Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 19

Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 19 FÉLAG eldri borgara í Austur- Húnavatnssýslu hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt úr- skurði Héraðsdóms Norðurlands vestra en félagið fór sjálft fram á gjaldþrotaskiptin. Kröfum á hend- ur félaginu hefur hins vegar ekki verið lýst. Sigursteinn Guðmundsson segir að búið sé að leggja Félag eldri borgara niður en hann gegndi for- mennsku í félaginu. Hann segir að ástæðan fyrir gjaldþrotaskiptunum sé sú, að fyrir um 10 árum hafi verið byggð tvö fjölbýlishús á Blönduósi með átta íbúðum í hvoru húsi sem ætlaðar voru fyrir eldri borgara. Félagið gert ábyrgt „Héraðsnefnd skipaði þriggja manna nefnd til að athuga hvort þörf væri á að byggja íbúðir fyrir eldri borgara. Svo reyndist vera og í framhaldi af því var Félag eldri borgara stofnað í kringum það. Í bygginganefndinni voru tveir fulltrúar frá héraðsnefndinni og einn fulltrúi frá eldri borgurum. Í stuttu máli var það þannig að af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var Félag eldri borgara skráð sem eigandi íbúðanna, félag sem átti ekki neitt fé nema það litla sem kom inn vegna félagsgjalda. Alla tíð var staðið í þeirri meiningu að ábyrgi aðilinn í þessu væru sveit- arfélögin hér í sýslunni. Þetta voru félagslegar íbúðir og því átti það fólk, sem flutti í burtu eða þá dán- arbú, kröfu á að fá greitt til baka það sem það hafði greitt, sam- kvæmt þeim lögum sem um það gilda. Þetta gerði héraðsnefndin hvað fyrstu fjórar íbúðirnar varðaði og þetta gekk ágætlega þegar við höfðum kaupendur að íbúðunum.“ Sigursteinn segir að það hafi hins vegar breyst þegar engir kaupend- ur voru að íbúðunum og þær hafi staðið auðar. „Þá féllu lánin á Félag eldri borgara en félagið var hins vegar ekki í stakk búið til þess enda ekki ætlast til þess. Við áttum bara að sjá um félagslega þáttinn. Svo ger- ist það að fólk flytur eða deyr og dánarbúin krefjast endurgreiðslu og þá snýr héraðsnefndin við blaðinu og telur sig ekki ábyrga fyrir að greiða þetta út, því að nefndin vissi þá að Félag eldri borgara væri skráður eigandi þessa íbúða. Ég hef staðið í því í tvö ár að reyna að fá þessu breytt og reynt að komast að samkomulagi við nefndina um að þetta hafi verið misskilningur að láta félagið vera ábyrgan aðila fyrir þessu. En það gekk ekki.“ Fjárnám í félaginu en héraðsnefndin sýknuð Hann segir jafnframt að þá hafi einn af þeim aðilum, sem átti kröfu á endurgreiðslu farið í mál við Félag eldri borgara og héraðs- nefndina. Þar tapaði félagið málinu en héraðsnefndin var sýknuð. „Þessi aðili sem höfðaði málið vissi að félagið hefði lítið bolmagn til að greiða þetta og fannst eins og fleir- um að þetta ætti að vera í höndum héraðsnefndarinnar. Því ákveður hann að áfrýja því til Hæstaréttar en það fór á sama veg og því var gert fjárnám í félaginu. Krafan var um 1.800 þúsund krónur í heildina vegna dráttarvaxta o.þ.h. Þess vegna óskuðum við eftir gjaldþrota- skiptum og að félagið yrði lagt nið- ur sem slíkt.“ Sigursteinn segir að þar sem íbúðirnar hafi staðið auðar hafi þær verið leigðar út. „Leigan fór í sjóð sem var settur á kennitölu okkar sem við vissum ekki og vildum ekki viðurkenna enda vildum við að þetta yrði á hér- aðsnefndinni. Nema hvað að það var tekið líka. Það voru um 700 þúsund krónur. Þá var hirt af okk- ur allt sem við áttum í félagsgjöld- um. Lionsfélagið hérna, Rauða fjöðrin, hafði látið okkur hafa 150 þúsund krónur til að byggja pútt- völl fyrir gamla fólkið en það var allt rifið af okkur.“ Illa farið með eldri borgara Sigursteinn segir að allt þetta mál sé hið leiðinlegasta. „Ég segi nú fyrir mitt leyti að það er til skammar fyrir héraðið að svona skuli farið með eldri borgara. Bæjarbúar almennt skilja ekki þessa afstöðu héraðsnefndar, að hún skuli ekki leysa þetta, því það er hluti af þeirra málum að sjá um eldri borgara í sýslunni.“ Félag eldri borgara í A-Húnavatnssýslu gjaldþrota „Til skammar fyrir hér- aðið,“ segir formaðurinn Austur- Húnavatnssýsla ÍÞRÓTTAVÖLLURINN á Egils- stöðum var formlega vígður um helgina og gefið nafnið Vilhjálms- völlur, til heiðurs Vilhjálmi Ein- arssyni íþróttakempu og fyrrum rektors Menntaskólans á Egils- stöðum. Ólöf Árnadóttir á heið- urinn af nafngiftinni, en efnt var til samkeppni um heiti vallarins. Að loknu ávarpi bæjarstjóra Austur-Héraðs, Björns Hafþórs Guðmundssonar og Ágústu Björns- dóttur formanns framkvæmda- nefndar landsmóts, var völlurinn formlega vígður og þá blessaður af sr. Jóhönnu Sigmarsdóttur. Kostnaður við gerð íþróttamann- virkja á Egilsstöðum vegna Lands- móts UMFÍ nemur 73 milljónum króna, að teknu tilliti til framlags ríkisins sem nam 35 milljónum króna. Um er að ræða endurgerð knattspyrnuvallar, 6 hlaupabrauta og frjálsíþróttaaðstöðu á tartan- efni, æfingavöll og byggingu sem hýsir búningsaðstöðu, tækja- geymslu og félagsaðstöðu Íþrótta- félagsins Hattar. Ágústa segir að hin glæsilegu mannvirki geri nú þegar sitt til að kynna svæðið og þegar séu farnar að berast fyrirspurnir um móta- hald. Ætlunin sé að nýta þetta sem tæki til að draga að fólk, bæði til búsetu og í atvinnuskyni fyrir heimamenn. Áhersla er lögð á að íþróttamannvirkin muni þjóna Austfirðingum öllum. Morgunblaðið/Steinunn Vilhjálmur Einarsson og Bjarmi Hreinsson klippa á borða og vígja þannig nýjan og glæsilegan Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum. Íþróttamannvirki formlega vígð að lokinni uppbyggingu fyrir landsmót Völlurinn heitir Vilhjálmsvöllur Egilsstaðir Á ÞESSUM tíma árs eru margir komnir í sumarfrí. Þar á meðal eru börnin á leikskólanum Sól- völlum í Grundarfirði. Margt skemmtilegt var gert á síðasta degi fyrir sumarfrí. Farið var í ýmsa leiki, grillaðar voru pylsur í hádeginu, svo var farið í göngu- túr og krakkarnir fengu ís frá Esso og versluninni Kósy svo eitt- hvað sé nefnt. Veðrið spillti ekki fyrir, sól og blíða. Morgunblaðið/Guðlaugur Alberts Sumarfrí Grundarfjörður MYNDLISTARSÝNING verður opnuð í trjásafninu í Hallormsstað- arskógi í dag, föstudaginn 6. júlí. Þetta er samvinnuverkefni Félags íslenskra myndlistarmanna og Skóg- ræktar ríkisins á Hallormsstað. Sýn- ingin nefnist „Í skugga trjánna“ þar sem 15 listamenn setja upp verk af ýmsum toga, en efniviðurinn er að mestu tekinn úr umhverfinu. Með þessu sýningarframtaki er verið að gefa listamönnum tækifæri til að vinna verk úr náttúrunni. Sýn- ingin er lögð út meðfram göngustíg- um í trjásafninu þannig að gestir geti auðveldlega nálgast verkin. Myndlist sýnd í skóginum Hallormsstaður 14. JAZZHÁTÍÐ Egilsstaða verður haldin um helgina. Árni Ísleifsson hefur verið skipuleggj- andi hátíðarinnar frá upphafi. Í gærkvöldi spiluðu Sunnan- sex; þau Einar Bragi Bragason, Ragnar Eymundsson, Ragnheið- ur Sigjónsdóttir, Friðrik Theó- dórsson og Árni Ísleifsson.Ung- liðaband Jazzsmiðju Austurlands hitaði upp og spilar einnig í kvöld. Aðalnúmer kvöldsins er jazzsöngkonan Kristjana Stefáns- dóttir, sem hefur undanfarna vet- ur verið við söngnám í Hollandi. Hún er talin vera ein fremsta jazzsöngkona landsins í dag. Með henni spila Gunnar Hrafnsson, Einar Valur Scheving og Agnar Már Magnússon. Laugardagskvöldið verður til- einkað blústónlist og hefja Guð- geir Björnsson og félagar leikinn. Þá tekur við Blúsbrot Garðars Harðarsonar, með gítarsnilling- inn Guðmund Pétursson í broddi fylkingar. Tónleikarnir verða í Valaskjálf á Egilsstöðum og hefjast kl. 21:00. Kynnir er Friðrik Theó- dórsson. Um kl. fjögur í dag verður svo boðið upp á jazzsveiflu á sólarver- önd Café Nielsen á Egilsstöðum. Jazzhátíð Egils- staða í 14. sinn Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.