Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ YFIRMAÐUR Evrópuráðsins gagnrýnir beitingu dauðarefsinga í Bandaríkjunum og segir þær gagns- lausar í baráttunni við glæpi og sið- ferðilega rangar. Hefðu þær leitt til þess að saklaust fólk væri tekið af lífi. Framkvæmdastjóri ráðsins, Walt- er Schwimmer, lét þessi orð falla við upphaf fyrsta heimsþingsins gegn dauðarefsingum, er sett var í Strass- borg í fyrradag. „Vitið þið hversu margt fólk er á dauðadeildum í Bandaríkjunum?“ spurði Schwimm- er. „Ekki færri en 3.700. Hvernig getur nokkur maður trúað því að dauðarefsingar séu nothæf tæki til að berjast gegn glæpum. Ef svo væri myndu engir glæpir vera framdir í Bandaríkjunum og þar væri ekkert ofbeldi.“ Þingið stendur í þrjá daga og er haldið í kjölfar tveggja aftaka í Bandaríkjunum. Í síðustu viku var Timothy McVeigh tekinn af lífi fyrir sprengjutilræði í Oklahoma er varð 198 manns að bana og sl. þriðjudag var tekinn af lífi Juan Raul Garza, sem var fundinn sekur um morð og fíkniefnasmygl. Bandaríski lögmaðurinn Richard Burr, sem varði McVeigh, segist skilja hvers vegna McVeigh hafi ver- ið tekinn af lífi fyrir sprengjutilræðið í Oklahoma, en kveðst ekki sjá hvaða réttlæti hafi verið fólgið í aftökunni á Garza. Burr, heldur því fram, líkt og lögmenn Garzas og margir andstæð- ingar dauðarefsingar hafa gert, að þeir glæpir, sem Garza hafi verið dæmdur fyrir, hafi ekki réttlætt dauðadóm fyrir alríkisdómstóli. Burr og fleiri halda því ennfremur fram að hefði Garza verið hvítur á hörund og framið glæpina einhvers staðar annars staðar en í Texas sé ekki víst að hann hefði verið tekinn af lífi. Garza var Bandaríkjamaður af mexíkósku bergi brotinn. Hann var tekinn af lífi sl. þriðjudag í sama fangelsi og McVeigh var deyddur í síðustu viku. Þessar aftökur voru þær fyrstu sem fram fara í 38 ár til fullnægingar á dauðadómum sem kveðnir hafa verið upp af bandarísk- um alríkisdómstólum. Burr sagðist ekki telja að nokkurn tíma ætti að taka mann af lífi fyrir glæpi sem hann hafi framið. En í ljósi þess hve alvarlegur glæpur McVeighs hafi verið hefði mátt búast við því að farið yrði fram á dauða- refsingu. Garza var dæmdur fyrir að hafa myrt eða hafa fyrirskipað morð á þremur mönnum í tengslum við maríjúana-smyglhring sem hann stjórnaði frá heimabæ sínum í Brownsville í Texas. Hann var enn- fremur grunaður um nokkur önnur morð, m.a. á tengdasyni sínum og konu sem hann taldi gefa lögreglu upplýsingar. Í áfrýjunum á dóminum tilgreindu lögmenn Garzas yfir 20 mál þar sem um svipaða glæpi var að ræða en ekki var farið fram á dauðarefsingu. Segja þeir að þessi mál sýni fram á ósamræmi í uppkvaðningu banda- rískra alríkisdómstóla á dauðadóm- um. Í niðurstöðum rannsóknar er unn- in var af bandaríska dómsmálaráðu- neytinu í fyrra kemur fram að vís- bendingar séu um hlutdrægni vegna kynþáttar og búsetu í uppkvaðningu dauðadóma í alríkisdómskerfinu. Til dæmis hafi sex af þeim átján mönn- um, sem hafi verið dæmdir til dauða af alríkisdómstólum, verið dæmdir í Texas og sextán þeirra tilheyri minnihlutahópum. Í annarri rannsókn dómsmála- ráðuneytisins, sem greint var frá í þessum mánuði, eru niðurstöður fyrri rannsóknarinnar bornar til baka. Dómsmálaráðherrann, John Ashcroft, sagði í byrjun vikunnar að engar vísbendingar hefðu verið um kynþáttahlutdrægni í máli Garzas. „Sá dagur mun koma að þessari villimennsku verður hætt, en ekki í dag,“ sagði Gregory Wiercioch, lög- maður Garzas, eftir að aftakan hafði farið fram á þriðjudaginn var. Mánuðir eða ár kunna að líða áður en aftur verður tekinn af lífi fangi í Terre Haute-alríkisfangelsinu í Ind- iana-ríki, en það er eina alríkis- dauðadeildin í Bandaríkjunum. Eng- ar dagsetningar hafa verið settar fyrir aftökur þeirra átján dauða- dæmdu fanga sem dvelja þar nú. Hart deilt um réttmæti dauðarefsinga í Bandaríkjunum á ráðstefnu Segja ósamræmi í uppkvaðningu dauðadóma Terre Haute í Bandaríkjunum. AP. SADDAM Hussein, forseti Íraks, varaði nýlega íraskar konur við „léttúðarfullu“ búðarápi á sama tíma og alþjóð- legar refsiað- gerðir beindust gegn landinu. Sagði hann, að með slíku fram- ferði væru þær byrði á eigin- mönnum sínum. Þrátt fyrir efnahagsþreng- ingar hjá al- menningi hefur Saddam byggt hverja forsetahöllina á fætur ann- arri en írösku blöðin sögðu í gær, að hann hefði skammað konurnar fyrir að sólunda sparifé fjölskyld- unnar. „Margar íraskar konur fara í verslanir án þess að vita til hvers og án þess að þurfa þess. Aðrar arabískar konur og konur yfir- leitt fara hins vegar bara í búð- ina þegar heimilið vantar eitt- hvað,“ sagði Saddam á fundi með listamönnum og verkfræðingum, sem kynntu honum líkan af „minnismerki píslarvottanna“ en það á að reisa í bæjum og borg- um vítt og breitt um landið. Ekki kom fram hvað það á að kosta en Saddam var með hugann við kon- urnar. Sagði hann, að þær ættu að vera mönnum sínum stoð og stytta „en ekki byrði með kröfu- hörku sinni“. Varað við eyðslusemi kvenna London. Daily Telegraph. Saddam Hussein UPPLAUSN er yfirvofandi í Alsír og berjast ráðamenn við að hafa hemil á útbreiðslu uppreisnar gegn yfirvöld- um. Hafa fjöldagöngur verið bannað- ar í höfuðborginni, Algeirsborg, en ástandið er mikið áhyggjuefni fyrir fámennisstjórnina sem fer með völdin í landinu. Óeirðirnar hófust fyrst fyrir tveim mánuðum í Kabýla-héraði, sem er heimaland berba-þjóðarinnar, eftir að 19 ára piltur lést í vörslu lögreglu. Síðan þá hafa orðið uppþot næstum daglega og öryggissveitir fellt að minnsta kosti áttatíu manns. Reiði í garð yfirvalda, sem eiga í höggi við uppreisnarmenn úr röðum múslíma, er tekin að breiðast út fyrir heimahérað berba og skjóta rótum annars staðar í landinu. Ali Benflis, forsætisráðherra landsins, kom fram í sjónvarpi sl. mánudag og bað fólk að halda ró sinni, en þá um daginn höfðu sjö fallið og um 120 særst í átökum mótmælenda og lögreglu. Berbar eru taldir vera frum- byggjaþjóð Norður-Afríku, og hafa lengi barist fyrir viðurkenningu móð- urmáls síns og auknum réttindum. Frammámenn í Kabýla-héraði, sem hafa hvatt til óeirðanna, sökuðu hóp- inn sem fer með völdin í Alsír, um að hafa espað fólk upp og þannig valdið ólátunum. Stjórnin hefur verið gagn- rýnd harðlega fyrir spillingu, vald- níðslu og vanhæfni. Í óeirðunum undanfarið hefur mátt sjá merki um að óánægð ungmenni kunni að fara að láta til sín taka. Múg- ur unglinga gekk berserksgang í hafnarbænum Annaba, braut rúður og rændi verslanir sem unglingarnir sögðu að tilheyrðu félögum í stjórn- arhópnum. Fólk sem hvorki hefur vinnu né von hrópar að öryggissveitamönnum: „Þið getið ekki drepið okkur því að við erum þegar dauð!“ Yfir þriðjungur landsmanna er atvinnulaus og þrengsli og skortur eru landlæg. Óeirðirnar bárust til Algeirsborgar í síðustu viku er hundruð þúsunda manna komu frá Kabýla og efndu ásamt heimamönnum til mótmæla- fundar sem endaði með hörðum átök- um við öryggissveitir. Yfirvöld hafa brugðist við með því að gefa í skyn að viðræður verði haldnar en um leið hefur verið gripið til kúgunaraðgerða í Kabýla. Hafa lög um ærumeiðingar verið hert til að koma böndum á fjölmiðla sem eru andvígir stjórninni. Segja fréttamenn þessara miðla að bönkum og pósthús- um í Kabýla hafi verið lokað í því augnamiði að draga úr styrk stjórn- arandstæðinga með efnahagslegum hætti. Óeirðirnar hafa vakið á ný sögu- sagnir um að herforingjar í ríkis- stjórninn muni neyða Abdul Aziz Bouteflika forseta til að segja af sér. Hann var kjörinn fyrir tveim árum og lofaði þá félags- og efnahagslegum framförum og að endi yrði bundinn á níu ára borgarastríð sem kostað hefur um hundrað þúsund manns lífið. En stjórnrerindrekar og frétta- skýrendur efast. „Hvern gætu þeir fundið til að koma í staðinn fyrir [Bouteflika]?“ sagði einn fréttaskýr- andi. „Og hvern svo sem þeir fengju í staðinn þá yrði allt við það sama.“ Stjórnarhópurinn berst nú á þrennum vígstöðvum. Samskiptin við berba fara versnandi dag frá degi. Svo virðist sem hópurinn sé að missa stuðning arabíska meirihlutans, og ekki eru neinar horfur á að átökunum við múslíma fari að linna. Síðastliðinn sunnudag voru 20 hermenn felldir í fyrirsát í Chelf-héraði og er það til marks um að styrjöldin geisar enn. Hætta talin á upplausn The Daily Telegraph. AP Alsírsk ungmenni mótmæla sérréttindum embættismanna og hershöfðingja í Algeirsborg í gær. Stjórnvöld í Alsír eiga erfitt með að hefta uppreisn berba MICHAEL Ancram hefur sagt af sér sem formaður breska Íhaldsflokksins til að geta gefið kost á sér í leiðtoga- kjöri flokksins síðar í sumar. Margir telja að Ancram verði helsti keppi- nautur Michaels Portillos, talsmanns flokksins í ríkisfjármálum, í leiðtoga- kjörinu. Ancram er 54 ára skoskur aðals- maður og vinsæll miðjumaður. Marg- ir telja hann best til þess fallinn að sameina fylkingarnar sem hafa tekist á innan Íhaldsflokksins. Michael Portillo er þó enn talinn sigurstranglegasti frambjóðandinn í leiðtogakjörinu. Tveir þingmenn úr hægri armi flokksins, Iain Duncan Smith og David Davis, hafa einnig gefið kost á sér. Clarke tilkynnir ákvörðun sína á mánudag Allir frambjóðendurnir fjórir eru andvígir því að Bretar taki upp evr- una og leggi niður pundið. Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráð- herra, sem er hlynntur evrunni, sagði í gær að hann hygðist skýra frá því á mánudaginn kemur hvort hann gæfi kost á sér í leiðtogakjörinu. Framboð Ancrams er talið áfall fyrir Clarke, en þeir sækja fylgi sitt til sama hóps þingmanna.Stuðningsmenn Clarkes vilja að hann gefi kost á sér en töfin á því að hann tilkynni framboð hefur orðið til þess að margir þingmenn Íhaldsflokksins og flestir þeirra sem eru í skuggaráðuneyti flokksins hafa þegar lýst yfir stuðningi við aðra. Þegar Ancram tilkynnti framboð sitt í fyrradag kom hann fram sem það leiðtogaefni sem gæti sameinað flokkinn. Hann hét því að knýja ekki fram róttækar breytingar á stefnu flokksins þrátt fyrir ósigra hans í tvennum þingkosningum í röð. Hann sagði að í leiðtogakjörinu þyrftu íhaldsmenn að velja á milli þess að „fylgja breytilegum vindum pólitískr- ar tísku“ eða standa fast á grundvall- arsjónarmiðum sínum. Talið er að með þessum ummælum hafi Ancram viljað sneiða að Portillo sem var áður eldheitur Thatcheristi en leitast nú við að höfða meira til miðjunnar. Portillo kvaðst ætla að beita sér fyrir mestu umræðu um stefnu flokksins frá því Margaret Thatcher varð leiðtogi hans árið 1975. Talið áfall fyrir Clarke London. AFP, The Daily Telegraph. Ancram vill leiða Íhaldsflokkinn VLADIMÍR Pútín, Rúss- landsforseti og fyrrverandi ofursti í sovésku leyniþjón- ustunni, hefur gagnrýnt starfsemi njósnara í Rúss- landi og Bandaríkjunum fyrir „lélega frammistöðu“. Segir hann njósnastarfsemina skaða hagsmuni þeirra landa sem hún þykist þjóna. Pútín gagnrýndi leyniþjón- ustur landanna fyrir að „flækjast fyrir“ og vera fyrst og fremst uppteknar af inn- anbúðarsamkeppni fremur en að reyna að vinna gegn þeim raunverulegu hættum sem steðji að löndunum. Pútín var í 15 ár starfs- maður sovésku leyniþjónust- unnar, KGB, og hrósaði hann fyrrverandi vinnuveitanda sínum fyrir að hafa eflt „föð- urlandsást“. Sagði hann njósnaþjálfun sína hafa verið mjög góðan undirbúning fyrir vinnu með öðru fólki. Skökk heimsmynd Álit Pútíns á leyniþjónust- um Rússlands og Bandaríkj- anna kom fram í samtali hans við bandaríska blaðamenn í vikunni. „Frammistaða beggja er léleg,“ sagði Pútín. „Þær gera ekkert sem skiptir máli. Þær bara flækjast fyr- ir.“ Kenndi Pútín um heims- mynd sem væri skökk vegna kalda stríðsins og skorti á til- finningu fyrir sameiginlegri hættu, s.s. vegna hryðju- verkastarfsemi og útbreiðslu kjarnavopna. Hefur lítið álit á njósn- urum Moskvu. The Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.