Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 52

Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Á leikferð um landið:         # "   8 696  &:(   196&#/  96&3 "  96&; ( " 096& .    296&    96  +   )-  " 496     !" #"  $% $&''()& % *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/! 333  & (   $4 & (  MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í KVÖLD: Fös 6. júlí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI Lau 14. júlí kl. 20 – NOKKUR SÆTI LAUS Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Lau 7. júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Sun 8. júlí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI Fi 12. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið                        HEDWIG KL. 20.30 Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda örfá sæti laus Fös 13/7 Lau 14/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 HLJÓMSVEITIN Jagúar, trúboð- ar fönktónlistarinnar á Íslandi, stendur í stórræðum þessa dagana við að breiða út boðskap sinn. Nú eru notaðir fleiri áróðursmiðlar en sveitin hefur stuðst við áður. Sveit- in talar ekki aðeins í tónum, heldur líka myndum. Jagúar gaf út sína aðra geisla- plötu „Get the funk out“ fyrir rúm- um tveimur vikum og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Í kvöld held- ur sveitin útgáfuveislu í Háskóla- bíói þar sem hún leikur lög af nýju breiðskífunni, auk þess sem kvik- myndin „Jagúar – The movie“ verður sýnd. Blaxploitation? Liðsmenn Jagúar segja myndina vera tilvísun í heim hinna svoköll- uðu „Blaxploitation“-kvikmynda. „Þetta var svar við „exploita- tion“-myndum sjöunda áratugar- ins,“ útskýrir Nicholas Pétur Blin, leikstjóri myndarinnar. „Þar var verið að taka á þrælahaldinu í Bandaríkjunum. Eins konar tilraun hvítra manna til þess að fjalla um það viðkvæma viðfangsefni. Svona pen afsökunarbeiðni til svartra. Þessu svöruðu svartir kvikmynda- gerðarmenn með því sem var svo kallað „Blaxploitation“. Þær mynd- ir komu eins og sprengja ásamt fönk-tónlistinni. Okkar mynd er svona meira tilvísun í þann stíl. Sem er mjög hentugt fyrir ódýra kvikmyndagerð. Það er varla hægt að horfa á svona myndir. Þær eru svo vondar. Þetta er svo illa leikið og frasarnir eru agalegir. Já, það er eiginlega bara allt við þær slæmt en þær eru samt ekta.“ „Þó að þessar myndir hafi verið „leiðinlegar“ þá var í þeim einhver rosalegur frumkraftur sem skilaði sér. Mikil einlægni og kynorka,“ bendir Börkur Birgisson, gítarleik- ari Jagúar, svo réttilega á. „Myndirnar eru agalega klisju- kenndar og við fylgdum því nátt- úrlega,“ segir Nicholas. „Við tók- um þetta aðeins lengra og sýrðum það pínulítið. Þá skapaðist eitthvað skemmtilegt og nýtt.“ Rúmsenur og klisjufrasar Það er alveg hægt að fullyrða, án þess að móðga nokkurn mann, að söguþráður myndarinnar sé þó nokkuð þynnri en glaumgosi á ný- ársdag. „Við vorum með nokkrar hug- myndir um hvernig þetta ætti að vera. Við létum hann hafa nokkrar setningar sem við vildum að yrðu sagðar í myndinni. Hann bjó svo til myndina utan um setningarnar,“ útskýrir Börkur. „Í miðjum tökum var handritið nú stundum skoðað vegna fjár- hagslegra örðugleika og að- stæðna,“ segir Nicholas glottandi. „Við ætluðum alltaf að sprengja bíl. Í öllum þessum myndum er ákveðið mynstur; bíll springur – rúmsena – klisjufrasi – bíll spring- ur o.s.frv. Þetta er skemmtilegt mynstur sem við urðum að hafa. En við höfðum ekki efni á því að sprengja bíl, þannig að við urðum að hætta við það.“ Aðalpersóna myndarinnar er glæsikvendið Jagúar sem Tinna Manswell Stefánsdóttir leikur. Aðrir leikarar eru liðsmenn Jagú- ar, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hall- grímur Hansen, Oleg Titov og Árni Salomonsson. Um talsetningu sáu þau Halldóra Geirharðsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Veislan byrjar kl. 22 í stóra sal Háskólabíós og tekur dagskráin um tvær klukkustundir. „Ef þú kemur því einhvers stað- ar fyrir þá er ég með eina klisju- kennda lýsingu á myndinni fyrir þig,“ segir Nicholas þegar blaða- maður er við það að slökkva á seg- ulbandstæki sínu. „Hún er svona: Ed Wood gerir Blaxploitation.“ Miða er hægt að nálgast í Japis, Máli og menningu og útibúum Tals. Útgáfuveisla Jagúar í Háskólabíói í kvöld Höfðu ekki efni á því að sprengja bíl Tinna Manswell Stefánsdóttir leikur glæsikvendið Jagúar. ROKKMENNING okkar Íslend- inga er með miklum ágætum þessi misserin. Þegar menn hafa rétt náð að þurrka Rammstein-svitann úr handakrikunum kemur annað band á heimsmælikvarða og treður upp fyrir okkar síþyrstu eyru. Það verður þó að segjast að hljómsveitin sem hér um ræðir hlaut ekki nándar nærri eins mikla umfjöllun og Rammstein fékk svo verðskuldaða. Modest Mouse dúkkaði bara upp á veisluseðli tónelskra án mikils fyrirvara eða fyr- irferðar eins og nafn þeirra gefur til kynna og það í boði Kidda nokkurs í Hljómalind sem náði að véla þá hing- að til lands í stutt stopp eftir að þeirra eigin sögn góða útgerð til Hró- arskeldu. Gaukur á Stöng var vel mannaður þegar Modestliðar stigu á svið um kl. 22.30 og lítillætið var þvílíkt að þeir komu fram sem sín eigin upphitunar- hljómsveit. Opinbera skýringin á þessu skrítna en þó hressandi fyrir- komulagi var þó sú að hljómsveitin þyrfti að hverfa af landi brott þá strax um nóttina og hafði því ekki tíma til að fylgja hefðbundnara fyr- irkomulagi. Af þessum sökum var hálfeinkennileg stemmning í salnum þegar þeir gengu á sviðið við lítinn fögnuð viðstaddra, fátt var um klapp og hróp. Tónleikarnir hófust á nokkuð rök- rétta vegu, með upphafslögunum af tveimur síðustu plötum þeirra, hvoru tveggja slagarar sem þó hefðu þolað að koma fyrir seinna þegar áhorfend- um hefði verið farið að hitna meira í hamsi. „Teeth like gods shoeshine“ og „Third planet“ stungu skemmti- lega í stúf við hvort annað. Það fyrra keyrsluslagari og það seinna meló- dísk og heimspekileg samantekt á hringsóli okkar um ástina og alheim- inn. Með þessu var tónninn gefinn. Lagavalið tók fjalldalasveiflur milli stuttra, lágstemmdra laga þar sem tiplað var á bassastrengjum og læðst eftir trommuköntum og lengri sam- suðna þar sem hamagangurinn var í fyrirrúmi og bjögunartólin á sviðinu fengu að njóta sín. Með þessum ró- legri lögun náðu þeir að skapa and- rúmsloft andaktugar athygli sem virkjaði menn fyrir gírskiptingarnar á milli. Söngvari sveitarinnar spjall- aði á stundum við áhorfendur á milli laga og hvatti til meira láta, allt þó í mesta bróðerni. Eitt einkenni Modest Mouse er að ljúka lögum sínum sem hálfkveðnum vísum. Á stundum finnst manni eins og vanti svo sem eina endurtekningu á viðlaginu. Lögin fá með þessu lengri endingu í huga hlustandans þar sem hann fyllir í þær eyður sem skapast og hann hungrar í framhald- ið sem kemur innan tíðar í dulbúningi nýs slagara. Þessi keðjuverkun, auk þess sem rólegu hlutarnir urðu strjálli gerði það að verkum að hljóm- sveitin náði upp heljarinnar stemmn- ingu þegar á leið og liðir voru liðkaðir í kyrrstæðum dansi á gólfinu. Í síð- ustu lögunum fyrir lögbundið upp- klapp fór jafnvel að glitta í stöku haus sem lyftist yfir þvöguna í skopp- andi gleði enda blómstraði þá gítar- tréð á sviðinu og marserandi tromm- urnar gengu berserksgang. Áhorfendur tóku á öllu sínu til að hvetja Modest Mouse aftur á sviðið og urðu þeir góðfúslega við þeirri há- væru bón og vonandi að þeir hafi ekki misst af fluginu vegna þess en ef svo væri þá væri það sannarlega þess virði. Lokalagið, „Cowboy Dan“, var teygt til hins ýtrasta í snilldarinnar bjögunarkokkteil þar sem bakflæði („feedback“) gítaranna ómaði eins og sírenur í eyrum gesta löngu eftir að hljómsveitin yfirgaf sviðið. Bravó. Eftir nokkra rekistefnu stigu Maus (mús upp á þýska tungu) á sviðið og var þá klukkan farin að nálgast 24.30. Margir gestanna höfðu þá sprungið á limminu og haldið heim. Birgir Örn söngvari tilkynnti að þeir myndu flytja nýtt efni sem getur oft reynst fælandi en óþarfi var að örvænta. Maus flutti fimm frábær lög sem endurómuðu það góða sem þeir hafa áður gefið frá sér og gáfu með þeim til kynna einhver tengsl við hinar mýslurnar sem höfðu nýlega yfirgefið sviðið. Að ósekju hefði sam- hæfingin mátt vera betri en var hún þó furðu góð miðað við að um ný lög var að ræða. Það sem hins vegar fór mest fyrir brjóstið á rýni var að þekkja ekki textana (af augljósum ástæðum) sem oftar en ekki eru gim- steinninn í krúnu Maus. Cure-kennd- ur gítarinn, tindrandi bassinn, tölvuleikjatrommuslátturinn og járn- röddin voru öll á sínum stað og nýju lögin hljómuðu strax eins og gamlir vinir framtíðarinnar. Framúrskarandi tónleikar þótt Lúna hafi ekki náð að stíga á stokk, eins og ráðgert hafði verið, til að kveðja lúna en ánægða gesti kvölds- ins. Kiddi má því sem áður standa hnarreistur í brúnni á því ómenning- arfleyi sem hann hefur ýtt úr vör. Mýsnar í gaukshreiðrinu TÓNLIST H l j ó m l e i k a r Tónleikar á Gauk á Stöng, 3. júlí. Fram komu Modest Mouse og Maus. GAUKUR Á STÖNG Heimir Snorrason DILBERT mbl.is KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.