Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 23 TUTTUGU norður-írskir lög- reglumenn særðust aðfaranótt föstudags þegar stórir hópar mót- mælenda og kaþólikka börðust á götum Belfast. Átökin hafa nú staðið í þrjá daga og býst lögreglan ekki við því að þeim linni á næstunni. Þetta eru alvarlegustu átök á Norð- ur-Írlandi í þrjú ár. Að minnsta kosti sex sprengjum var kastað að lögreglumönnunum, auk tuga bensín- og sýrusprengna. Einnig var skotið á lögreglumenn- ina. Valdabarátta Deiluaðilar kenna hver öðrum um upphaf bardaganna sem hófust fyrir þremur dögum í Ardoyne-hverfinu. Kaþólikkar saka mótmælendur um að meina kaþólskum börnum að ganga um hverfi þeirra á leið til skóla en mótmælendur segja kaþ- ólikka hafa ráðist á menn sem voru að reisa fána til heiðurs einum hryðjuverkahóp sambandssinna. Kunnugir segja þessar afsakanir yf- irskin eitt, í raun sé verið að berjast um yfirráð í hverfinu. Kaþólikkum hafi fjölgað á síðustu árum en mót- mælendum fækkað að sama skapi. Þeir mótmælendur sem eftir eru vilji ekki gefa kaþólikkum hverfið eftir. Roger Maxwell lögregluforingi segir hryðjuverkahópa mótmælenda bera mesta ábyrgð á ofbeldinu og flestum sprengjunum hafi verið varpað úr þyrpingu mótmælenda. Byssuskotin hafi hins vegar komið úr báðum áttum og bendi það til þess að Írski lýðveldisherinn (IRA) hafi einnig tekið þátt í átökunum. Sagði hann óeirðirnar bera þess merki að um nokkra skipulagningu af hálfu hryðjuverkahópanna væri að ræða Framtíð heima- stjórnarinnar óljós Átökin koma á mjög viðkvæmum tíma í norður-írskum stjórnmálum. Lítil hreyfing hefur verið á friðar- viðræðum vegna deilna um vopna- búr IRA. Talsmenn sambandssinna vilja ekki halda viðræðunum áfram fyrr en IRA hefur afhent vopnin, en IRA segir ekki sé ástæðu til að af- henda þau. David Trimble, leiðtogi norður-írsku heimastjórnarinnar, hefur hótað að segja af sér embætti ef IRA afhendir ekki vopnin fyrir 1. júlí. Ekki er talið líklegt að afsögnin valdi því að ástandið færist í það horf sem það var í fyrir tilurð heimastjórnarinnar, en þá ríkti nán- ast stríðsástand á götum Belfast. Hins vegar myndi afsögn Trimbles valda bakslagi í friðarviðræðunum á mjög viðkvæmum tíma. Átök á Norður-Írlandi magnast dag frá degi Reuters Breskir hermenn gæta svæðisins milli Ardoyne-vegar og hverfis kaþólikka í Belfast í gær. Barist á götum Belfast Belfast. AP, AFP, The Daily Telegraph. ÞÝSK stofnun, sem úthluta á millj- örðum dollara í skaðabætur til fyrr- verandi þrælkunar- og nauðungar- vinnufólks nasista, greindi frá því í gær að hætta væri á að hún hefði ekki úr nægu fé að spila. Í gær greiddi stofnunin fyrstu bæturnar, rúmlega hálfri öld eftir að síðari heimsstyrjöld lauk. Stjórnendur stofnunarinnar sögðu fréttamönnum frá því í gær að fleiri hefðu sótt um bætur en búist hefði verið við. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur af því að við munum ekki hafa nóg af peningum,“ sagði Hans Otto Bräutigam, einn stjórnenda stofnunarinnar. Bräutigam sagði ennfremur að nú virtist sem 1,8 millj- ónir fyrrverandi þrælkunar- og nauð- ungarvinnumanna væru á lífi, eða mun fleiri en þær 1,2 milljónir sem upphaflega hafði verið reiknað með. Hvatti hann lögmenn fórnarlamba sem fengið hafa alls um 55 milljónir dollara (eða um 5.800 milljónir króna) í bætur til að gefa að minnsta kosti hluta upphæðarinnar „til stofnunar- innar eða annarra góðgerðastofn- ana“. Þýsk stjórnvöld og iðnfyrirtæki settu stofnunina á fót í febrúar 1999. Framkvæmdastjóri hennar, Michael Jansen, sagði að í gær hefðu þrjú til fjögur hundruð gyðingar í Þýskalandi fengið greiddar bætur, en til að byrja með yrði um tíu þúsund gyðingum um allan heim greiddar alls 44 milljónir dollara (um 4.600 milljónir króna). Nokkrir fyrrverandi þrælar tóku við greiðslum í Frankfurt í gær, bæði fegnir og bitrir. „Ég er ánægður, en 50 árum fyrr hefði komið sér betur,“ sagði Josef Wertheim, 71 árs, sem nasistar neyddu til að hreinsa göturn- ar í Varsjárgettóinu þegar hann var tíu ára. „Þessir peningar skipta engu. Ég missti allt (til nasistanna),“ sagði Siegfried Grünebaum, 75 ára, sem var neyddur til að starfa í flugvéla- verksmiðju í Minsk í Hvíta-Rúss- landi. Bróðir hans og foreldrar voru myrt af nasistum. Ellen Krosh, 70 ára, sem þrælaði í kafbátasmíðastöð í Frankfurt og lifði af þrjú ár í Auschwitz-útrýmingar- búðunum í Póllandi, sagði í gær: „Ég er ánægð. Við erum ekki milljóna- mæringar. En þetta snýst ekki um peninga. Réttlætið nær aldrei fram að ganga, trúðu mér.“ Þjóðverjar greiða út bætur til fyrrverandi þræla nasista Óttast að peninga skorti Frankfurt. AFP. DÓMUR gekk í einu mest umtalaða dómsmáli í norskri sögu í gær. Hjónin Per og Veronica Orderud voru ásamt systur Veronicu, Kirkemo Hauke- land, dæmd í 21 árs fangelsi fyrir að hafa myrt foreldra og systur Pers 22. maí árið 1999. Voru morðin framin á heimili frænda fjölskyldunnar í Sör- um, rétt norðan við Ósló. Samkvæmt norskum lögum mega hjónin Per og Veronica ekki hittast fyrr en eftir 4 ár eða árið 2005 hið fyrsta. Deilur um fjölskyldubúgarðinn Systir Pers, Anne Orderud Paust, var einkaritari þáverandi varnar- málaráðherra Noregs og var í fyrstu talið að morðin væru pólitísks eðlis. Það er hins vegar ljóst núna að þau voru framin vegna deilna feðganna Pers og Kristians um framtíð Orderud-búgarðsins. Per vildi kaupa búgarðinn af föður sínum en Kristian vildi tryggja Önnu hluta verðsins, enda ætti hún erfðarétt eftir þau hjónin. Þessar deilur um kaupin og kaupverðið mögnuðust þar til upp úr sauð. Dómurinn telur sannað að þau Per og Veronica hafi framið morðin, en fórnarlömbin þrjú voru skotin mörgum skammbyssuskotum. Kirk- emo tók þátt í undirbúningi ódæðisins og útvegaði hjónunum meðal annars skotvopnin. Einnig var Kirkemo fundin sek um að koma sprengiefni fyrir í bíl Önnu Orderud Paust, að því er virðist í þeim tilgangi að hræða hana. Samhliða fangelsisdóminum var Per Orderud sviptur erfðarétti eftir foreldra sína og systur. Norska Orderud-morðmálið Þrennt dæmt í 21 árs fangelsi Reuters Veronica Orderud yfirgefur hér dómshúsið í fylgd verjanda síns. ROGER Clinton, hálf- bróðir Bills Clintons, fyrr- verandi Bandaríkjafor- seta, segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum um að hann hafi þegið fé fyrir að biðja bróður sinn að náða fanga áður en hann lét af forsetaembættinu. Roger Clinton kvartaði yfir því í viðtali við Larry King á CNN-sjónvarps- stöðinni í fyrrinótt að fjölmiðlar og yfirvöld legðu hann í einelti vegna þess að hann væri bróðir forsetans fyrrverandi. „Ég er mjög vonsvikinn yfir því að nú virðist reglan vera sú að ég sé sek- ur þar til sakleysi mitt er sannað,“ sagði Clinton. „Ég hef verið brennimerktur úti um allan heim sem fjárkúgari.“ Bandarískir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Garland Lincec- um, Texasbúi sem afplánar fang- elsisdóm fyrir fjársvik, hafi sagt fyrir kviðdómi í vikunni sem leið að fjölskylda hans hafi greitt tveimur samstarfsmönnum Rog- ers Clintons 235.000 dali, andvirði 24 milljóna króna, gegn því að hálfbróðirinn beitti sér fyrir því að forsetinn náðaði hann. Kviðdómur- inn á að meta hvort ástæða sé til lögsóknar vegna náðana Clintons áður en hann lét af emb- ætti forseta í janúar. Rog- er Clinton var á meðal þeirra sem voru náðaðir, en hann hafði verið dæmdur fyrir brot á fíkniefnalög- gjöfinni. Roger sagði ekkert hæft í því að hann hefði fengið fé fyrir að beita sér fyrir náðun Lincecums eða annarra fanga. Ákærður fyrir ölvunarakstur Roger Clinton neitaði því einnig að hann hefði verið ölvaður þegar lögreglan handtók hann fyrir akstur undir áhrifum áfengis í Kaliforníu 21. febrúar. Hann á að koma fyrir dómara vegna málsins á mánudag. „Lagalega var ég ekki drukkinn undir stýri. Ég hafði drukkið um það bil tvo bjóra,“ sagði hann. Enn deilt um náðanir Bills Clintons Hálfbróðir kveðst ekki hafa þegið fé Roger Clinton Los Angeles. Reuters, AP. RUUD Lubbers, yfirmanni flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, tókst að ýfa fjaðrirnar á Dönum í kurteisisheimsókn sinni til Kaup- mannahafnar. Þremur dögum fyrir komuna birti hann bréf í einu dag- blaðanna þar sem hann gagnrýndi nokkrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Dani, fyrir harðnandi tón í um- ræðunni um innflytjendur og flótta- menn. Tóku bæði ráðherrar og jafn- vel blaðamenn gagnrýnina óstinnt upp. Í bréfi Lubbers sagði m.a. að í „nokkrum löndum, svo sem Ástralíu, Danmörku, Ítalíu, Bretlandi og Austurríki, virðast einstakir stjórn- málamenn og fjölmiðlar viljandi reyna að blása málið [umsóknir um hæli] upp. Tölfræði og staðreyndir eru teknar úr samhengi og dregin er upp sú skekkta mynd af þeim sem sótt hafa um hæli að þeir séu skelfi- leg ógn. Ráðherrar og stjórnmálamenn brugðust ókvæða við, ekki síst inn- anríkisráðherrann, Karen Jesper- sen, sem vísaði gagnrýninni á bug, sagði umræðu um innflytjendur og flóttamenn opna og beinskeytta. Vel fór hins vegar á með henni og Lubb- ers í gær, er hann fundaði með nokkrum ráðherrum dönsku stjórn- arinnar. Sagði hann engan ráð- herranna hafa mótmælt skrifum sín- um eða sannfært sig um að þau ættu sér ekki stoð. Hins vegar fór ekki eins vel á með Lubbers og dönskum fréttamönnum á blaðamannafundi í gær þar sem þeir kröfðu hann ítrekað um dæmi og röksemdir fyrir fullyrðingum sín- um. Þvertók hann fyrir slíkt og sagði að einstök dæmi yrðu aðeins rifin úr samhengi. Lubbers kvaðst standa við gagnrýni sína, sem hann sagði ekki harða, heldur málefnalega, en sagðist þó aðspurður ekki myndu ganga svo langt að hvetja Evrópu- sambandið til aðgerða gegn Dönum vegna hennar. Lubbers gagnrýnir Dani Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.