Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 1
151. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 6. JÚLÍ 2001
HANNELORE Kohl, eiginkona
Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzl-
ara Þýzkalands, fannst látin á heimili
þeirra hjóna í
Oggersheim, ná-
lægt Ludwigshaf-
en, í gær. Yfirvöld
staðfestu að hún
hefði stytt sér
aldur til að binda
enda á þjáningar
sínar vegna
ólæknandi ljósof-
næmis, sem olli
því að heilsu
hennar fór síhrakandi. Hún var 68
ára að aldri er hún lézt, en hún giftist
eiginmanni sínum, sem var kanzlari
á tímabilinu 1982-1998, árið 1960.
Ekklinum bárust ótal samúðarskeyti
í gær, ekki sízt frá stjórnmálaleið-
togum, þýzkum sem erlendum.
APLögreglubifreiðar fyrir utan hús Kohl-hjónanna í Oggersheim við Ludwigshafen í gær.
Hannelore
Kohl
Hanne-
lore
Kohl látin
Slegnir yfir/23
VOPNAHLÉ gekk í gildi í Make-
dóníu á miðnætti að staðartíma í
gærkvöld, eftir milligöngu Evrópu-
sambandsins og Atlantshafsbanda-
lagsins. Vekur það vonir um að binda
megi enda á átök stjórnarhersins og
albanskra skæruliða, sem staðið hafa
í rúma fjóra mánuði.
Síðan átökin hófust í febrúar hefur
nokkrum sinnum verið lýst yfir
vopnahléi. Vonir eru þó bundnar við
að samkomulagið nú sé haldbetra,
þar sem fulltrúar ESB og NATO
hafi haft milligöngu. Foringi alb-
önsku skæruliðanna staðfesti þetta í
samtali við AP-fréttastofuna í gær
og sagði grundvöll hafa verið lagðan
að pólitískum viðræðum stjórnvalda
og skæruliða.
Stjórnvöld í Makedóníu tóku í
sama streng. „Þetta er stórt skref
fram á við. Vandinn er vitanlega ekki
leystur, en nú hafa verið sköpuð skil-
yrði fyrir viðræðum,“ hafði AP í gær
eftir öryggisráðgjafa forsetans, Bor-
isar Trajkovskís.
NATO hefur lýst sig reiðubúið að
senda friðargæslulið til Makedóníu
til að hafa umsjón með afvopnun
skæruliða, en þó ekki fyrr en vopna-
hlé hafi komist á. Fréttavefur BBC
hafði í gær eftir Rudolf Scharping,
varnarmálaráðherra Þýskalands, að
mögulegt væri að fyrstu NATO-
sveitirnar yrðu sendar á vettvang
fljótlega eftir 15. júlí, en það ylti á því
að vopnhléið héldist og deiluaðildar
settust að samningaborðinu.
Barist við Tetovo
Til átaka kom á nokkrum stöðum í
norðurhluta Makedóníu í gær, þar á
meðal við Tetovo, eftir að tilkynnt
hafði verið um væntanlegt vopnahlé.
Bæði stjórnarherinn og skæru-
liðar sökuðu hvorir aðra um að reyna
að bæta vígstöðu sína áður en vopna-
hléið gengi í gildi.
Vopnahlé vekur
vonir í Makedóníu
Skopje. AP.
GERHARD Schröder, kanslari
Þýskalands, sagðist á fundi sínum
með Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, í gær vilja sjá meiri sveigj-
anleika í stefnu Ísraela hvað varðar
landnemabyggðir gyðinga á sjálf-
stjórnarsvæðum Palestínumanna.
Tveggja daga Evrópuheimsókn
Sharons hófst í Berlín í gær en hann
hélt til Parísar í gærkvöldi. Þetta er
fyrsta opinbera heimsókn hans til
álfunnar frá því hann tók við emb-
ætti forsætisráðherra í mars sl. en
tilgangur ferðarinnar er að leita
stuðnings Evrópuríkja við stefnu
ríkisstjórnar hans gagnvart Palest-
ínumönnum.
Að auki fundaði Ariel Sharon með
Louis Michel, utanríkisráðherra
Ariel Sharon leitar eftir stuðningi í ferð til Evrópu
Schröder hvetur Ísr-
aela til sveigjanleika
Berlín, AFP. AP.
Belgíu, í Berlín. Því hefur verið hald-
ið fram að forsætisráðherrann hafi
hætt við ferð sína til Belgíu vegna
rannsóknar þar í landi á meintum
stríðsglæpum er ísraelski herinn
hleypti sveitum kristinna Líbana og
andstæðingum Palestínumanna inn í
flóttamannabúðirnar í Sabra og
Chatila árið 1982, þar sem hundruð
manna létu lífið. Michel tók þó sér-
staklega fram á fundinum að hann
væri ekki hlynntur því að Sharon
yrði ákærður fyrir stríðsglæpi í
tengslum við fyrrnefnt atvik.
Sharon sagði að loknum fundum
sínum í Berlín í gær að Ísraelar væru
tilbúnir að færa fórnir til að binda
enda á ofbeldi og ótta. „Það er þó háð
því að algert vopnahlé komist á.“
AP
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, og Ariel Sharon,
forsætisráðherra Ísraels.
INNRÁSINNI í Normandí 1944 var
stefnt í hættu af skapstyggum
gagnnjósnara sem vildi hefna fyrir
dauða hunds, að því er kemur fram
í skjölum bresku leyniþjónustunnar
MI5, sem gefin voru út í gær.
Natalie Sergueiew, sem gekk
undir leyninafninu „Fjársjóður“,
var frönsk kona sem vann fyrir
leyniþjónustu þýska hersins (Ab-
wehr) en gekk til liðs við banda-
menn þegar líða tók á stríðið. Við
flutninginn frá Frakklandi til Bret-
lands varð hundurinn hennar, Fris-
son, eftir í Gíbraltar. Yfirmaður
Sergueiews varaði við því að hún
tæki hundshvarfinu illa og að það
gæti komið niður á starfi hennar.
Vildi hefna fyrir
dauða hundsins
Þrátt fyrir viðvaranirnar var
Sergueiew komið fyrir í Portúgal
og hún notuð til að koma röngum
upplýsingum um innrásina í Frakk-
land til Þjóðverja. Þegar Serg-
ueiew frétti að Frisson væri dauð
hótaði hún að segja Þjóðverjum allt
af létta og þar með fletta hulunni af
innrásaráætluninni. Vildi hún
hefna fyrir dauða Frisson, sem hún
kenndi MI5 um. Yfirmanni Serg-
ueiews tókst að tala um fyrir henni
og var hún flutt aftur til Bretlands
og tók ekki frekari þátt í njósnaað-
gerðum MI5.
Blekkingar bandamanna ollu því
að Þjóðverjar bjuggust við innrás-
inni við Calais, nokkru norðar en
hún átti sér stað. Bandamenn
gengu á land í Normandí 6. júní
1944 og mættu minni mótspyrnu en
ella vegna blekkingaraðgerðanna.
Hundslát
ógnaði
áætlunum
London. AP.
Skjöl um innrásina
í Normandí
EVRÓPSKI seðlabankinn
(ECB) breytti ekki vöxtum á
fundi sínum í gær en margir
höfðu vonað að það yrði gert til
að ýta undir vöxt í efnahagslíf-
inu. Bankinn leggur hins vegar
meiri áherslu á að koma í veg
fyrir þenslu og verðbólgu.
Wim Duisenberg seðla-
bankastjóri gaf fyrr í vikunni í
skyn að vextir yrðu ekki lækk-
aðir þar sem þeir væru nú á
réttu róli með tilliti til verð-
bólgunnar sem hefur farið vax-
andi. Verðbólguhraðinn er nú
um 3,4% á evrusvæðinu, mun
meiri en markmið bankans sem
er 2%. Flestir sérfræðingar
gera þó ráð fyrir að hlutfallið
lækki er dregur fram á árið.
Sagði Duisenberg á þriðjudag
að engar tölulegar upplýsingar
væri hægt að leggja til grund-
vallar vaxtalækkun að þessu
sinni. Síðast lækkaði bankinn
vexti um fjórðung úr prósentu-
stigi í 4,5% í maí.
12 af 15 aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins eiga aðild að
evrusvæðinu og seðlabankan-
um, sem er í Frankfurt í Þýska-
landi. Tölur sem birtar voru í
gær gefa til kynna að vænting-
ar neytenda og atvinnurekenda
í ríkjunum á evrusvæðinu um
viðgang efnahagslífsins minnk-
uðu í júní.
Ernst Welteke, seðlabanka-
stjóri Þýskalands, dró enn úr
vonum manna um bata í efna-
hagslífi Vesturlanda er hann
sagði fyrir skömmu að vaxta-
lækkanir bandaríska seðla-
bankans myndu við núverandi
aðstæður ekki duga til að efla
hagvöxt.
Vextir
ekki
lækkaðir
Frankfurt. AP.
Milli vonar/30
Seðlabanki Evrópu