Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 6

Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á ANNAÐ hundrað þroskaheftra, aðstandendur þroskaheftra og aðr- irsem láta sig málefni þeirra varða hittust á Austurvelli í gær. Guðrún Þórðardóttir, talsmaður foreldra þroskaheftra barna, afhenti Sól- veigu Steinsson, formanni Þroska- þjálfafélags Íslands, áskorun fyrir hönd fjölskyldufólks sem nýtur þjónustu þroskaþjálfa þar sem skorað var á samningsaðila í deil- um þroskaþjálfa og ríkisins að setj- ast strax að samningaborði og ná sáttum nú þegar. Sólveig sagði við þetta tækifæri að þroskaþjálfar væru tilbúnir að setjast að samn- ingaborðum hvenær sem er. Þá hafi í gærmorgun farið fram óform- legar viðræður sem vonandi myndu leiða til lausnar í þessari deilu. „Það er lítið annað hægt að segja nema að þetta er ófremdarástand. Það er gjörsamlega ólíðandi að það skuli ekki vera hreyfing á þessu máli og að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ segir Guðrún í sam- tali við Morgunblaðið. Næsti fundur þroskaþjálfa og ríkisins er boðaður miðvikudaginn 11. júlí en viðræður samninganefnda sigldu í strand síð- astliðinn þriðjudag. Frá Austurvelli var haldið að félagsmála- og samgönguráðuneyt- inu á Tryggvagötu þar sem sams- konar yfirlýsing var afhent Páli Péturssyni félagsmálaráðherra. Hann tók við áskoruninni en gat þess þó að deilan væri ekki á for- ræði sínu heldur væru samninga- málin í höndum fjármálaráðherra. „Ég hef fylgst með þessu, ég veit að þetta er mjög alvarlegt ástand sem hefur skapast og vona innilega eins og þið að þessu ljúki með sátt eins fljótt og verða má.“ Páll sagði enn fremur að honum væri kunnugt um að deiluaðilar væru að ræðast við þannig að tíminn væri ekki að fara til ónýtis. Það væri kappsmál að þessari deilu lyki. Foreldrar sem Morgunblaðið náði tali af voru orðnir langþreyttir á stöðunni. Ein móðirin líkti frestun viðræðna samninganefndar við að fá blauta tusku í andlitið. Gyða Ein- arsdóttir og Sigríður Einarsdóttir eiga báðar fjölfötluð og langveik börn og gagnrýndu seinaganginn harðlega. Gyða sagði að hún og eig- inmaður hennar hefðu á þessum tíma þurft að skipta með sér að taka sumarfrí. „Við höfum ekki annað val og það má því segja að þetta hafi ekki alveg verið það sum- arfrí sem við ætluðum okkur.“ Sig- ríður sagði hins vegar að hún og eiginmaður hennar hefðu aðeins getað hliðrað til vinnu. Áskorun frá fjölskyldufólki sem nýtur þjónustu þroskaþjálfa afhent í gær Morgunblaðið/Sverrir Á annað hundrað þroskaheftra, aðstandendur þroskaheftra og fleiri hittust á Austurvelli í gær. Páll Pétursson félagsmálaráðherra tók við áskorun þar sem hvatt er til þess að deilendur setjist strax að samningaborði. Hvetja deilu- aðila til sátta ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari segir að ákveðið hafi verið að fresta viðræðum milli þroskaþjálfa og við- semjenda þeirra um átta daga þar sem allt hafi verið stál í stál eins og hann orðaði það. „Tímalengdin gefur til kynna erf- iðleikana eða það sem á milli ber,“ sagði Þórir. Hann tók fram að ef eitthvað nýtt gerðist hjá öðrum hvorum aðilanum þá yrði samstundis boðað til fundar, hvort sem það væri á nóttu eða degi, þannig hefði það ávallt verið. Að sögn Þóris bíða 13 deilur úr- lausnar hjá Ríkissáttasemjara og m.a. funduðu Bifreiðastjórafélagið Sleipnir og Samtök atvinnulífsins í gær en þessir aðilar hafa fundað á hverjum degi alla vikuna. Nær sú deila til byrjunar síðasta árs. Í gær fóru fram óformlegar við- ræður á milli formanns Þroska- þjálfafélags Íslands og fulltrúa samninganefndar ríkisins og segir Guðný Stefánsdóttir, talsmaður þroskaþjálfa, að ekkert verði gefið upp hvernig miðaði á þeim fundi en annar fundur sé boðaður í dag. Að sögn Guðnýjar hafa um 15 beiðnir um undanþágur fengið af- greiðslu og nokkrar beiðnir hafa borist til viðbótar og bíða þær af- greiðslu. Segir hún að komið hafi verið til móts við óskir flestra á þann hátt að brýnni neyðarþjónustu er sinnt. Guðný segir að í gær hafi verið samþykkt að veita undanþág- ur fyrir tvo þroskaþjálfa til að sinna neyðarþjónustu á dagheimilinu í Lyngási og á næstu dögum fyrir fjögur börn. Óform- legur fundur í dag Deila þroskaþjálfa og viðsemjenda þeirra MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu í Strassborg hefur samþykkt að taka til efnislegrar meðferðar kæru lögmanns á hendur íslenska ríkinu vegna meints vanhæfis dóm- ara við Hæstarétt Íslands. Hefur málsaðilum verið gefinn frestur fram á haust til að ná sáttum ellegar koma með frekari upplýsingar sem varða málið. Sætir þetta nokkrum tíðindum þar sem Mannréttindadómstóllinn vísar iðulega frá miklum fjölda mála sem til hans berast. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu 14. júní sl. að umrætt mál uppfyllti þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að dæmast tæk fyrir dómstólnum. Málið á sér nokkuð langa forsögu og nær allt til ársins 1985. Það snýr að skaðabótakröfu Péturs Þórs Sig- urðssonar héraðsdómslögmanns á hendur Landsbanka Íslands á þeim forsendum að starfsmaður bankans hafi gefið ranga yfirlýsingu sem leiddi til þess að í Hæstarétti varð dómsniðurstaðan honum í óhag í fjár- kröfumáli. Óskaði lögmaðurinn í maí árið 1994 eftir endurupptöku málsins í Hæstarétti á þeim grunni að hin ranga yfirlýsing starfsmannsins hefði ráðið úrslitum um niðurstöðu máls- ins. Á beiðnina var fallist í október sama ár og hinn fyrri dómur úr gildi felldur með dómi Hæstaréttar í mars 1995. Heildarkrafa tæpar 9 milljónir króna Lögmaðurinn stefndi Landsbanka Íslands í kjölfarið til greiðslu skaða- bóta á þeim forsendum að vegna hinnar röngu yfirlýsingar hefði hann ekki fengið fullnustu krafna sinna, sem hann ella hefði fengið, og tapað kröfunni endanlega vegna gjaldþrots skuldara síns. Taldi hann sig hafa orðið fyrir tjóni vegna athafna starfs- manns bankans og byggði skaðabóta- kröfu sína á því, auk þess sem hann fór fram á greiðslu hinnar upphaflega skuldar, þ.e. höfuðstóls, vaxta og ann- ars kostnaðar. Krafa lögmannsins í október nam samtals ríflega 8,7 millj- ónum kr. Landsbankinn var sýknaður af kröfum lögmannsins í héraðsdómi og skaut hann málinu því til Hæstarétt- ar. Hann komst að þeirri niðurstöðu, með atkvæðum þriggja dómara, að lögmaðurinn hefði ekki sýnt fram á að hann væri eigandi umræddrar kröfu og því bæru honum ekki bætur. Var Landsbankinn því sýknaður af öllum kröfum hans. Minnihluti Hæstaréttar, skipaður tveimur dóm- urum af fimm, komst hins vegar að annarri niðurstöðu og taldi að Lands- bankinn bæri ábyrgð vegna rangs framburðar starfsmanns síns og því bæri bankanum að greiða umræddar skaðabætur auk dráttarvaxta í fjögur ár. Meirihluta Hæstaréttar í málinu skipuðu þau Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Minnihlutann skipuðu þeir Markús Sigurbjörnsson og Gunn- laugur Claessen. Að því er fram kemur í ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu hafði Pétur Þór Sigurðsson, fljótlega eftir dóm Hæstaréttar, upplýsingar um að maki eins dómaranna sem skipuðu meirihlutann, Guðrúnar Erlends- dóttur, ætti í fjárhagslegum sam- skiptum við Landsbanka Íslands sem snertu hæfi hennar til að dæma í um- ræddu máli gegn Landsbankanum. Vegna þessara upplýsinga fór lög- maðurinn fram á endurupptöku skaðabótamálsins í Hæstarétti á þeirri forsendu að einn dómaranna hefði verið vanhæfur. Í júlí árið 1997 var þeirri beiðni hafnað og þegar lög- maðurinn fór í annarri tilraun fram á endurupptöku málsins, eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um við- skipti maka hæstaréttardómarans við Landsbankann, var beiðninni aft- ur hafnað, en nú á þeirri forsendu að skv. stjórnarskránni mætti hver aðili aðeins sækja einu sinni um endur- upptöku í hverju máli. Flutti málið sjálfur á frumstigi Að svo búnu skaut Pétur Þór Sig- urðsson málinu til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Hann flutti málið sjálfur á frumstigi fyrir dómnum en til andsvara fyrir ríkið var Björg Thorarensen, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Mannrétt- indadómstólnum var kæran fyrst kynnt í október 1997 en síðan lögð inn með formlegum hætti í febrúar 1998. Dómstóllinn, en þar var m.a. Davíð Þór Björgvinsson settur dómari vegna þess að Gaukur Jörundsson, reglulegur dómari við dómstólinn, vék sæti, komst síðan að þeirri nið- urstöðu 14. júní sl. að málið væri tækt og yrði tekið til frekari efnislegrar meðferðar. Hinn formlegi gangur í málum sem þessum er að eftir ákvörðun sem þessa fá málsaðilar nokkurn tíma til að leita sátta, en afla frekari gagna ella fyrir formleg réttarhöld sem gætu orðið með vetrinum. Íslenskur lögmaður fær mál tekið upp í Mannréttindadómstóli Evrópu Kærir vegna meints van- hæfis hæstaréttardómara ALLS hafa um 1.100 mannsverið teknir fyrir of hraðanakstur það sem liðið er af þessuári í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Á hinn bóginn voru 963 teknir allt árið í fyrra. Theodór Þórðarson, starf- andi yfirlögregluþjónn í Borg- arnesi, segir að það sé helst tvennt sem skýri þennan aukna fjölda. „Annars vegar höfum við aukið eftirlitið með hraðan- um og hins vegar hefur umferð- in aukist til muna. Í vetur og vor var t.a.m. mikil umferð þar sem veturinn var svo mildur og flestar helgar á sumrin eru að verða eins og Verslunarmanna- helgar í gamla daga.“ Hann segir jafnframt að heldur meira sé um ölvun við akstur en það sé þó ekki áber- andi. „Við höfum tekið rúmlega 30 fyrir ölvun við akstur frá áramótum og enn fremur hefur það aukist að fólk fái sér einn eða tvo bjóra og keyri svo, sér í lagi yngra fólkið.“ Theodór seg- ir að samfara aukinni umferð sé aukið tillitsleysi. „Eftir því sem umferðin verður meiri hægir hún sjálfkrafa á sér. Hins vegar sætta sumir sig ekki við það og leggjast utan á bílalestirnar og treysta síðan á að vera hleypt inn í perlufestina þegar bíll kemur á móti. Það skapar að sjálfsögðu mikla hættu.“ Aukið til- litsleysi með auk- inni umferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.