Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIN 101 Reykjavík vakti verðskuldaða athygli bíó- gesta á liðnu ári og óneitanlega vekur það nokkra furðu að tónlist- in úr kvikmyndinni sé fyrst útgef- in nú, vorið 2001. Hefðin er að geisladiskar sem innihalda tónlist úr kvikmyndum séu gefnir út á undan myndinni, eða í það minnsta í kringum frumsýningartíma. Athyglisverðara við útgáfu þessa er þó hverjir höfundar tón- listar eru. Hinn Íslandselskandi Damon Albarn, forsprakki Blur, og rokkgoðsögnin Einar Örn Benediktsson, hafa verið þekktir fyrir flest annað en kvikmynda- tónlist og í fyrstu virðast þeir fremur einkennilegt teymi, tónlist- arlega séð. Damon syngur í dæmi- gerðri popphljómsveit en Einar hefur sjaldnast farið troðnar slóðir við tónlistarsköpun; kannski helst í Sykurmolunum sálugu. Þeir Einar og Damon eiga þó sameiginlegt ýmiskonar bransabrölt á Englandi og hafa löngum verið nafntogaðir í fjölmiðlum þar ytra. 101 Reykjavík er um margt einkennileg plata. Stefin einkennast mörg hver af forrituðu hryni og hljómborðslín- um ýmiskonar, og í fyrstu hljómar sumt heldur klúðurslega. Na- ívismi er sennilega fal- legra orð en barnaskap- ur, þrátt fyrir að merkingin sé hin sama, strangt til tekið. Þetta er þó það orð sem mér datt fyrst í hug eftir að hafa hlýtt á gripinn. Við sjöttu hlustun fór ég að kunna afar illa við hug- takið vegna þess hversu heillandi hljóðstefin raunverulega eru. Þau er vissulega einföld og auðmeltingin er slík að hún snýst upp í and- hverfu sína. Stefin urðu mér tormelt því ég var lengi að samþykkja einfaldleikann. Það sem hljómaði í fyrstu fyrir mér á stundum sem barnalegt fikt með tónlistarforrit, er í raun heillandi tón- og hrynsköpun. Ég þurfti hreinlega að sitja og bíða/hlýða af mér fordómana! 30 tóndæmi prýða geislaplöt- una og eru flest þeirra eftir þá Einar og Damon. Þeirra best þykir mér „Morning Beer“; gullfalleg píanóstemma, einkar þynnkulega leikin. Gus Gus eiga lagið „Reykja- vík2k“ og gamli Kinks-slag- arinn, „Lola“, hljómar í mis- munandi útgáfum þeirra Einars og Damons. Heldur þykir mér nú „Lólan“ þreytuleg og útfærslurnar á henni of margar. Það sem er hvað skemmtilegast á 101 Reykjavík eru útfærslur ým- issa listamanna á tónlist Einars og Damons. Til að mynda eiga Mínus afbragðs- vinnu á laginu „Bar Fight“ og út- færsla Hilmars Arnar á „Suitcase“ er stórkostleg. „Suitcase“ og lagið þar á undan, „Shooting Gallery“, eru reyndar nokkuð dæmigerð fyrir evrópska kvikmyndatón- list og sverja sig sumpart í ætt við það besta frá hinum mis- tæka, en um margt frábæra Eric Serra. „Teapot“, sem reyndar er út- færsla af „Lólu“, er aftur víðs- fjarri Serra og hreinlega klónað trommuhryn frá lagi Pink Floyd, „Learning To Fly“. Sennilega ekki óalgeng tilviljun á þessum miklu forritunar- og hryntímum. Ekki hef ég rými til að fara ofan í saumana á öllum tóndæmum plötunnar en flest þeirra eru fyr- irtak og fátt stingur í eyru. Þegar ég sá kvikmyndina á sínum tíma, þá tók ég ekkert eftir tónlistinni og það veit yfirleitt á gott. Miðbæjarmúsík TÓNLIST G e i s l a p l a t a 101 Reykjavík, geisladiskur með tónlist úr samnefndri kvikmynd. Tónlistina sömdu og fluttu þeir Damon Albarn og Einar Örn Benediktsson. Þeim til aðstoðar voru Tom Girling og Jason Cox. Einnig samdi Gus Gus hópurinn og lék lagið Reykjavík2k. Ray Davies samdi lykillagið, Lola. Ýmsir tón- listarmenn koma að endur- hljóðblöndunum, s.s. Emiliana Torrini, Hilmar Örn Hilmarsson, Curver og fleiri. EMI, 2001. 101 REYKJAVÍK Orri Harðarson Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Einkennilegt teymi: Einar Örn og Damon Albarn. EGILL Helgason, fjölmiðlamaður, situr fyrir svörum að þessu sinni. Hann er trúlega flestum kunnugur fyrir að stjórna þættinum vinsæla Silfur Egils á Skjá Einum. Egill hefur nú umsjón með nýjum þætti á sömu sjónvarpsstöð ásamt Birnu Önnu Björnsdóttur sem nefnist Boðorðin tíu. Egill stjórnar þættin- um þar sem hann fjallar um boð- orðin tíu frá sjónarhóli nútímans með hjálp góðra gesta. Hvernig hefur þú það í dag? Ég er eiginlega ekki að gera neitt, sem er ákveðin tilbreyting. Þannig að ég hef það ágætt. Hvað ertu með í vösunum í augna- blikinu? 270 krónur í klinki, lykla og stein sem ég fékk í fyrra í steinasafni Petru á Stöðvarfirði og hef ekki ennþá týnt. Ef þú værir ekki fjölmiðlamaður hvað myndir þú vilja starfa við? Ég væri alveg til í að vera tónlist- armaður. Bítlarnir eða Rolling Stones? Bítlarnir, alveg frá því ég var fimm ára. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Fyrstu rokktónleikarnir voru Led Zeppelin í Laugardalshöll 1970. Ég var ekki nema tíu ára en fékk að fara með vini mínum og stóra bróð- ur hans sem nú er einn af mátt- arstólpum samfélagsins. Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Ég á ekki neitt sem skiptir mig sér- staklega miklu máli. Líklega tölv- unni minni, en bara vegna þess sem hún inniheldur. Hver er þinn helsti veikleiki? Óþolinmæðin. Hefurðu tárast í bíó? Það er langt síðan, ég er því miður ekki jafn hrifnæmur og einu sinni. Mig minnir að myndin hafi verið Rauður eftir Kiesl- owski - eða var það Hvítur? Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Forvitinn, glaðlynd- ur, áhyggjufullur, ólaghentur, óþolinmóður. Hvaða lag kveikir blossann? Kannski eitthvað með Van Morri- son. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Ég var í bekk með Illuga Jökulssyni í Hagaskóla. Sumt af því sem við töldum afrek í þá tíð hljómar kannski ekki svo fagurlega í minn- ingunni. Ég skammast mín ennþá gagnvart sumum kennurunum. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Ég hef ekki borðað neitt furðulegra en froskalappir sem ég fæ mér stundum í Frakklandi. Nema ef vera skyldi saltað hrossakjöt sem var ægilega vont. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Það var plata með náunga sem heitir David Gray - hann er algjör snilli. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Bruce Will- is, sérdeil- is ömurleg týpa. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Þegar maður er kominn á þennan aldur á maður svo mörg glötuð tækifæri að það þýðir ekki að hugsa um það. Ég hefði til dæmis átt að læra betur á hljóðfæri. Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég á voða erfitt með að trúa á líf eft- ir dauðann. Því miður. Ágætis tilbreyting að gera ekkert SOS SPURT & SVARAÐ Egill Helgason Of mikið hold (Too Much Flesh) D r a m a  Leikstjórn og handrit Jean-Marc Barr og Pascal Arnold. Aðal- hlutverk Rosanna Arquette, Jean- Marc Barr, Elodie Bouchez. 109 mín. Frakkland 2000. Góðar stund- ir. Bönnuð innan 16 ára. HÉR fer önnur mynd þeirra Barr og Arnold og líkt og í þeirri fyrstu Lovers (1999) halda þeir sig við dogma-formið upp að vissu marki. Það verður að segja sem er að því miður virðist þeim lítið hafa farið fram og enn þá dauðlangar þá til að ná þeirri einlægni sem Dan- irnir náðu að skapa í sínum dogma- myndum. En hún er víðsfjarri og kemst hvergi að fyrir hinni allt of al- gengu frönsku tilgerð. Hér dregur hinn fransk-banda- ríski Barr (sem fæddist í Þýska- landi) frönsku félaga sína vestur um haf og reynir að sprengja á graft- arkýli smábæjarsamfélagsins, þröngsýni og bældum hvötum dreif- býlisfólks. Sá held ég að þurfi að öðl- ast frekari virðingu fyrir samlöndum sínum, Bandaríkjamönnum, því for- dómarnir eru hreint vaðandi. Franska stúlkan (Bouchez) mætir á staðinn, losar um hömlur eina mannsins í bænum (heldur að hann sé með of stóran lim) sem virðist með öllum mjalla (Barr) en hann er giftur konu (Arquette) sem getur ekki not- ið annars manns en látins ástvinar og allir tryllast yfir lauslætinu. Sem sagt – of mörg vandamál. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Of mörg vanda- mál Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is mbl.is VIÐSKIPTI HEDWIG KL. 20.30 Forsýning mið 4/7 UPPSELT Frumsýning fim 5/7 UPPSELT Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda örfá sæti laus Fös 13/7 Lau 14/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN fim 28/6 nokkur sæti laus FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 sun 24/6 nokkur sæti laus,síðasta sýning Allar sýningar hefjast kl. 20. Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:            ; %  <=>  6=>   &=> % =>  ! "#$$ % "  $ ! &'(  )) *   +,  &$     -$% #! ./0   1 "#$$ % "  $ ! ! -2! $$$3 -2! " $$$  4-!56 #7-$$  $$  8$$! &#$$$  4!9: ! -! 5;15< #!1! -! 5;9.6! MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í KVÖLD Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 30. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 6. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 14. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Þri 3. júlí kl. 20 – Forsýning, miðaverð kr. 1.200 Mið 4. júlí kl. 20 – Frumsýning Lau 7. júlí kl. 20 Sun 8. júlí kl. 20 Söngleikur fluttur af nemendum Verslunarskóla Íslands Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.