Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Reyndu að hemja skepnuna á meðan ég næli mér í dollarana og pundin, Finnur litli.
Kostir og gallar sólarljóss
Á sólarströnd
SÓLBRUNI hefurekki bagað okkurÍslendinga teljandi
undanfarið – ekki nema
við séum að ferðast til
sólríkari landa, en það
gera einmitt margir á
þessum tíma. Uppi eru
ýmsar raddir um hvernig
húð okkar sé best borgið
í brennheitu sólskini og
sýnist sitt hverjum – en
hvað skyldi Ellen Mooney
húðsjúkadómalæknir
telja heppilegast að gera
þegar komið er út á er-
lenda sólarströnd?
„Nota sólvörn, vatns-
helda, með bæði UVB- og
UVA-vörn með sólvarna-
stuðli 15 eða hærri. Einn-
ig nota skyggni eða hatt
og vera í ermabol. Æski-
legt er að vera sem minnst í sól
á milli klukkan 11 og 15 á dag-
inn þegar hún er sterkust.“
– Nú hafa undanfarið komið
fréttir um að sólvarnarkrem geti
verið krabbameinsvaldandi?
„Það hefur aldrei verið sannað
að sólvarnarefni valdi krabba-
meini. En nú er deilt um nið-
urstöður rannsóknar sem gerð
var í Sviss í einni rannsókn-
arstofnun. Rannsóknin var þrí-
þætt og í einum hluta voru not-
aðar frumur í frumurækt, í
öðrum hluta voru rottur látnar
innbyrða sólvörnina. Í hvorugu
þessara tilvika er hægt að draga
beinar ályktanir um fólk og
notkun þess á sólvarnarefnum. Í
þriðja hluta rannsóknarinnar
var virkasta efnið 4-MBC leyst
upp í olífuolíu í sambærilegum
styrk og heimilaður er í sól-
varnaráburði. Síðan var sköllótt-
um rottuungum dýft í upplausn-
ina tvisvar á dag í sex daga. Það
hafði áhrif á hormónakerfi
þeirra. Þetta reyndist því ekki
krabbameinsvaldandi heldur
hafði áhrif á hormónakerfið.
Þess má geta að yfirborðsflötur
á rottuunga er ekki sambæri-
legur við yfirborðsflöt barna
þegar litið er á samhengið milli
yfirborðs og þunga auk þess
sem þetta var olía en sólvarn-
arefnið er yfirleitt í kremi sem
fólk ber á sig. Þetta getur valdið
ósambærilegum niðurstöðum um
það í hvaða magni efnin fara inn
húðina og hvaða áhrif þau hafa á
einstaklinginn. Allar vísinda-
rannsóknir eru þannig að sýna
þarf fram á gildi niðurstaðna
þeirra með endurtekningu af
fleiri en einum vísindahóp.“
– Er sólbruni hættulegur lík-
amanum?
„Já í tvennum skilningi. Ann-
ars vegar ef bruninn er það mik-
ill að hann valdi blöðrumyndun
víða á líkamanum. Þá
er bæði fyrir hendi
hætta á vökvatapi ef
blöðrurnar opnast og
þar eru opin sár og
því sýkingarhætta.
Hins vegar eru svo
langtímaáhrifin sem
yfir höfuð eru meira
áhyggjuefni því þar
liggur hættan á húðkrabba-
myndun.“
– Hefur húðkrabbi aukist hér
svo teljandi sé?
„Já, það hefur orðið tvöföldun
á tíðni húðkrabba síðustu tíu ár-
in miðað við tíu árin næstu þar á
undan. Þá er ég ræða um allar
þrjár algengustu tegundir húð-
krabba, þ.e. grunnfrumukrabba-
mein, flöguþekjukrabbamein og
sortuæxli.“
– Hvað af þessu er hættuleg-
ast?
„Sortuæxli eru hættulegust og
tíðni þeirra hefur aukist alls
staðar í heiminum. Ástæðan fyr-
ir því að þau eru hættulegust er
að þau geta myndað meinvörp,
þ.e. dreift sér um líkamann.
Hins vegar, á byrjunarstigi, eru
sortuæxli fremur auðlæknanleg
vegna þess að þau hafa þá ekki
haft tækifæri til að mynda mein-
vörp. Því er best að fólk láti
skoða sem fyrst bletti sem eru
dökkir eða hafa breytt sér.“
– Hefur sólin ekki líka jákvæð
áhrif á líkamann?
„Jú en þá þarf að nota staðl-
aða meðferð til þess að auka
ekki hættuna á húðkrabbameini.
Stöðluð meðferð er ljósmeðferð
og þá eru notuð ljós með sér-
stakri bylgjulengd og í ákveðinn
tíma, bæði í hvert skipti og hvað
heildarlengd og tíðni meðferðar
snertir.“
– En hvað með psoriasis-húð-
sjúkdóminn?
„Við hann á einmitt umrædd
ljósameðferð og hún er líka not-
uð í tilvikum þar sem um er að
ræða exem og ýmsa sjaldgæfari
húðsjúkdóma.“
– Þarf að gæta betur að húð
barna en fullorðinna á sólar-
strönd?
„Já, því að það virðist vera
svo að allt upp að tvítugu stafi
meiri hætta af sólbruna með til-
liti til sortuæxlismyndunar. Þess
vegna þarf að gæta
þess vel að klæða börn
á strönd en hafa þau
ekki ber. Hafa þau í
ermabol með hatt og
sólgleraugu og nota
sólvörn. Það hafa
raunar verið skiptar
skoðanir um hvort
nota eigi sólvörn á
mjög ung börn en engar góðar
rannsóknir benda til sérstakrar
skaðsemi af völdum sólvarnar
meðal ungra barna. Þess ber að
geta að Hollustuvernd hefur
mælst til að aðgát sé höfð í notk-
un sólvarnarefna sem innihalda
4-MBC þegar um er að ræða
ófrískar konur og ung börn.“
– Er fólk að verja peningum
sínum óheppilega ef það eltist
við erlenda sól?
„Það er allt í lagi að fara til
sólríkra landa, þar er yfirleitt
margt að skoða og ólíkur menn-
ingarheimur. Því er óþarfi að
eyða öllum tímanum á strönd-
inni eða við sundlaugarbarm.“
Ellen Mooney
Ellen Mooney fæddist 18. sept-
ember 1953 í Reykjavík. Hún
lauk stúdentsprófi 1972 frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
læknaprófi frá Washington Uni-
versity í St.Louis 1978 og sér-
fræðinámi í húðsjúkdómum 1982
frá Emory University í Atlanta.
Námi í húðmeinafræði lauk hún
1987 í Norður Carólínu. Hún hef-
ur starfað að sérgrein sinni í
Reykjavík, lengst af á eigin
stofu. Ellen er gift Michael Kiss-
ane líffræðingi.
Óþarfi að
eyða öllum
tímanum á
ströndinni
eða við sund-
laugarbarm.