Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 45
Bókaverslun
óskar eftir að ráða starfsmann, eldri en 24 ára,
við afgreiðslustörf alla virka daga og annan
hvern laugardag. Umsókn með uppl. um fyrri
störf skal skila til auglýsingadeildar Mbl.
merktri: „Bók — 1313“, fyrir föstudaginn 13. júlí.
Trjáplöntusala
Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ, (við hliðina á versl-
uninni 11—11).
Aspir, reynitré, birki, stafafura, blágreni, sitka-
greni, fjallaþinur og fleira á góðu verði.
Upplýsingar í síma 566 6187.
„Au pair“ í
Kaupmannahöfn
Vilt þú passa Sigrid, eins og hálfs árs, og hjálpa
til við heimilisstörfin hjá danskri fjölskyldu sem
býr nálægt miðbæ Kaupmannahafnar? Þú færð
mjög stórt herbergi með eigin inngang (sjón-
varp og myndbandstæki) og 3500 dkr. á
mánuði.
Hafðu samband við Anne í síma 0045 38103834.
Símavarsla
Kennaraháskóli Íslands vill ráða starfsmann
á aðalskrifstofu í fullt starf við símavörslu
og ýmis almenn skrifstofustörf. Starfið krefst
árvekni og góðrar framkomu og ánægju af
samskiptum við annað fólk.
Launaritari
Kennaraháskólinn vill einnig ráða launaritara
í hálft starf sem vinna þarf eftir hádegi.
Starfið felst einkum í útreikningi og skrán-
ingu launa. Leitað er eftir töluglöggum starfs-
manni sem hefur þekkingu eða reynslu í
launaúrvinnslu.
Væntanlegir starfsmenn þurfa að geta hafið
störf sem fyrst.
Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðu-
blöð en umsóknum um störfin með ítarleg-
um upplýsingum um menntun og fyrri störf
skal skilað á skrifstofu Kennaraháskóla
Íslands við Stakkahlíð, 105 Reykjavík, fyrir
17. júlí nk. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðn-
ingu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum starfs-
manna ríkisins.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
fjármála- og rekstrarsviðs í síma 563 3800.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Atvinnuhúsnæði til leigu
Fallegt 42 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í mið-
bæ Reykjavíkur/Hverfisgötu. Parket á gólfum,
tölvulagnir o.fl. Innréttingar geta fylgt með.
Hentar fyrir einn eða tvo starfsmenn. Upplýs-
ingar í síma 898 2188.
TILKYNNINGAR
Auglýsing um deiliskipulag
og breytingar á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, eru hér með auglýstar til
kynningar eftirtaldar tillögur að breytingum
á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík:
Barónsstígur, Hverfisgata, Vitastígur,
Skúlagata, breyting á deiliskipulagi.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi
svæðis er afmarkast af Barónsstíg í austur,
Hverfisgötu í suður, Vitastíg í vestur og
Skúlagötu í norður. Tillagan gerir m.a. ráð
fyrir að heimilt verði að byggja ofan á
nyrstu húsin á reitnum, niðurrifi hluta
bygginga við Skúlagötu 26, 28 og Vitastíg
3, tveggja hæða nýbyggingum á lóðunum
nr. 85-91 við Hverfisgötu og Vitastíg 5 og
bílakjallara á þremur hæðum.
Suðurgata, Túngata, breyting á deili-
skipulagi Suðurgötu.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi
svæðis er afmarkast af Suðurgötu í austur,
Kirkjugarðsstíg í suður, Garðastræti í vest-
ur og Túngötu í norður. Tillagan gerir m.a.
ráð fyrir að heimilt verði að byggja
bílgeymslu, sem að mestu verður neðan-
jarðar, fyrir allt að 207 bíla, undir lóðirnar
nr. 2-8b við Suðurgötu. Hluti bílgeymslu-
nnar verður undir Suðurgötu og Túngötu
og hluti hennar teygir sig út fyrir skipulags-
svæðið þ.e. undir lóðir við Aðalstræti og
lóðir við Túngötu norðanverða. Sá hluti
bílgeymslunnar, sem er utan skipulags-
svæðisins, er hins vegar innan deiliskipu-
lagstillögu sem unnin hefur verið af Grjóta-
þorpi en hún er til kynningar á sama tíma.
Kvos/Grjótaþorp, breyting á deiliskipu-
lagi Kvosarinnar og nýtt deiliskipulag
fyrir Grjótaþorp.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi
Kvosarinnar og nýtt deiliskipulag fyrir
Grjótaþorp. Skipulagssvæðið afmarkast af
Aðalstræti í austur, Túngötu í suður,
Garðastræti í vestur og Vesturgötu í
norður. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að
svæðið verði hverfisverndað, nokkrar
breytingar verði á lóðamörkum, töluverðar
breytingar verði á byggingaráformum á
lóðinni nr. 16 við Aðalstræti (áður
Aðalstræti 14-18/Túngata 2-4), niðurrifi og
nýbyggingum á lóðunum nr. 4 og 10 við
Aðalstræti og 23 við Garðastræti,
viðbyggingu við Húsið að Grjótagötu nr. 5,
ásamt frekari takmörkun á landnotkun á
miðborgarhluta svæðisins þannig að
óheimilt verði að setja á stofn eða
starfrækja þar; næturklúbba, dansstaði,
skemmtistaði og spilasali. Verði tillagan
samþykkt fellur eldra deiliskipulag Grjóta-
þorps úr gildi svo og hluti deiliskipulags
Kvosarinnar, þ.e. sá hluti sem tekur til
húsanna vestan Aðalstrætis.
Tillögurnar liggja frammi í sal Borgar-
skipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni
3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá
6. júlí - til 3. ágúst 2001. Eru hagsmuna-
aðilar hvattir til að kynna sér þær ítarlega.
Ábendingum og athugasemdum skal skila
skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur
eigi síðar en 17. ágúst 2001.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 6. júlí 2001.
Borgarskipulag Reykjavíkur
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Kaupvangsstræti 21, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Sverrir Kristjáns-
son, gerðarbeiðandi Hitaveita Suðurnesja, miðvikudaginn 11. júlí
2001 kl. 10:00.
Litli-Dunhagi III, íbúðarhús, 0201 íbúð í risi, Arnarneshreppi, þingl.
eig. Örn Heimir Björnsson og Birna Ásgeirsdóttir, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður og Leifur Árnason, miðvikudaginn 11. júlí 2001
kl. 14:00.
Melasíða 8, 105 E, Akureyri, þingl. eig. Hjördís Hauksdóttir og Pálmi
Helgi Björnsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn
11. júlí 2001 kl. 10:30.
Munkaþverárstræti 10, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Sigurður Guð-
mundsson, gerðarbeiðandi Drífa ehf., miðvikudaginn 11. júlí 2001
kl. 11:00.
Skriðuland, eignarhl., Arnarneshreppi, þingl. eig. Halldóra L. Frið-
riksdóttir, gerðarbeiðandi Raflampar ehf., miðvikudaginn 11. júlí
2001 kl. 14:30.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
5. júlí 2001.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
7. júlí, laugardagur. Eyðibýli
við Baulárvallavatn. Um 4—5
klst. ganga. Fararstjóri er Sigurð-
ur Kristjánsson. Gengið um
sjaldfarnar slóðir á vit skrímsla
og annarra skepna.
7. júlí, laugardagur. Gengið á
Hest (854 m y.s.). Um 7 klst.
ganga. Stórkostlegt útsýni. Brott-
för í báðar ferðir frá BSÍ kl. 8.00.
Komið við í Mörkinni 6 og í Hyrn-
unni, Borgarnesi. Verð 2.700 en
2.400 fyrir félaga FÍ.
8. júlí, sunnudagur. Ketilstíg-
ur, forn þjóðleið milli Seltúns
og Móhálsadals. Um 4 klst.
ganga. Fararstjóri Jónatan Garð-
arsson. Verð 1.700 en 1.400 fyrir
félaga FÍ. Brottför frá BSÍ kl. 10.30
með viðkomu í Mörkinni 6.
ÝMISLEGT