Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 11
augl‡sing
5. tbl. 1. árg. 2001 Austurland á nýrri öld
www.athygli.is
Hallormsstaðaskógur Héraði
Alla sunnudaga í júlí verða
gönguferðir með leiðsögn um
Hallormsstaðarskóg.
Egilsstaðir
5.-7.júlí – Djasshátíð
Meðal þeirra sem fram koma eru
Kristjana Stefánsdóttir, Guðm.
Pétursson, Ragnheiður Sigurjóns
o.fl. Jazzhátíðin státar af swing-
bandi og Blúskvöldi.
7.-11 júlí – Víknaslóðir
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs:
Gönguferð í Víkur sunnan Borg-
arfjarðar. (3 skór.)
7. júlí – Reyðarfjörður
Ferðafélag Fjarðamanna: Græna-
fell í Reyðarfirði. Gengið frá
Skriðuhól neðst á Fagradal. Lagt
af stað frá Fáskrúðsfjarðarvega-
mótum kl. 10.00 frá gamla vegin-
um innan við bæinn. (Einn skór)
10. júlí – Seyðisfjörður
Með fulla vasa af grjóti, leiksýning
frá Þjóðleikshúsinu. Leikarar:
Hilmir Snær Guðnason og Stefán
Karl Stefánsson.
11. júlí – Seyðisfjörður
Bláa kirkjan kl. 20.30. Bergþór
Pálsson, baríton og Þorsteinn
Gauti Sigurðsson, píanó.
Hérað - Hálendi
12.-15.júlí – Ferðafélag
Fljótsdalshéraðs:
4 daga gönguferð og fossaskoðun.
Gengið upp með Jökulsá í Fljótsdal
inn á Eyjabakka og í skála við Snæ-
fell. Gengið á fjallið ef veður leyfir.
12.-15. júlí – Egilsstaðir og nágr.
Landsmót UMFÍ. Fjölbreyttar
keppnisgreinar, skemmtiatriði og
afþreying. Meðal gesta verða Vala
Flosadóttir og Þórey Edda Elís-
dóttir.
12-15. júlí – Hallormsstaðarskógur
Opnun myndlistarsýningar sem
haldin er í skóginum í félagi við
félag íslenskra myndlistarmanna.
Sýningin stendur fram í Septem-
ber 13 listamenn sýna.
Steinasafnið hennar Petru á Stöðvarfirði:
Óteljandi steinar
í ótrúlegu safni!
Kárahnjúkavirkjun
umfangsminni en Búrfellsvirkjun
Steinasafn Petru Sveinsdóttur á
Stöðvarfirði hefur vakið óskipta at-
hygli þúsunda gesta frá öllum
heimshornum. Enda safnið í senn
fjölbreytt, óvenjulegt og afar
skemmtilegt. Petra segir að það
hafi orðið til af sjálfu sér, án þess
að hún hafi nokkuð getað stöðvað
þróunina.
„Upphaflega byrjaði ég að safna
steinum vegna þess að mér þykja
þeir fallegir,“ segir Petra, og síðan
fór ég að stilla þeim upp í garðin-
um mínum þegar ég hafði ekki
lengur pláss fyrir þá inni hjá mér.
Þetta vakti smám saman athygli
ferðamanna sem báðu um að fá að
koma til mín og skoða. Fyrr en
varði var ég komin í fulla vinnu við
að taka á móti fólki og sýna því
safnið mitt.“
Gestafjöldinn hjá Petru er mikill
á annars stuttum ferðamannatíma.
„Ég er að fá allt að tólf þúsund gesti
í heimsókn til mín á ári hverju og
gerir ekkert annað yfir sumartím-
ann en taka á móti gestum.“ Steina-
safnið hennar Petru er ekki opið á
neinum sérstökum tíma, „við tök-
um á móti fólki svo fremi sem ein-
hver er heima,“ segir Petra og bætir
við að sér þyki ekkert ónæði þótt
fólk sé að banka uppá snemma
morguns eða síðla kvölds. „ég hef
nefnilega virkilega gaman að því að
sýna fólki safnið mitt.“
Petra segist ekki vita hversu
margir steinar eru í safninu. „Inni í
húsinu eru 3000 steinar og þá tel
ég litlu steinana ekki með og úti
eru þeir miklu fleiri, en ég veit ekki
hver heildartalan er.“
Að sögn Petru fer mikill tími í
að halda safninu við og leita nýrra
steina. „Þessu áhugamáli mínu
fylgja miklar göngur og mikill burð-
ur. Þetta er því líkamlega erfið
árátta sem ég er með, en virkilega
skemmtileg og gefandi.“
Og þá er bara að skella sér á
Stöðvarfjörð og heimsækja Petru.
Hún tekur öllum opnum örmum
og krefur fólk einungis um 200
króna aðgangseyri sem allur fer í að
byggja upp safnið og gera það enn
glæsilegra.
Stolt sýnir Petra
Sveinsdóttir forseta
Íslands, Ólafi Ragnari
Grímssyni og Dorritt
Moussaieff heitkonu
hans, steinasafnið sitt.
Þórir Stefánsson, hótelstjóri á Hót-
el Framtíð í Djúpavogi, er að von-
um ánægður með gæðaverðlaun
Ferðaskrifstofu Íslands sem hann
tók á móti á dögunum, enda verð-
laun sem byggð eru á umsögn
ánægðra gesta. Að sögn Þóris eru
gæðaverlaunin virkilega hvetjandi
fyrir eigendur og starfsfólk hótels-
ins og undirstrikar að við erum á
réttri leið.
„Fjölskyldan tók við hótelinu
1997 og réðumst þá í viðamiklar
framkvæmdir og viðbyggingu við
hótelið. Margir töldu að þetta
myndi aldrei ganga upp hjá okkur
og við færum fljótt á hausinn, en
sem betur fer hefur þetta gengið
blessast þótt ég neiti ekki að ferða-
mannatíminn mætti vera lengri. En
ég eygi jákvæðar breytingar, ferða-
mannatíminn virðist smám saman
vera að lengjast í báðar áttir sem
kemur sér vel, sérstaklega þar sem
hótelið er opið allt árið.“ Að sögn
Þóris eru það mest erlendir ferða-
menn sem gista hjá honum, „íslend-
ingarnar ferðast mest með tjöld og
tjaldvagna, en njóta þess að heim-
sækja okkur og snæða í hádeginu
eða á kvöldin.“
Djúpavogur er góður staður fyrir
ferðamenn, að sögn Þóris. „Hér er
hægt að gera sér margt til dundurs.
Það má nefna siglingu í Papey, söfn-
in í Löngubúð, safn með skrifstofu
og munum Eysteins Jónssonar, fyrr-
verandi ráðherra og listmuni bróður
hans, listamannsins Ríkharðs Jóns-
sonar. Í nánasta umhverfi Djúpavogs
eru skemmtilegar gönguleiðir og
þeir sem eru í þokkalegu formi sjá
ekki eftir því að ganga á Bú-
landstindinn sem er tæplega 1100
metra hár. Gangan tekur 4 til 5 tíma
og útsýnið er stórbrotið!“
Fullyrða má að hvergi verði meiri
sköpunargleði meðal ungs fólks og
einmitt á Seyðisfirði, helgina 18. til
22. júlí næstkomandi. Þá verður
haldin í annað skipti Listahátíð
unga fólksins, LungA.
Hátíðin, sem ætluð er ungu fólki
á aldrinum 15 til 25 ára, er byggð
upp á listamiðjum, þar sem boðið
er upp á leiklist, stomp-tónlist,
fantasíu- og leikhúsförðun, afró-
dans, stuttmyndagerð og graffití,
auk þess sem haldin verður fata-
hönnunarsamkeppni og lagakeppni.
Aðalheiður Borgþórsdóttir er
einn af skipuleggjendum hátíðar-
innar og hún segist búast við fjölda
þátttakenda. „Á síðasta ári tóku 45
manns þátt í hátíðinni sem tókst
afar vel og nú gerum við ráð fyrir
enn fleirum.“
Þátttakendurnir koma af öllu
landinu og segir Aðalheiður gera
ráð fyrir heilmiklu fjöri, frá því
byrjað er að stíga afródans snemma
Listahátíð unga fólksins:
Fjör á Seyðisfirði
morguns og langt
fram á kvöld, „og
krakkarnir setja
mikinn svip á
bæjarlífið meðan
á hátíðinni stend-
ur. Kvikmynda-
krakkarnir verða á
hlaupum með
tökuvélar um all-
an bæinn, stomp-
hópurinn lemur
taktvisst í allt sem
hugsanlega gefur
frá sér hljóð, leik-
húsfólkið á þön-
um og svo er búið
að finna vegg fyrir
graffití-listamenn-
ina til að mála.“
Það verður vel
þess virði að taka
þátt í fjörinu á Seyðisfirði, því nóg
verður um að vera, líka fyrir þá sem
ekki taka þátt í listasmiðjunum, því
boðið verður upp á tónleika með
Botnleðju og ball með Sóldögg. Er
hægt að hafa það betra?
Stomparar í stuði á LungA-nu í fyrra.
Humarhátíðin á Höfn hefur sannarlega fest sig í sessi
sem einhver skemmtilegasta helgarhátíð sem haldin
er hérlendis. Fyrst í stað voru það einungis Hornfirð-
ingar og nánustu skyldmenni sem gerðu sér dagamun
í lok humarvertíðar. En smám saman spurðist það út
hversu skemmtileg og óvenjuleg hátíðin er og fór þá
ólíklegasta fólk að fletta kirkjubókum og ættarskrám
til þess að reyna að rekja ættir sínar til Hafnar. Nú er
fólk löngu hætt því, skellir sér einfaldlega austur og
skemmtir sér.
Í ár hefst humarhátíðin um miðjan föstudaginn 6.
júlí og stendur sleitulaust fram á sunnudagseftirmið-
daginn með stanslausum skemmtiatriðum og fjöri.
Boðið er upp á fjölmörg skemmtiatriði fyrir börn,
önnur fyrir unglinga og líka fyrir þá sem fullorðnir
eru. Boðið er upp á siglingar, varðeld, flugeldasýningu
og dansleiki með
Sóldögg, Sálinni
og Geirmundi
Valtýssyni. Og
vitaskuld verður
borðaður humar
í öll mál, alla
helgina.
Humarhátíð um helgina!
Djúpivogur:
Hótel Framtíð fékk gæðaverðlaun
Þórir Stefánsson með gæðaverðlaunin.
Kárahnjúkavirkjun yrði umfangs-
minna verkefni en Búrfellsvirkjun
var á sínum tíma, miðað við þjóðar-
tekjur á hverjum tíma.
Í yfirliti sem fjármáladeild
Landsvirkjunar hefur tekið saman
um fjárfestingar Landsvirkjunar sem
hlutfall af þjóðartekjum og greint er
frá á www.karahnjukar.is. Þar kemur
fram að virkjun við Kárahnjúka yrði
ekki stærra verkefni en t.d. Búrfells-
virkjun var á árunum 1966-1973,
Sigalda á árunum 1974- 1978 eða
Hrauneyjafoss á árunum 1979-
1983. Fjárfesting vegna Búrfells var
14,7% af þjóðartekjum tímabilsins,
Sigalda var8,2% af þjóðartekjum
tímabilsins, Hrauneyjarfoss var
10,4% af þjóðartekjum tímabilsins
en áætlað er að 1. áfangi Kára-
hnjúkavirkjunar nemi 9,7% af áætl-
uðum þjóðartekjum tímabilsins og
2. áfangi Kárahnjúkavirkjunar nemi
3,5% af áætluðum þjóðartekjum
tímabilsins. Í báðum áföngum Kára-
hnjúkavirkjunar er gert ráð fyrir að
þjóðartekjur hækki um 2% á ári frá
því sem þær voru á síðasta ári.
Á döfinni á Austurlandi