Morgunblaðið - 23.06.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 23.06.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hr. Mathiesen þorir ekki fyrir sitt litla líf að setja kvóta á okkur, Arthur minn. Ráðstefna um listir, fötlun og samfélag Samtenging og vægi listar LEIKHÓPURINNPerlan er með sýn-ingar á Kirkjulist- arhátíð í dag í tjaldi á Skólavörðuholti. Nýlega sótti Sigríður Eyþórsdóttir, stjórnandi leikhópsins Perlunnar, al- þjóðaráðstefnu og nám- skeið í St. Petersburg sem samtökin WSA-Arts stóðu fyrir. Hún var spurð hvað fjallað hefði verið um á þessari ráðstefnu. „Ráðstefnan stóð í tæpa viku og yfirskrift hennar var: Linking end Leverag- ing Arts. Arts, disability end Community – sem þýða má sem Samtenging og vægi listar. Listir, fötlun og samfélag. Inntakið er eins og heitið ber með sér: að- gengi fatlaðra að list.“ – Hvernig var viðfangsefnið nálgast? „Það var aðallega með fyrirlestr- um og eins með heimsóknum á listamiðstöðvar fatlaðra á Flórída og einnig með opnun listasýninga, svo sem í Salvador Dali-safninu. Þetta var mjög yfirgripsmikið allt saman svo vandinn var að velja, mann langaði að taka þátt í öllu saman, en það var auðvitað ógjörn- ingur. Ég reyndi að leggja mig eft- ir leiklist og annarri listsköpun. Ég fór t.d. í listsmiðju þar sem leið- beint er af fagfólki í öllum listgrein- um í björtu og fallegu húsnæði.“ – Eru Bandaríkjamenn framar- lega í að veita fötluðum aðgengi að listsköpun? „Það er að minnsta kosti mark- mið þessar samtaka sem stóðu að umræddri ráðstefnu. Undir merkj- um WSA-Arts er unnið í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Það sem ég hins vegar sá í St. Petersburg er unnið og styrkt af aðilum á því svæði.“ – Hvenær voru þessi samtök stofnuð? „Það var árið 1974 sem Jean Kennedy Smith, yngsta systir John F. Kennedy heitins forseta, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Írlandi sem stofnaði WSA-Arts. Í fyrstu hétu samtökin Very Special Arts, en svo fór að þessi nafngift hafði tapað merkingunni og nafn- inu var breytt í WSA-Arts. Ein úr hópi Kennedy-systkinanna var þroskaheft og það hefur að líkind- um verið kveikjan að hugmynd Jean Kennedy Smith, sem hún hratt nú heldur betur í fram- kvæmd. Hún stofnaði þessi samtök raunar í tengslum við Kennedy Center-leikhúsið í Washington. Markmið samtakanna er að vinna að aukinni kennslu í listsköpun fyr- ir fólk á öllum aldri með líkamlegar eða andlegar sérþarfir. Síðan urðu þessi samtök alþjóðleg árið 1984 undir nafninu Very Special Arts Int- ernational. Yfir áttatíu þjóðlönd eiga aðild að samtökunum í dag og þau heimsviðurkenn- ingu sem leiðtogar í listastarfi fyrir fatl- aða.“ – Nú átt þú og Perl- an aðild að þessum samtökum – hafið þið haft mikið gagn af því? „Svo sannarlega því við fáum upplýsingar um allt það sem er að gerast í listsköpun og listþjálfun fyrir fatlaða víðs vegar um heim. Alþjóðlegt fréttabréf WSA-Arts kemur út nokkrum sinnum á ári og samtökin miðla fræðsluefni og þau skapa tengsl, í gegnum slík tengsl hefur mér og Perlunni borist boð um þátttöku í ýmsum ráðstefnum og einnig hef ég kennt á þessum vettvangi leiklist og leikræna tján- ingu víða um heim. Það hefur styrkt mig mikið í starfi mínu með Perlunni að kynnast þessum sam- tökum því ég hef fengið góð tæki- færi til að fylgjast því sem er að gerast á alþjóðavettvangi og verið beinn þátttakandi úti hinum stóra heimi. Það sem ég hef kynnst í WSA-Arts hefur hvatt mig og styrkt í trúnni á það starf sem ég hef verið að vinna í leiklistarmálum með fötluðu fólki í Perlunni, það er afar þýðingarmikið í svona starfi.“ – Er list heppilegt form á tján- ingu fyrir fatlaða? „Það virðist svo sem fötlun þurfi ekki að vera nein hömlun þegar listsköpun er annars vegar. Ég hef séð blinda dansa ballett sem alsjá- andi og handalausa mála stórkost- leg listaverk með munni eða tám, einfætta dansa, svo dæmi sé tekið. Listsköpun fatlaðra opnar nýjar víddir í listsköpun. Listin auðgar ímyndunaraflið og ímyndunaraflið opnar fyrir manni heiminn.“ – Er blómleg starfsemi hjá Perl- unni um þessar mundir? „Já, það er alltaf mik- ið að gerast. Við erum með sýningar núna í dag á Kirkjulistarhátíð. Þar sýnum við dansinn Róm- antíka eftir Láru Stef- ánsdóttur sem er afar góður liðsmaður Perl- unnar, Síðasta blómið var sérstaklega beðið um og einnig sýnum við Ef þú bara giftist. Það verður því nóg að gera hjá Perlunni í dag. Af því að blessað sumarið er nú komið þá langar okkur í Perlunni og Perluvini að fara og kíkja aðeins á lundinn okkar í Hvammsmörk við Hvammsvík til að athuga hvernig trjáplönturnar okkar hafa komið undan vetri.“ – Hvað eru margir sem starfa í Perlunni núna? „Þar starfa núna þrettán félagar á ýmsum aldri, eins og gerist í góðu leikhúsi. Sigríður Eyþórsdóttir  Sigríður Eyþórsdóttir fæddist í Selvogi 1940. Eftir próf úr Kvennaskólanum í Reykjavík lauk hún leiklistarprófi úr Leik- listarskóla Leikfélags Reykja- víkur 1968 og prófi frá Kenn- araháskóla Íslands 1991, einnig hefur hún lokið starfsleikniprófi frá sama skóla. Hún hefur starf- að að leiklistarmálum, var við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu um árabil en er nú kennari hjá fullorðinsfræðslu fatlaðra í Reykjavík. Hún hefur stofnað ýmsa leikhópa, m.a. Snúð og Snældu og leikhópinn Perluna sem víða hefur farið með sýn- ingar. Sigríður á tvö börn og tvö barnabörn. Listin auðgar ímyndunar- aflið og ímyndunar- aflið opnar fyrir manni heiminn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.