Morgunblaðið - 23.06.2001, Side 35

Morgunblaðið - 23.06.2001, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 35 Kanarí- veisla í haust frá kr. 58.185 Heimsferðir kynna nú aft- ur haustferðir sínar til Kanarí- eyja þann 20. október og 20. nóvember, en Kanaríeyjar eru tvímælalaust vinsælasti vetrar- áfangastaður Íslendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta far- þegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður að vanda með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvök- ur, til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Þökkum frábærar undirtektir. Helmingur sæta seldur í ferðina 20. október. Paraiso Maspalomas Brottför · 20. okt. - 31 nótt · 20. nóv. - 25 nætur Gististaðir Heimsferða · Roque Nublo · Los Volcanes · Paraiso Maspalomas · Tanife 25 nætur Verð frá 58.185 20. nóvember, m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 25 nætur. Verð kr. 77.030 21. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 25 nætur. 5. vikur (31 nótt) Vinsælasta ferðin – tæpar 5 vikur á frábæru verði. Verð frá 66.084 20. okt., m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 31 nótt. Verð kr. 89.830 20. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 31 nótt. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 SKÓGARÁS 3, 2. hæð til hægri Kristinn og Hulda Lilja taka vel á móti gestum í dag milli kl. 14 og 16. Mjög falleg 4ra herbergja íbúð, 107,7 fm, á 2. hæð í góðu fjölbýlis- húsi ásamt vönduðum 25,3 fm bíl- skúr. Þrjú svefnherbergi, stofa með s-svölum, fallega innréttað eldhús með borðkróki, baðherbergi með baðkari, stórum sturtuklefa og góð- um innréttingum. Sérþvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Ný- legar hurðir í íbúðinni. Góður bílskúr með geymslulofti og sjálfvirkum opnara. Áhvíl. ca. 5,3 millj. Verð 14,9 millj. HINN ágæti reikni- meistari Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, Þorsteinn Siglaugsson, fer nokkrum orðum um aðferðir í Morgun- blaðinu þriðjudaginn síðastliðinn, og er það vel, því fátt er mikil- vægara en klár aðferða- fræði á villugjörnum stigum vísindanna. Seg- ir hann mér til í þeim efnum og ber að þakka þá viðleitni, betra seint en aldrei að einhver reyni að koma vitinu fyrir mig auman. Víkj- um þó fyrst að verkum reiknimeistarans sjálfs. Í skýrslu sinni fyrir Náttúruvernd- arsamtökin heldur Þorsteinn því fram að meðaltalslækkun á álverði sé 1,5% á nafnverði árlega. Telur hann rétt að notast við 1% (ekki skýrt hvers vegna ekki skal nota 1,5%). Til þess að fá út raunlækkun álverðs deilir hann nú með því sem hann kallar meðal- verðbólgu í Bandaríkjunum upp í 1% verðlækkun og fær þá (1-0,01)/1,02=0,97059 en það er 2,941% lækkun álverðs á raunvirði ár- lega, og það er sú tala sem hann notar í líkani sínu. (Í endurskoðaðri útgáfu notar hann síðan 2% lækkun, sem hann segir vera meðallækkun áls frá aldamótum!!) Hér stendur allt og fellur með þeirri fullyrðingu að árleg meðal- lækkun á áli sé 1,5% og þá tölu fær Þorsteinn með því að finna svonefnda leitnilínu (trendline) og halla hennar yfir álverð frá janúar 1989 til maíloka 2001. Til grundvallar leggur hann verð á áli eins og það er birt hjá Lond- on Metal Exchange (http://www.lme. co.uk) sbr. mynd 1. Línuritið á mynd 1 er byggt á samningsverðum á áli sem gilda allt að 15 mánuði fram í tímann á tíma- bilinu janúar 1989 til maí 2001. Þar sést greinilega að hallatala leitnilín- unnar er –0,0149 sem Þorsteinn virð- ist túlka þannig að meðallækkun áls á tímabilinu sé 1,49%. Þessi túlkun á halla leitninnar er einkennileg og hef- ur lítið vísindagildi en trúlega meira skemmtigildi. En látum það vera. Ef reiknimeistarinn hefði nú viljað nota verð í ennþá lengri samningum sem er ekki óeðlilegt í ljósi samninga milli Landsvirkjunar og Reyðaráls, til dæmis til 27 mánaða samningum, þá eru þau verð einnig til hjá þessu fyr- irtæki, en það er dálítil fyrirhöfn að setja þær tölur inn í Excel og senni- lega hefur reiknimeistarinn ekki talið það þurfa. Gallinn við þá talnaröð er sá, að hún nær ekki nema aftur til júní 1991, sjá mynd 2: Hér sést að séu notuð verð í 27 mánaða samningum á tímabilinu júní 1991 til maí 2001, að leitnilínan hefur hallan 0,033 og þar með hækkar ál í verði á þessu tímabili að meðaltali um 3,3% á ári hverju. Ef Þorsteinn hefði nú notað þessa tölu í sínum útreikn- ingum og miðað við 2,5% verðbólgu eins og fyrr, þá hefði hér átt að miða við raunhækkun á álverði næstu 60 ár um 1,27% á hverju ári. Þessi niður- staða, sem er í fullu samræmi við að- ferðir Þorsteins, hefði skilað ríflega 37 milljörðum króna í nettó hagnað af Kárahnjúkavirkjun, samkvæmt reiknilíkani Þorsteins sjálfs. Hér er viðmiðun 10 ár aftur í tímann í stað 12 ár hjá Þorsteini, en talnaraðirnar hjá hinu enska fyrirtæki þó teknar í heild sinni í báðum tilvikum. Betra hefði þó verið að miða við verð í þriggja mánaða samningum og hafa tímabilið frá október 1991, en þá hefði fengist, sjá mynd 3: Hér sést að verð á áli hækkar um 10% árlega að meðaltali á tímabilinu en þegar verðbólgu hefur verið deilt út er hækkunin 7,2% á ári að raun- gildi. Samkvæmt reiknilíkani Þor- steins sjálfs hefði þetta leitt til 227,77 milljarða króna nettó hagnaðar af 107 milljarða króna fjárfestingu í virkjun- inni eftir 60 ár. Náttúruverndarsamtök Íslands keyptu skýrslu sem byggir á þessari að- ferðafræði af Þorsteini Siglaugssyni. Hann vel- ur greinilega forsendur við hæfi viðskiptavina sinna. Mínar aðferðir Það líkan sem undir- ritaður hefur notað og lesendur sáu niðurstöð- ur úr í tveimur síðustu laugardagsblöðum Morgunblaðsins er ekki gallalaust, en þar er verið að finna arðsemi fjármagns fremur en arðsemi framkvæmdar eða rekstrar (eða eigin fjár). Það var notað varðandi Fljótsdalsvirkjun í desember 1999 og eiga því lesendur Morgunnblaðsins heimtingu á að sjá hver yrði niðurstaðan í Kárahnjúkum með sömu aðferð, en hún er auðvitað ekki heilög. Undanfarið hafa margir haft sam- band og komið á framfæri upplýsing- um. Einn kunnur álmaður fullyrðir að Reyðarál þoli ekki hærra orkuverð en 18,5 mills (1,85 kr/kwst). Með því að nota 17 mills fast verð í 60 ár á móti 107 milljarða króna álveri og gera síð- an ráð fyrir því að maður á borð við Jóhann G. Bergþórsson bjóði í verkið og vinni það á 70% kostnaðarverði í kreppu, þá má gera ráð fyrir 11,39% arðsemi fjármagns í virkjuninni einni saman og trúlega góðum hagnaði í ál- verinu líka. Þetta er því hinn besti kostur, ennþá betri en áður er fram komið. Um aðferðir – ennþá betri útkoma Guðmundur Ólafsson Kárahnjúkar Gera má ráð fyrir 11,39% arðsemi fjár- magns í virkjuninni einni saman, segir Guðmundur Ólafsson, og trúlega góðum hagn- aði í álverinu líka. Höfundur er hagfræðingur. Mynd 2. Mynd 3. Mynd 1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.