Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 22

Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Japan leggja nú fast að stjórn Bandaríkjanna að framselja bandarískan hermann sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á eyjunni Okinawa. Hefur töfin á framsali her- mannsins valdið töluverðri spennu í samskiptum ríkjanna og héraðs- þing Okinawa samþykkti í gær ályktun þar sem Bandaríkin eru gagnrýnd fyrir að „halda hlífi- skildi“ yfir hinum grunaða. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, skoraði á Banda- ríkjaher að taka sem fyrst „rétta ákvörðun“ um framsalsbeiðnina skömmu eftir að hann kom aftur til Tókýó eftir ferð til Bandaríkj- anna og Evrópu. Mikill fjöldi Bandaríkjamanna Áður hafði yfirmaður japanska hersins, Nakatani hershöfðingi, áréttað beiðni Japana um að her- maðurinn yrði framseldur til jap- anskra yfirvalda. Hann sagði í samtali við Paul Wolfowitz, aðstoð- arvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, að frekari töf á framsalinu myndi valda enn meiri ólgu á Ok- inawa þar sem mikillar óánægju hefur gætt vegna fjölda banda- rískra hermanna á eyjunni. Af um 48.000 bandarískum hermönnum í Japan eru 26.000 í herstöðvum á Okinawa. Makiko Tanaka, utanríkisráð- herra Japans, hringdi í Colin Pow- ell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, til að óska eftir því að hermaðurinn yrði framseldur sem fyrst. Héraðsþing Okinawa samþykkti einróma ályktun þar sem hvatt er til þess að samningi ríkjanna um lagalega stöðu bandarískra her- manna í Japan verði breytt. „Bandaríkjamenn nota samninginn til að halda hlífiskildi yfir hinum grunaða og hafna beiðnum okkar um framsal hans, jafnvel þegar um er að ræða svo svívirðilegan glæp,“ sagði í ályktuninni. Lögreglan telur að hermaður- inn, Timothy Woodland, hafi nauðgað japanskri konu á bíla- stæði vinsæls ferðamannastaðar á Okinawa í vikunni sem leið. Wood- land heldur fram sakleysi sínu og er í vörslu bandarísku herlögregl- unnar en færður til yfirheyrslu hjá japönsku lögreglunni á hverjum degi. Samkvæmt samningi ríkjanna þarf ekki að framselja bandaríska hermenn til japanskra yfirvalda fyrr en þeir eru ákærðir formlega. Mikil mótmæli eftir að þrír her- menn nauðguðu tólf ára japanskri stúlku árið 1995 urðu hins vegar til þess að Bandaríkjastjórn féllst á að taka framsalsbeiðnir til at- hugunar áður en ákærur væru birtar. Bandarískur hermaður var t.a.m. framseldur áður en hann var ákærður fyrir morðtilraun nálægt Nagasaki árið 1996. Hann var síð- ar dæmdur í 13 ára fangelsi. Lögreglan á Okinawa vill að Woodland verði framseldur til að hægt verði að ljúka rannsókninni sem fyrst. Bandaríkjastjórn leggur hins vegar áherslu á að málið sé flókið og verja þurfi réttindi Woodlands. Eins og venja er í Japan hefur Woodland ekki haft hjá sér lög- fræðing við yfirheyrslurnar. Hann hefur hins vegar fengið túlk. Japanir knýja á um framsal á bandarískum hermanni Tókýó. AP. AP Námsmenn á Okinawa hrópa vígorð gegn Bandaríkjunum og krefjast þess að bandaríski hermaðurinn verði framseldur án tafar. Mikil ólga á eynni Okinawa í Japan vegna deilna um nauðgunarmál GUY Verhoefstadt, forsætisráð- herra Belgíu sem tók við formennsk- unni í ráðherraráði Evrópusam- bandsins (ESB) um mánaðamótin, hvatti á miðvikudag stjórnvöld ESB- ríkjanna til að taka sig saman um að búa til Evrópusamband sem starfi í betri snertingu við hinn almenna borgara, verði lýðræðislegra og fái í auknum mæli eigin tekjustofna. Með þessari yfirlýsingu fyrir Evrópu- þinginu í Strassborg hleypti Ver- hoefstadt af stað umræðu um það hvert Evrópusamruninn skuli stefna næsta áratuginn. Sagði hann höfnun írskra kjósenda á Nice-sáttmálanum svokallaða í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði væri sterk vísbend- ing um að sambandið ætti í vanda með eigin sjálfsímynd. Nice-sáttmál- anum var fyrst og fremst ætlað að búa ESB í stakk til að taka inn á næstu árum allt að tólf ný aðildar- ríki, sem flest eru í Mið- og Austur- Evrópu. „Evrópusambandið á í al- varlegum vanda,“ sagði Verhoef- stadt, „það hefur tapað tengslunum við borgarana (...). Við verðum að leggja drög að grundvallarendurbót- um á sambandinu.“ Á leiðtogafundinum í lok for- mennskumisseris Belgíu í desember, sem haldinn verður í Laeken, stefnir stjórn Verhoefstadts að því að sam- þykkt verði ályktun sem leggi grunninn að nýrri lotu viðræðna um frekari „dýpkun“ ESB-samstarfsins sem nái svo hámarki með nýjum stofnsáttmála árið 2004. Evru-undirbúningur forgangsmál Í tilefni af formennskuskiptunum lýsti Verhoefstadt því yfir á mánu- dag að á formennskutímabilinu fram að næstu áramótum muni belgíska stjórnin gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja að allt færi vel er evruseðlar og -mynt verða sett í um- ferð í evrulöndunum tólf frá og með 1. janúar 2002. „Að koma evruseðlunum og mynt- inni í umferð er áberandi stærsta verkefnið,“ sagði Verhoefstadt á blaðamannafundi í Brussel á fyrsta vinnudegi belgíska formennskumiss- erisins. „Við viljum ganga algerlega úr skugga um að allar viðeigandi ráðstafanir séu gerðar til að tryggja vandkvæðalaus myntskipti.“ Þýzk mörk, franskir frankar og aðrir hefð- bundnir gjaldmiðar aðildarlanda myntbandalagsins verða teknir úr umferð og verða verðlausir um mitt ár 2002. Sagði Verhoefstadt að stjórn hans myndi gera ítarlega skýrslu um myntskiptaundirbúninginn fyrir aukaleiðtogafund sem haldinn verð- ur í Gent í október. Haldið dampi í aðildarvið- ræðum og aðstoð við Afríku Meðal annarra forgangsmála á verkefnaskrá belgísku formennsk- unnar sagði Verhoefstadt vera að halda dampi í aðildarviðræðunum við þau 12 ríki sem nú bíða inngöngu í sambandið. Þá þurfi líka að finna lausn á því hvað gera skuli í kjölfar þess að Írar felldu Nice-sáttmálann. Þá tiltók Verhoefstadt að hann vonaðist til að ESB-ríkin 15 næðu saman um að styrkja samstarfið sín í milli í innflytjendamálum og barátt- unni gegn skipulögðum glæpum. Á sviði utanríkismála vildu Belgar gjarnan beina sjónum ESB betur að vandamálum stríðshrjáðrar Mið- Afríku, auk þess að halda áfram fyrri áherzlum á að koma á stöðugleika á Balkanskaga og í Mið-Austurlöndum og á samvinnu við Rússland. Þetta er í ellefta sinn sem Belgía gegnir formennskuhlutverkinu. Spánverjar taka við því um næstu áramót, en síðari helming ársins 2002 gegna Danir því. Átak í umbót- um á ESB Brussel. AP, AFP. Belgía tekin við formennsku í ráðherraráði ESB RÁÐHERRAR Evrópusam- bandsins (ESB) hafa sam- þykkt breska tillögu sem heimilar lögreglumönnum að fá aðgang að skrám sem inni- halda upplýsingar um síma- notkun, tölvupóstsendingar og Netnotkun einstaklinga. Framkvæmdastjórn ESB ásamt Evrópuþinginu er mjög mótfallin tillögunni, sem þau segja að ógni persónufrelsi og mannréttindum þegna sam- bandsins. Hingað til hefur síma- og Netfyrirtækjum verið heimilt að beita notendaskrám aðeins við innheimtu gjalda og skylt að eyða þeim eða gera þær ópersónugreinanlegar jafnóðum. Bresk stjórnvöld segja lagabreytinguna nauð- synlega til að auðvelda lög- reglunni að taka á glæpum eins og barnaklámi og pen- ingaþvætti. Formaður opin- berrar breskrar nefndar um persónuvernd segir breyt- inguna hins vegar stangast á við ákvæði í Mannréttindasátt- mála Evrópu. Friðhelgi ógnað? Brussel. The Daily Telegraph. Lagabreytingar í Evrópusambandinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.