Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
NÁKOMINN ættingi Víkverjakvaðst hafa orðið fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu að lenda
óvart inni í hópi ungmenna í miðbæ
Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn
og létu þau ófriðlega, að hans sögn.
Kvaðst ættinginn ekki hafa séð
betur en að sumir strákanna hefðu
verið með hnúajárn á fingrum og
sagðist hann hafa haldið niðri í sér
andanum og látið sem minnst fyrir
sér fara á meðan hann var að
mjaka sér út úr þvögunni enda
stóð honum ekki á sama.
Það er vissulega óskemmtilegt til
þess að hugsa að ofbeldið í miðbæ
Reykjavíkur sé orðið svo mikið að
venjulegt fólk veigri sér við að fara
niður í bæ á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn og er af sem áður var þegar
þjóðin sameinaðist þennan dag til
að minnast glæstra sigra í sjálf-
stæðisbaráttunni. Haft var eftir yf-
irlögregluþjóninum í Reykjavík að
ástandið í miðborginni nú hefði
verið heldur verra en venja er til
þegar 17. júní er haldinn hátíðleg-
ur.
Ekki minnkaði óhugur Víkverja
þegar fréttir bárust af því að komið
hefði til átaka milli hópa Íslendinga
af asískum uppruna og afkomenda
víkinganna og þótt umfang þessara
átaka hafi ef til vill ekki verið mikil
er full ástæða til að vera vel á verði
í þessum efnum. Íslendingar hafa
hingað til verið blessunarlega laus-
ir við kynþáttaátök og vonandi
verður svo um ókomna framtíð.
x x x
Í LJÓSI ástandsins í miðbænumum helgar hefur lögreglan í
Reykjavík og miðborgarstjórn lagt
til við borgarráð að afgreiðslutími
skemmtistaða í miðborginni verði
styttur. En hvar eiga þá vondir að
vera?
Víkverji er með ákveðna tillögu í
þessu máli og hún er sú að dreifa
fólki á svokallaðar hverfiskrár, sem
að vísu hafa ekki verið margar hér
á höfuðborgarsvæðinu fram til
þessa. En Víkverji hefur persónu-
lega reynslu af því að góð hefð er
að myndast á nokkrum slíkum
krám, til dæmis í Grafarvogi og
Kópavogi, og ef rétt er að málum
staðið og með tilslökun á reglu-
gerðum mætti efla hverfiskrárnar,
eins og tíðkast til dæmis í Bret-
landi. Víkverji telur sig hafa nokk-
uð öruggar heimildir fyrir því að
venjulegt fólk vill nú orðið helst
ekki fara niður í miðbæ til að
skemmta sér um helgar og því ætti
ekki að taka langan tíma að festa
hverfiskrár í sessi með réttum að-
gerðum. Með því móti myndi fólk
dreifast um borgina sem hlýtur að
vera til bóta.
x x x
VERÐKÖNNUN, sem gerð varí matvörubúðum, og bendir til
þess að miklar verðhækkanir hafi
orðið á nauðsynjum að undanförnu,
hefur gert marga neytendur reiða.
Viðmælandi Víkverja rifjaði upp að
í síðustu efnahagsniðursveiflu hefði
samkeppni matvöruverzlana farið
stórum harðnandi og þær hefðu
sætt sig við lægri álagningu til
þess að halda lífi og halda áfram að
laða til sín viðskiptavini, þrátt fyrir
að þeir hefðu haft minna á milli
handanna. Þessi maður setti fram
þá kenningu, að nú væru stórmark-
aðarnir líklegri til þess en fyrir tíu
árum að velta hækkunum beint út í
verðlagið, í stað þess að lækka hjá
sér álagninguna, vegna krafna
hlutabréfamarkaðarins um hagnað.
Víkverja þótti þetta athyglisverð
kenning og veltir fyrir sér hvort
ekki sé mikið til í henni.
ÉG hef stundað sund í
Sundhöll Reykjavíkur frá
því hún var opnuð í mars
1937. Alla tíð hefur kven-
þjóðin þurft að fara fyrst
niður langan stiga til þess
að komast að búningsklef-
um kvenna, síðan upp lang-
an stiga til þessa að komast
ofan í laugina og niður aft-
ur, alveg sama hvort þær
hafa verið með lítil börn eða
gamlar konur sem eiga erf-
itt um gang. Einnig þurfa
þær að ganga eftir endi-
langri lauginni til þess að
komast í sólbaðsaðstöðuna.
Karlarnir hins vegar ganga
beint út úr sínum klefum að
lauginni og eru með sól-
baðsaðstöðuna við hliðina á
klefunum. Í umræðunni
undanfarið hefur verið rætt
um stækkun á Sundhöll
Reykjavíkur. Mér finnst að
það mætti taka taka þessi
mál til athugunar. Ég get
ekki stundað sund lengur
þar sem ég á erfitt með
gang og þoli ekki að ganga
alla þessa stiga og ég sakna
þess mjög.
Áttræð kona.
Áróður varðandi inn-
göngu Íslands í ESB
15. JÚNÍ sl. var birt á bls. 2
í DV enn ein áróðursklaus-
an. Haft var eftir utanrík-
isráðherra Íslands að við
inngöngu nýrra ríkja í ESB
misstu þau af möguleikum
við sölu sjávarafurða sem
nú eru fyrir hendi sam-
kvæmt fríverslunarsamn-
ingi EFTA við flest um-
sóknarríkjanna. Þetta kem-
ur fram í skýrslu utanrík-
isráðuneytisins um stækk-
un Evrópusambandsins.
Það hefur oft verið skýrt
frá því í fréttum að þessi
þrjú eða fjögur Austur-Evr-
ópuríki séu öll fátæk svo að
efnaðri ríkin í ESB mundu
þurfa að greiða þeim stórar
fjárupphæðir þegar þau
verða komin í ESB. Þess
vegna efast ég mjög um
ávinning Íslands, ef það
kynni að ganga í ESB, þótt
síðar væri. Í mínum huga er
hitt þó aðalatriðið að Ísland
glataði sjálfstæði sínu, yrði
nánast leppríki ESB. Und-
anfarin ár hefur Ísland ver-
ið talið í hópi efnuðustu
ríkja í álfunni.
Sigurður Lárusson.
Áskorun
ÉG vil taka undir með
hlustanda sem skrifaði í
Velvakanda þann 19. þessa
mánaðar um útvarpsþátt-
inn Tengja í Ríkisútvarp-
inu. Ég hef fylgst með þess-
um þætti undanfarin ár og
verið stórhrifin. Í þættinum
heyrir maður tónlist sem
heyrist ekki annars staðar
og ég hef sjaldan látið mig
vanta fyrir framan útvarps-
tækið á sunnudagskvöldum.
Ég skora því á stjórnanda
þáttarins, Kristján Sigur-
jónsson, að taka upp þráð-
inn þar sem frá var horfið
og halda áfram að spila
þjóðlagarokk og heimstón-
list.
Annar hlustandi.
Dýrahald
Kettlinga
vantar heimili
FJÖGURRA mánaða og
tveggja mánaða skemmti-
lega kettlinga vantar góð
heimili. Þeir eru kassavan-
ir. Upplýsingar í síma 866-
8439.
Páfagaukur í óskilum
PÁFAGAUKUR fannst við
Borgarspítalann fimmtu-
daginn 21. júní sl. Hann er
gulur og grænn. Upplýsing-
ar í síma 525-1176.
Tapað/fundið
Blátt drengjahjól
hvarf
BLÁTT Poly Star-drengja-
hjól hvarf fyrir utan bank-
ann í Hólagarði miðviku-
daginn 20. júní um kl. 10.
Upplýsingar í síma 864-
6337.
Skiptitaska í óskilum
SKIPTITASKA fannst á
Grensásvegi sunnudaginn
17. júní sl. Uppl. í síma 553-
3306.
Kvenhjól í óskilum
á Melhaga
HVÍTT kvenreiðhjól af
gerðinni Peugeot er í óskil-
um á Melhaga 15. Uppl. í s.
552-4621.
Hnésíður
jakki tapaðist
SVARTUR hnésíður jakki
tapaðist á Gauki á Stöng á
balli með Sálinni laugar-
dagskvöldið 16. júní sl.
Fundarlaun. Skilvís finn-
andi er vinsaml. beðinn að
hafa samb. í s. 892-6483.
Skartgripir töpuðust
FYRIR rúmu ári tapaði ég
gullkrossi og hring sem
hafa mjög mikið tilfinninga-
legt gildi fyrir mig. Hring-
urinn er breiður með tveim-
ur skeifum sem snúa á móti
hvor annarri. Gullkrossinn
er með láréttum röndum
(gamall).
Ef einhver telur sig hafa
þessa skartgripi eða vita
um þá vinsamlegast hafið
samband við Margréti í
síma 694-2898.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sundhöll
Reykjavíkur
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 fen, 4 fugl, 7 fimur, 8
kirtil, 9 jurt, 11 einkenni,
13 flanar, 14 eitt af heit-
um Óðins, 15 grassvörð-
ur, 17 skaði, 20 illgjörn,
22 málmur, 23 þokast
áfram, 24 ránfugls, 25
tudda.
LÓÐRÉTT:
1 kjósa, 2 krumla, 3 forar,
4 braglína, 5 kynið, 6
kjánar, 10 bleytukrap, 12
meðal, 13 gott eðli, 15
fela í sér, 16 niðurgang-
urinn, 18 ysta brún, 19
kroppa, 20 vex, 21 held.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 villibráð, 8 suddi, 9 arkar, 10 fis, 11 riðla, 13
arnar, 15 helft, 18 snögg, 21 æst, 22 ólmur, 23 ylinn, 24
varnaglar.
Lóðrétt: 2 ildið, 3 leifa, 4 brasa, 5 álkan, 6 Æsir, 7 þrár,
12 lyf, 14 Rán, 15 hróf, 16 lemja, 17 tæran, 18 stygg, 19
örina, 20 gand.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Frid-
tjof Nansen og G. O.
Sars fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Vasiliy Zaytsev og Mars
fóru í gær.
Fréttir
Bandalag kvenna í
Reykjavík auglýsir til
umsóknar styrki úr
Starfsmenntunarsjóði
ungra kvenna fyrir
skólaárið 2001–2002.
Umsækjendur hafi
samband við Bertu s.
695-2018, Hrönn, s. 554-
5111 eða Hildi, s. 551-
9264.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM og K, Holtavegi
28, Reykjavík, og hjá
Jóni Oddgeiri Guð-
mundssyni, Glerárgötu
1, Akureyri.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43. Farið
verður upp á Akranes
fimmtudaginn 28. júní
kl. 13. Byggðasafnið
skoðað og kaffi drukkið
á Dvalarheimilinu
Höfða. Ekið verður heim
um Hvalfjörð. Upplýs-
ingar og skráning í síma
568-5052 fyrir miðviku-
daginn 27. júní.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli.
Gíróseðlar fyrir árs-
gjöldum hafa verið send-
ir út, Félagsskírteini
fást í Hraunseli gegn
kvittun félagsgjalds.
Haustferðin 1. okt. nk.
til Prag, Bratislava,
Búdapest og Vínar.
Kynning verður mið-
vikudaginn 27. júní nk.
kl. 14. Greiða þarf þá
staðfestingargjald. Or-
lofið í Hótel Reykholti í
Borgarfirði 26.-31. ágúst
nk. Skráning og allar
upplýsingar í Hraunseli,
sími 555- 0142
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl. 10
til 13. Matur í hádeginu.
Sunnudagur: Síðasta
félagsvist fyrir sumarfrí
kl. 13.30. Mánudagur:
Brids kl. 13. Miðviku-
daginn 27. júní fara
Göngu-Hrólfar út í Við-
ey með Viðeyjarferj-
unni. Mæting í Kletta-
vör, Vatnagörðum kl.
12.50 og hafið með nesti.
Umsjón Ingvar Björns-
son. Dagsferð 10. júlí
Þórsmörk – Langidalur.
Leiðsögn Þórunn Lár-
usdóttir og Pálína Jóns-
dóttir. Dagsferð 14. júlí
Gullfoss – Geysir –
Haukadalur. Leiðsögn
Sigurður Kristinsson og
Pálína Jónsdóttir. Eyja-
fjörður – Skagafjörður –
Þingeyjarsýslur, 6 dag-
ar, 26.-31. júlí. Ekið
norður Sprengisand til
Akureyrar. Farið um
Eyjafjarðardali, Svarf-
aðardal, Hrísey,
Svalbarðsströnd o.fl.
Ekið suður Kjalveg um
Hveravelli til Reykja-
víkur. Leiðsögn Þórunn
Lárusdóttir. Eigum
nokkur sæti laus.
Ath: Vegna mikillar að-
sóknar í hringferð um
Norðausturland viljum
við biðja þá sem eiga
pantað að koma og
greiða inn á ferðina sem
fyrst. Silfurlínan er opin
á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. í síma 588-2111.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB kl. 10 til 16 í
síma 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar á vegum ÍTR eru
byrjaðar aftur í
Breiðholtslaug á þriðju-
dögum og fimmtudög-
um kl. 9.30. (Ath.
breyttur tími.) Umsjón
Edda Baldursdóttir
íþróttakennari.
Boccia á þriðjudögum
kl. 13 og á föstudögum
kl. 9.30, umsjón Óla
Stína. Dans hjá Sig-
valda á mánudögum kl.
15.30, allir velkomnir
(ekkert skráning-
argjald). Veitingar í
kaffihúsi Gerðubergs.
Allar upplýsingar á
staðnum og í síma
575 7720.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Púttað verðu
á Listatúni í dag, laug-
ardag, kl. 11. Mætum öll
og reynum með okkur.
Safnaðarfélag og
kirkjukór Áskirkju.
Sumarferð verður farin
í tilefni 25 ára afmælis
félagsins, sunnudaginn
1. júlí. Lagt af stað frá
Áskirkju kl. 9, ekið um
göngin til Akraness,
messa í Akraneskirkju
kl. 11, hádegisverður
snæddur á Hótel
Barbró, skoðunarferð
um Akranes með við-
komu á Byggðasafninu
á Görðum, ekið heim um
Hvalfjörð. Þátttaka til-
kynnist fyrir 29. júní til
kirkjuvarðar Áskirkju s.
588-8870, Guðrúnar s.
553-0088 eða Þórönnu s.
568-1418 892-4749.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Austfjörðum.
Á Seyðisfirði hjá Birgi
Hallvarðssyni, Botna-
hlíð 14, s. 472-1173. Á
Neskaupstað í blóma-
búðinni Laufskálanum,
Kristín Brynjarsdóttir,
Nesgötu 5, s. 477-1212.
Á Egilsstöðum í
Blómabæ, Miðvangi, s.
471-2230. Á Reyðarfirði
hjá Grétu Friðriksd.,
Brekkugötu 13, s. 474-
1177. Á Eskifirði hjá Að-
alheiði Ingimundard.,
Bleikárshlíð 57, s. 476-
1223. Á Fáskrúðsfirði
hjá Maríu Óskarsd.,
Hlíðargötu 26, s. 475-
1273. Á Hornafirði hjá
Sigurgeir Helgasyni,
Hólabraut 1a, s. 478-
1653.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum í Reykjavík:
Skrifstofu LHS, Suð-
urgötu 10, s. 552-5744,
562-5744, fax 562-5744,
Laugavegs Apóteki,
Laugavegi 16, s. 552-
4045, hjá Hirti, Bón-
ushúsinu, Suðurströnd
2, Seltjarnarnesi, s. 561-
4256.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi: Á
Akranesi í Bókaskemm-
unni, Stillholti 18, s. 431-
2840, Dalbrún ehf.,
Brákarhrauni 3, Borg-
arnesi, og hjá Elínu Frí-
mannsd., Höfðagrund
18, s. 431-4081. Í Grund-
arfirði í Hrannarbúð-
inni, Hrannarstíg 5, s.
438-6725. Í Ólafsvík hjá
Ingibjörgu Pétursd.,
Hjarðartúni 1, s. 436-
1177.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Vestfjörðum:
Á Suðureyri hjá Gesti
Kristinssyni, Hlíðavegi
4, s. 456-6143. Á Ísafirði
hjá Jóni Jóhanni Jónss.,
Hlíf II, s. 456-3380, hjá
Jónínu Högnad., Esso-
versluninni, s. 456-3990
og hjá Jóhanni Káras.,
Engjavegi 8, s. 456-3538.
Í Bolungarvík hjá Krist-
ínu Karvelsd., Miðstræti
14, s. 456-7358.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Norðurlandi:
Á Blönduósi í blómabúð-
inni Bæjarblóminu,
Húnabraut 4, s. 452-
4643. Á Sauðárkróki í
Blóma- og gjafabúðinni,
Hólavegi 22, s. 453-5253.
Á Hofsósi, Íslandspóstur
hf., s. 453-7300, Strax,
matvöruverslun, Suð-
urgötu 2-4, s. 467-1201.
Á Ólafsfirði í Blóma-
skúrnum, Kirkjuvegi
14b, s. 466-2700 og hjá
Hafdísi Kristjánsdóttur,
Ólafsvegi 30, s. 466-2260.
Á Dalvík í Blómabúðinni
Ilex, Hafnarbraut 7,
s.466-1212 og hjá Val-
gerði Guðmundsdóttur,
Hjarðarslóð 4e, s. 466-
1490. Á Akureyri í Bóka-
búð Jónasar, Hafn-
arstræti 108, s. 462-2685,
í bókabúðinni Möppu-
dýrinu, Sunnuhlíð 12c, s.
462-6368, Pennanum
Bókvali, Hafnarstræti
91-93, s. 461-5050 og í
blómabúðinni Akri,
Kaupvangi, Mýrarvegi,
s. 462-4800. Á Húsavík í
Blómabúðinni Tamara,
Garðarsbraut 62, s. 464-
1565, í Bókaverslun Þór-
arins Stefánssonar, s.
464-1234 og hjá Skúla
Jónssyni, Reykjaheið-
arvegi 2, s. 464-1178. Á
Laugum í Reykjadal í
Bókaverslun Rann-
veigar H. Ólafsd., s.464-
3191.
Minningakort Breið-
firðingafélagsins eru til
sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s. 555-0383
eða 899-1161.
Í dag er laugardagur 23. júní, 175.
dagur ársins 2001. Eldríðarmessa.
Orð dagsins: Verið ekki hugsjúkir
um neitt, heldur gjörið í öllum hlut-
um óskir yðar kunnar Guði með bæn
og beiðni og þakkargjörð.
(Fil. 4, 8.)