Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 9 SÍÐUSTU áratugi hef- ur viðhald húsanna verið í algjöru lág- marki og endurbætur á skólahúsinu eru rétt að hefjast. Í ræðu sinni við skólaslitin sagði Ragnheiður að sig hefði tekið sárt að fylgjast með því hvern- ig tíminn hefði fengið að leika húsin og ætti þetta sérstaklega við um skólahúsið sem geymir ekki aðeins sögu Lærða skólans og Menntaskólans, heldur einnig sögu sjálfstæð- isbaráttu Íslendinga, þar sem það hýsti endurreist Alþingi sumurin 1845–79 og þjóðfundinn 1851. „Menntaskólinn er einstakur að því leyti að hann hefur starfað á sama stað frá haustinu 1846. Skóla- húsið var stærsta hús á landinu og það er mjög vandað og vel byggt.“ Skólahúsunum fjölgaði og fyrir 1850 var byggð skemma, sem nú er kölluð Fjósið, Bókhlaðan Íþaka var reist 1867 og Íþróttahús 1898. Með tímanum fóru húsin að láta á sjá og strjálar endurbætur hafa verið börn síns tíma. Breytingar gerðar samkvæmt tísku hverju sinni „Hvað skólahúsið sjálft varðar hefur ekki verið tekið tillit til þess hvað það er merkilegt og gamalt,“ segir Ragnheiður og bendir á dökkt krossviðarþil sem þekur ganga skólans og kennslustofur. „Kross- viðurinn hér er frá ráðherratíð Jón- asar frá Hriflu og var negldur yfir gifspússningu sem var orðin léleg. Krossviðarþiljur voru í tísku á þess- um tíma en þær eru í hrópandi ósamræmi við gamla brjóstþilið á veggjunum neðanverðum. Auk þess er krossviðurinn allt of dökkur, svo að gangarnir verða dimmir og drungalegir. Þar við bætist að lakk- aður krossviður er mjög eldfimur.“ Ekki þarf að taka fram að krossvið- urinn er farinn að láta mikið á sjá eftir rúm 70 ár. Þegar komið er upp á rishæð Menntaskólans má glöggt greina anda 8. áratugarins. Að sögn Ragn- heiðar voru lengi þrjár stórar kennslustofur í risinu en bannað var að kenna þar vegna hættu- ástands sem yrði ef eldur brytist út. Þá var skrifstofa skólans flutt upp í risið og innréttuð voru vinnuher- bergi fyrir kennara. Breytingarnar voru gerðar eftir tísku þess áratug- ar, t.d. eru tveir vegg- ir skrifstofu rektors, konrektors og skólans með gömlu brjóstþili en hinir tveir með strigaveggfóðri. Í anddyri skólans sést glögglega að ekki hefur verið staðið skipulega að endur- bótum. Þar má m.a. sjá mætast þrenns konar gólfdúk frá mis- munandi tímum 20. aldar. Í fyrrasumar var arkitektunum Þor- steini Gunnarssyni, Stefáni Erni Stefáns- syni og Grétari Mark- ússyni falið að semja forsögn að viðgerðum á skólahús- inu. Lagt er til að koma bygging- unni í eins upprunalegt horf og hægt er en Ragnheiður bendir á að auðvitað þurfi um leið að taka tillit til nútímaskólahalds. „Við sjáum nú vísi að endurbyggingu. Í fyrrasum- ar var krossviður rifinn af veggjum í forstofu við aðaldyr skólans. Vegg- irnir hafa nú fengið sinn fyrri svip og það er mikill munur.“ Þegar önnur eldri hús skólans eru skoðuð kemur í ljós mikil þörf á viðhaldi. Gamla timburklæðningin á Fjósinu er fúin og bárujárnið á Íþróttahúsinu ryðgað. Árið 1995 átti að gera við Íþöku og mála hús- ið. Gamla málningin var hreinsuð burtog þá komu í ljós múrskemmd- ir, sem þurfti að gera við, en við- haldsféð var á þrotum. Gengið var á fjárveitingu næsta árs til að gera við veggina en viðgerð á húsinu er enn hvergi nærri lokið. Uppbygging á mennta- skólareitnum Þegar ákveðið var að Mennta- skólinn í Reykjavík yrði ekki fluttur af sínum sögufræga stað í hjarta borgarinnar átti að byggja yfir hann tvö hús. Annað þeirra, Casa Nova, var reist og tekið í notkun 1965, hitt er enn óbyggt en það átti m.a. að vera íþróttahús og sam- komusalur skólans. Frá 1965 fram undir aldamót var byggt yfir aðra framhaldsskóla víða um land. Nú er hins vegar unnið samkv. áætlun frá 1997 um uppbyggingu á mennta- skólareitnum. Að sögn Ragnheiðar er brýnt að reisa á miðjum reitnum hús, sem hönnuð eru fyrir skólahald 21. aldar, en síðustu áratugina hef- ur skólinn „skriðið inn í“ nærliggj- andi hús sem var aldrei ætlað að verða skólahús. Uppbyggingunni hefur miðað skammt því að staðið hefur á Reykjavíkurborg að taka þátt í kostnaði við hana. „Nýlega hefur orðið samkomulag milli ríkis og borgar um að standa sameig- inlega að uppbyggingu menntaskól- anna í Reykjavík. Ég treysti því að Reykjavíkurborg sé ljóst hvaða skóli hefur beðið lengst eftir ný- byggingum og hvaða hús hefur gnæft lengst yfir hjarta Reykjavík- ur og sameinað borgarbúa á lóð sinni við hátíðleg tækifæri. Ég eygi betri tíð í húsnæðismálum Mennta- skólans.“ Húsnæðismál Menntaskólans í Reykjavík Morgunblaðið/Sigurður Jökull Enn er viðgerðum á Íþöku hvergi nærri lokið. Viðhaldið hefur verið í lágmarki Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hér má glöggt sjá hversu ryðgað bárujárnið á Íþróttahúsinu er. Ragnheiður Torfadóttir Menntaskólinn í Reykjavík starfar nú í sjö húsum, það elsta var tekið í notkun 1846 en það nýjasta 1999. Viðhald og endurbygging elstu húsanna varð Ragnheiði Torfadóttur rektor að umtalsefni við skólaslit 7. júní sl.                                 Sumarfatnaður á góðu verði Opið kl. 10—14 á laugardögum í sumar                 Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Frístundafatnaður ELENA - MIRO - SPORT Opið frá kl. 10-14 STÓRAR STÆRÐIR Kringlukast undirfataverslun, 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355. Allur undirfatnaður með 25% afslætti Spennandi leynitilboð Póstsendum Rússlandsferð 12. september Hinum vinsælu ferðum ferðaskrifstofunnar Bjarmalands til Rússlands verður fram haldið undir stjórn Hauks Haukssonar. Síðsumars verður 15 daga ferð til Moskvu og Pétursborgar 12. - 26. september. Mögnuð og oft harmþrungin saga Rússaveldis og Sovétríkjanna endurspeglast í þess- um merku borgum og menningin er á heimsmælikvarða. Búið verður í miðborg Moskvu, á besta stað rétt við Rauðatorgið. Í fararstjórn er áhersla er lögð á sögu og menningu landsins og vandað er til dagskrárinnar. M.a. verða bestu listasöfn landsins heimsótt, Hermitage, Tretjakov o.fl., farið í Bolshoi leikhúsið, siglt á Moskvuánni, farið í hin fræga Moskvusirkus, á prúttmarkað, upp í næststærstu byggingu heims - sjónvarpsturninn Ostankino sem verið hefur í viðgerð (ekki fyrir lofthrædda). Farið verður í sveitaferð og sandbaðstrendur borgarinnar við Moskvuána heimsóttar. Sumarið stendur út september og meðalhiti er um 18°C í þeim mánuði. Allar nánari uppl. gefur Haukur Hauksson í símum 007 095 254 22 65 og 007 902 125 12 90. Sendið fyrirspurnir á bjarmaland@strik.is og skoðið www.austur.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.