Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 21
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 21
HORNFIRÐINGAR ráða yfir um
fimmtungi af humarkvótanum og
setur humarinn, veiðar og vinnsla
sérstakan svip á bæinn. Fyrirtækið
Skinney Þinganes er með um 17% af
heildarkvótanum. Veiðar og vinnsla
á þessu ári hafa gengið mjög vel og
er humarinn mun stærri en í fyrra.
Fyrir vikið flokkast meira í fyrsta
flokk og bara sú breyting þýðir um
30% verðhækkun frá síðustu vertíð.
Auk þess hefur lágt gengi krón-
unnar fært mönnum heim fleiri
krónur en áður, en ýmis kostnaður
dregur á móti úr þeim „ávinningi“.
Morgunblaðið ræddi humarvertíð
ina við Hermann Stefánsson, fram-
leiðslustjóra Skinneyjar Þinganess:
„Þessi 17% gáfu okkur í úthlutun á
1.200 tonnum af heilum humri fyrir
þetta fiskveiðiár 63 tonn af hölum,
en við miðum alltaf við þá. Sé miðað
við heilan humar er hlutur okkar ríf-
lega 200 tonn. Síðan var kvótinn
aukinn um 200 tonn, sem þýddi 10
tonn af hölum til viðbótar fyrir okk-
ur,“ segir Hermann.
Skilar 10% af tekjum
vinnslunnar
Hvenær byrjar humarvinnslan?
„Humarvinnslan tekur við þegar
vetrarvertíð lýkur, þó sumir bátar
séu að humarveiðum allt árið. Það
kemur vel út að tengja vertíðarnar
svona því þá getum við notað fólkið
úr saltfiskvinnslunni í humarinn á
sumrin og svo síldina á haustin. Nú
stendur vertíðin frá verkfallslokum
til sumarlokunar, sem hefst um
miðjan júlí. Annars höfum við byrj-
að veiðarnar mun fyrr eða í apríl.
Humarinn skilar okkur rúmum
10% af tekjum vinnslunnar. Salt-
fiskurinn er langstærstur eða um
60%, síldarvinnsla var í fyrra um
20% og loðna nánast ekki neitt. Við
erum svo með frystihús á Reyðar-
firði, þar sem við vinnum fisk í neyt-
endaumbúðir fyrir enskar verzlana-
keðjur eins Marks & Spencer og
Tesco. Þangað fer smærri þorskur-
inn af bátunum okkar, karfinn og
ýsan. Annar fiskur fer á markað,
þannig að við erum ekki að frysta
neinn bolfisk á Hornafirði.“
Hvernig er humarinn unninn og
hvert er hann seldur?
„Nú leggjum við áherzlu á fram-
leiðslu á heilum humri og höfum
gert nú í tvö ár. Bátarnir koma með
humarinn heilan að landi. Við flokk-
um frá það sem ekki stenzt gæða-
kröfur og slítum það. Við vinnum því
töluvert af hölum líka. Við erum
sjálfir með þrjá humarbáta og þar af
er einn á humri allt árið og svo einn
bát í föstum viðskiptum.
Veiðunum er stjórnað í samræmi
við vinnslugetuna í landi og þegar
veiðar ganga vel eins og núna ræður
vinnslan í raun framvindu veiðanna.
Megnið af humrinum frá okkur fer
til Spánar en eitthvað til Ítalíu líka.
Við erum búnir að framleiða um
150 tonn af heilum humri á þessu ári
og síðan fara halarnir til Bandaríkj-
anna, mikið fer einnig á markað inn-
anlands.“
Viljum svæðisbundna
sóknarstýringu
Hvernig finnst þér veiðistjórnun-
in í humrinum vera?
„Humarvertíðin er ekki lengur
með sama sniði og var, þegar ekki
mátti byrja að veiða fyrr en að áliðn-
um maí. Nú má stunda veiðarnar
allt árið um kring og í fyrra voru
apríl og maí beztu mánuðirnir í
humrinum hjá okkur. Það var alltof
seint að byrja ekki fyrr en eftir 15.
maí, því humarinn gefur sig misvel
eftir árstímum og það er ódýrast að
ná í humarinn þegar hann gefur sig
bezt. Einnig er það bezt fyrir stofn-
inn að kvótinn sé tekinn á stuttum
tíma, fremur en að verið sé að sarga
á honum allt sumarið.
Við Hornfirðingar höfum lengi
haldið því fram að það ætti að taka
upp svæðisbundna sóknarstýringu í
humrinum. Þar á ég ekki við að
Hornfirðingar sitji einir að austur-
miðunum og hinir vestur frá haldi
sig við sín mið.
Humarinn ferðast ekki mikið um í
sjónum og heildarstofninn byggist á
mörgum svæðisbundnum stofnhlut-
um. Það er útilokað að humar ferð-
ist úr Hávadýpi í Lóndýpi. Þegar
veiði gýs upp á einhverju dýpi, leiðir
það til þess að þar er tekið gríð-
arlegt magn. Í fyrrasumar var nán-
ast allur humarkvótinn tekinn í
Breiðamerkurdýpi, allur í einu dýpi.
Það stórsér á stofninum þar fyrir
vikið og meðal annars með hliðsjón
af þessu teljum við rétt að vera með
hámarkskvóta í hverju dýpi eða
veiðisvæði fyrir sig. Hafró hefur
mælt með þessu í skýrslu sinni ár
eftir ár og aldrei skýrar en í skýrslu
sinni núna.
Mun stærri humar
en í fyrra
Veiðin í sumar er dreifð og heima-
bátarnir hafa aðallega verið í
Breiðamerkurdýpi, Hornafjarðar-
dýpi og Lóndýpi, en það er ekki
sama mokið í Breiðamerkurdýpi
eins og var í fyrra. Nú er veiðin jafn-
ari og humarinn jafnstærri. Vonandi
fer sjávarútvegsráðherra að skoða
þessi mál.“
Er ekki mikilvægt að humarinn sé
sem stærstur?
„Við höfum líka lagt meiri áherzlu
á það Hornfirðingar en aðrir að
humarveiðarnar væru takmarkaðar
og lítill kvóti á síðasta ári er að skila
sér í stærri og betri humri í ár.
Stærðin á humrinum er gríðarlega
mikilvæg.
Fyrir fyrsta stærðarflokk fæst
tvöfalt meira en fyrir annan flokk og
fyrir þriðja flokinn fæst aðeins einn
fimmti af því sem fæst fyrir þann
stærsta. Það skiptir því verulegu
máli að humarinn sé stór.
Hráefnisverðið er þannig um 30%
hærra en í fyrra, einungis vegna
þess að humarinn er stærri.
Maður veit kannski lítið um gang
mála en við þökkum þessa breyt-
ingu að farið hefur verið varlega í
sókn í humarinn síðustu árin þegar
ástand stofnsins hefur verið að
lagast.
Þetta er fremur einfalt dæmi. Það
skilar meiru að veiða 1.200 tonn af
stórum humri en 1.500 tonn af
smærri humri. Þá eru afköst í
vinnslunni miklu meiri ef humarinn
er stór því afköstin eru að mestu
háð stykkjafjölda.
Þetta er því að mörgu leyti hag-
stætt ár, meðal annars vegna hag-
stæðari flokkunar og gengisþróun-
ar. Það er hins vegar óvíst hvað
gengið verður þegar humarinn
verður greiddur auk þess sem það
kemur líka kostnaður á móti,“ segir
Hermann Stefánsson.
Humarinn er 30%
verðmætari í ár
Mun hærra hlutfall af humrinum í ár fer í fyrsta og ann-
an flokk en í fyrra og eykur það tekjurnar verulega
Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason
Um 35 manns vinna við humarvinnsluna og hefur nánast verið unnið
hvern einasta dag frá því endi var bundinn á verkfall sjómanna.
Hermann Stefánsson fram-
leiðslustjóri er ánægður með
gang mála á humarvertíðinni.
„ÞAÐ er skemmtilegt að vinna í
humrinum. Það er svona smá at í
þessu og er krefjandi. Fólk þarf að
ganga vel til verks og við erum hér
með mjög gott starfsfólk, sem vinn-
ur vel og er tilbúið til að vinna mik-
ið, þegar á þarf að halda. Þetta hef-
ur því gengið mjög vel hjá okkur,“
segir Sigurður Karlsson, verkstjóri
hjá Skinney-Þinganesi, í samtali við
Morgunblaðið
„Við frystum ýmislegt, humar,
loðnu, síld og þorskhrogn, svo dæmi
séu tekin. Nú erum við bara í humr-
inum og það er mjög fínt. Mikið hef-
ur verið að gera frá því lög voru sett
á sjómannaverkfallið. Síðan þá höf-
um við aðeins fengið fjóra frídaga
og unnið til sex eða sjö flest alla
daga. Við höfum bara fengið frí á
hvítasunnu og sjómannadag. Við er-
um búin að frysta um 150 tonn af
heilum humri, en halana geymum
við þangað til síðar.“
Humrinum er landað heilum og
hann er síðan flokkaður og fer í
súlfít-bað. Sá humar sem ekki stenzt
gæðakröfur er slitinn og halarnir
frystir. Heila humrinum er svo
pakkað, hann frystur og íshúðaður.
Þá er gengið frá honum á bretti og
þá er hann tilbúinn til útflutnings.
Þegar vinnslu á heila humrinum er
lokið eru halarnir þíddir upp og
þeim pakkað til útflutnings eða sölu
á markaði innan lands.
„Við erum með 30 til 35 manns í
vinnslu. Þetta er ekki lengur vinna
fyrir skólakrakka eins og áður var.
Venjulega er mesta törnin búin
áður en skólunum lýkur, en annars
notum við okkar föstu starfsmenn,
sem yfir veturinn vinna í söltun og
frystingu á síld og loðnu.
Þetta hefur verið mikil törn hjá
okkur, mánuður nánast án frídaga,
en við sjáum fyrir endann á þessu.
Kvótinn er um það bil búinn og svo
vinnum við bara frá átta til fimm í
hölunum fram að sumarfríi í júlí,“
segir Sigurður Karlsson.
Fjórir
frídagar
Morgunblaðið/HG
Sigurður Karlsson verkstjóri segir humarvinnsluna skemmtilega og
ganga vel enda hafi hann úrvals starfsfólk.