Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 35 Kanarí- veisla í haust frá kr. 58.185 Heimsferðir kynna nú aft- ur haustferðir sínar til Kanarí- eyja þann 20. október og 20. nóvember, en Kanaríeyjar eru tvímælalaust vinsælasti vetrar- áfangastaður Íslendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta far- þegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður að vanda með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvök- ur, til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Þökkum frábærar undirtektir. Helmingur sæta seldur í ferðina 20. október. Paraiso Maspalomas Brottför · 20. okt. - 31 nótt · 20. nóv. - 25 nætur Gististaðir Heimsferða · Roque Nublo · Los Volcanes · Paraiso Maspalomas · Tanife 25 nætur Verð frá 58.185 20. nóvember, m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 25 nætur. Verð kr. 77.030 21. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 25 nætur. 5. vikur (31 nótt) Vinsælasta ferðin – tæpar 5 vikur á frábæru verði. Verð frá 66.084 20. okt., m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 31 nótt. Verð kr. 89.830 20. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 31 nótt. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 SKÓGARÁS 3, 2. hæð til hægri Kristinn og Hulda Lilja taka vel á móti gestum í dag milli kl. 14 og 16. Mjög falleg 4ra herbergja íbúð, 107,7 fm, á 2. hæð í góðu fjölbýlis- húsi ásamt vönduðum 25,3 fm bíl- skúr. Þrjú svefnherbergi, stofa með s-svölum, fallega innréttað eldhús með borðkróki, baðherbergi með baðkari, stórum sturtuklefa og góð- um innréttingum. Sérþvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Ný- legar hurðir í íbúðinni. Góður bílskúr með geymslulofti og sjálfvirkum opnara. Áhvíl. ca. 5,3 millj. Verð 14,9 millj. HINN ágæti reikni- meistari Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, Þorsteinn Siglaugsson, fer nokkrum orðum um aðferðir í Morgun- blaðinu þriðjudaginn síðastliðinn, og er það vel, því fátt er mikil- vægara en klár aðferða- fræði á villugjörnum stigum vísindanna. Seg- ir hann mér til í þeim efnum og ber að þakka þá viðleitni, betra seint en aldrei að einhver reyni að koma vitinu fyrir mig auman. Víkj- um þó fyrst að verkum reiknimeistarans sjálfs. Í skýrslu sinni fyrir Náttúruvernd- arsamtökin heldur Þorsteinn því fram að meðaltalslækkun á álverði sé 1,5% á nafnverði árlega. Telur hann rétt að notast við 1% (ekki skýrt hvers vegna ekki skal nota 1,5%). Til þess að fá út raunlækkun álverðs deilir hann nú með því sem hann kallar meðal- verðbólgu í Bandaríkjunum upp í 1% verðlækkun og fær þá (1-0,01)/1,02=0,97059 en það er 2,941% lækkun álverðs á raunvirði ár- lega, og það er sú tala sem hann notar í líkani sínu. (Í endurskoðaðri útgáfu notar hann síðan 2% lækkun, sem hann segir vera meðallækkun áls frá aldamótum!!) Hér stendur allt og fellur með þeirri fullyrðingu að árleg meðal- lækkun á áli sé 1,5% og þá tölu fær Þorsteinn með því að finna svonefnda leitnilínu (trendline) og halla hennar yfir álverð frá janúar 1989 til maíloka 2001. Til grundvallar leggur hann verð á áli eins og það er birt hjá Lond- on Metal Exchange (http://www.lme. co.uk) sbr. mynd 1. Línuritið á mynd 1 er byggt á samningsverðum á áli sem gilda allt að 15 mánuði fram í tímann á tíma- bilinu janúar 1989 til maí 2001. Þar sést greinilega að hallatala leitnilín- unnar er –0,0149 sem Þorsteinn virð- ist túlka þannig að meðallækkun áls á tímabilinu sé 1,49%. Þessi túlkun á halla leitninnar er einkennileg og hef- ur lítið vísindagildi en trúlega meira skemmtigildi. En látum það vera. Ef reiknimeistarinn hefði nú viljað nota verð í ennþá lengri samningum sem er ekki óeðlilegt í ljósi samninga milli Landsvirkjunar og Reyðaráls, til dæmis til 27 mánaða samningum, þá eru þau verð einnig til hjá þessu fyr- irtæki, en það er dálítil fyrirhöfn að setja þær tölur inn í Excel og senni- lega hefur reiknimeistarinn ekki talið það þurfa. Gallinn við þá talnaröð er sá, að hún nær ekki nema aftur til júní 1991, sjá mynd 2: Hér sést að séu notuð verð í 27 mánaða samningum á tímabilinu júní 1991 til maí 2001, að leitnilínan hefur hallan 0,033 og þar með hækkar ál í verði á þessu tímabili að meðaltali um 3,3% á ári hverju. Ef Þorsteinn hefði nú notað þessa tölu í sínum útreikn- ingum og miðað við 2,5% verðbólgu eins og fyrr, þá hefði hér átt að miða við raunhækkun á álverði næstu 60 ár um 1,27% á hverju ári. Þessi niður- staða, sem er í fullu samræmi við að- ferðir Þorsteins, hefði skilað ríflega 37 milljörðum króna í nettó hagnað af Kárahnjúkavirkjun, samkvæmt reiknilíkani Þorsteins sjálfs. Hér er viðmiðun 10 ár aftur í tímann í stað 12 ár hjá Þorsteini, en talnaraðirnar hjá hinu enska fyrirtæki þó teknar í heild sinni í báðum tilvikum. Betra hefði þó verið að miða við verð í þriggja mánaða samningum og hafa tímabilið frá október 1991, en þá hefði fengist, sjá mynd 3: Hér sést að verð á áli hækkar um 10% árlega að meðaltali á tímabilinu en þegar verðbólgu hefur verið deilt út er hækkunin 7,2% á ári að raun- gildi. Samkvæmt reiknilíkani Þor- steins sjálfs hefði þetta leitt til 227,77 milljarða króna nettó hagnaðar af 107 milljarða króna fjárfestingu í virkjun- inni eftir 60 ár. Náttúruverndarsamtök Íslands keyptu skýrslu sem byggir á þessari að- ferðafræði af Þorsteini Siglaugssyni. Hann vel- ur greinilega forsendur við hæfi viðskiptavina sinna. Mínar aðferðir Það líkan sem undir- ritaður hefur notað og lesendur sáu niðurstöð- ur úr í tveimur síðustu laugardagsblöðum Morgunblaðsins er ekki gallalaust, en þar er verið að finna arðsemi fjármagns fremur en arðsemi framkvæmdar eða rekstrar (eða eigin fjár). Það var notað varðandi Fljótsdalsvirkjun í desember 1999 og eiga því lesendur Morgunnblaðsins heimtingu á að sjá hver yrði niðurstaðan í Kárahnjúkum með sömu aðferð, en hún er auðvitað ekki heilög. Undanfarið hafa margir haft sam- band og komið á framfæri upplýsing- um. Einn kunnur álmaður fullyrðir að Reyðarál þoli ekki hærra orkuverð en 18,5 mills (1,85 kr/kwst). Með því að nota 17 mills fast verð í 60 ár á móti 107 milljarða króna álveri og gera síð- an ráð fyrir því að maður á borð við Jóhann G. Bergþórsson bjóði í verkið og vinni það á 70% kostnaðarverði í kreppu, þá má gera ráð fyrir 11,39% arðsemi fjármagns í virkjuninni einni saman og trúlega góðum hagnaði í ál- verinu líka. Þetta er því hinn besti kostur, ennþá betri en áður er fram komið. Um aðferðir – ennþá betri útkoma Guðmundur Ólafsson Kárahnjúkar Gera má ráð fyrir 11,39% arðsemi fjár- magns í virkjuninni einni saman, segir Guðmundur Ólafsson, og trúlega góðum hagn- aði í álverinu líka. Höfundur er hagfræðingur. Mynd 2. Mynd 3. Mynd 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.