Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 53 EDDIE MURP HY FER Á KOS TUM Á DÖGUNUM kom út á vegum raf- tónlistarútgáfunnar Warp sjötta breiðskífa raftónlistardúettsins Autechre, Confield. Í næstu viku er svo væntanleg ný plata með hinum magnaða Squarepusher á sama merki og kallast hún Go Plastic en þröngskífan My Red Hot Car er nú þegar komin út. Einnig er vænt- anleg plata Prefuse73, Vocal Stud- ies and Uprock Narratives. Warp hefur löngum verið leið- andi afl í miðlun nýrrar og bylt- ingakenndrar raftónlistar og því er ekki úr vegi að nota tækifærið hér og líta yfir farinn veg. Merkið var stofnsett fyrir um tólf árum síðan í Sheffield í Bretlandi og hóf þá útgáfu á nokkrum dans- vænum en þó nokkuð sýrumett- uðum tæknótólftommum. Fyrsta breiðskífa LFO, Frequencies (1991), setti svo tóninn fyrir það sem koma skyldi. Afbyggt og sveimkennt tæknó en höfuðpaur LFO er Mark nokkur Bell, samstarfsmaður Bjarkar um nokkurra ára skeið. Umslagshönnun hóf upp úr því að taka á sig formfastari mynd; varð naumhyggjuleg og einsleit; köld og framtíðarleg, og minnti nokkuð á útgáfufyrirtæki eins og Factory og ECM í því tillitinu. Warp innsiglaði svo gæðastimp- illinn með útgáfuröðinni „Artificial Intelligence“ og varð með henni helsta vígi hins takbundna og til- raunakennda sveims sem fór hátt um miðjan síðasta áratug. Á meðal lykilskífna þess tímabils eru verk eins og Ginger með Speedy J, Bytes með Black Dog Productions, Sabresonic með Sabres of Paradise, Selected Ambient Works II með Aphex Twin, Tri-Repeate með Autechre. Í kringum 1996 fóru listamenn eins og Authechre og Squarepusher svo að taka völdin. Hinir fyrrnefndu eru frumkvöðlar í uppbrots- tæknóinu (eða „glitch“, lýsir sér í vélrænni og handahófskenndri lagauppbyggingu) en sá síðari er einn af frumkvöðlunum í hinni svo- kölluðu „bor- og bassatónlist“ („drill’n’bass“, tilraunakenndu formi af trommu- og bassatónlist- inni). Einnig fór útgáfan að víkka út sjóndeildarhringinn og gaf út plöt- ur með jafn ólíkum listamönnum og Jimi Tenor, Red Snapper, Broad- cast og Stereolab. Fyrir tveimur árum komu svo út þrjár afmælisskífur til að fagna tíu ára afmælinu og var útgáfan hin veglegasta. Listamenn eins og Thom Yorke úr Radiohead og Björk hafa verið dugleg að hampa útgáfunni í gegn- um tíðina og „svalleikinn“ drýpur duglega af útgáfunni; menn eru all- tént í góðum málum ef þeir muna eftir að minnast á Warp í „alvar- legum“ umræðum um tónlist. Autechre í rafstuði. Siglt eftir barminum órafmagnaðri tónlist. Myndirnar voru sýndar í sjónvarpi á sínum tíma og verða á plötununni valdir bútar úr þessum verkefnum.“ Jóhann sá um og samdi kvik- myndatónlistina í Íslenska drauminn og Óskabörn þjóðarinnar og segir að það standi til að gefa hana út von bráðar. En hvað veldur því að tónlist- in við þessar heimildarmyndir sé núna fyrst að koma út núna? „Það var eiginlega útgefandinn sem stakk upp á þessu við mig. Menn þar á bæ höfðu heyrt þetta dót og vildu fá að gefa þetta út. Mig hefur alltaf langað til að þetta fengi að heyr- ast meira en hef ekkert unnið í því sjálfur. Síðan heyrðu Undirtónamenn þetta og vildu endilega gefa út. Það er bara mjög gaman. Það er ákveðin lína sem ég hef reynt að fylgja í öllum þessum verkefnum. Þráður sem teng- ir þetta allt saman. Því finnst mér eðlilegt að þetta eigi að vera til ein- hvers staðar undir einum hatti, sem heild.“ Það er greinilegt að Jóhann er afar hlédrægur maður. Meira að segja núna þegar hann er að fara að gefa út efni sem enginn annar kemur nálægt, gefur hann ekki út undir eigin nafni. „Þetta kemur út undir nafninu TÓNLISTARMAÐURINN Jóhann Jóhannsson hefur verið vel sýnilegur í íslensku tónlistarlífi síðan hann leik og söng með sveitinni Daisy Hill Puppy Farm, fyrir tæpum 15 árum. Hann lék t.d. á gítar og hljómborð í hinni goðsagnakenndu sveit Ham, var þriðjungur LHOOQ sem hitaði m.a. upp fyrir Bowie í Laugardals- höllinni, var einn hluti tónlistarsirk- ussins Fünkstraße, gerði plötu ásamt Sigtryggi Baldurssyni undir nafninu Dip og síðastliðið ár hefur hann lagt tekið þátt í matreiðslu flestra þeirra tónlistarbræðinga sem hafa verið á matseðli Tilraunaeld- hússins. En þetta eru einungis þau verkefni þar sem hann hefur verið sýnilegur. Jóhann hlýtur að teljast til frjórri tónlistarmanna klakans því auk allra þeirra verkefna hér að ofan hefur hann verið iðinn við að gera tónlist fyrir kvikmyndir, heimildarmyndir og listasýningar, auk þess að stjórna upptökum á fjölda platna, innlendra sem erlendra tónlistarmanna. Hans síðasta afrek var að semja tónlist, útsetja og stjórna upptökur fyrir breska söngvarann Marc Almond sem gerði m.a. lagið „Tainted Love“ vinsælt á sínum tíma þegar hann var annar helmingur tölvupoppsdúetts- ins Soft Cell. Svo má ekki gleyma því að núver- andi hljómsveit hans Apparat Organ Quartett verður sú eina íslenska sem kemur fram á Hróarskelduhátíðinni í ár. Allt vinnur hann í sínu eigin hljóð- veri, Nýjustu tækni og vísindum, sem er í kjallara blokkar í vesturbænum. Hver sagði svo að heimabrugg gæti ekki borgað sig? Tónlist fyrir heimildarmyndir Meginhluti þeirra tóna sem Jóhann hefur smíðað fyrir kvikmyndir og heimildarmyndir hefur verið ófáan- legur á geislaplötum. Nú stendur hins vegar til að gera bragarbót þar á því tímaritið og nú útgáfufyrirtækið Undirtónar hefur nefnilega í hyggju að gefa út geislaplötu í næsta mánuði þar sem verður að finna valið efni af því sem hann hefur gert á síðustu ár- um. „Þetta er sem sagt safn af tónlist úr heimildarmyndum sem ég samdi fyrir einu eða tveimur árum,“ útskýrir Jó- hann nánar en um er að ræða annars vegar myndina Corpus Camera og Leyndardómur íslenskra skrímsla. „Þetta er svona blanda af raftónlist og „Staff of N-TOV,“ skammstöfun fyrir Nýjasta tækni og vísindi. Ég hef alltaf sett þetta á allt sem ég geri; „Sér- stakar þakkir fær starfsfólk Nýjustu tækni og vísinda“ en ég er samt bara einn hérna. Síðan bara sá ég að ég yrði að gefa út undir þessu nafni.“ Ef til vill í þeirri von að fleiri starfs- menn bætist við síðar? Hver veit? Almond alsæll Með uppvakningu tónlistar níunda áratugarins, sem hefur reyndar verið í gangi núna frá miðjum tíunda ára- tugnum, er ekki ólíklegt að Soft Cell slagarinn „Tainted Love“ sé á góðri leið með að enda sem ein af eftirminnilegri poppperlum þess tíma. Marc Al- mond, söngvari sveitarinnar, hóf sólóferil eftir að hann sleit sam- starfi við Dave Ball, félaga sinn, árið ’84 og hefur síðan þá verið iðinn við plötuútgáfu. Kunnasta lagið með hon- um er líklega útfærsla hans á laginu „Something’s gotten hold of my heart“ sem náði toppsæti breska vinsældalistans árið 1988 en þar söng hann dúett með Gene Pitney sem söng lagið fyrstur manna á 7. ára- tugnum. Væntanleg breiðskífa Al- monds er samin, útfærð og forrituð af Jóhanni Jóhanns- syni en auk þess sá hann um upptökustjórn og hljóðupp- töku að hluta. „Umboðsmaður hans var umboðsmaður LHOOQ á sín- um tíma. Eftir að sú sveit fjar- aði út héldum við sambandi. Marc Almond var mjög hrif- inn af einu plötunni með LHOOQ og síðan jafnvel enn hrifnari af því sem ég gerði á Dip-plötunni með Sigtryggi. Marc bað mig því um að senda sér einhver lög sem ég væri að vinna að, sem ég og gerði. Þetta ferli gekk í svona 2 ár, er við sendum fram og til baka einhverjar hugmyndir. Síðan var bara kýlt á það í fyrra að gera plötu. Þá kom hann hingað og dvaldist í viku. Við unnum úr fullt af hugmyndum og hann tók upp söng hérna. Síðan vann ég restina að lang- mestum hluta hérna heima og fór þar næst út til þess m.a. að hljóðblanda. Við vorum í hljóðverinu í mánuð að klára allan pakkann þar ytra. Vorum að vinna á öllum hæðum. Þá vann ég að forritunum í einu herberginu á meðan það var verið að hljóðblanda það sem var tilbúið í öðru. Þetta var rosalega gaman, mjög áhugaverður mánuður. Ég á nú eftir að fá eintak en það ætti að vera á leiðinni til mín í póstinum.“ Platan heitir Stranger Things og kom út í Bretlandi hinn 18. júní síð- astliðinn. En hvernig hljómar hún? „Ég er voðalega ánægður með þetta. Marc segir að þetta sé það besta sem hann hafi gert en ég er nú ekkert endilega sammála því. Mér fannst þetta mjög gaman. Algjör draumur fyrir lagasmið og upptöku- stjóra að vinna með söngvara á þess- um gæðastalli. Það er eins og að hafa flott hljóðfæri í höndunum. Hann gaf mér mjög mikið frelsi og lét mig í rauninni mikið um þetta allt. Platan er því mjög mikið eftir mínu höfði. Við náðum vel saman. Við vorum mjög einhuga um hvaða stefnu við ættum að taka og með sameiginlega áherslu- punkta. Við eyddum miklum tíma í að hlusta á plötur saman og tala um tón- list. Ég komst að því að við vorum að pæla í mjög svipuðum hlutum.“ Að lokum er við hæfi að spyrja upp- tökustjórann spurningar sem lista- mennirnir sjálfir voga sér vanalega aldrei að spyrja. Áður en til sam- starfsins kom var hann þá hrifinn af tónlist Almonds? „Já, ein af fyrstu plötunum sem ég keypti var Non-Stop Erotic Cabaret með Soft Cell. Því var það líka nátt- úrlega ógeðslega gaman að vinna með gamalli hetju,“ svarar Jóhann og brosir hálfa leið, sem er þó jafnframt hans breiðasta. Heimabrugg Það eru ekkert endilega iðnustu tónlistarmennirnir sem eru mest áberandi. Birgir Örn Steinarsson hitti Jóhann Jóhannsson sem hefur alltaf nóg á sinni könnu, þrátt fyrir að sú kanna geti verið oft illsýnileg almenningi. Apparat Organ Quartett á tónleikum í Listasafni Reykjavíkur. Morgunblaðið/Arnaldur Jóhann Jóhannsson í hljóðveri sínu, Nýjasta tækni og vísindi. Mikið að gerast hjá tónlistarmanninum Jóhanni Jóhannssyni biggi@mbl.is Marc Almond Nýjar útgáfur frá Warp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.