Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 18

Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ TVEIR starfsmenn Leikskólans í Stykkishólmi útskrifuðust sem leik- skólakennarar við skólaslit Kenn- arháskóla Íslands fyrir nokkru. Þær Elísabet Lára Björgvinsdóttir og Ásta Guðmundsdóttir hafa stundað fjarnám í 4 ár til að fá fullgild rétt- indi. Samhliða námi hafa þær stundað hálfa vinnu við leikskólann auk þess sem þær eru mæður þriggja barna hvor. Það hefur því verið nóg að gera hjá þeim á námstímanum. En þær segja að með skipulagningu og sjálfsaga sé þetta hægt. Fjarnámið gerði þeim mögulegt að ná sér í rétt- indin. Það er góður kostur fyrir fjöl- skyldufólk sem býr á landsbyggðinni og hefur ekki tækifæri til að flytjast búferlum í höfuðborgina og hefja nám í dagskóla. Í haust munu fjórir leikskólakennarar starfa við leik- skólann í Stykkishólmi og hefur ekki svo stór hópur kennara með réttindi starfað við skólann áður í yfir 40 ára sögu hans. Lokaverkefni Ástu fjallaði um heimspekilegt uppeldi, hvernig eigi að gagnrýna börn og lokaverkefni hjá Elísabetu um samþættingu tón- listar með öðrum námsþáttum leik- sólans. Elísabet fékk viðurkenningu minningarsjóðs Ásgeirs S. Björns- sonar fyrir ritgerð sína. Það er í fyrsta sinn sem leikskólaskor hlýtur viðurkenningu úr þeim sjóði. Tónlistin örvar skynjun Hluti af ritgerð Elísabetar er rannsókn sem hún gerði í Leikskól- anum í Stykkishólmi síðasta vetur, þar sem fylgt var heilsvetraráætlun um tónlistaruppeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að tónlist örv- ar mjög skynjun barnanna á öðrum þáttum náms og eykur færni þeirra. Þar kemur líka fram að ekki endi- lega þurfi tónlistarmenntaða kenn- ara til að geta unnið með leikskóla- börnum að tónlist. Með þessar niðurstöður í fartesk- inu ætlar leikskólinn næsta vetur að leggja meiri áherslu á tónlistarvinnu og tengja hana öðrum námsþáttum, sérstaklega við lestur og stærðfræði. Í haust verður tekið upp samstarf við tónlistarskólann og grunnskólann þar sem tónlistinni er ætlað að örva aðra þætti námsins hjá nemendum. Komið verður á fræðslufundum fyrir kennara, gagnkvæmar heimsóknir verða á milli skólanna og svo verður reynt að miðla þekkingu og samnýta starfsfólk og búnað skólanna. Þar er verið að fara nýjar leiðir til að efla skólastarfið til gagns fyrir nemendur og til ánægju fyrir kenn- arana. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Elísabet Lára Björgvinsdóttir fjallaði í lokaritgerð sinni um hvernig tvinna megi saman tónlist og aðra þætti leikskólans. Á myndinni er hún að vinna með krökkunum þar sem spilað er á hin ýmsu hljóðfæri. Leikskólakennar- ar öðlast réttindi með fjarnámi Stykkishólmur ÍBÚAR Gerðarhrepps sem eiga fast- eignir í landi Útskála hafa sent hreppsnefnd erindi og óskað eftir að- stoð hreppsins við að fá úr því skorið hvort það standist lög að eigandi jarðarinnar, Prestsetrasjóður, geti einhliða ákveðið nýja viðmiðun við ákvörðun um lóðarleigu og innheimt aftur í tímann áður en samningur er undirritaður. Eigendur fasteigna eru afar óhressir með þessi vinnubrögð og dæmi eru um að leigjendum stórrar lóðar hafi borist tveir 2 milljóna króna reikningar fyrir tveggja ára lóðaleigu. Hreppsnefnd hefur sam- þykkt að leita lögfræðilegs álits hjá Sigurmari K. Albertssyni hæstarétt- arlögmanni á þessum kröfum sem settar hafa verið fram vegna lóða- leigu af hálfu eigenda Útskála. Fyrir rúmu ári fengu eigendur fasteigna í landi Útskála bréf frá Ás- birni Jónssyni lögmanni sem fyrir hönd Prestsetrasjóðs tilkynnti að lóðaleigusamningar væru útrunnir og lagði hann til að lóðarleiga yrði miðuð við 5% af lægsta taxta verka- manna í Garðinum. Jafnframt var farið fram á að eldri ógreidd lóðar- leiga yrði greidd þar sem samningar hafi verið útrunnir. Auk þess var óskað eftir viðræðum um málið. Töldu aðferðirnar ekki heiðarlegar Útskálar eru kirkjujörð og þar hafa lengi verið í gangi gamlir samn- ingar sem fyrrverandi sóknarprest- ur hafði tekjur af. Samningarnir voru ýmist til 35, 50 eða 99 ára, en eftir myntbreytinguna 1981 varð leigan mjög lítil á hverju ári. Íbúar greiddu fyrrverandi presti leiguna reglulega en eftir að hann fór hefur enginn vitað hvert hefur átt að greiða leiguna og hún ekki verið inn- heimt. Margir samninganna eru runnir út og hafa jafnvel verið út- runnir árum saman. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu, þar til í fyrra þegar íbúum barst fyrrgreint bréf. Jón Hjálmarsson er einn íbúanna og segir hann marga hafa talað við lögfræðing Prestsetrasjóðs og sent honum bréf þar sem óskað var eftir að lóðaleiga yrði miðuð við þá lóða- leigu sem Gerðarhreppur hefur tekið stefnu um að innheimta, sem nemur 2% af fasteignamati lóðar. Erindum íbúanna var hins vegar ekki svarað en fyrir skömmu barst þeim gíróseð- ill fyrir lóðarleigu og aftur tveir gíró- seðlar hálfum mánuði síðar fyrir lóð- arleigu áranna 2000 og 2001. Með seðlunum fylgdi samningur um lóð- arleigu og bréf þar sem þess er ósk- að að íbúar undirriti lóðarsamning- inn, en þar er miðað við að lóðarleigan nemi 5% af lægsta taxta verkamanna. Að sögn Jóns töldu íbúar þetta ekki vera heiðarlegar aðferðir. Ekki væri hægt að innheimta lóðarleigu fyrir samning sem ekki væri gerður og jafnframt þótti fólk leigan of há, auk þess sem athugasemdum og bréfum hefði ekki verið svarað á neinn hátt. „Þannig að þetta varð til þess að menn hittust og ákváðu að fá hreppinn í lið með sér til að fá fram lögfræðilegt álit á því hvort hægt væri að gera þetta svona.“ Fengu reikninga upp á 4 milljónir fyrir tvö ár Margar af lóðunum eru frá gamalli tíð þar sem sumir íbúanna voru með búskap sem lóðarstærð tók mið af, jafnvel fleiri þúsund fermetrar. Margir þessara leigjenda hafa um skeið óskað þess að fá stærðina end- urskoðaða til að minnka leigulóðina en þeim erindum hefur ekki verið svarað, að sögn Jóns. „Þannig að þessir gíróseðlar sem komu voru allt að tveimur milljónum fyrir hvort ár, eða samtals fjórar milljónir fyrir tvö ár. Síðan var þetta allt niður í um 20 þúsund krónur á ári, eins og hjá okk- ur með 1.000 fermetra lóð.“ Eftir að þetta gerist hefur nýtt fasteignamat komið fram, þar sem mat á lóðum í Garðinum hækkar að meðaltali um 147%, sem þýðir að 2% af fasteignamati er orðið hærra en 5% af lægsta taxta verkamanna. Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitar- stjóra Gerðahrepps, vill meirihluti hreppsnefndar hins vegar að lóðar- leiga verði óbreytt og það verði gert með því að lækka prósentuna til þess að lóðarleiga verði sambærileg við leigu hjá öðrum sveitarfélögum. Jón Hjálmarsson segir að íbúar vilji auðvitað greiða sambærilega lóðarleigu og aðrir í hreppnum og hafi farið fram á það. „En okkur finnst óeðlilegt að kirkjan sé að inn- heimta hæstu mögulegu lóðarleigu sem um getur. Öllum finnst sann- gjarnt að borga lóðaleigu en að það sé á sanngjörnum nótum.“ Nánast allt land í hreppnum í einkaeign Sigurður Jónsson sveitarstjóri segir að um 18 aðilar eigi fasteignir í landi Útskála, bæði atvinnufyrirtæki og íbúar. Hann segir að sveitarfélag- ið hafi leitað eftir því hvort það geti fengið landið keypt en það hafi ekki gengið eftir. Tilgangur landakaupa á vegum hreppsins er m.a. sá að koma reglu á fjárhæðir vegna lóðarleigu og færa hana til samræmis við leigu sem tíðkast í öðrum sveitarfélögum í nágrenni Gerðahrepps. Að sögn Sigurðar er þetta mál í raun angi af mun stærra máli því allt land í sveitarfélaginu er nánast í einkaeign. „Það er nokkur sérstaða hérna í Garðinum að fasteignaeig- endur þurfa að leigja lóðirnar. Nán- ast allt land er í einkaeign og sveit- arfélagið á aðeins lítinn hluta. Sveitarfélagið hefur verið að reyna að marka þá stefnu að hafa ákveðna prósentu af fasteignamati lóðar en landeigendur hafa miðað við ákveðna prósentu af lægsta verkamanna- taxta. Það hefur þýtt fram að þessu að það hefur verið helmingi hærra en í flestum öðrum sveitarfélögum.“ Eigendur fasteigna í Útskála óánægðir með lóðaleigu Leiga innheimt aftur í tímann án samninga Garður Morgunblaðið/Eiríkur P. BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur ákveðið að gengið verði til samninga við SG-hús á Selfossi um tvö hús fyrir lausar kennslustofur við Heiðarskóla. Verð húsanna nemur tæpum 6,5 milljónum króna á hvort hús en hvort um sig er um 70 fermetrar. Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar bæjarfulltrúa er um mjög góðar stofur að ræða enda er gert ráð fyrir að húsin standi við Heiðarskóla í a.m.k. tíu ár. Ekki næst að afhenda húsin áður en skólinn byrjar en afhendingar- tíminn er um miðjan september. „Þannig að þau verða ekki komin í upphafi skólaárs en mjög fljót- lega,“ segir Kjartan. Samið um nýj- ar stofur við Heiðarskóla Reykjanesbær „ÞETTA er lífið,“ segja hinir reyndu sjómenn, Bjarni Ólafsson, sem er 78 ára gamall og Jón Steinn Halldórsson, sem er „aðeins“ 75 ára, en þeir hafa róið saman frá Ólafsvík í vor á Ármanni SH, sem er í eigu Bjarna, en hann hefur í ára- tugi átt trillur með því nafni, og var jafnframt póstmeistari staðarins. Jón Steinn reri hinsvegar á stærri bátum á sínum ferli og var fengsæll skipstjóri, lengst af með Jón Jónsson SH. „Við leigðum okk- ur 10 tonn,“ segir Bjarni. „Það er ekkert stress hjá okkur. Við höfum látið nægja að fylla körin og farið þá í land. Þetta er fyrsti róðurinn sem okkur tekst þetta ekki, afli dagsins er um 600 kg. „Það er svo mikið um síli og líf hér úti fyrir, að fiskurinn lítur ekki við sílinu okk- ar.“ Þeir félagar segja ekki útilokað að þeir leigi meiri kvóta, ef fiskirí og aðstæður haldast góðar – og þetta er lífið. Ljósmynd/Helgi Kempurnar bíða eftir að komast að til að landa. Bjarni skipstjóri brá sér út úr stýrishúsinu og Jón Steinn stýrimaður er aftur á dekki. Ólafsvík „Þetta er lífið“ GOLF er vinsæl íþrótt fyrir unga sem aldna og býður upp á heil- næma útiveru og göngu á græn- um völlum. Þótt kappið sé oft mikið er þó nauðsynlegt af og til að hvílast og virða fyrir sér nátt- úruna og fylgjast með öðrum golfspilurum, líkt og þessi af- slappaði golfari á Hólmsvellinum í vikunni. Afslöppun í golfinu Morgunblaðið/Eiríkur P. Hólmsvöllur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.