Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 16
AKUREYRI
16 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Akureyrarbær auglýsir:
Höepfnersbryggja,
tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deili-
skipulagi Höepfners-bryggju skv. 25. grein skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir aukinni landfyllingu og bygg-
ingarreit fyrir nýtt klúbbhús Siglingaklúbbsins Nökkva, auk
fleiri aðgerða sem ætlað er að bæta aðstöðu Siglinga-
klúbbsins og auka gildi svæðisins sem almenns útivistar-
svæðis.
Tillöguuppdráttur með greinargerð mun hanga uppi al-
menningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar,
Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar
auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 17. ágúst 2001, svo að
þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við
hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Ak-
ureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl.
16.00 föstudaginn 17. ágúst 2001 og skal athugasemdum
skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9,
3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna
innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Allar nánari upplýsingar veittar á
Fasteignasölunni Byggð,
Strandgötu 29, 600 Akureyri.
Símar 462 1744 og 462 1820.
Opið virka daga frá 9-12 og 13-17.
Hafnarstræti 92
Til leigu er 58 fm verslunarhúsnæði í Bautahúsinu á Akureyri, þar
sem nú er rekin herrafataverslun. Húsnæðið leigist frá 1. ágúst
nk. Góð staðsetning, rétt við göngugötuna.
Til leigu
skemmta föstudags- og laugardagskvöld
Helga Möller
og hljómsveitin
Hot´n sweet
Opið öll kvöld frá kl. 20. Lokað á mánudögum.
Við Pollinn, Strandgötu 49, Akureyri
ur fram að hún vilji þakka þeim fjöl-
mörgu sem hafa aðstoðað hana við að
upplýsa málavexti.
Tjónið 50-100 milljónir
Aðalsteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri landvinnslu Sam-
herja, sagði að enn væri ekki ná-
kvæmlega ljóst hversu mikið tjónið
væri. „Það er meira en 50 milljónir
en minna en 100 milljónir,“ sagði
hann. Afurðir í stærri frystiklefa
félagsins voru í lagi, en mikið
skemmdist af hráefni í minni klef-
anum, auk þess sem hann eyðilagð-
ist.
LJÓST er nú orðið að börn að gerðu
sér að leik að kveikja eld í pappa-
kassasamstæðu á lóð verksmiðju
Strýtu, landvinnslu Samherja við
Laufásgötu. Þau misstu stjórn á eld-
inum með þeim afleiðingum að mikið
tjón hlaust af.
Eldsvoðinn varð að kvöldi 9. júní
síðastliðinn. Lögreglan á Akureyri
hefur unnið að rannsókn málsins síð-
an og m.a. fylgt eftir fjölda vísbend-
inga sem henni hafa borist að því er
fram kemur í tilkynningu frá lög-
reglunni. Niðurstaðan er nú ljós,
rannsókn er því lokið og málið er
upplýst. Í tilkynningu lögreglu kem-
Fikt barna olli elds-
voðanum í Strýtu
TVEIR hundar hafa lagst á og
drepið lömb í fjallinu fyrir ofan
bæinn Rauðuvík á Árskógsströnd.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa a.m.k. átta lömb
fundist dauð, og næsta víst að
fleiri eigi eftir að finnast. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar
á Dalvík hefur ekki borist formleg
kæra vegna málsins.
Átta lömb hafa fundist dauð
Árskógsströnd
„Á slaginu sex“ er yfirskrift dag-
skrár sem fram fer í vinnustofum
Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og
Jóns Laxdals Halldórssonar í Kaup-
vangsstræti 24 á Akureyri.
Í dag, föstudag, verður óvænt
uppákoma þar á slaginu sex, Magnús
Logi Kristinsson sér um dagskrána
á morgun, laugardag, Joris Radema-
ker hefur umsjón með stundinni á
sunnudag og á mánudag, 9. júlí verð-
ur barnadagur.
Á slaginu sex
LJÓÐAKVÖLD verður í Davíðshúsi,
Bjarkarstíg 6, í kvöld, föstudags-
kvöldið 6. júlí, og hefst það kl. 20.30,
en húsið er opnað hálfri stundu fyrr.
Yfirskrift þessa ljóðakvölds er: „Ég
er friðlausi fuglinn sem frelsinu mikla
ann.“
Þetta er annað í röð sex ljóðakvölda
sem eru á sumardagskrá Húss
skáldsins, Sigurhæða-Davíðshúss og
eru til skiptis í húsunum. Umsjón með
ljóðakvöldunum hefur Erlingur Sig-
urðarson, forstöðumaður Húss
skáldsins.
Ég er frið-
lausi fuglinn
Ljóðakvöld
VINABÆJAMÓTIÐ sem haldið
var á Dalvík um sl. helgi tókst í
alla staði vel, að sögn Bjarna
Gunnarssonar íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúa.
„Gestirnir voru mjög ánægðir
með viðtökurnar og undirbúning-
inn og hældu öllu í hástert. Mað-
ur varð bara vandræðalegur af
öllu þessu hóli. Að öðru ólöstuðu
held ég að sýning hestamanna og
heimsóknin í Hringsholt hafi
staðið uppúr, það voru allir mjög
ánægðir með viðtökurnar þar,“
sagði Bjarni Gunnarsson.
Gestirnir
fóru ánægðir
heim
Vinabæjamót
á Dalvík
FERÐAFÉLAG Akureyrar býður
upp á ferð í Mývatnssveit á morg-
un, laugardaginn 7. júlí. Farið verð-
ur í helli sem heitir Lofthellir og
hann skoðaður. Þessi hellir fannst
árið 1989 og er talinn með fallegri
hellum á landinu. Þar er að finna
skemmtilegar ísmyndanir sem gam-
an er að skoða. Lagt verður af stað
frá Akureyri kl. 9 um morguninn.
Á sunnudag verður gengið á
Dýjafjallshnjúk og er brottför kl. 8
um morguninn. Um er að ræða
býsna krefjandi ferð, sem þó er vel
þess virði að fara þegar upp er
komið.
Enn eru nokkur pláss laus í
gönguferð um Öskjuveginn í sumar.
Um er að ræða 7 daga gönguferðir,
þar sem gengið er frá Herðubreið-
arlindum í Öskju og þaðan í Suður-
árbotna. Gönguferðin endar í Bárð-
ardal og bíll flytur fólk svo til
Akureyrar. Allar upplýsingar eru
gefnar á skrifstofu Ferðafélagsins,
Strandgötu 23. Þar er opið alla
virka daga frá 16–19, s. 462 2720.
Farið í Loft-
helli og á Dýja-
fjallshnjúk
Ferðafélag Akureyrar
ÞRETTÁNDA landsmót unglinga-
deilda Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar verður haldið á Dalvík um
helgina og er það haldið í samvinnu
við Björgunarsveitina Dalvík og
unglingadeildina Dasar þar í bæ.
Landsmót unglingadeildar eru
haldin annað hvert ár á mismun-
andi stöðum á landinu. Alls eru um
37 unglingadeildir starfandi hjá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg
með ungmennum frá 14 til 18 ára
og er landsmót hápunktur starf-
seminnar.
Um 350 unglingar verða á mótinu
nú ásamt umsjónarmönnum og taka
þeir þátt í fjölbreyttum verkefnum,
s.s. rústabjörgun, bátsferðir,
skyndihjálp og rötun en einnig
verða haldnar kvöldvökur og fleira.
Um 350 ung-
menni þátt-
takendur
Slysavarnafélagið
Landsbjörg
VINKONURNAR Anna Margrét
Bjarnadóttir á Dalvík og Cailey
Boyle frá Ottawa í Kanada hafa
skrifast á í tvö ár. Þær kynntust á
Netinu, á barna- og foreldravefsíð-
unni www.kidscom.com og hafa hald-
ið sambandi þar.
Cailey Boyle kom í vikunni í nokk-
uð óvænta heimsókn til Önnu
Margrétar með fjölskyldu sinni sem
er á leið til Skotlands þar sem föð-
urfólk hennar býr.
Svo skemmtilega vill til að báðar
eru fæddar sama daginn og sama ár-
ið, 19. febrúar árið 1991 og þær eiga
líka sameiginleg áhugamál, m.a. tón-
list.
Boyle-fjölskyldan ætlar að dvelja
hjá fjölskyldu Önnu Margrétar í
fjóra daga og skoða sig um á landinu.
Áður en skólanum lauk hjá Cailey nú
fyrir skömmu hélt hún kynningu fyr-
ir bekkjarfélaga sína á Dalvík og Ís-
landi og var gerður góður rómur að.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fremst eru pennavinkonurnar Cailey og Anna Margrét og að baki fjöl-
skyldurnar: Ian, Brian, Sharon með Bríeti Brá, Bjarni, Heiða og María.
Pennavinkonur á
Netinu hittust
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦