Morgunblaðið - 23.06.2001, Side 21

Morgunblaðið - 23.06.2001, Side 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 21 Á FUNDI í gær urðu bankastjórn Seðlabanka Íslands og forsvars- menn viðskiptavaka á gjaldeyris- markaði sammála um að gera breytingu á innlendum gjaldeyr- ismarkaði sem taka mun gildi 1. júlí nk. Viðskiptavakarnir eru Ís- landsbanki hf., Landsbanki Ís- lands hf., Búnaðarbanki Íslands hf. og Kaupþing hf. Breytingin fel- ur í sér að Seðlabankinn mun til loka árs greiða viðskiptavökunum umbun eftir vissum reglum fyrir að sinna hlutverki sínu en á þeim hvíla ríkar skyldur. Breytingin er gerð í framhaldi af vinnu starfshóps sem settur var á laggirnar fyrir skömmu. Í honum sátu fulltrúar viðskiptavaka á inn- lendum gjaldeyrismarkaði undir forystu Seðlabanka Íslands. Hópn- um var ætlað að að setja fram til- lögur um umbætur á gjaldeyris- markaði sem hefðu það að markmiði að auka dýpt hans, gera viðskiptavakahlutverkið aðlaðandi, draga úr sveiflum, koma í veg fyr- ir óþarfa spíralmyndun og stuðla að hagkvæmum viðskiptakostnaði. Starfshópurinn skilaði tillögum fyrir fáeinum dögum. Breytingin sem gerð verður nú er í samræmi við eina tillagna hópsins. Við- skiptavakarnir á markaði telja breytinguna afar mikilvæga og til þess að fallna að stuðla að mark- miðunum sem lýst er að framan. Áfram verður unnið að útfærslu annarra tillagna hópsins segir í frétt frá Seðlabankanum. Erlend staða Seðlabanka efld með lántöku Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að ríkissjóður taki erlent lán að fjárhæð 25 milljarðar króna. And- virði þess verður varið til að efla erlenda stöðu Seðlabankans. Í frétt frá fjármálaráðuneytinu kem- ur fram að stefnt sé að því að hluti af andvirði hins nýja láns verði eiginfjárframlag til bankans í ljósi nýrra laga um Seðlabanka Íslands sem gera ráð fyrir eflingu eig- infjárstöðu hans. Þessi aðgerð styrkir erlenda stöðu bankans til mikilla muna, segir í fréttinni. Starfshópur aðila á gjaldeyrismarkaði skilar tillögum um breytt fyrirkomulag Markmiðið að draga úr sveiflum Húsasmiðjan Tap á fyrri hluta ársins VERÐBRÉFAÞING Íslands hf. birti í gær afkomuviðvörun frá Húsasmiðj- unni hf. þar sem fram kom að sam- kvæmt óendurskoðuðu uppgjöri fyrir fyrstu fimm mánuði ársins hafi tekjur félagsins verið rúmlega 7% umfram rekstraráætlun og að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði hafi verið um 14% umfram rekstraráætlun. Í tilkynningunni kom einnig fram að gengistap vegna skulda félagsins í erlendum myntum hafi á tímabilinu verið um 370 milljónir króna umfram rekstraráætlun og að vegna þess sé fyrirsjáanlegt að tap verði á rekstr- inum á fyrri helmingi ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.