Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 21 Á FUNDI í gær urðu bankastjórn Seðlabanka Íslands og forsvars- menn viðskiptavaka á gjaldeyris- markaði sammála um að gera breytingu á innlendum gjaldeyr- ismarkaði sem taka mun gildi 1. júlí nk. Viðskiptavakarnir eru Ís- landsbanki hf., Landsbanki Ís- lands hf., Búnaðarbanki Íslands hf. og Kaupþing hf. Breytingin fel- ur í sér að Seðlabankinn mun til loka árs greiða viðskiptavökunum umbun eftir vissum reglum fyrir að sinna hlutverki sínu en á þeim hvíla ríkar skyldur. Breytingin er gerð í framhaldi af vinnu starfshóps sem settur var á laggirnar fyrir skömmu. Í honum sátu fulltrúar viðskiptavaka á inn- lendum gjaldeyrismarkaði undir forystu Seðlabanka Íslands. Hópn- um var ætlað að að setja fram til- lögur um umbætur á gjaldeyris- markaði sem hefðu það að markmiði að auka dýpt hans, gera viðskiptavakahlutverkið aðlaðandi, draga úr sveiflum, koma í veg fyr- ir óþarfa spíralmyndun og stuðla að hagkvæmum viðskiptakostnaði. Starfshópurinn skilaði tillögum fyrir fáeinum dögum. Breytingin sem gerð verður nú er í samræmi við eina tillagna hópsins. Við- skiptavakarnir á markaði telja breytinguna afar mikilvæga og til þess að fallna að stuðla að mark- miðunum sem lýst er að framan. Áfram verður unnið að útfærslu annarra tillagna hópsins segir í frétt frá Seðlabankanum. Erlend staða Seðlabanka efld með lántöku Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að ríkissjóður taki erlent lán að fjárhæð 25 milljarðar króna. And- virði þess verður varið til að efla erlenda stöðu Seðlabankans. Í frétt frá fjármálaráðuneytinu kem- ur fram að stefnt sé að því að hluti af andvirði hins nýja láns verði eiginfjárframlag til bankans í ljósi nýrra laga um Seðlabanka Íslands sem gera ráð fyrir eflingu eig- infjárstöðu hans. Þessi aðgerð styrkir erlenda stöðu bankans til mikilla muna, segir í fréttinni. Starfshópur aðila á gjaldeyrismarkaði skilar tillögum um breytt fyrirkomulag Markmiðið að draga úr sveiflum Húsasmiðjan Tap á fyrri hluta ársins VERÐBRÉFAÞING Íslands hf. birti í gær afkomuviðvörun frá Húsasmiðj- unni hf. þar sem fram kom að sam- kvæmt óendurskoðuðu uppgjöri fyrir fyrstu fimm mánuði ársins hafi tekjur félagsins verið rúmlega 7% umfram rekstraráætlun og að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði hafi verið um 14% umfram rekstraráætlun. Í tilkynningunni kom einnig fram að gengistap vegna skulda félagsins í erlendum myntum hafi á tímabilinu verið um 370 milljónir króna umfram rekstraráætlun og að vegna þess sé fyrirsjáanlegt að tap verði á rekstr- inum á fyrri helmingi ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.