Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í
endurminningunni er af-
skaplega gaman að hafa
sem barn verið sendur í
sveit á hverju sumri í
nokkur ár. Og ég efast
ekki um að það var gríðarlega
lærdómsríkt.
Fljótlega eftir að skólanum
lauk á vorin hvarf ég á braut. Vin-
irnir héldu áfram að æfa fótbolta
af fullum krafti í góða veðrinu í
höfuðstað Norðurlands, en ég fór
að eltast við kýrnar og kindurnar.
Og leika við hundana. Að vísu líka
í góða veðrinu, því veðurblíðan er
nánast einstök austur í Fljótsdal.
Smali var kominn á efri ár þeg-
ar ég kynntist honum að ráði. Eft-
ir að hann fór til feðra sinna eign-
aðist hinn
sprettharði
Glói lögheimili
á bænum og
Kátur, sem
líka var fót-
frár og mjög
góður smalahundur, er einnig eft-
irminnilegur. Minning þeirra
þriggja lifir raunar enn því þegar
dætur mínar eignuðust tusku-
hunda var ég svo ótrúlega elsku-
legur að hjálpa þeim við að finna
nöfn á gripina.
Fyrstu árin mín í sveitinni var
þar ekki rafmagn og að sjálfsögðu
ekki hefðbundinn sími. Löng,
stutt, stutt, löng var hringingin
okkar í Hóli. Og það gat verið
býsna skemmtilegt að liggja á
hleri í sveitasímanum.
Kýrnar, sem voru yfirleitt tvær
eða þrjár, voru handmjólkaðar
kvölds og morgna og því sem þær
gáfu af sér síðan skellt í skilvind-
una og snúið samviskusamlega
þar til rjóminn hafði verið skilinn
frá mjólkinni. Ískalt vatn úr bæj-
arlæknum gerði það að verkum að
við fengum mjólkina eins og við
vildum hafa hana. Smjörið var bú-
ið til heima. Kaffibaunirnar voru
malaðar í handsnúinni kvörn, og
það fannst okkur ákaflega
skemmtilegt.
Það rifjaðust upp fyrir mér um
daginn þegar ég rakst á gamalt
dót í kassa, að þessa þrjá mánuði,
eða þar um bil, sem ég var fyrir
austan á hverju ári, voru sam-
skipti við umheiminn mjög lítil.
Hlustað var á fréttir Rík-
isútvarpsins og við lásum Tímann
en þar með er eiginlega upptalið.
„Elsku Skapti minn.
Héðan er allt gott að frétta.
Veðrið hefur verið gott síðustu
vikurnar og amma þín er komin
heim af spítalanum ...“ Eitthvað á
þessa leið minnir mig eitt bréfið
frá mömmu hafi byrjað. Þetta var
í lok sjöunda áratugarins eða upp-
hafi þess áttunda. Bréf, já. Þetta
er ekki prentvilla. Þá skrifaðist
maður nefnilega á við foreldra
sína með nokkurra vikna millibili
yfir sumartímann, en talaði aldrei
við þá í síma. Aldrei nokkurn tíma.
Tíðarandinn bauð það einhvern
veginn ekki. Það var líka svo mik-
ið að gera; fyrst var það sauðburð-
urinn þar sem hildaprikinu var
sveiflað fagmannlega myrkranna
á milli, síðan heyskapurinn þar
sem ég var mjög flinkur með hríf-
una og meira að segja var gripið í
orf og ljá stöku sinnum. Svo þurfti
að gera við girðingar hér og þar
og ýmislegt annað var að sýsla.
Seinni árin kom sú merkilega
uppfinning,heybindivél í sveitina
og þá var oft verið að langt fram
eftir kvöldi eða jafnvel fram á
nótt, þegar heyskapurinn stóð
sem hæst. Eins gott að Evrópu-
sambandið frétti ekki af því.
Ég hef orðið var við það und-
anfarin ár að farið er með leik-
skólabörn í heimsókn á sveitabæ
árlega, þar sem þau geta kíkt á
dýrin um stund og það er mjög af
hinu góða, þótt þekkingin verði
aldrei annað en yfirborðskennd á
svo stuttum tíma.
En bara það að finna lyktina í
fjósi eða fjárhúsi er lærdómsríkt
og eftirminnilegt.
Mjög hefur dregið úr því hin
síðari ár að krakkar fari í sveit til
dvalar, líklega nánast úr sögunni
og sennilega eins gott því þau
hefðu varla tíma til að taka þátt í
störfum þar. Þau eru alltaf í sím-
anum.
Margt er eftirminnilegt úr
sveitinni, sem þorri barna í dag
þekkir vart nema af afspurn og
margir ekki einu sinni þannig. Það
vakti til dæmis óskipta athygli
okkar krakkanna þegar við sáum
kú sædda í fyrsta skipti. Eða þeg-
ar gelda þurfti hest. Þessar at-
hafnir voru ekki bannaðar börn-
um, enda engin ástæða til. Það
þótti heldur ekkert athugavert
þótt við værum í grenndinni þegar
slátra þurfti lambi vegna þess að
kjötlítið var orðið á bænum. Við
fylgdumst auðvitað af mikilli at-
hygli með athöfninni. Þetta var
raunveruleikinn; svona gengur líf-
ið fyrir sig í alvörunni og hvers
vegna ekki að kynnast því strax
með eigin augum?
Einhvern tíma heyrði ég ein-
hvern tala um, eða las, að börn á
mölinni vissu allt of lítið um lífið til
sjávar og sveita. Að þau héldu
jafnvel að kjötið yrði til í kjötborði
stórmarkaðanna og fiskurinn í
næsta borði þar við hliðina.
Fannst það undarleg tilhugsun,
en komst að raun um það síðar að
nokkuð er til í þessu.
Sumum finnst, er mér sagt,
ákaflega ógeðfellt að hugsa til
þess að litlu, fallegu lömbin séu
drepin en til þess að mann-
skepnan geti lagt sér lund, fille,
hrygg og læri til munns þarf ein-
hverju að fórna. Grillkjötið sem
við hámum í okkur á þessum árs-
tíma verður ekki heldur til úr
engu.
Mér verður stundum hugsað til
þess hve margt hefur breyst á
þeim fáu árum sem liðin eru síðan
ég var lítill drengur. Hve mat-
arvenjur eru víða orðnar aðrar og
hve menning af ýmsu tagi hefur
breyst. Meira að segja vínmenn-
ingin, þótt ég þori ekki út í þá
sálma að þessu sinni.
Og ég fékk óvænt staðfestingu
á því á dögunum hve margt hefur
breyst, þegar auglýsingabækl-
ingur frá Bónus datt inn um
bréfalúguna á heimili hér á höf-
uðborgarsvæðinu. Þar gat að
finna myndir af ýmsu matarkyns
og þegar ung vinkona mín sá
mynd af sviðahaus varð hún yfir
sig undrandi yfir þessu undarlegu
fyrirbæri og hrópaði upp yfir sig:
„Nei, skrýtið. Kjöt með haus!“
Kjöt með
haus
Mjög hefur dregið úr því hin síðari ár
að krakkar fari í sveit til dvalar, líklega
nánast úr sögunni og sennilega eins gott
því þau hefðu varla tíma til að taka þátt
í störfum þar. Þau eru alltaf í símanum.
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ÉG vil þakka Fríðu
Björk Ingvarsdóttur
fyrir greinina „Í orði en
ekki á borði“, sem birt-
ist í Morgunblaðinu
þann 17. júní og fjallaði
um heimsókn hennar á
Feneyjatvíæringinn í
ár. Ég tel greinina vera
hvalreka fyrir íslenska
myndlist og kjörna til
þess að opna umræðuna
um hinar ýmsu fram-
kvæmdir opinberra að-
ila vegna kynningar á
okkar fólki utan land-
steinanna. Sennilegast
er það vegna fjárskorts
í faginu (á öllum víg-
stöðvum) að íslensk myndlist hefur
setið hjá á meðan aðrir geirar sam-
félagsins hafa fengið að blómstra. Sú
skýring er þó ekki algild.
Í rauninni má líkja Feneyjatvíær-
ingnum við einskonar Ólympíuleika í
alþjóða myndlistarheiminum. Þangað
flykkjast fréttamenn og skýra frá at-
burðum. Margar þjóðir búa til sjón-
varpsþætti um sitt fólk og hefur ís-
lenska sjónvarpið til dæmis keypt
þátt um danska framlagið síðast og
sýnt okkur hér heima. Eins og að
framan er greint þykir þessi fram-
kvæmd vera einn af hápunktunum í
hinum alþjóðlega myndlistarheimi.
Innan þess heims eru áhrifamiklir að-
ilar sem hafa völd til þess að velja og
hafna. Ekki eingöngu í því sem snýr
að myndlist, heldur einnig í alþjóða-
pólitík, viðskiptalífi og almennu
vitsmunalífi heimsins.
Það er nefnilega ekki
óalgengt að framfara-
sinnaðir aðilar laðist að
myndlist og leggi
áherslu á að umgangast
hana. Afar mikilvægt er
því fyrir okkur hérna á
útjaðrinum að koma vel
út í alla staði þannig að
við lendum ekki í
plebbadeildinni.
Sjálf var ég stödd á
opnun Finnboga Pét-
urssonar í Feneyjum.
Eins og Fríða benti á
var þar þunnur þrett-
ándinn. Þarna vantaði
lykilfólk, safnstjóra og
sýningastjóra sem hafa sýnt verk
Finnboga. Þetta fólk var á svæðinu.
Ég spurði einn þessara aðila, sem er
persónulegur vinur, hvers vegna
hann hefði ekki mætt. Nú hann fékk
ekkert boðskort! Svona mál eru við-
kvæm og gætu jafnvel flokkast undir
móðgun.
Litlar sem engar tengingar aðrar
en persónulegar tengingar lista-
mannsins sjálfs eru til staðar. Eigandi
gallerísins i8, Edda Jónsdóttir, þar
sem Finnbogi sýnir verkin sín, var
kannski eini stuðningsaðili lista-
mannsins sem mátti sín einhvers í
þessum lygna hákarlasjó.
Það eina sem tókst algerlega og var
okkur til mikils sóma var frábært
framlag okkar manns DIABOLIS.
Öll framkvæmd vegna uppsetningar
á verki hans var hnökralaus. Þar voru
að verki, auk listamannsins sjálfs,
myndlistarmennirnir Þór Vigfússon
og Daníel Magnússon.
Kannski ætti að telja hinni opin-
beru valnefnd Íslands það til tekna að
Finnbogi fékk að vita með góðum fyr-
irvara að hann færi til Feneyja. Sú
var ekki raunin á síðasta Feneyja-
tvíæringi árið 1999. Þá fékk fulltrúi
okkar að vita um valið í febrúar sama
ár. Fyrirvarinn var allt of stuttur.
Þrír mánuðir.
Íslenska valnefndin var búin að
hafa tvö ár til stefnu. Eins og gefur að
skilja hafnar myndlistarmaður ekki
tilboðinu, en þessi vinnubrögð ná auð-
vitað engri átt.
Ég tel að það sé kominn tími til
þess að stokka rækilega upp í kerfinu
sem hefur verið komið upp hérna
heima vegna Feneyjatvíæringsins.
Núverandi skipulag er þannig að
þriggja manna nefnd fer með
málefnið; einn fulltrúi frá Sambandi
íslenskra myndlistarmanna; einn frá
menntamálaráðuneytinu; og einn sem
hefur ýmist komið frá Listasafni
Um Feneyja-
tvíæringinn 2001
Hulda
Hákon
Myndlist
Stokka þarf ræki-
lega upp í kerfinu
hérna heima, segir
Hulda Hákon, vegna
Feneyjatvíæringsins.
ÞAÐ var einhvers
konar „loksins, loksins“
tilfinning sem fór um
undirritaðan þegar frá-
bær grein Fríðu Bjark-
ar Ingvarsdóttur, „Í
orði en ekki á borði“
birtist í Morgunblaðinu
17. júní sl. Greinin
fjallar um framlag Ís-
lendinga til Feneyja-
tvíæringsins og þó eink-
um um slælegan hlut
menntamálaráðuneytis
í framkvæmdinni. Ég
minnist þess ekki að
jafnnöturlega sönn
mynd hafi áður verið
dregin upp af því fyrir-
bæri sem þar var til umfjöllunar og
kennt er við kynningu á íslenskri
myndlist erlendis. Þessi úttekt blaða-
mannsins hittir svo kirfilega í mark
að í raun er litlu við að bæta. Þó renn-
ur mér blóðið til skyldunnar að
hnykkja á nokkrum atriðum sem þar
koma fram. Ekki síst vegna þess að
sú framganga menningaryfirvalda
sem lýst er í greininni á síður en svo
við um í Feneyjum eingöngu, en hlýt-
ur að teljast regla fremur en undan-
tekning.
Fríða Björk bendir réttilega á að
Feneyjatvíæringurinn er sá viðburð-
ur í myndlistarheiminum sem skiptir
okkur mestu, enda „eina stóra alþjóð-
lega listsýningin þar sem íslenskur
listamaður fær tækifæri til að
sýna ...“
Hvers vegna er hún sú eina? Erum
við svo aum að við eigum ekki erindi á
fleiri stórviðburði í alþjóðasamhengi?
Líst mönnum ekkert á það sem hér er
í boði? Fríða svarar þessu síðar í
greininni þegar hún bendir á að það
sé ljóst „að menn á borð við Harald
Szeemann, sýningarstjóra tvíærings-
ins velja ekki til sýningar það sem
þeir ekki þekkja“. Þar liggur hund-
urinn grafinn. Á þeim ellefu árum
sem ég hef verið starfandi myndlista-
maður hef ég nefnilega aldrei orðið
var við að hingað væri
boðið nokkrum þeirra
sem sjá um að velja
listamenn á stórsýning-
ar á borð við Doku-
menta í Kassel, Sydney-
tvíæringinn, Sao Paulo-
tvíæringinn, Lyon-
tvíæringinn, Manifesta
eða Sculpturproject in
Munster. Menntamála-
ráðuneytið virðist ein-
faldlega ekki vera í
sambandi við nokkurn
mann sem máli skiptir í
alþjóðlegum myndlist-
arheimi. Sá hefur alla
vega ekki gefið sig fram
ennþá í vinnustofum ís-
lenskra myndlistarmanna eða á sýn-
ingum þeirra hérlendis. Og menn
velja ekki það sem þeir ekki þekkja.
Þetta óútskýranlega sinnuleysi
stjórnvalda hefur óbeint orðið til að
útiloka þátttöku íslenskra myndlist-
aramanna í fjölda lykilsýninga á síð-
ustu árum, sýninga sem hver um sig
hefði getað opnað þátttakendum nýj-
ar dyr og rutt brautina fyrir aðra
listamenn.
Þátttaka íslenskra listamanna í er-
lendum sýningum skrifast í flestum
tilvikum á þeirra eigin reikning. Það
er að mestu fyrir persónuleg tengsl
listamanna og kynni lykilmanna af
verkum þeirra erlendis sem þeim
býðst að taka þátt í því sem kalla
mætti meðalstórar alþjóðlegar sýn-
ingar. Þessar sýningar eru margar
hverjar ákjósanlegur vettvangur til
kynningar og eftirfylgni af hálfu
heimalanda listamannanna, ef marka
má diplómatana, kynningarfulltrúana
og „lobbýistana“ sem fylgja t.d.
frændum okkar á Norðurlöndunum á
slíkum uppákomum. Sjálfur hef ég,
ásamt íslenskum starfsbræðrum, tek-
ið þátt í fjölmörgum slíkum sýningum
á síðustu árum, stórum og smáum.
Það er fljótsagt að á þeim hef ég
aldrei orðið þess aðnjótandi að sjá
framan í fulltrúa íslenskra menning-
aryfirvalda. Gildir þá einu þótt ráðu-
neytið hafi sjálft haft milligöngu, jafn-
vel frá upphafi, líkt og í sýningunum
Nuit Blanche í Nútímalistasafninu í
París eða nú síðast á sýningunni Mil-
ano-Europa í Nútímalistasafninu í
Mílanó. Listamennirnir sinna sínu en
aðrir láta ekki sjá sig. Einu sinni hef
ég þó notið „stuðnings“ alvöru dipló-
mats. Það var þegar forstöðumaður
Norrænu upplýsingaskrifstofunnar í
Riga sagði einum sendiherranna á
Norðurlöndunum frá því að ég væri
að koma til að vinna í Riga. „Ætliði að
bjóða honum?“ var spurt í forundran
hinum megin í símanum. „En hann er
brjálaður!“
Þess ber að geta að stundum eru
erlendar sýningar styrktar af
menntamálaráðuneytinu með ein-
hverri upphæð að beiðni sýningar-
aðila. Það er auðvitað gott og blessað.
Vinnureglan virðist hins vegar vera
sú að fjárveiting nægi sem framlag
ráðuneytisins og finnst sjálfsagt ein-
hverjum meira en nóg gert. Þeir
bissnissmenn sem þetta lesa sjá þó
væntanlega í hendi sér að hér er um
nokkuð vanhugsuð viðskipti að ræða.
Þú fjárfestir ekki í einhverju og lætur
það svo sigla sinn sjó. Flestir gera þá
kröfu að fjárfestingin skili sér með
einhverjum hætti. Menntamálaráðu-
Hvað á að gera við
brjálaða listamenn?
Þorvaldur
Þorsteinsson
Menning
Menntamálaráðuneytið
virðist einfaldlega ekki
vera í sambandi við
nokkurn mann, segir
Þorvaldur Þorsteins-
son, sem máli skiptir
í alþjóðlegum
myndlistarheimi.