Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 26
SAMKVÆMT niðurstöðum könnun- ar á notkun öryggisbúnaðar barna í bílum sem Árverkni, Slysavarna- félagið Landsbjörg og umferðarráð stóðu fyrir víða um land í apríl sl. eru 8% barna á leikskólaaldri laus í bif- reiðum. Ástandið í þessum efnum hefur þó stórbatnað frá því sem áður var, að sögn Margrétar Sæmunds- dóttur hjá umferðarráði, en árið 1996 þegar fyrsta könnunin af þessu tagi var gerð voru 30% barna laus í bílum. Eingöngu bílbelti ekki nóg Í ljós kom að börn á Akureyri, Hofsósi og á Hólmavík njóta hvað mests öryggis sem farþegar í bílum en öll börnin á þessum þremur stöð- um notuðu öryggisbúnað þegar þau mættu í leikskólann. Í höfuðborginni voru 94% barna með öryggisbúnað í könnuninni en í nágrannasveitar- félögunum, Garðabæ, Seltjarnar- nesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Mos- fellsbæ voru það 93%. Á Norður-, Austur- og Vesturlandi voru 90% barna með öryggisbúnað, á Suður- landi 92%, á Vestfjörðum 86% og á Suðurnesjum 85%. Í könnunni kom fram að aðeins 41,6% barna á leikskólaaldri nota barnabílstól en þannig eru þau best varin í bílnum, að sögn Margrétar. „Næstbesta lausnin eru bílpúðar en 31% barna nota hann. 17% barna hafa eingöngu bílbelti sem eru óheppilegur öryggisbúnaður fyrir börn á leikskólaaldri vegna þess að þau eru hönnuð fyrir fólk sem er a.m.k. 140 cm á hæð.“ Hún segir tak- markið vera í fyrsta lagi að öll leik- skólabörn noti öryggisbúnað í bíl og í öðru lagi að þau noti annaðhvort barnabílstól eða bílpúða. „Við viljum einnig vekja athygli á hættunni sem börnum stafar af ör- yggispúðum ef þau eru látin sitja í framsæti. Þeir blásast upp af tölu- verðu afli ef árekstur verður og lendi slíkur púði á höfði barns sem er lægra en 140 cm og undir 40 kg getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar og hefur leitt til dauða margra barna, t.d. í Bandaríkjunum.“ Hún bendir á að höfuð lítilla barna sé stórt í hlut- falli við búkinn og sitji á veikbyggð- um hálsliðum, því sé hættan á að hálsbrotna við að fá á sig öryggis- púða töluverð og því meiri sem barn- ið er yngra. „Því miður virðast for- eldrar hér á landi ekki gera sér grein fyrir þessu því að í könnuninni voru 47 leikskólabörn sitjandi í framsæti í bíl með öryggispúða.“ Margrét segir að takmarkið sé í fyrsta lagi að öll leikskólabörn noti öryggisbúnað í bíl og í öðru lagi að þau noti annaðhvort barnabílstól eða bílpúða. Börn á leikskólaaldri eru best varin í bílstól. Hér er María Lovísa sem er tveggja ára tilbúin í bílferð.     *% " 2!  *% "    .  ## *''(/)00*               !  " $ 2!  !""# !""$ !""% !""" &''' &''! 3 # # # 3 1  3  34 # 1 # 3  Tæplega helmingur barna í barnabílstólum 8% leikskólabarna án öryggisbúnaðar í bílum LÍFRÆNT ræktað grænmeti er að langmestu laust við sýkla sem valda sjúkdómum í mönnum, skv. nýlegri rannsókn breska heilbrigðiseftirlits- ins. Tekin voru yfir 3.000 sýni af hráu, lífrænu grænmeti til þess að kanna hvort þau innihéldu sjúk- dómsvaldandi örverur og í ljós kom að gæðin eru mikil, í 99,5% sýna voru þau óaðfinnanleg. Í engu sýnanna fundust þeir sýklar sem líklegastir eru til að valda sjúkdómum í mönn- um: listería, salmónella, kamfýló- bakter og E. coli 0157, samkvæmt frétt á vef BBC. Markaður fyrir lífrænan búskap hefur aukist mikið í Bretlandi að því er segir enn fremur í fréttinni en rannsókn þessi er sú fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Ekki vanþörf á rannsókn hér Niðurstöðurnar eru mjög jákvæð- ar fyrir lífræna ræktun grænmetis en hingað til hefur því verið haldið fram að meiri hætta væri á bakter- íusmitun í lífrænum búskap þar sem notast er við búfjáráburð, segir Ólaf- ur Dýrmundsson ráðunautur í líf- rænum búskap hjá Búnaðarfélagi Ís- lands. „Ekki er vanþörf á að gera sams konar rannsókn hér því um er að ræða allt aðra búskaparhætti.“ Þróunina í lífrænum búskap segir Ólafur hafa verið mjög hæga hér á landi en markaður farið ört vaxandi, meðal annars hefur innflutningur á lífrænum vörum aukist mikið. Tilbú- inn barnamatur er til dæmis mikið til orðinn lífrænn og töluvert er flutt inn af honum hingað til lands. En til þess að auka framleiðslu líf- ræns búskapar þurfa íslensk stjórn- völd að marka stefnu í lífrænum bú- skaparháttum. „Heildarstefnu vantar, til dæmis þyrfti að bjóða bændum aðlögunarstyrki í þrjú til sex ár eins og tíðkast í flestöllum ná- grannalöndum okkar.“ Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir telur að ef álíka rannsókn yrði framkvæmd hér á landi og í Bret- landi yrðu niðurstöðurnar svipaðar, eða jafnvel betri. „Löng hefð er fyrir að nota húsdýraáburð í grænmetis- garða hér á landi, svo sem á kart- öflur, og ekki er vitað um sýkingar sökum þess. Oft á tíðum á sér stað niðurbrot í jarðveginum á bakteríum úr húsdýrum og áburðurinn er bor- inn á í upphafi ræktunartímans, oft- ast á vorin en tekið er upp að haust- in. Auk þess er eindregið mælt með þvi að grænmetið sé skolað vel fyrir neyslu til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar sýkingar. Þróun í lífrænum búskap hæg hér á landi Engir sjúkdómsvaldandi sýkl- ar í lífrænt ræktuðu grænmeti Morgunblaðið/Árni Sæberg Breska heilbrigðiseftirlitið tók um 3.000 sýni af lífrænt ræktuðu grænmeti. NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LILJA Hjaltadóttir fiðlukennari stendur fyrir fiðlunámskeiði fyrir börn á aldrinum 5-17 ára í Skál- holti og hefst það 25. júní. Þetta er tíunda sumarið í röð sem hún heldur slíkt námskeið í Skálholti og mun af því tilefni fá til liðs við sig þau Ragnhildi Pét- ursdóttur fiðluleikara, Junah Chung víóluleikara, Gyðu Hall- dórsdóttur tónmennta- og píanó- kennara og Kristin Örn Krist- insson píanóleikara. Börnin sem sækja námskeiðið hafa lært á fiðlu eftir aðferð Shinichi Suzuki og á námskeiðinu munu þau fá einkaleiðsögn í hljóðfæraleik, hóptíma í tónfræði og tækifæri til samleiks. Á námskeiðum undan- farin ár hafa þátttakendur oft leikið við messur og aðrar sam- komur í Skálholtsdómkirkju. Fiðlunámskeið í Skálholti Börn á fiðlunámskeiði í Skálholti. SUMAR sýningar koma á óvart, gerist þó æ sjaldnar er svo er komið á tímum hraða og hrak- andi handverks, er allt virðist eiga að koma sjálfkrafa og átakalaust. Rýnirinn átti von á allt öðru er hann leit inn í Stöðlakot á dögunum, að vísu íðum af hárri gráðu eins og er von og vísa frá hendi Kristínar Schmidhauser Jónsdótt- ur, en ekki þeim óheftu listrænu tökum á efni- viðnum er við blöstu. Á neðri hæðinni var ekki um hefðbundinn útsaum að ræða, frekar að ort væri með nál og þræði, óháð lögmálum hefðum og gildum eins og það heitir í skrá. Þó glittir í hefðina að baki þessara frjálslegu vinnubragða í ljósi vandaðs handverks aga og upprunalegrar sköpunargleði. Og sköpunargleðin er einmitt vakinn að baki vinnubragð- anna, sem eru næsta óvenjuleg í myndlist dagsins, þótt hryn lita og forma sé á kunnuglegum nótum. Um að ræða myndræn stef af ýmsu tagi sem einhverjir loftkenndir töfrar ein- kenna, byggjast á samsetningu að- skiljanlegra efnisbúta á stundum gangsærra. Leiða hugann að ósjálf- ráðum og skynrænum vinnubrögðum þar sem litir og form samsamast myndfletinum létt og leikandi. Minnir á mjög tónræn ljóð með leikum og léttum hrynjandi þar sem hver ljóð- lína eins og hittir í mark og snertir djúpa strengi hjá þeim er les. Til við- bótar er þetta ein af þeim sýningum sem falla inn í hið sérstaka rými eins og það andi með því... Á efri hæðinni getur að líta nokkur útsaumsverk móður listakonunnar Þórunnar Þorvarðardóttur sem kom- in er á tíræðisaldurinn, fædd 1910 að Þiljuvöllum í Berufirði. Þessi verk vann hún án tilsagnar á árunum 1920–30 en skólaganga hennar á þeim tíma markaðist ein- ungis af farkennslu. Um fermingaraldur pantaði hún útsaumsefni frá Kaupmannahöfn í gegn- um Nordisk Mönster – Tidende og evrópska pöntunarlista. Og eins og gamla konan segir sjálf, var hver stund nýtt, skot- ist inn í bæ og gripið í út- sauminn milli þess að rekið var úr túninu eða snúið í flekk. Í þessum hefðbundnu verkum sem unnin eru í ýmsum tegundum út- saums er falin mikil saga frá fyrstu áratugum ald- arinnar þá ungir fengu ekkert sjálf- krafa upp í hendurnar. Urðu að koma til vinnunar sem bar í sér óvægan aga og hver frístund nýtt til hagnýtra at- hafna, einkum þeirra er báru í sér kím háleitra markmiða, líkt ljósbliki ofar amstri dægranna. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Kristín Schmidhauser Jónsdóttir: Gengin spor, útsaumsverk 1996. Þráðurinn langi Þórunn Þorvarðar- dóttir: Undirkjóll – útsaumsverk, hedebo- saumur, 1920–30. Bragi Ásgeirsson LIST OG HÖNNUN S t ö ð l a k o t ÚSAUMUR KRISTÍN SCHMID- HAUSER JÓNSDÓTTIR Opið alla daga frá kl. 14–18. Til 24. júní. Aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.