Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylkir sló KR út úr
bikarkeppninni / C 2
Guðni verður í eitt ár til
viðbótar hjá Bolton / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
ELDRAUNIN 2001 er ný-stárlegur viðburður ííþróttasögunni hérlendisog þótt víðar væri leitað.
Á morgun hefst keppni tveggja liða
um hvort þeirra verður á undan að
hjóla með „Landsmótseldinn“ frá
Reykjavík til Egilsstaða, þar sem
Landsmót UMFÍ verður haldið aðra
helgi.
Lið Hjólreiðaklúbbs Reykjavíkur
hjólar suðurleiðina en keppinaut-
urinn, harðsnúið teymi skrifstofu-
manna úr Reykjavík, fer norður fyr-
ir land. Liðin tvö urðu hlutskörpust í
forkeppni sem fram fór á 25 km leið
í Grafarvogi fyrir skömmu og hyggj-
ast nú leggja hvort sína 700 kíló-
metrana að baki á rúmum sólar-
hring.
Ólympíueldurinn sendur
um gervihnött
Skammt er síðan sú hefð komst á
hérlendis að tendra sérstakan eld
við setningu landsmóta, en fyr-
irmyndin er augljóslega hinn heims-
frægi Ólympíueldur sem tendraður
er á fjögurra ára fresti með sólar-
geislum í Grikklandi, upprunalandi
leikanna, og fluttur til þess lands
sem leikana heldur í hvert sinn.
Ýmsar aðferðir hafa í gegnum árin
verið notaðar við flutning Ólymp-
íueldsins milli staða; sem dæmi
komst hann til Kandada árið 1976 á
þann hátt að í Ólympíu var honum
breytt í rafmagnsbylgjur sem síðan
voru sendar í gegnum gervihnött til
Ottawa á 1/25 úr sekúndu. Frá Ott-
awa var eldurinn svo borinn af
hlaupurum, hjólreiðamönnum og
öðrum íþróttamönnum til Montreal
þar sem leikarnir fóru fram.
Stundum hefur verið flogið eða
siglt með Ólympíueldinn hluta leið-
arinnar, en hefð er fyrir því að fræg-
ar íþróttahetjur komi að kyndilburð-
inum, í það minnsta síðasta spölinn.
Við setningu Ólympíuleikanna í
Barcelona 1992 varð eldurinn að
„flugeldi“ á síðustu metrunum; bog-
maður skaut logandi ör að eldskál
leikvangsins. Og hitti, góðu heilli.
Landsmótseldinum ekið
um Hvalfjarðargöng
Hér á landi var efnt til kynd-
ilhlaups í kringum landið sumarið
1997 í tengslum við setningu Smá-
þjóðaleikanna; þá var hlaupið með
eins konar Ólympíueld og m.a. siglt
með hann í gegnum gatið á Dyrhóla-
ey.
Landsmótseldurinn hinn íslenski
var tendraður í fyrsta sinn sama ár,
en þá fór Landsmót UMFÍ fram í
Borgarnesi. Þar í bæ hefur eldurinn
verið „geymdur“ síðan og verður
honum ekið í dag til Reykjavíkur.
Eldraunin 2001 hefst svo í fyrra-
málið kl. 11 við verslun Nanoq í
Kringlunni. Ekki munu hjólreiða-
kapparnir þó hjóla með kyndil í
hönd, heldur verður loginn geymd-
ur sem gaslogi í tveimur álhólkum, á
stærð við mjólkurfernur, sem smellt
er á hjól beggja liða. Vegleg verð-
laun bíða sigurliðsins, auk þess sem
hitt liðið verður leyst út með gjöfum,
en aðstandendur Eldraunarinnar
telja að þetta muni í fyrsta sinn sem
keppt sé í kyndilburði í tengslum við
íþróttahátíð.
Hægt verður að fylgjast með
keppninni á vefnum mbl.is þar sem
staðsetning beggja liða kemur ná-
kvæmlega fram á korti eftir því sem
eldhugarnir þokast austur á bóginn.
23. Landsmót UMFÍ verður svo sett
föstudaginn 13. júlí á Egilsstöðum
og mun eldurinn loga á keppn-
issvæðinu meðan mótið stendur.
sþ
Ólympíueldurinn er ævinlega tendraður með holspegli og
geislum sólarinnar í Ólympíu á Grikklandi. Þaðan ferðast svo
eldurinn yfir höf og lönd þangað sem leikarnir eru haldnir.
Landsmóts
eldurinn k
emur frá
Borgarnes
i til höfu
ðborgar-
innar í dag
á þessum k
yndli.
Ástralski spretthlauparinn Cathy
Freeman kemur Ólympíueldinum í
höfn í Sydney 2000.
Tákn hins endurlífgaða Ólympíuanda,
eldurinn, logar glatt í Sydney, við setningu
27. Ólympíuleika nútímans.
Eldraunin 2001 fer fram um helgina
yfir lönd og höf
F Ö S T U D A G U R 6 . J Ú L Í 2 0 0 1 B L A Ð B
Amerískir
FJALLKONA ÍSLANDS/2 SPRELLITÓNLIST FYRIR ALLA/3 HJÓNA-
BANDIÐ - HÖFN Í STORMI EÐA STORMUR Í HÖFN?/4 HÚÐFLÚR ER
SJÁLFSTJÁNING/6 UPPRUNINN AFHJÚPAÐUR/6 AUÐLESIÐ/8
Fjallkona Íslands/2
Sprellitónlist fyrir alla/3
Hjónabandið - höfn í stormi eða stormur í höfn?/4
Húðflúr er sjálfstjáning/6
Uppruninn afhjúpaður/6
Auðlesið/8
Sérblöð í dag
IÐNAÐAR- og fjármálaráðuneyti
hafa nú lagt fram fyrstu hugmyndir
um breytingar á fjárfestingarsamn-
ingi um byggingu og rekstur álvers
Norðuráls á Grundartanga. Samn-
ingsaðilar höfðu sett sér það mark-
mið að meginlínur varðandi skatta
og aðstöðumál annars vegar og orku-
mál hins vegar lægju fyrir í kringum
síðustu mánaðamót. Að sögn Ragn-
ars Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra hjá Norðuráli, gefa þessar
hugmyndir fyrirheit um að áfram-
hald geti orðið á viðræðunum. Hann
bendir þó á að enn eigi eftir að ná
lendingu í ýmsum málum áður en
unnt verður að slá því föstu hvort
farið verður út í þessa stækkun.
Norðurál hefur ákveðið að hefja
viðræður við fjármögnunaraðila og
birgja til þess að tímaáætlanir stand-
ist. Verður fyrsti fundurinn um þau
mál í New York í Bandaríkjunum í
næstu viku. Að sögn Ragnars er ljóst
að halda verður vel á málum næstu
mánuði til þess að allir þættir liggi
fyrir á réttum tíma. Ef allt gengur
eftir gera forráðamenn Norðuráls
ráð fyrir að endanleg niðurstaða
liggi fyrir í mars á næsta ári.
Í tilkynningu frá Norðuráli segir
að samningar við Landsvirkjun um
viðunandi orkuverð séu á byrjunar-
stigi. Enn beri nokkuð í milli aðila
varðandi orkuverð og þá liggi ekki
fyrir hvort Landsvirkjun fái leyfi til
byggingar nauðsynlegra mann-
virkja.
Viðræðum um orkuverð
haldið áfram
„Viðræðum verður haldið áfram
en ekki er búist við endanlegri nið-
urstöðu í þessum viðræðum fyrr en
ljóst verður hvort hægt verður að af-
henda umbeðna orku á viðunandi
verði,“ segir í tilkynningunni og því
bætt við að jafnframt sé horft til
ákvörðunar um mögulegar breyting-
ar á tekjuskattshlutfalli fyrirtækja
og lögum um stimpilgjald. Hvort-
tveggja hafi áhrif á arðsemi verkefn-
isins.
Á þeim stutta tíma sem er til
stefnu telja forsvarsmenn Norðuráls
ósennilegt að unnt sé að ná samningi
við aðra en Landsvirkjun um orkuaf-
hendingu frá miðju ári 2004. Viðræð-
ur hafa átt sér stað við Orkuveitu
Reykjavíkur og Rarik og rætt verð-
ur við Hitaveitu Suðurnesja. Að mati
Ragnars koma samningar við þessa
aðila til álita við stækkun umfram
180.000 tonn, verði sýnt fram á við-
unandi afhendingaröryggi, m.a. að
mati lánastofnana.
Áætlanir Norðuráls gera ráð fyrir
stækkun í a.m.k. 240.000 tonn en
samkvæmt óskum stjórnvalda og í
ljósi framboðs á raforku hefur verið
ákveðið að miða undirbúning fram-
kvæmda við stækkun í tveimur
skrefum.
„Það er ljóst að þessi áfangaskipt-
ing dregur úr hagkvæmni við rekst-
ur álversins þar til fullri stærð er
náð. Reynslan hefur hins vegar sýnt
að bygging álvers í tiltölulega litlum
áföngum hentar vel íslensku efna-
hagslífi og kemur atvinnulífinu og
orkugeiranum vel,“ segir Ragnar
enn fremur.
Hann bætir þó við að gangi allt
eftir í undirbúningsvinnunni næstu
mánuði og ákvörðun um stækkun
verði tekin í upphafi næsta árs, geti
sjálfar framkvæmdirnar hafist strax
á næsta ári.
Undirbúningur
í sjö þáttum
Í tilkynningu frá Norðuráli kemur
fram að undirbúningur að ákvörðun
um byggingu nýs áfanga álvers
greinist í sjö meginþætti. Í fyrsta
lagi þurfi forsendur varðandi áætlað
orkuverð og magn og tímasetningu á
orkuafhendingu að liggja fyrir. Í
öðru lagi þurfi að semja við opinbera
aðila um forsendur varðandi skatta
og aðstöðumál þannig að fjárfestar
og lánveitendur þekki til hlítar það
rekstrarumhverfi sem fyrirtækinu
er búið til langframa. Í þriðja lagi
þurfi tæknilegar forsendur að vera
ljósar, bæði varðandi áætlaðan
byggingarkostnað og áætlað fram-
leiðslumagn, sem og varðandi aðföng
og mannafla sem þarf til rekstrarins.
Í fjórða lagi þurfi að gera samninga
við birgja um helstu aðföng til
rekstrarins. Auk raforku séu þar
stærstu liðirnir súrál og rafskaut. Í
fimmta lagi þurfi fyrirtækið að hafa
tryggan aðgang að hæfu vinnuafli og
eiga gott samstarf við verkalýðs-
félög. Í sjötta lagi sé nauðsynlegt að
tryggja lánsfé til langs tíma.
„Þegar allar framangreindar for-
sendur liggja fyrir er í sjöunda lagi
hægt að reikna út áætlaða arðsemi
eigin fjár, eða með öðrum orðum
hvort það borgar sig að stækka,“
segir í tilkynningu Norðuráls.
Viðræður Norðuráls og stjórnvalda um stækkun álversins á Grundartanga
Stefnt að niðurstöðu
á öndverðu næsta ári
SALA til erlendra ferðamanna á Ís-
landi hefur aukist mikið undanfarin
ár og nemur aukningin á fyrstu sex
mánuðum þessa árs 22% sé miðað við
sama tíma á síðasta ári. Söluaukning-
ar hefur þó einkum orðið vart síðustu
mánuði og í júní í ár mældist sala til
ferðamanna 30% meiri en í júní í
fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá Glo-
bal Refund á Íslandi má, miðað við
þessar tölur, gera ráð fyrir að heild-
arsala hjá hinum 750 aðildarverslun-
um Global Refund á Íslandi fari yfir
tvo milljarða á árinu.
Þegar Global Refund hóf markaðs-
starfsemi sína árið 1996 voru aðild-
arverslanir um 400 og ávísanir vegna
endurgreiðslu á virðisaukaskatti voru
um 40.000 talsins. Síðan þá hafa um-
svifin aukist jafnt og þétt og í ár er
gert ráð fyrir að fjöldi endurgreiddra
ávísana fari upp fyrir 100.000.
Í tilkynningu frá Global Refund á
Íslandi kemur fram að helstu ástæður
fyrir þessari aukningu séu víðtæk
kynning á íslenskum verslunum í
tímaritinu Shopping in Iceland sem
kemur út í 80.000 eintökum á ári
hverju, námskeið sem Global Refund
hefur staðið fyrir síðastliðin fimm ár
og hvataferðir sem fyrirtækið hefur
efnt til fyrir aðildarverslanir undan-
farin þrjú ár. Einnig hefur gengisþró-
un verið hagstæð og segir í tilkynn-
ingu Global Refund að þótt
samdráttur sé í íslensku atvinnulífi
um þessar mundir eigi sér stað mikil
aukning í verslun ferðamanna hér-
lendis. Sá hópur ferðamanna sem á
stærsta hlutdeild í heildarsölu er
Bandaríkjamenn með 36,96% sölunn-
ar en Bretar, sem eru með 9,62% hlut-
deild í heildarsölu, eru sá hópur sem
hefur aukið viðskipti sín hlutfallslega
mest hér á landi milli ára, eða um
72,43%.
Global Refund hefur starfað í fimm ár á Íslandi
Mikil aukning í sölu
til ferðamanna
!"#$"
%%#&!
$#"&
'#$&
(#%(
)#$$
%#"(
%#**
%#)$
+#'"
%*#*!
%++#++
)&#$
&!#%
(&#)
(#"
&#$
"#'
,&$#!
,%*#(
&'#'
,%)#'
%#+
&%#"
VEGARHLUTI frá norðurenda
Hvalfjarðarganganna að Akranesi
hefur sigið um hátt í tvo metra þar
sem mest er frá því að göngin voru
tekin í notkun sumarið 1998. Veg-
urinn er nýr, en hann var lagður á
sama tíma og göngin voru boruð.
Að sögn Auðuns Hálfdan-
arsonar, deildarstjóra hönnunar
hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, er
eðlilegt að vegurinn hafi sigið
nokkuð. „Þarna eru þykkar mýrar
og þegar ákveðið var að byggja
göngin á sínum tíma var það gert
að skilyrði að lokið yrði við veginn
áður en göngin yrðu opnuð. Annar
möguleiki var að grafa allar mýr-
ar í burtu eins og gert var sunn-
anmegin, en það er mjög dýrt og
hefur að auki áhrif á vatnsbúskap-
inn.“ Auðunn telur að besta leiðin
hafi verið valin og segir að við
gerð hans hafi farg verið lagt á
hann til að flýta sigi. Hins vegar
hafi tími verið knappur og ekki
dugað til að fá nægilegt sig fram
áður en vegurinn var tekinn í
notkun.
Vegarhluti við Hvalfjarðargöng
Hefur sigið hátt
í tvo metra
Morgunblaðið/Billi
SAMKVÆMT könnun Samtaka at-
vinnulífsins virðast íslensk fyrirtæki
hvorki ætla að fjölga né fækka
starfsfólki næstu tvo til þrjá mánuði.
Á höfuðborgarsvæðinu er litlar
breytingar að sjá í bráð á fjölda
starfsfólks en á landsbyggðinni vilja
fyrirtæki fjölga starfsmönnum lítils-
háttar.
Í könnuninni kemur fram að tólf
hundruð fyrirtæki í Samtökum at-
vinnulífsins hafi verið spurð í net-
pósti á síðustu tveimur vikum hvort
þau hyggist fjölga eða fækka starfs-
fólki næstu tvo til þrjá mánuði.
Svör bárust frá 466 fyrirtækjum
eða rúmum þriðjungi. Þar af ætla 67
að fjölga starfsmönnum, 72 hyggjast
fækka hjá sér og 327 ætla að halda
óbreyttum fjölda. Samkvæmt könn-
uninni er enn verið að leita að fólki í
mannvirkjagerð en auk þess vantar
starfsfólk í verslun og þjónustu. Í
fiskvinnslu búa atvinnurekendur sig
undir að fjölga fólki þegar nýtt
kvótaár hefst í haust og í ferðaþjón-
ustu er gert ráð fyrir að starfsfólki
fækki eins og jafnan á haustin. Séð
er fram á lítils háttar fækkun í iðn-
aði. Niðurstaðan er svipuð og í at-
vinnukönnun Þjóðhagsstofnunar í
apríl en þá vildu atvinnurekendur
ekki bæta við sig starfsfólki í fyrsta
sinn í þeim mánuði síðan 1996.
Hvorki
fjölgun né
fækkun
Atvinnukönnun