Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Þorsteins- son, barnalæknir, lést í gærmorgun sjötíu og fimm ára að aldri. Magnús var fæddur 10. mars 1926 í Reykjavík, sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar, verslunar- fulltrúa í Reykjavík, og konu hans Katrínar Jóhannsdóttur, hús- freyju. Magnús lauk stúd- entsprófi frá M.R. árið 1946 og læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1955. Hann fékk almennt lækninga- leyfi árið 1960 og sérfræðingsleyfi í barnasjúkdómum sama ár. Jafn- framt lauk hann námi í heilsuvernd, með sérstöku tilliti til barna í Sví- þjóð, árið 1967 með styrk frá Evr- ópuráðinu. Magnús gegndi margvíslegum störfum, hann var m.a. aðstoðar- læknir á Lillhagens sjukhus í Lillhagen í Svíþjóð árið 1957, á Barnsjukhuset í Gautaborg árið 1958. Hann var aðstoð- arlæknir hjá héraðs- lækninum í Bakka- gerðishéraði í október árið 1959 og hér- aðslæknir þar frá nóv- ember sama ár til mars 1960. Starfandi læknir í Reykjavík frá apríl 1960. Sérfræðing- ur við barnadeild Heilsuverndarstöðvar Hafnarfjarðar frá stofnun hennar í maí árið 1960 til september 1963 og jafnframt á barnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur frá júní 1960 til maí 1965. Deildarlækn- ir þar frá júní árið 1965 til ársloka 1997. Auk þessa var hann formaður Félags íslenskra barnalækna 1968 til 1969 og formaður læknaráðs Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur árið 1992 til 1996. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Guðrún Salóme Guðmundsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Andlát MAGNÚS ÞORSTEINSSON GÚSTAV Sigurðsson útskrifast með B.S.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands í dag með hæstu aðal- einkunn sem gefin hefur verið í hag- fræðiskor til þessa, 9,17. Gústav segir að áhuginn á hag- fræði hafi vaknað í stjórnmála- fræðiáfanga í MH. „Það sem heillar mig við hagfræðina eru formleg efn- istök hennar - stærðfræðilíkön eru til dæmis mikið notuð - en einnig eru spurningarnar sem hún leitast við að svara mjög mikilvægar. Hvernig stendur til dæmis á því að sum lönd sitja eftir í örbirgð á meðan lífskjör nágranna þeirra batna hröðum skrefum? Hvers vegna er stundum erfitt og stundum auðvelt að fá vinnu? Af hverju virðast stöðugt skiptast á hagvöxtur og samdráttur? Fjárfesting er einn þeirra þátta sem skipta gríðarlega miklu máli fyrir hagvöxt til lengri tíma litið. Eitt áhugasviða minna er skilvirkni fjár- málamarkaða, hversu vel þeim tekst að beina sparnaði til hagkvæmustu fjárfestinga. Verðlagning hluta- bréfa getur til dæmis ráðið miklu um í hvaða greinum atvinnulífsins er fjárfest. Því skiptir máli að verð hlutabréfa endurspegli raunveru- legt verðmæti hlutafélaganna en ýmislegt bendir til þess að svo sé ekki nærri því alltaf. Dæmi um þetta eru tæknifyrirtæki sem af mörgum eru talin hafa verið ofmetin á síðasta ári en hafa nú lækkað í verði. Mikilvægasta afleiðing þess er ekki endilega gróði eða tap ein- stakra hluthafa, heldur að vinnuafli og fjármunum hafi hugsanlega verið sóað í slík fyrirtæki á meðan önnur arðbærari fjárfesting hafi setið á hakanum.“ Aðspurður um lykilinn að góðu gengi í hagfræðináminu svarar Gústav því til að mikill áhugi á fag- inu og góðir kennarar hafi skipt máli en vitaskuld hafi hann einnig þurft að leggja á sig mikla vinnu. „Annars lá leiðin ekki beint í hag- fræðina. Ég er stúdent af tónlist- arbraut og lauk síðan einleik- araprófi á klarinett frá Tónlistar- skólanum í Reykja vík og stundaði svo framhaldsnám í tvö ár í Þýska- landi í kjölfarið áður en ég hóf nám í hagfræði. Undanfarin tvö ár hef ég starfað hjá Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands samhliða náminu og það hefur verið mér ómetanleg reynsla. Sam- skipti við reyndari fræðimenn eru dýrmæt þegar maður er að stíga fyrstu skrefin í að spyrja sinna eigin spurninga og leita svara við þeim.“ Gústav segir að nú sé stefnan tekin á fimm ára doktorsnám í hagfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum: „Það var mikil samkeppni um að komast inn. Ég fékk einnig tilboð frá nokkrum öðrum góðum háskólum en Princeton varð fyrir valinu, ekki síst vegna þess að námsframboð þar fellur vel að áhugasviðum mínum en þau eru fjármálafræði, alþjóða hag- fræði og hagrannsóknir.“ Aðspurður segir Gústav að hann hafi síður en svo misst áhugann á tónlist, hann sé enn mikill. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Einkunnamet í hagfræðiskor FORMAÐUR Þjórsárveranefndar og fulltrúi Náttúruverndar ríkisins gera ekki athugasemdir við niður- stöður álitsgerðar Páls Hreinssonar lagaprófessors um fyrirmæli laga um náttúruvernd. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær kom Páll á fund Þjórsárveranefndar sl. mið- vikudag og skýrði þar álit sitt en í kjölfarið ákvað nefndin að aðhafast ekkert frekar í málefnum Þjórsár- vera fyrr en formlegt erindi kæmi um afgreiðslu frá þar til bærum að- ilum. Í framhaldi af því hefur Lands- virkjun ákveðið að setja fram- kvæmdir við Norðlingaöldulón í mat á umhverfisáhrifum og er búist við því að niðurstöður úr slíku mati geti legið fyrir um áramótin. Gísli Már Gíslason, prófessor og formaður Þjórsárveranefndar, seg- ist í sjálfu sér ekki vera ósammála áliti Páls Hreinssonar og nefndar- menn hafi afráðið að aðhafast ekkert frekar að sinni til að gera sig ekki vanhæfa á síðari stigum. Hann á hins vegar von á því að formlegt erindi teljist vera komið frá Landsvirkjun strax og nefndin verði beðin að gerast umsagnaraðili vegna matsáætlunar framkvæmda við Norðlingaöldu. „Þá mun nefndin væntanlega taka slíka áætlun til meðferðar, því í henni koma fram upplýsingar um hvernig staðið verður að fram- kvæmdinni og okkar hlutverk verður þá meðal annars að óska eftir til- teknum upplýsingum og segja til um hvaða niðurstöður þurfa að liggja fyrir áður en matið sjálft verður framkvæmt,“ segir hann. Gísli Már leggur áherslu á að með umfjöllun um matsáætlunina yrði ekki um beina afgreiðslu nefndarinnar um framkvæmdir í Þjórsárverum að ræða. Að sögn Gísla hefur nefndin á sl. árum fengið 34 rannsóknaskýrslur til umfjöllunar frá Landsvirkjun, m.a. til þess að meta mismunandi lónshæðir. Auk þess hafi í minnis- blaði Landsvirkjunar frá 1980 verið farið fram á umsögn um fram- kvæmdir við uppistöðulón í tiltekinni hæð. Ekki sé því undarlegt þótt ein- hverjir túlki beiðnir Landsvirkjunar um umfjöllun sem formleg erindi og eftir vandlega yfirlegu nefndarinnar á öllum fyrirliggjandi gögnum sé ekki óeðlilegt þótt nefndarmenn telji sig reiðubúna að fjalla um áhrif uppi- stöðulóns á stærð við Mývatn á nátt- úruverndargildi Þjórsárvera. Að því leyti telur hann líklegt að flestir nefndarmenn séu þegar búnir að gera upp sinn hug í þessu máli. End- anlegri afgreiðslu málsins hafi hins vegar verið frestað þar sem nefnd- armenn hafi ekki viljað gera sig van- hæfa til að fjalla um málið á síðari stigum. Öðrum möguleikum hafnað Þjórsárveranefnd hafði áður hafn- að afdráttarlaust áformum Lands- virkjunar um 6. áfanga Kvíslaveitu með miðlunarlóni í Þjórsárverum. Sömuleiðis var hafnað öllum hug- myndum um uppistöðulón í Norð- lingaöldu sem yrði hærra en 575 m yfir sjávarmáli. Á hinn bóginn hafði nefndin frestað ákvörðun um lón í þeirri hæð og kom ekki til ákvörð- unar á fundi hennar sl. miðvikudag, m.a. vegna álitsgerðar Páls Hreins- sonar. Samkvæmt henni leikur vafi á því hvort formlegt erindi um fram- kvæmdir í Þjórsárverum hafi borist til nefndarinnar frá Landsvirkjun og því óvíst hvort nefndin hafi rétt til þess að fjalla um slíkar framkvæmd- ir að eigin frumkvæði. „Forsenda þess að hægt sé að fjalla um slíkt erindi á málefnalegan hátt lögum samkvæmt er að fyrir liggi endanleg afstaða Landsvirkj- unar til þess hvernig þau mannvirki eiga að vera úr garði gerð, sem ætl- unin er að reisa o.fl. Fyrr en frá- gengnar tillögur Landsvirkjunar liggja fyrir er ekki að fullu hægt að rannsaka og meta áhrif þeirra á um- hverfið í Þjórsárverum. Af þessum sökum er ljóst að ráðgjafanefndin [Þjórsárveranefnd] getur ekki tekið endanlega og málefnalega afstöðu til þessa máls fyrr en formleg umsókn liggur fyrir og gerðar hafa verið all- ar nauðsynlegar rannsóknir til að leggja mat á umhverfisáhrif mann- virkjanna,“ segir m.a. um þessi efni í niðurstöðukafla álitsgerðarinnar og ennfremur að ótímabærar yfirlýs- ingar ráðgjafanefndar um niður- stöðu máls og opinber barátta ein- stakra nefndarmanna með eða gegn ákveðinni niðurstöðu geti valdið van- hæfi þeirra til meðferðar máls, þegar formlegt erindi berist. Gísli Már Gíslason, prófessor og formaður Þjórsárveranefndar Umsagnarbeiðni um mats- áætlun yrði formlegt erindi VEGNA umræðu um mat á um- hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu vill Trausti Baldursson, sviðsstjóri hjá Náttúruvernd ríkisins, að eftir- farandi komi fram: „Náttúruvernd ríkisins er hlynnt því að allar framkvæmdir eins og lýst er í lögum um mat á umhverfis- áhrifum fari í mat og er það mikil bót frá því sem áður var. En það má líka spyrja sig hvort ekki séu til framkvæmdir á ákveðnum stöðum sem alls ekki á að fara með í mat á umhverfisáhrifum t.d. efnistöku í Almannagjá. Það virðist vera útbreiddur mis- skilningur að mat á umhverfisáhrif- um jafngildi leyfisveitingu. Úr- skurður í mati á umhverfisáhrifum ákveðinnar framkvæmdar segir að- eins til um hvort Skipulagsstofnun álíti framkvæmdina ásættanlega eða ekki út frá ýmsum sjónarhornum. Leyfisveitingar eru í höndum ann- arra aðila heldur en þeirra sem framkvæmda matið, þ.e.a.s. ef fram- kvæmdaleyfisveitandi hefur ekki sjálfur látið fara fram mat. Það má ekki gleymast að það er framkvæmdaraðilinn sem fram- kvæmir matið og er matið því ekki hlutlægt. Úrskurður í mati á um- hverfisáhrifum þarf ekki endilega að vera í samræmi við vilja leyfisveit- anda. Þjórsárver eru friðland og um það gilda sérstakar reglur. Ef byggja á lón í Þjórsárverum eða önnur mannvirki verður að afla framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórn og leyfis hjá Náttúruvernd ríkisins samkvæmt friðlýsingu og lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 38.gr. Þjórsárveranefnd er stofnuninni til ráðgjafar. Lög um mat á um- hverfisáhrifum gerir önnur lög síst af öllu óþörf. Enda kemur fram í friðlýsingu Þjórsárvera að það er mat á því hvort náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega sem ákvarðar hvort leyfa á Norðlinga- öldulón eða ekki. Ekki aðrir hags- munir sem fjallað er um í mati á um- hverfisáhrifum. Það er hlutverk Náttúruverndar ríkisins að meta náttúruverndargildi veranna ekki Skipulagsstofnunar eða Landsvirkjunar. Það má ekki gleymast í þessu sambandi að það er verið að fjalla um landsvæði sem er friðland og Ramsarsvæði og hef- ur mjög hátt náttúruverndargildi. Það er því fyrst og fremst nátt- úruverndargildi Þjórsárvera sem skiptir máli. Það er í hæsta máta óeðlilegt al- mennt séð ef fyrirtæki fara með framkvæmdir í mat á umhverfis- áhrifum ef þau vita fyrirfram að t.d. viðkomandi sveitarfélag eða aðrir leyfisveitendur eru andvígir því að hafa tiltekinn rekstur eða mannvirki innan sveitarfélagsins.“ Athugasemd frá Náttúruvernd ríkisins Útbreiddur misskilningur að mat á umhverfisáhrifum jafngildi leyfisveitingu VARNARÆFINGU Atlantshafs- bandalagsins, Norðurvíkingur 2001, lýkur á morgun og í gær var meðal annars æfð árás á hús á Reykjanesi og í fyrradag tóku starfsmenn Landhelgisgæslunnar þátt í æfingu á Faxaflóa. Þar var æfð taka skips og tók áhöfn varð- skipsins Ægis þátt í æfingunni ásamt þyrluáhöfn. Í heildina taka um 3.000 manns þátt í æfingunni. Morgunblaðið/Jim Smart Æfðu töku skips á Faxaflóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.