Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 23
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
yn
d
sk
re
yt
in
g:
K
ár
i G
un
na
rs
so
n
/
07
. 2
00
1
Dömuhjól•Barnahjól
Ótrúlegt úrval
og frábært verð
Öll hjól sýnd á netinu:
www.markid.is
VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR
Hjálmar, barnastólar, grifflur,
blikkljós, bjöllur, hraðamælar,
brúsar, töskur, slöngur, skítbretti,
ljós, bögglaberar, standarar,
demparagafflar, stýrisendar, dekk,
hjólafestingar á bíla
og margt fleira.
•
5% staðgreiðsluafsláttur
Upplýsingar um raðgreiðslur
veittar í versluninni
BRONCO PRO SHOCK
21 gíra demparahjól á mjög góðu verði.
Shimano gírar, V-bremsur,
álgjarðir, brúsi og standari.
24” kr. 28.900 26” kr. 29.900
Einnig ótrúlegt úrval
af fjallahjólum
frá SCOTT, GIANT og BRONCO
GIANT 840
21 gíra fjallahjól á vegi sem vegleysur.
Shimano gírar, CrMo stell,
álgjarðir, V-bremsur.
Verð kr. 28.900, stgr. 27.455
DIAMOND Dömuhjól
21 gíra fjallahjól með brettum og
bögglabera á frábæru verði. Shimano gírar,
álgjarðir, V-bremsur, brúsi, standari, glit,
gírhlíf og keðjuhlíf.
26” Verð kr. 28.900 stgr. 27.455
HAMAX Barnasæti
Örugg norsk barnasæti.
Fjaðrandi stellfesting, púðar
og öryggisólar. Einnig til með
svefnstillingu. Verð frá kr. 7.290
ITALTRIKE þríhjól
Vönduð og endingargóð
með og án skúffu.
Uppfylla CE öryggisstaðal.
Verð frá kr. 5.200
VIVI barnahjól
Létt, sterk og meðfærileg barnahjól
með hjálpardekkjum og fótbremsu.
Uppfylla CE öryggisstaðal.
Stelpu og stráka eða fyrir bæði.
12,5" kr. 10.700 • 14" kr. 12.500
BRONCO 16" og 20"
Vönduð barna fjallahjól með fótbremsu,
skítbrettum, standara og bögglabera.
Stráka og stelpu. 16” með hjálpardekkjum.
16" kr. 12.900 • 20” kr. 14.900
BRANCALE hjólahjálmar.
Vandaðir CE viðurkenndir hjálmar frá Ítalíu.
Léttir og passa vel, þar sem auðvellt
er að stilla höfuðkappa og hökuband.
Barna og fullorðins. Winnie the Pooh
og Tarsan barnahjálmar. Verð frá kr. 2.600
EUROSTAR
Vandað dömuhjól með fótbremsu og gírum.
Skítbretti, bögglaberi, ljós og standari.
24” 3 gíra kr. 27.900, stgr.
26” 3 gíra kr. 28.900, stgr. 27.455
26” 7 gíra kr. 35.900, stgr. 34.105
Vandið valið
og verslið
í sérverslun.
Hjólin eru afhent tilbúin
til notkunar, samsett og stillt
á fullkomnu reiðhjólaverkstæði.
Árs ábyrgð og frí upphersla
eftir einn mánuð.
ÞÝZKIR stjórnmálaleiðtogar, al-
menningur og erlendir vinir Kohl-
hjónanna voru í gær slegnir yfir
fréttinni af andláti Hannelore Kohl,
eiginkonu Helmuts Kohls, fyrrver-
andi kanzlara Þýzkalands, en hún
fannst í gærmorgun látin á heimili
sínu í Oggersheim við Ludwigsha-
fen.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu eiginmanns hennar mun
hún hafa stytt sér aldur. „Vegna
þess hve vonlaus barátta hennar var
við þau veikindi sem hrjáðu hana
ákvað hún að binda enda á líf sitt,“
segir í tilkynningu frá skrifstofu
Kohls.
Eiginkona bílstjóra Kohl-
hjónanna, sem oft hjálpaði til við
heimilisverkin í húsi Kohl-fjölskyld-
unnar, fann Hannelore andaða
heima hjá sér í gærmorgun. Sak-
sóknaraembættið í Ludwigshafen
hefur hafið rannsókn á því hvernig
dauða Hannelore Kohl bar að, eftir
því sem greint er frá á vefútgáfu
dagblaðsins Die Welt, en hún hafði
lengi átt við heilsubrest að stríða.
Hún þjáðist af ljósofnæmi á háu stigi
og gat undir lokin ekki farið út úr
húsi nema í undantekningartilvik-
um. Hún gat vegna þessa ekki verið
viðstödd brúðkaup sonar síns sem
fram fór í Tyrklandi í síðasta mán-
uði.
Vegna sólarofnæmisins varð hún
að forðast allt sólarljós og skært raf-
ljós. Hún dvaldist því mestmegnis
heima við síðustu árin. Heilsu henn-
ar hrakaði sérstaklega síðastliðið ár.
Í marz sl. sagði hún í viðtali að lækn-
ing væri ekki í sjónmáli. Penisillín-
kúr sem hún tók á árinu 1993 hleypti
ofnæminu af stað, sem endaði á svo
alvarlegu stigi.
Hannelore Kohl fæddist 7. marz
1933 í Berlín, en faðir hennar var
verkfræðingur frá Pfalz-héraði.
Hún ólst upp í Leipzig fram að
stríðslokum 1945, en eftir það í
Pfalz. Þau Helmut Kohl kynntust á
skólaárum. Þau giftust árið 1960 og
eignuðust tvo syni. Frá því eigin-
maður hennar hætti sem kanzlari
haustið 1998 sást Hannelore Kohl
sjaldan á opinberum vettvangi, og
þau sextán ár sem hún var kanzl-
arafrú hafði hún líka haldið sér til
hlés. Hún skrifaði matreiðslubókina
„Kulinarische Reise durch deutsche
Lande“ sem gefin var út árið 1996.
Fjöldi stjórnmálaleiðtoga, þýzkra
sem erlendra, sendu ekklinum Hel-
mut Kohl samúðarskeyti í gær, þar
á meðal Johannes Rau forseti, Ger-
hard Schröder kanzlari, Mikhaíl
Gorbatsjov, fyrrverandi Sovétleið-
togi, Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti og Jacques Chirac, forseti
Frakklands.
Slegnir yfir andláti
Hannelore Kohl
Reuters
Hannelore og Helmut Kohl á góðum degi á sumardvalarstað þeirra í
Sankt Gilgen í Austurríki í ágúst 1998.
MLADEN Ivanic, forsætisráðherra
lýðveldis Bosníu-Serba, hefur lofað
að taka upp samvinnu við Stríðs-
glæpadómstólinn í Haag og leggja
sig fram um að eftirlýstir stríðs-
glæpamenn verði framseldir til dóm-
stólsins. Nú þegar Slobodan Milose-
vic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu,
hefur verið framseldur til Haag eru
Radovan Karadzic, fyrrverandi for-
seti lýðveldis Bosníu-Serba, og
Radko Mladic, yfirmaður herafla
þeirra, þeir sem saksóknurum
Stríðsglæpadómstólsins er mest um-
hugað um að draga fyrir dóm. Eru
þeir taldir bera ábyrgð á því þegar
hersveitir Bosníu-Serba myrtu um
það bil 8.000 karlmenn og drengi eft-
ir að borgin Srebrenica féll árið
1995.
Vill aðstoð alþjóðlegs herliðs
Talsmaður yfirsaksóknarans við
dómstólinn sagði við þetta tækifæri
að hingað til hefði lýðveldi Bosníu-
Serba verið griðland stríðsglæpa-
manna. „Yfirvöld í Banja Luka [höf-
uðborg Bosníu-Serba] vita hvar
margir þessara manna eru. Þau eru í
sambandi við Karadzic og Mladic.“
Ivanic sagðist hins vegar ekki vita
hvar mennirnir væru og óskaði hann
eftir aðstoð friðargæslusveita Sam-
einuðu þjóðanna við að finna og
handtaka mennina. Sagði hann að
framsal Milosevics hefði aukið þrýst-
ing á stjórnvöld í Banja Luka til að
taka upp samvinnu við dómstólinn.
Karadzic er sagður vera að íhuga
það að gefa sig fram við stríðsglæpa-
dómstólinn og afhenda þar fjölda
skjala sem hann hefur safnað og eiga
að sanna sekt Milosevics. Eiginkona
Karadzics hefur hins vegar harðneit-
að þessum fréttum og segir eigin-
mann sinn aldrei munu gefa sig fram
eða bera vitni gegn Milosevic.
Framsal Milosevics
dregur dilk á eftir sér
Hitnar und-
ir Karadzic
og Mladic
Haag, Belgrad, Banja Luka. AP, AFP.
Reuters
Karadzic og Mladic árið 1993.
LÖGFRÆÐINGAR Carlos Me-
nems, fyrrverandi forseta Argent-
ínu, segjast vera tilbúnir að leita til
hæstaréttar landsins ef þörf krefur
til að hreinsa hann af ásökunum um
aðild að ólöglegri vopnasölu til Ekva-
dors og Króatíu. Argentínskur rann-
sóknardómari ákærði Menem form-
lega í fyrradag fyrir að hafa verið
höfuðpaur „ólöglegs félagsskapar“
sem hefði hagnast á vopnasölunni.
Bróðir hans, Eduardo Menem öld-
ungadeildarþingmaður, fullyrti að
ákæran væri „af pólitískum rótum
runninn“.
Í 600 síðna ákæruskjali dómarans
Jorge Urso segir að Menem hafi
stjórnað vopnasölunni á bak við
tjöldin og „falsað opinber skjöl“ til að
hægt yrði að selja um 6.500 tonn af
vopnum til Króatíu og Ekvadors á
árunum 1991-1995. Á þessum tíma
höfðu Argentínumenn skuldbundið
sig til að virða alþjóðlegt bann við
sölu vopna til þessara landa. Ekva-
dor háði stutt landamærastríð við
Perú árið 1995 og stjórn Argentínu
hafði þá milligöngu um friðarviðræð-
ur ríkjanna.
Dómarinn leggur áherslu á að Me-
nem hafi fylgst grannt með vopna-
sölunni og verndað þá sem stóðu fyr-
ir henni. Menem viðurkennir að hafa
heimilað sölu vopnanna til Panama
og Venezuela en segist ekki hafa vit-
að að þau yrðu send þaðan til Króa-
tíu og Ekvadors.
Urso ákærði einnig Antonio Erm-
an Gonzalez, sem var varnarmála-
ráðherra á þessum tíma, og Martin
Balza, fyrrverandi yfirhershöfð-
ingja, fyrir aðild að samsærinu. Þeir
hafa báðir verið handteknir.
Dómarinn fyrirskipaði rannsókn á
meintri aðild Guido di Tella, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, og Raul Go-
mez Sabaini hershöfðingja að vopna-
sölunni. Kaupsýslumaðurinn Emir
Yoma, fyrrverandi samstarfsmaður
og mágur Menems, er grunaður um
að hafa skipulagt vopnasöluna.
Menem verst ásökunum um aðild að ólöglegri vopnasölu
Ákæran sögð af póli-
tískum rótum runninn
Buenos Aires. AP, AFP.
YFIRVÖLD í Skotlandi sögðu í gær
að verið væri að rannsaka hvers
vegna skoskur fangelsisrakari hefði
verið sendur til Hollands að skerða
hár mannsins sem sakfelldur var
fyrir Lockerbie-sprengjutilræðið.
Abdel Basset Ali al-Megrahi var í
janúar sl. dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir að bera ábyrgð á sprengingu í
farþegaþotu yfir Lockerbie í Skot-
landi árið 1988 en tilræðið varð 270
manns að bana. Réttarhöldin fóru
fram í Camp Zeist í Hollandi og þar
er al-Megrahi í haldi. Fangelsisyf-
irvöld í Skotlandi segja að fangels-
israkari hafi verið sendur með hópi
fangavarða og lögreglumanna til
Camp Zeist til að klippa al-Megrahi
og að rakarinn hafi komið til baka
með sömu flugvél. Förin hafi ekki
verið á kostnað skattborgaranna,
því laust sæti hafi verið í vélinni sem
hvort eð er hafi verið á leið til og frá
Camp Zeist.
Til Hollands að
klippa fanga
Edinborg. AP.