í einangrunarvist. Ástæðan fyrir handtöku mannsins voru átök í Austurstræti aðfaranótt 27. september 1998. Í átökunum hlaut maður alvarlega höfuðáverka sem höfðu í för með sér heilablæðingu og framheilaskaða. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir voru síðar sýkn- aðir af ákæru um að hafa framið lík- amsárásina. Við rannsókn málsins var fjöldi vitna yfirheyrður. Tvö þeirra fullyrtu að þau hefðu séð manninn, sem stefndi ríkinu, sparka í höfuð manns sem lá á götunni í Austurstræti. Tvö önnur vitni báru að þau hefðu séð mann í buxum svipuðum þeim og hann klæddist um nóttina sparka í höfuð hins liggjandi manns. Á mynd- bandsupptöku sást maðurinn gera sig líklegan til að sparka í höfuð manns sem lá í götunni. Fætur hans fóru þá út fyrir myndrammann og því sást ekki hvort af því varð. Maðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu og byggði m.a. á því að hann hefði verið sýknaður af ákæru. Ekki hefðu verið lögmæt skilyrði fyrir gæsluvarðhaldsvistinni og hún hefði verið óþarflega harkaleg miðað við umfang málsins. Jafnvel þótt maður- inn hefði verið dæmdur fyrir líkams- árásina hefði hann ekki fengið jafn harkalega refsingu og hann þurfti að þola með gæsluvarðhaldsvistinni. Héraðsdómur taldi að maðurinn hefði verið undir rökstuddum grun um afbrotið og því hefði gæsluvarð- haldið ekki verið ólögmætt. Dómurinn sem féll í vikunni var síðari dómur héraðsdóms í málinu. Sá fyrri hafði verið ómerktur í Hæsta- rétti og því þurfti að fara fram ný málsmeðferð. Manninum voru dæmd- ar rúmlega 60.000 krónur í bætur þar sem hann þurfti að leggja út fyrir ferð til landsins vegna hinnar nýju máls- meðferðar. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Gæslu- varðhaldið ekki talið of langt Ríkið sýknað af skaðabótakröfu MÆLST er til þess að nýnemar Menntaskólans í Kópavogi verði búnir að festa kaup á fartölvu þeg- ar þeir setjast á skólabekk í haust en bréf frá skólanum þar sem farið er fram á þetta var nýlega sent öll- um nýnemum. Margrét Friðriksdóttir, skóla- meistari Menntaskólans í Kópa- vogi, segir að þeim sem sóttu um skólavist í MK hafi verið greint frá því, þegar þeir sóttu um, að mælst yrði til þess að nemendur eignuð- ust fartölvu. Enn fremur segir hún að nemendum sé ekki skylt að eignast tölvu en hins vegar sé það afar æskilegt. „Eins og nemendum var kynnt þegar þeir sóttu hér um skólann verður miðað við að nemendur hafi aðgang að ferðavélum en þetta er kennslutæki sem verður mikið not- að í kennslu okkar. Þannig verður kennslan fartölvumiðuð og er mið- að við að nemendur séu með tölvur í skólanum,“ segir Margrét. Viðbrögð hafa verið bæði jákvæð og neikvæð Hún segir að nemendum verði að sjálfsögðu kleift að stunda námið þó að þeir eigi ekki fartölvur. Tölvuver séu í skólanum og segir hún að miðað sé við að þeir nem- endur sem alls ekki geti útvegað sér vélar noti tölvur skólans. Margrét segir að viðbrögð við þessari nýjung hafi verið á báða bóga. „Við höfum fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð við þessu, fólki finnst þetta dýrt og þetta er dýrt. En við megum ekki gleyma því að það eru mörg önnur for- dæmi úr menntakerfinu, gömul og ný, í þessa veru. Nemendur hafa í gegnum tíðina þurft að kaupa sér dýr kennslutæki, til dæmis öflugar reiknivélar og ritvélar,“ segir Margrét. Hún bendir á að skólinn hafi leit- að eftir tilboðum á tölvum fyrir nemendur og er þeim boðið að greiða fyrir tölvur sínar með mán- aðarlegum afborgunum. „Þetta er bara krafa tímans og sú kennslutækni sem skólastarf stefnir að. Menntamálayfirvöld hafa verið að móta uppýsinga- tæknistefnur fyrir skóla þar sem lögð er áhersla á að þessi nýja tækni verði tekin í notkun í vax- andi mæli í skólastarfi,“ segir Margrét. Nemendur kaupi sér fartölvur Tilmæli til nýnema í Menntaskólanum í Kópavogi FORSÆTISRÁÐHERRA Ír- lands, Bertie Ahern, kemur ásamt fylgdarliði í opinbera heimsókn til landsins 24. júní næstkomandi. Ahern kemur til landsins með einkaflugvél en Þorsteinn Pálsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, mun verða viðstaddur komu hans til lands- ins ásamt föruneyti. Dagskrá Aherns á mánudag byrjar á morgunverðarfundi í boði Verslunarráðs Íslands á Grand hótel. Hann mun funda með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra í ráðherrabústaðnum og blaðamannafundur fylgir strax í kjölfarið. Ahern sækir síðan forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, heim á Bessastaði. Ahern fer í skoðun- arferð á Þingvelli en er síðan boðið í hádegismat í sumarhús Davíðs Oddssonar. Hann flýg- ur þá með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Gullfoss, Geysi og Bláa Lónið. Liggur þá leið Aherns út á flugvöll eftir stutta dvöl á Íslandi. Opinber heimsókn forsætisráð- herra Írlands YFIRDÝRALÆKNIR telur að óhætt sé orðið að veita meðmæli til að heimila innflutning á gæludýrum frá öðrum Evrópulöndum en Bret- landi vegna minnkandi hættu á að gin- og klaufaveiki berist til lands- ins. Jafnframt á að hætta sérstöku sóttvarnareftirliti með komufarþeg- um frá öðrum löndum en Bretlandi. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfir- dýralæknis er gin- og klaufaveiki nú eingöngu bundin við Bretland, þ.e. England, Skotland og Wales, og því er kominn grundvöllur til að breyta varnaraðgerðum í samræmi við það. Halldór hefur því lagt til við land- búnaðarráðuneyti og tollayfirvold að sóttvarnaraðgerðir miðist nú ein- vörðungu við Bretland og er búist við að breytingin komi til fram- kvæmda hjá tollyfirvöldum í næstu viku. Í Leifsstöð hefur verið sótt- hreinsieftirlit með farþegum frá öll- um Evrópulöndum þar sem vart varð gin- og klaufaveiki, en nú verð- ur sú breyting á, að aðgerðir miðast einvörðungu við farþega frá Bret- landi. Engin breyting verður á eftirliti með Norrænu en ökutæki með öðr- um flutningaskipum verða aðeins sótthreinsuð komi þau frá Bretlandi. Sóttvarnaraðgerðir miðist eingöngu við Bretland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.