Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞEIR sem töldu sig getaspáð af öryggi um fram-vindu efnahagsmála íheiminum hafa átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði. Þróun á verðbréfamörkuðum, upplýsingar um fjárfestingar, verðbólgu, neyslu og atvinnuleysi, allt virðist þetta stundum stangast svo illilega á að menn vita vart sitt rjúkandi ráð. En sum hættumerkin eru augljós. Þótt hagfræðingar spái ekki kreppu eru þeir yfirleitt á því að erfiðari tímar séu framundan. Fram á síðustu vikur voru þó margir á því að þótt Japan væri greinilega í miklum vanda og nokkur alvarleg samdráttarmerki augljós í Bandaríkjunum væri Evrópa betur stödd. En nú eru Þjóðverjar og Frakkar ekki jafn bjartsýnir og fyrr, þar hrannast upp ský þótt ekki sé hægt að fullyrða hvort þau boði að- eins skúr eða eitthvað verra. Oft er sagt að Bandaríkin séu drif- fjöður efnahagslífsins í heiminum. En hrun verðbréfa í hátæknifyrir- tækjum í fyrra hefur orðið til þess að lengsta samfellda hagvaxtarskeið í sögu landsins hefur runnið sitt skeið. Stöðnun hefur tekið við og á sumum sviðum hefur beinlínis orðið sam- dráttur. En ekki er ástandið þó verra en svo að enn er spáð nokkrum hagvexti á árinu. Hann er þó ekki mikið meiri í prósentum en nemur fólksfjölgun og því ljóst að hugtakið stöðnun er nær lagi. Á mánudag voru birtar niðurstöð- ur nýrra, alþjóðlegra kannana á iðn- framleiðslu í heiminum og kom í ljós að hægt hefur á henni í Bandaríkj- unum, Bretlandi og Frakklandi; í Þýskalandi og Japan virðist hnign- unin verða hraðari og væntingarnar til framtíðarinnar minnka einnig í síðasttöldu löndunum. Nokkrar vaxtalækkanir í Bandaríkjunum með stuttu millibili hafa ekki megn- að að breyta stöðunni en þess verður að geta að slík inngrip hafa að sögn hagspekinga sjaldan áhrif fyrr en eftir hálft ár eða enn lengri tíma. Síðast voru vextir lækkaðir úr 4% í 3,75% í lok júní; lækkunin nemur alls 2,75% frá ársbyrjun. Sumar af tölunum sem Alan Greenspan seðlabankastjóri og að- stoðarmenn hans hafa á borðinu eru uppörvandi. Síðustu mánaðarlegu kannanirnar sýndu að væntingar neytenda um framtíðina höfðu batn- að, staðan í byggingariðnaði var góð og sala á íbúðarhúsum hafði aukist, fjórða mánuðinn í röð. En annað var dapurlegra, þannig nýttu verksmiðj- ur aðeins um 77,4% af framleiðslu- getu sinni í maí sem er lægsta hlut- fall síðan 1983. Tölur um framleiðslu iðnfyrirtækja gáfu til kynna enn meiri samdrátt en búist hafði verið við, einvörðungu olíuborunar- og gasfyrirtæki standa vel að vígi. Hins vegar hafa sumir hagfræðingar bent á að hættan sem mikill viðskiptahalli valdi sé ýkt vegna þess að æ stærri hluti framleiðslu ýmissa banda- rískra stórfyrirtækja fari nú fram í útibúum utan Bandaríkjanna. Verðbólgan er hins vegar vaxandi og hraði hennar mælist nú um 3,5% sem þykir slæmt teikn. Einnig vex atvinnuleysi sem hefur verið afar lítið í all- mörg ár en allra nýj- ustu tölur sýna þó batamerki á því sviði. Tækifæri til um- bóta í Evrópu Breska tímaritið The Economist segir að menn hafi vanmetið frammistöðu Evrópu- landanna. Ritið leiðir rök að því að hagvöxt- ur þar undanfarin fimm ár hafi verið nær jafnmikill og í Banda- ríkjunum ef miðað sé við íbúafjölda. Einnig sé ljóst að með ýmsum umbótum og aukinni áherslu á nýtingu upplýsingatækni geti Evr- ópa aukið mjög framleiðni á næstu árum. Vandinn sem Bandaríkja- menn glími nú við sé að mörgu leyti óvenjulegur. Hann hafi byrjað með því að skyndilega hafi fjárfestingar minnkað, fyrirtæki hafi allt í einu kippt að sér höndunum enda búin að eyða um efni fram árum saman. Út- flutningsgreinar hafi ekki verið fær- ar um að bæta upp samdráttinn inn- anlands, salan erlendis hafi minnkað vegna þess að mikilvægustu við- skiptasvæðin, Evrópa og Japan, eigi einnig við vanda að stríða og kaup- geta þeirri hafi minnkað. The Economist segir að allt velti á afstöðu neytenda, orkuverð fari nú lækkandi og endurgreiðsla á skatti geti ýtt undir neyslu. „Fram til þessa hafa bandarískir neytendur haldið áfram að eyða peningum af mikilli þolgæði enda þótt skuldir þeirra séu þegar háar og verðfall hafi orðið á hlutabréfamarkaðnum. Öflugur fasteignamarkaður hefur skipt miklu vegna þess að íbúðar- húsin eru fyrir flesta Bandaríkja- menn mikilvægasta eignin,“ segir tímaritið. Seðlabanki Evrópu, ECB, hefur farið aðra leið en Greenspan enda segir bankastjórinn, Wim Duisen- berg, að ofþensla sé enn ríkjandi í efnahag hinna 12 aðildarríkja evru- svæðisins. Bankinn hefur því hafnað kröfum margra hagfræðinga og stjórnmálaleið frekari vax en vextir vo lækkaðir í ma 4,75% í 4,5%. anfarnar vik hagtölur frá landi sýnt að blikur á lofti. ur fer minn sama er að s trú ráðaman tækjanna á þv tíð sé í vænd hafa einnig efasemdir um Þeir setja m sig að reglur indi launþega hafi verið benda á að þær geri erfitt u að hagræða. Þeir geta til dæ jafn auðveldlega rekið og r samræmi við hagsveiflu bandarískir starfsbræður Einnig eru aðstæður í Evró því sem gerist vestra að þv hlutfallslega fleiri launþeg stéttarfélögum en í Bandar Í upphafi ársins var ríkjandi á Evrópu, nú myn tími renna upp og hún m skáka Bandaríkjunum. H var að meðaltali 3,4% í Evr aðeins um 3% vestra og tvö an hafði hann einnig ve Evrópumegin en í Bandar Bent var á að hagkerfi Evr öflugt og því líklegt að álf ekki verða fyrir miklum sk um af völdum stöðnunar dráttar vestra. En þá hafa menn meða ekki tekið með í dæmið að ar, sem byggja efnahag sin útflutningi en aðrar vestræ ir, eiga mikið undir því a ríkjamarkaður haldi áfram þýskar vörur. Einnig hafa fest mikið í Bandaríkjunum á reyndar við um önnur Ev ekki síst Bretland sem er u svæðisins. Nú er spáð að h á evrusvæðinu verði innan v hundraði. Og verðbólguhr nærri því jafn mikill og í B unum. Frakkar hafa staðið sig Milli vonar og ótta Fréttir af efnahags- málum á Vesturlöndum og í Japan hafa und- anfarnar vikur og mán- uði einkennst af vax- andi ótta við samdrátt. Kristján Jónsson kynnti sér skrif ýmissa erlendra fjölmiðla. Verðbréfasalar í kauphöll New York-borgar bíða í ofvæni eft kynningu um vaxtalækkun seðlabankans í Washington 27. j  !"  #$"        & '( )  & '( )  *  +     +    , -./ -.0 -.. -  - -./ -.0 -.. -   . < 4   A        . < 4   A     Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. SUNDLAUGAR OG ÖRYGGI TÍMASKEKKJA Á sama tíma og ríkisvaldið erað draga sig út úr lánastarf-semi á almennum markaði að stærstum hluta með því að selja hlut sinn í ríkisviðskiptabönkunum, koma fram hugmyndir um, að Byggða- stofnun fái meira af peningum skatt- greiðenda til að lána fyrirtækjum. Slíkar hugmyndir eru tímaskekkja. Byggðastofnun á rætur að rekja til Framkvæmdastofnunar, sem sett var á fót í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971-1973. Sú ákvörðun var mjög umdeild á sínum tíma og eftir því sem árin hafa liðið hefur orðið æ ljósara að það er ekki ástæða til að ríkið stundi lánastarf- semi með þessum hætti. Framboð á lánsfé á fjármálamarkaðnum er orð- ið margfalt meira en fyrir 30 árum. Arðvænlegum fyrirtækjum standa næg lán til boða. Vaxandi eftirspurn eftir lánum Byggðastofnunar er ekki góður mælikvarði á gagnsemi út- lánastarfsemi stofnunarinnar. Einu gildir, hvort fjárveitingar frá opin- berum aðilum til byggðamála fara í gegnum þennan farveg eða hinn. Fengin reynsla sýnir, að slíkar fjár- veitingar eru engin lausn á vanda landsbyggðarinnar. Lánastarfsemi Framkvæmda- stofnunar og síðan Byggðastofnunar í þrjá áratugi hefur skilað ákaflega takmörkuðum árangri og væri raun- ar ástæða til að gera sérstaka úttekt á því. Blómlegt atvinnulíf á landsbyggð- inni byggist ekki á opinberum lán- um, ríkisrekstri, styrkjum og áætl- anagerð. Öflug, einkarekin atvinnufyrirtæki sem lúta lögmálum markaðarins og frjálsrar samkeppni eru lykillinn að öflugu atvinnulífi úti um land. Og hinn almenni fjármála- markaður er mun færari til þess að meta arðsemi fyrirtækja og lána þeim peninga en opinber stofnun. Halda má því fram með rökum að nauðsynlegt sé að hafa stofnun, sem gerir úttektir á byggðaþróun í land- inu og tillögur um stefnumörkun stjórnvalda. Slíku rannsóknar- og ráðgjafarhlutverki geta hins vegar aðrar ríkisstofnanir sinnt og vel mætti koma því fyrir t.d. innan veggja viðskipta- og iðnaðarráðu- neytisins, sem Byggðastofnun heyr- ir nú undir. Almennt talað eru lánveitingar á vegum ríkisins tímaskekkja og það á ekkert síður við um aðra opinbera lánastofnun, Íbúðalánasjóð, en Byggðastofnun. Bankakerfið hefur alla burði til að sjá um veitingu lána vegna húsnæðiskaupa, rétt eins og gerist í löndunum í kringum okkur. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir að verja skuli tekjum af sölu ríkisfyrirtækja „til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, til að fjár- magna sérstök verkefni í samgöngu- málum og til að efla upplýsingasam- félagið“. Það má færa rök að því að fjárfesting í samgöngubótum og fjarskiptaleiðum myndi bæta hag landsbyggðarinnar og gera öflugu atvinnulífi auðveldara fyrir að spjara sig. En um lánveitingar á markaðurinn að sjá. Hættur leynast víða og saklausskemmtan getur á augabragði breyst í harmleik. Það gerðist þegar Frank Lillemeier, þýskur ferðamað- ur, drukknaði í hótelsundlauginni á Skógum á mánudag. Sundlaugin reyndist vera án starfsleyfis og ör- yggisbúnaði var áfátt. Það er ljóst að slys gera ekki boð á undan sér og geta í raun gerst hvar sem er. Með því að framfylgja ör- yggiskröfum er hins vegar hægt að draga verulega úr hættum á sund- stöðum. Samkvæmt reglugerð eiga þar að vera öryggistæki á borð við björgunarhring, flotbörur, öryggis- hnapp og öryggismyndavél. Sund- laugin á Skógum var ekki búin nein- um þessara öryggistækja. Jafnframt er ákvæði í reglugerð um sundlaug- ar um að hafa eigi gæslu við laugar, en reyndar er heimilt að hleypa fólki á eigin ábyrgð í gæslulausar sund- laugar sé um eldri en 18 ára að ræða, sem taka ábyrgð á börnum í fylgd þeirra þegar svo ber undir. Enginn vörður var við laugina. Innilaugin á Skógum var opnuð aftur í fyrra eftir miklar viðgerðir. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa heilbrigðisnefndar Suður- lands mætti líta svo á að viðgerðum á lauginni hefði ekki verið lokið fyrst ekki hafði verið gengið frá öryggis- málum. Rekstraraðilar laugarinnar virðast hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir því að sérstakt leyfi þyrfti fyrir sundlaugina þegar Edduhótelið á Skógum fékk starfs- leyfi fyrir veitingasölu og gistingu í fyrravor. Þar kann að hafa skipt máli að heilbrigðiseftirlit Suður- lands tók sýni úr lauginni um leið og farið var yfir umgengni, þrif og að- búnað á hótelinu án þess að gera at- hugasemdir. Flugleiðahótel, sem reka Eddu- hótelin, hafa þegar lýst yfir því að farið verði yfir starfsleyfamál ann- arra lauga á vegum Edduhótela og yrði þeim hugsanlega lokað þar til þessi mál yrðu til lykta leidd. Þær laugar eru tvær, á Stóru-Tjörnum og Húnavöllum, og kemur fram í samtali við Kára Kárason, fram- kvæmdastjóra Flugleiðahótela, í Morgunblaðinu í dag að lauginni á Húnavöllum hafi verið lokað þar sem ekki sé ljóst að fyrir henni sé starfs- leyfi. Það er sjálfsagt og eðlilegt að far- ið sé yfir aðrar laugar Edduhótel- anna og reyndar er ástæða til að slík yfirferð verði gerð víðar. Þetta á jafnt við um stærstu laugarnar sem þær minni, sem er að finna víða um land. Það má ekki slá slöku við þeg- ar öryggi sundlauga er annars vegar og það er ekki síður á ábyrgð þeirra, sem reka sundstaði, að fullvissa sig um að öllum öryggiskröfum sé fylgt, en þeirra, sem hafa eftirlit með þeim með höndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.