Morgunblaðið - 23.06.2001, Page 26

Morgunblaðið - 23.06.2001, Page 26
SAMKVÆMT niðurstöðum könnun- ar á notkun öryggisbúnaðar barna í bílum sem Árverkni, Slysavarna- félagið Landsbjörg og umferðarráð stóðu fyrir víða um land í apríl sl. eru 8% barna á leikskólaaldri laus í bif- reiðum. Ástandið í þessum efnum hefur þó stórbatnað frá því sem áður var, að sögn Margrétar Sæmunds- dóttur hjá umferðarráði, en árið 1996 þegar fyrsta könnunin af þessu tagi var gerð voru 30% barna laus í bílum. Eingöngu bílbelti ekki nóg Í ljós kom að börn á Akureyri, Hofsósi og á Hólmavík njóta hvað mests öryggis sem farþegar í bílum en öll börnin á þessum þremur stöð- um notuðu öryggisbúnað þegar þau mættu í leikskólann. Í höfuðborginni voru 94% barna með öryggisbúnað í könnuninni en í nágrannasveitar- félögunum, Garðabæ, Seltjarnar- nesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Mos- fellsbæ voru það 93%. Á Norður-, Austur- og Vesturlandi voru 90% barna með öryggisbúnað, á Suður- landi 92%, á Vestfjörðum 86% og á Suðurnesjum 85%. Í könnunni kom fram að aðeins 41,6% barna á leikskólaaldri nota barnabílstól en þannig eru þau best varin í bílnum, að sögn Margrétar. „Næstbesta lausnin eru bílpúðar en 31% barna nota hann. 17% barna hafa eingöngu bílbelti sem eru óheppilegur öryggisbúnaður fyrir börn á leikskólaaldri vegna þess að þau eru hönnuð fyrir fólk sem er a.m.k. 140 cm á hæð.“ Hún segir tak- markið vera í fyrsta lagi að öll leik- skólabörn noti öryggisbúnað í bíl og í öðru lagi að þau noti annaðhvort barnabílstól eða bílpúða. „Við viljum einnig vekja athygli á hættunni sem börnum stafar af ör- yggispúðum ef þau eru látin sitja í framsæti. Þeir blásast upp af tölu- verðu afli ef árekstur verður og lendi slíkur púði á höfði barns sem er lægra en 140 cm og undir 40 kg getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar og hefur leitt til dauða margra barna, t.d. í Bandaríkjunum.“ Hún bendir á að höfuð lítilla barna sé stórt í hlut- falli við búkinn og sitji á veikbyggð- um hálsliðum, því sé hættan á að hálsbrotna við að fá á sig öryggis- púða töluverð og því meiri sem barn- ið er yngra. „Því miður virðast for- eldrar hér á landi ekki gera sér grein fyrir þessu því að í könnuninni voru 47 leikskólabörn sitjandi í framsæti í bíl með öryggispúða.“ Margrét segir að takmarkið sé í fyrsta lagi að öll leikskólabörn noti öryggisbúnað í bíl og í öðru lagi að þau noti annaðhvort barnabílstól eða bílpúða. Börn á leikskólaaldri eru best varin í bílstól. Hér er María Lovísa sem er tveggja ára tilbúin í bílferð.     *% " 2!  *% "    .  ## *''(/)00*               !  " $ 2!  !""# !""$ !""% !""" &''' &''! 3 # # # 3 1  3  34 # 1 # 3  Tæplega helmingur barna í barnabílstólum 8% leikskólabarna án öryggisbúnaðar í bílum LÍFRÆNT ræktað grænmeti er að langmestu laust við sýkla sem valda sjúkdómum í mönnum, skv. nýlegri rannsókn breska heilbrigðiseftirlits- ins. Tekin voru yfir 3.000 sýni af hráu, lífrænu grænmeti til þess að kanna hvort þau innihéldu sjúk- dómsvaldandi örverur og í ljós kom að gæðin eru mikil, í 99,5% sýna voru þau óaðfinnanleg. Í engu sýnanna fundust þeir sýklar sem líklegastir eru til að valda sjúkdómum í mönn- um: listería, salmónella, kamfýló- bakter og E. coli 0157, samkvæmt frétt á vef BBC. Markaður fyrir lífrænan búskap hefur aukist mikið í Bretlandi að því er segir enn fremur í fréttinni en rannsókn þessi er sú fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Ekki vanþörf á rannsókn hér Niðurstöðurnar eru mjög jákvæð- ar fyrir lífræna ræktun grænmetis en hingað til hefur því verið haldið fram að meiri hætta væri á bakter- íusmitun í lífrænum búskap þar sem notast er við búfjáráburð, segir Ólaf- ur Dýrmundsson ráðunautur í líf- rænum búskap hjá Búnaðarfélagi Ís- lands. „Ekki er vanþörf á að gera sams konar rannsókn hér því um er að ræða allt aðra búskaparhætti.“ Þróunina í lífrænum búskap segir Ólafur hafa verið mjög hæga hér á landi en markaður farið ört vaxandi, meðal annars hefur innflutningur á lífrænum vörum aukist mikið. Tilbú- inn barnamatur er til dæmis mikið til orðinn lífrænn og töluvert er flutt inn af honum hingað til lands. En til þess að auka framleiðslu líf- ræns búskapar þurfa íslensk stjórn- völd að marka stefnu í lífrænum bú- skaparháttum. „Heildarstefnu vantar, til dæmis þyrfti að bjóða bændum aðlögunarstyrki í þrjú til sex ár eins og tíðkast í flestöllum ná- grannalöndum okkar.“ Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir telur að ef álíka rannsókn yrði framkvæmd hér á landi og í Bret- landi yrðu niðurstöðurnar svipaðar, eða jafnvel betri. „Löng hefð er fyrir að nota húsdýraáburð í grænmetis- garða hér á landi, svo sem á kart- öflur, og ekki er vitað um sýkingar sökum þess. Oft á tíðum á sér stað niðurbrot í jarðveginum á bakteríum úr húsdýrum og áburðurinn er bor- inn á í upphafi ræktunartímans, oft- ast á vorin en tekið er upp að haust- in. Auk þess er eindregið mælt með þvi að grænmetið sé skolað vel fyrir neyslu til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar sýkingar. Þróun í lífrænum búskap hæg hér á landi Engir sjúkdómsvaldandi sýkl- ar í lífrænt ræktuðu grænmeti Morgunblaðið/Árni Sæberg Breska heilbrigðiseftirlitið tók um 3.000 sýni af lífrænt ræktuðu grænmeti. NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LILJA Hjaltadóttir fiðlukennari stendur fyrir fiðlunámskeiði fyrir börn á aldrinum 5-17 ára í Skál- holti og hefst það 25. júní. Þetta er tíunda sumarið í röð sem hún heldur slíkt námskeið í Skálholti og mun af því tilefni fá til liðs við sig þau Ragnhildi Pét- ursdóttur fiðluleikara, Junah Chung víóluleikara, Gyðu Hall- dórsdóttur tónmennta- og píanó- kennara og Kristin Örn Krist- insson píanóleikara. Börnin sem sækja námskeiðið hafa lært á fiðlu eftir aðferð Shinichi Suzuki og á námskeiðinu munu þau fá einkaleiðsögn í hljóðfæraleik, hóptíma í tónfræði og tækifæri til samleiks. Á námskeiðum undan- farin ár hafa þátttakendur oft leikið við messur og aðrar sam- komur í Skálholtsdómkirkju. Fiðlunámskeið í Skálholti Börn á fiðlunámskeiði í Skálholti. SUMAR sýningar koma á óvart, gerist þó æ sjaldnar er svo er komið á tímum hraða og hrak- andi handverks, er allt virðist eiga að koma sjálfkrafa og átakalaust. Rýnirinn átti von á allt öðru er hann leit inn í Stöðlakot á dögunum, að vísu íðum af hárri gráðu eins og er von og vísa frá hendi Kristínar Schmidhauser Jónsdótt- ur, en ekki þeim óheftu listrænu tökum á efni- viðnum er við blöstu. Á neðri hæðinni var ekki um hefðbundinn útsaum að ræða, frekar að ort væri með nál og þræði, óháð lögmálum hefðum og gildum eins og það heitir í skrá. Þó glittir í hefðina að baki þessara frjálslegu vinnubragða í ljósi vandaðs handverks aga og upprunalegrar sköpunargleði. Og sköpunargleðin er einmitt vakinn að baki vinnubragð- anna, sem eru næsta óvenjuleg í myndlist dagsins, þótt hryn lita og forma sé á kunnuglegum nótum. Um að ræða myndræn stef af ýmsu tagi sem einhverjir loftkenndir töfrar ein- kenna, byggjast á samsetningu að- skiljanlegra efnisbúta á stundum gangsærra. Leiða hugann að ósjálf- ráðum og skynrænum vinnubrögðum þar sem litir og form samsamast myndfletinum létt og leikandi. Minnir á mjög tónræn ljóð með leikum og léttum hrynjandi þar sem hver ljóð- lína eins og hittir í mark og snertir djúpa strengi hjá þeim er les. Til við- bótar er þetta ein af þeim sýningum sem falla inn í hið sérstaka rými eins og það andi með því... Á efri hæðinni getur að líta nokkur útsaumsverk móður listakonunnar Þórunnar Þorvarðardóttur sem kom- in er á tíræðisaldurinn, fædd 1910 að Þiljuvöllum í Berufirði. Þessi verk vann hún án tilsagnar á árunum 1920–30 en skólaganga hennar á þeim tíma markaðist ein- ungis af farkennslu. Um fermingaraldur pantaði hún útsaumsefni frá Kaupmannahöfn í gegn- um Nordisk Mönster – Tidende og evrópska pöntunarlista. Og eins og gamla konan segir sjálf, var hver stund nýtt, skot- ist inn í bæ og gripið í út- sauminn milli þess að rekið var úr túninu eða snúið í flekk. Í þessum hefðbundnu verkum sem unnin eru í ýmsum tegundum út- saums er falin mikil saga frá fyrstu áratugum ald- arinnar þá ungir fengu ekkert sjálf- krafa upp í hendurnar. Urðu að koma til vinnunar sem bar í sér óvægan aga og hver frístund nýtt til hagnýtra at- hafna, einkum þeirra er báru í sér kím háleitra markmiða, líkt ljósbliki ofar amstri dægranna. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Kristín Schmidhauser Jónsdóttir: Gengin spor, útsaumsverk 1996. Þráðurinn langi Þórunn Þorvarðar- dóttir: Undirkjóll – útsaumsverk, hedebo- saumur, 1920–30. Bragi Ásgeirsson LIST OG HÖNNUN S t ö ð l a k o t ÚSAUMUR KRISTÍN SCHMID- HAUSER JÓNSDÓTTIR Opið alla daga frá kl. 14–18. Til 24. júní. Aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.