Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 15 ÞAU sátu agndofa og hlustuðu á Rauðhettu í nú- tímaútgáfu, 5 og 6 ára gömul börn í Umferðarskóla barn- anna í Hvaleyrarskóla á dög- unum. Umferðarskóli barnanna er sumsé byrjaður þetta árið, en hann hefur verið vorboði víða um land frá 1967. Skólinn er samstarfsverk- efni umferðarráðs, lögreglu og sveitarfélaga og að sögn Maríu Finnsdóttur, fræðslu- fulltrúa umferðarráðs, var hann settur af stað á sínum tíma sem tilraunastarf í Smá- íbúðahverfi, í kjölfar óvenju mikilla slysa á börnum árið á undan. „Eitthvað varð að gera og þessi tilraun í Smá- íbúðahverfinu þótti gefa svo góða raun að þessu var hald- ið áfram. Svo hefur þetta teygt sig áfram og út á land,“ segir María. Pabbi og mamma gera ekki rétt Hún segir að börnin viti meira um umferðarregl- urnar í dag, heldur en þau gerðu fyrir nokkrum árum, en hún bendir jafnframt á að þetta séu börn og þau eigi það til að gleyma sér. Umferðarskólinn er und- irbúningur undir sumarið og útileikina. Lögð er áhersla á hvernig börnin sitji í bílnum, gangi yfir götu, hjólin, hjálmanotkun og fleira. „Við heyrum mikið af sögum um að pabbi og mamma geri ekki rétt. Sérstaklega seinni daginn eru þau ófeimnari og þá koma sögurnar,“ segir María, en skólinn stendur yf- ir í tvo daga, klukkutíma í senn. Að sögn Maríu byrja börn- in að fá bækur frá Umferð- arráði þriggja ára. Þá kynn- ast þau Jóa mjóa og fleiri persónum, sem þau hitta enn frekar fyrir í Umferðarskól- anum. Hún segir að þau reyni að fá sem mest frá börnunum sjálfum. Skoðaðar séu í glærur og sýndar að- stæður sem þau þekkja sjálf. Eftir fyrri daginn fara þau heim og teikna mynd og fá síðan lögreglustjörnu sem viðurkenningu. Að sögn Mar- íu eru myndirnar skemmti- lega breytilegar eftir lands- hlutum. Á Reykjanesi teikni þau flugvélar og á Norður- landi teikni þau fjöll. Í Hval- eyrarskóla höfðu margir efnilegir listamenn mætt með verk sín og var greini- legt að hugmyndirnar skorti ekki. Þarna gaf að líta prins- essu, sem kunni reyndar ekki umferðarreglurnar, kastala, að ógleymdum „löggumann- inum“ en lögregluþjónn í fullum skrúða var einmitt þangað kominn til að kenna börnunum að festa á sig hjálma. Úlfurinn ekki jafnduglegur Umferðarskólanum lauk með brúðuleikhúsi, þar sem ný útgáfa af Rauðhettu og úlfinum var sýnd. Í þeirri út- gáfu er lögð áhersla á að Rauðhetta passi sig á bíl- unum, en úlfurinn er ekki jafn duglegur og verður því fyrir bíl. En allt er gott sem endar vel og eftir uppskurð á spítala flyst úlfurinn í hús- dýragarðinn. Þeim Ingunni, Árna Kára, Elísabetu, Hrafnkeli Þórði og Hafdísi fannst gaman í Umferðarskólanum og sögð- ust hafa mikið lært. Þau sögðust öll kunna umferð- arreglurnar og passa sig allt- af núna þegar þau fara yfir götuna. Ingunni fannst skemmtilegast að hlýða á Rauðhettu og Hafdís kann að setja á sig hjálminn. „Hann á víst að vera fram á ennið, en má ekki halla aftur,“ segir hún. Hafdís og Ingunn nota allt- af hjálm. Ingunn á fjóra, en Hafdís á einn gulan. Elísabet og Hrafnkell Þórður vissu að maður á ekki að hjóla á göt- unni, heldur gangstéttinni. Og stóru regluna voru þau alveg með á hreinu, eða hvað? „Stoppa áður en við förum yfir götu ...,“ en þau voru ekki alveg viss um hvað ætti að gera svo. Viss um að fræðslan beri árangur Guðný Hjálmarsdóttir er leiðbeinandi í Umferðarskól- anum. Hún segir að það sé mikilvægt að þau viti hvort fræðslan hafi skilað sér. Til dæmis sé það misjafnt hvað börn teikni og reyni þau því yfirleitt að tengja það sem þau sjái. Hún segir jafnframt að þau leggi áherslu á að for- eldrarnir komi með, þeir sem hafi tök á því. Hins vegar sjái leikskólarnir að mestu um að koma með börnin. „Ef að for- eldri kemur með barni og spyr hvort það eigi að vera eða ekki leggjum við áherslu á það og færum rök fyrir því að það sé gott að foreldri sé með,“ segir Guðný. Þorsteinn Jónsson lög- reglumaður segist vera viss um að fræðslan beri árangur og bendir á að þetta sé frjóasti aldurinn. Hann telur einnig að það sé mikilvægt að foreldrarnir haldi þessu við. „Maður finnur til dæmis stóran mun á börnum á þess- um aldri og svo þegar að þau eru orðin tíu, ellefu ára og farin að neita að nota hjálm. Það sé svo púkó“. Þorsteinn segir að greini- legt sé að foreldrarnir séu stærsta fyrirmyndin. Því sé mikilvægt að þeir séu ekki hjólandi út og suður hjálm- laust. Guðný segir að reynt sé að breyta fræðslunni örlítið á milli ára, fræðslan fari eftir tíðarandanum. „Til dæmis núna reynum við að koma inn með hlaupahjólin, þau verði að nota hjálmana á þeim líka,“ segir hún og fer að ókyrrast því hundrað börn bíða þeirra. Þar með hverfa þau út í rigninguna og um leið sjást leikskólabörn trítlandi framhjá í skærgulum um- ferðarvestum. Fimm og sex ára vegfarendur læra umferðarreglurnar í Umferðarskóla barnanna Rauðhetta passar sig á bílunum Morgunblaðið/Jim Smart Krakkarnir í Hvaleyrarskóla vita að hjálmurinn á að vera fram á ennið. Hafnarfjörður REYKJAVÍKURBORG hefur birt niðurstöður viðamikillar viðhorfs- og þjónustukönnunar og er þetta í þriðja skipti sem borgin lætur gera slíka könnun. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur meðal annars fram að 59% telja þjónustu borgarinnar vera mjög eða frekar góða sem er betri útkoma en árið 1999 þegar 53% töldu svo vera. Þrjátíu prósent telja hana hvorki góða né slæma og 11% frekar eða mjög slæma. Þá telur mikill meirihluti, eða 70%, að viðmót borgarstarfsmanna sé gott eða fremur gott. Tæpur helm- ingur telur borgarstjórn standa sig vel en 28% að starf hennar sé í með- allagi. Flestir vilja einka- væða leikskóla Skýrslan, sem Gallup vann fyrir Reykjavíkurborg, er mjög ítarleg og telur 116 síður. Meðal þess sem þar kemur fram eru kostir og gallar borgarskipulags. Af þeim sem svör- uðu töldu flestir að borgin væri of dreifð og að fjölmörg ónýtt tækifæri væru í borginni. Flestir vildu flug- völlinn burt úr Vatnsmýrinni eða 16 af hundraði. Þá vilja borgarbúar betra gatnakerfi og tæp 12% vilja sjá breytingu þar á á næstu 10 árum. Athygli vekur að tæp 40 prósent telja notkun vímuefna vera alvarleg- asta vandamálið sem borgin muni glíma við á næstu árum. Fjallað er um fjölmargar einstak- ar stofnanir borgarinnar, s.s. Leik- skóla Reykjavíkur, grunnskólana, Félagsþjónustuna, SVR og ÍTR. Flestir eru ánægðir með gæði þjón- ustu ÍTR eða 76% en fæstir með þjónustu SVR eða 48 af hundraði og töldu flestir svarendur að leiðakerfi SVR væri ekki nógu gott og að ferðir væru ekki nógu tíðar. 48% telja borgarstjórn standa sig vel en af þeim sem telja hana standa sig illa nefna flestir að það sé vegna hækkunar á sköttum og öðrum gjöldum. Þegar spurt er hvort borgin eigi að fela einkaaðilum í auknum mæli að annast þjónustu fyrir hönd borg- arinnar er nokkuð jafnt með báðum fylkingum. Rétt rúmur helmingur telur að borgin eigi ekki að fara út í frekari einkavæðingu. Af þeim sem vilja einkavæða þjónustustarfsemi borgarinnar í meira mæli vill fimmt- ungur einkavæða leikskólana en fast á eftir fylgja almenningssamgöngur. Úrtakið í könnuninni var 1200 manns og var svarhlutfall rúm 63%. Könnunin var gerð í febrúar og mars á þessu ári. Viðhorfskönnun meðal borgarbúa Notkun vímu- efna mesta vandamálið Reykjavík Morgunblaðið/Halldór Kolbeins 70 prósent telja viðmót borgar- starfsmanna vera gott eða frem- ur gott samkvæmt könnuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.