Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra opnaði Búnaðarbankann í Lúxemborg formlega í gær við há- tíðlega athöfn. Við opnunina voru saman komnir innlendir og erlend- ir viðskiptavinir bankans, sam- starfsaðilar hans í Evrópu, fulltrú- ar erlendra fjármálafyrirtækja og stjórnendur Búnaðarbankans. Halldór gerði efnahagsástandið á Íslandi að umræðuefni í opn- unarræðu sinni. Margt hafi breyst á undanförnum árum hvað varðar samsetningu á útflutningstekjum þjóðarinnar. Ef fyrirhugaðar ál- versframkvæmdir verði að veru- leika þá muni hlutur áls aukast úr 13% af útflutningstekjum þjóðar- innar í 20% á 10 árum. Á sama tíma muni hlutur sjávarútvegs minnka úr 43% í 33%. Halldór seg- ir að ekki hafi farið fram hjá nein- um að staða krónunnar hefur veikst mikið að undanförnu eftir stöðugleika undanfarin ár. Mikið sé rætt um á Íslandi hvernig beri að bregðast við. Segir hann að ef Íslendingar ætli að keppa á evr- ópskum markaði verði að tryggja að við séum samkeppnisfær á fjár- málamarkaði. Þetta sé eitt af því sem muni skipta miklu máli þegar staða Íslands í Evrópu verður rædd í framtíðinni. Íslendingar verði að vera sér meðvitandi um að tíminn stendur ekki í stað og muni því fylgjast vel með stækkun Evrópusambandsins og annarri þróun í Evrópu. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, sagði í Lúxemborg í gær að opnun Bún- aðarbankans þar væri mikilvægt skref í útrás bankans og í að geta veitt einstaklingum og fyrirtækj- um þjónustu erlendis. Enda væri það sífellt algengara að einstak- lingar og fyrirtæki fjárfestu út fyrir landsteinana. Hlutafé Búnaðarbankans í Lúx- emborg er 14 milljónir evra eða um 1.250 milljónir íslenskra króna og er það allt í eigu Búnaðarbanka Íslands hf. Starfmenn Búnaðarbankans í Lúxemborg eru 21 af 6 þjóðernum, þar af 6 Íslendingar. Bankastjóri Búnaðarbankans í Lúxemborg er Þorsteinn Þorsteinsson sem áður gegndi starfi framkvæmdastjóra Verðbréfasviðs Búnaðarbankans. Alf Muhlig er aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans í Lúxemborg en hann var áður aðstoðarbankastjóri Union Bank of Norway Internat- ional í Lúxemborg. Bankinn í Lúxemborg mun leggja áherslu á sérbankaþjón- ustu, en einnig stunda lánastarf- semi og starfsemi á verðbréfa- og gjaldeyrismörkuðum. Auk þess að þjóna Íslandi mun bankinn í fyrstu aðallega leita eftir viðskiptum á hinum Norðurlöndunum. Að sögn Þorsteins mun bankinn aðallega þjónusta einstaklinga sem hafa hug á að fjárfesta erlendis án þess að taka mikla áhættu. Jafn- framt mun bankinn leitast við að kynna íslensk fyrirtæki á alþjóð- legum lánamarkaði. Áhersla á Ísland og Danmörku Nú er helst horft til viðskipta- vina á Íslandi og Danmörku en fljótlega verður farið að herja á sænskan og norskan markað. Að sögn Alf Muhlig er ekki óraunhæft fyrir banka í eigu Íslendinga að ætla sér að ná inn á aðra markaði. Það sem skipti máli er að hafa starfsfólk sem hafi þekkingu og færni til þess að sinna viðskipta- vinum alls staðar frá. Því muni bankinn væntanlega leita að sænsku og norsku starfsfólki fljót- lega. Búnaðarbankinn í Lúxemborg mun bjóða upp á fjárfestingar í verðbréfasjóðum JP Morgan Fleming, Nordea auk innlendra sem erlendra verðbréfasjóða Bún- aðarbanka Íslands. Unnið hefur verið að stofnun hins nýja banka frá því seint á síð- asta ári en að sögn Þorsteins var Lúxemborg fyrir valinu þegar Búnaðarbankinn fór að hugsa sér til hreyfings erlendis meðal annars vegna þess hversu vel Íslendingar þekkja til. Eins skipti miklu hversu stöðugt efnahagsumhverfið er í Lúxemborg. Búnaðarbankinn í Lúxemborg er ekki útibú frá Búnaðarbanka Íslands heldur rekinn sem sjálf- stæð eining. Þorsteinn segir að bankinn sé þó ekki í samkeppni við Búnaðarbanka Íslands heldur svar bankans við samkeppni, erlendri sem innlendri. Lúxemborg er miðstöð fjármála- fyrirtækja á sviði sérbankaþjón- ustu í Evrópu. Það sem gerir Lúx- emborg að slíkri miðstöð er fyrst og fremst hefð fyrir mikilli banka- leynd, hagstætt skattaumhverfi, landfræðileg staðsetning og stöð- ugt stjórnmálaástand. Að sögn Lucien Thiel, fram- kvæmdastjóra samtaka banka í Lúxemborg, eru 197 bankar starf- andi í Lúxemborg þar af er 61 þýskur og 10 frá Norðurlöndunum. Búnaðarbankinn International S.A. opnaður formlega í Lúxemborg Svar við samkeppni Lúxemborg. Morgunblaðið. ÓLAFSGEISLI, Kirkjustétt og Grænlandsleið eru meðal nýstár- legra gatnaheita í Grafarholtshverfi sem nú rís í hlíðinni milli Vestur- landsvegar og vatnsgeymanna í Grafarholti. Nú þegar hefur flestöll- um lóðum í hinu nýja hverfi verið út- hlutað og fyrstu íbúarnir eru fluttir inn. Nýverið stóðu fasteignasalar og byggingaverktakar svæðisins ásamt Reykjavíkurborg fyrir kynningu á hverfinu á svokölluðum Byggingar- dögum. Kynningarátakið stóð yfir dagana 9. til 10. júní og þótti takast vel til. Fimm fasteignasölur, Borgir, Eignamiðlunin, Húsakaup, Höfði og Skeifan auk byggingarverktaka og borgaryfirvalda tóku höndum saman við kynningu á hverfinu sem er ým- ist kallað Grafarholts- eða Þúsald- arhverfi. Árni Þór Sigurðsson, borg- arfulltrúi og formaður skipulags- og bygginganefndar, opnaði dagana. „Borgin vill koma þessu nýja hverfi á framfæri og því var ákveðið að veita verkefninu lið.“ Árni segir að hverfið í Grafarholti sé hugsað sem barnvænt hverfi, íbúðabyggðin sé skipulögð þannig að lokaðar götur og botnlangar gangi út úr megingöt- um hverfisins og umferð um það sé því hæg. Einnig séu götur upphit- aðar sem auki umferðaröryggi. Skóli hefst strax í haust Skólamál hverfisins voru til um- fjöllunar á Byggingardögum og tel- ur Árni vert að benda á að skólastarf mun hefjast í hverfinu strax í haust. Hann telur það tímamót í skólamál- um að skóli rísi svo fljótt í nýju hverfi. Þegar hefur verið ráðinn skólastjóri og undirbúningur fyrir næsta vetur er í fullum gangi en skólinn sem tekur til starfa í haust er á grunnskólastigi, 1. til 7. bekkur. Þegar fram líða stundir er gert ráð fyrir tveimur grunnskólum í hverf- inu, hvorum í sínum hluta hverfisins sem skiptist í austari og vestari hluta. Skólinn sem hefja mun starf- semi í haust er í vestari hluta hverf- isins. Að sögn Árna Þórs var eftir- spurn eftir lóðum í vestari hluta hverfisins mikil og hefur þeim nær öllum verið úthlutað nú þegar. Lóð- um í austari hlutanum verður úthlut- að á næsta ári. Sverrir Kristinsson, fasteignasali og framkvæmdastjóri Eignamiðlun- arinnar, telur Byggingardaga hafa heppnast vel. „Þetta er nýtt hverfi og því full þörf á að kynna það. Það er mikilvægt þegar ný hverfi rísa að fá fólk til að koma á staðinn, þannig getur það gert sér grein fyrir skipu- lagi, skoðað útsýni og staðhætti,“ segir Sverrir. Hann segist fagna þeirri nýjung að borgin taki þátt í að kynna nýtt hverfi og segir það einnig hafa verið jákvætt að sjá svo marga aðila vinna saman að kynningu hverfisins. Tekur tíma að selja heilt hverfi Sverrir segir sölu á íbúðum hafa gengið vel í ár og hann gefur ekki mikið fyrir fregnir af samdrætti á fasteignamarkaði. „Það er ekki rétt að miða við árin 1999 eða 2000 sem voru metár í sölu fasteigna. Þótt sala sé minni í ár þá er engu að síður mik- il sala,“ segir Sverrir. Hann segir að af þeim íbúðum sem Eignamiðlunin hefur á skrá í Grafarholti sé tæplega helmingur seldur. „Þær íbúðir sem við höfum þegar selt leika á tugum og það tel ég mjög góðan árangur.“ Sverrir segir ennfremur að þegar heilt hverfi rísi þá sé um að ræða mikið framboð fasteigna og eðlilega taki það nokkurn tíma að koma öll- um eignum í verð. Hann bætir þó við að reynslan sýni að eftirspurn aukist eftir því sem frágangi í nýjum hverf- um miði áfram. Hann telur því lík- legt að sala eigna í Grafarholtshverfi nái hámarki þegar hverfið verður fullfrágengið. Áætlað er að fullbyggt hýsi hverfið um 5.000 íbúa í tæplega 1.700 íbúðum. Íbúabyggð í Grafarholtshverfi kynnt á Byggingardögum Kynningar- átak tókst vel        %!$ %(  %(             !    "  "    #   $     &  '  (  %    * +  ,-  Grafarholtshverfið kemur til með að hýsa um 5.000 íbúa. INNANHÚSSUPPGJÖR Síldar- vinnslunnar fyrir fyrstu fimm mán- uði ársins var kynnt á stjórnarfundi í fyrradag. Samkvæmt því nemur tap félagsins 385 milljónum króna að teknu tilliti til hlutdeildarfélagsins Barðsness hf. Í maílok nemur bók- fært gengistap 817 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu sem birt var á Verðbréfaþingi Ís- lands. Á aðalfundi sem haldinn var 23. mars 2001 kom fram að rekstrar- áætlanir gerðu ráð fyrir um 125 milljóna króna hagnaði á árinu, eða um 750 milljónum fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Afkoma fyrirtækisins á þessum fyrstu fimm mánuðum er því nokkuð verri en áætlanir gerðu ráð fyrir og eru helstu ástæður tald- ar vera gengislækkun og sjómanna- verkfall. Ljóst er að félagið verður rekið með tapi fyrri hluta ársins en fari verðlagsþróun ekki úr böndunum má gera ráð fyrir að að afkoma félagsins batni á næstu misserum vegna hækkunnar á erlendum gjald- miðlum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er um 532 milljónir nú og verður að öllum líkindum meiri en áætlað var gangi veiðiáætlun fyrir árið 2001 eftir. Heildarafkoma ársins verður hins vegar mun lakari en áætlanir sem kynntar voru á aðal- fundi gerðu ráð fyrir. Slök afkoma Síldar- vinnslunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.