Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÚSLÍMSKIR hirðingjar í Kasmír-héraði á landamær- um Indlands og Pakistans bera aldraðan hindúa í píla- grímsför til helga hellisins Amarnath í gær. Um það bil þrjú þúsund hindúar hófu í byrjun vikunnar árlega pílagrímsför til þessa helgistaðar, sem er í um 17 þús- und feta hæð í Himalajafjöllum í Kasmír. Öryggisgæsla er ströng vegna tíðra ofbeldisverka aðskilnaðarsinna í héraðinu. Reuters Pílagrímsför DEILDARSTJÓRI innan félags- þjónustunnar á Nýja-Sjálandi hefur höfðað mál gegn ríkinu vegna þess að hún var ekki endurskipuð í emb- ætti en ráðningarsamningur hennar rennur út á fimmtudag. Starfsmaðurinn, Christine Rank- in, hefur verið áberandi og að sama skapi umdeild í starfi en hún var skipuð í embætti af fyrri ríkisstjórn. Rankin heldur því fram að Helen Clark forsætisráðherra hafi haft að engu þær siðvenjur sem viðgangast í landinu um embættisskipanir þegar hún ákvað að endurráða hana ekki. Christine Rankin segir ástæðuna vera umkvartanir undirmanns for- sætisráðherra en hann mun hafa tjáð Rankin að klæðnaður hennar valdi samstarfsmönnum hennar óþægind- um. „Hann sagði að honum hefði lið- ið illa í návist minni frá fyrstu kynn- um vegna klæðaburðar míns.“ Fyrir rétti viðurkenndi umræddur starfsmaður, Mark Prebble, að hafa gagnrýnt Rankin þegar þau hittust í fyrsta sinn fyrir ósæmilegan og móðgandi klæðaburð. „Mér brá hvað hún var í flegnum fötum. Mér fannst þau sýna óþægilega mikið, mér fannst það ósæmilegt.“ Þá bar Prebble að slíkur klæðnaður væri ekki við hæfi fyrir yfirmann í opin- beru starfi auk þess sem opinberir starfsmenn ættu að klæðast gráum fötum. Málið hefur vakið mikla athygli á Nýja-Sjálandi og nýsjálenskar kon- ur hafa ákveðið að sýna Rankin sam- stöðu með því að mæta til vinnu klæddar stuttum pilsum og með stóra lokka í eyrunum á föstudag. Málaferli gegn nýsjálenska ríkinu Rekin fyrir klæðaburð Wellington, Nýja Sjálandi. AFP. NÁKVÆMLEGA á þeim stað þar sem bolsévíkar myrtu rússnesku keisarafjölskylduna fyrir nær 83 árum er mikil kirkja farin að teygja sig til himins. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan og heldra fólk í landinu eru nú seint og um síðir að endurheimta Romanov- fjölskylduna í sinn hóp. Keisaradæmið var í raun þurrkað út úr sovéskri þjóðarvit- und í sjö áratugi uns umbóta- stefnan (perestrojka) gerði rúss- neskum almenningi kleift að fara að líta aftur til keisaratímans. Þessa dagana koma Rússar til að votta virðingu sína á þeim stað þar sem morðin voru framin og þar sem kappsamir verðir bylt- ingarinnar reyndu að breiða yfir glæp sinn. Þessir nútíma pílagrímar njóta mikils stuðnings kirkjunnar og rússneskra stórfyrirtækja, sem reiða af hendi stórfé til fjölda nýrra bygginga í bænum Jekater- ínborg til heiðurs píslarvottunum. Fyrir skömmu var komið fyrir bitum í kirkjunni sem stendur þar sem einu sinni rann blóð keisara- fjölskyldunnar. Nikulás II, Alexandra keis- araynja, börn þeirra fimm og fjórir þjónar voru myrt í húsi kaupsýslumanns í Jekaterínborg 17. júlí 1918 þegar rússneskir hvítliðar nálguðust óðfluga. Húsið stóð til 1977 er stjórnmálaráði sovéska kommúnistaflokksins bár- ust fregnir um að keisarasinnar færu í pílagrímsferðir til stað- arins. Sá sem gaf skipun um að húsið skyldi jafnað við jörðu var leiðtogi flokksins á staðnum, ung- ur maður á uppleið, Borís Jeltsín. Flagga hollustunni Á meðan Sovétríkin voru og hétu sýndi rétttrúnaðarkirkjan lítinn áhuga á keisaratímanum. Nú eru kirkjunnar menn skyndi- lega og af miklum ákafa farnir að flagga hollustu sinni við píslar- vottana. Í fyrra voru meðlimir keis- arafjölskyldunnar teknir í dýr- lingatölu og á staðnum þar sem kirkjan er að rísa er íkonamynd af fjölskyldumeðlimunum sem sjö dýrlingum. Í skóglendi nokkra kílómetra fyrir utan bæinn hafa verið reistar sjö timburkirkjur yf- ir gryfju þar sem bolsévíkarnir reyndu að fela líkin. „Við lítum svo á að þetta svæði allt sé helgistaður,“ sagði Vikenty erkibiskup, sem fyrir skömmu tók á móti Mikael prins af Kent í Bretlandi, afkomanda Romanov- fjölskyldunnar, í Jekaterínborg. Prófessor George Zaitsev, son- ur Hvítrússa, fæddist í útlegð í Kína og var í fámennum hópi sér- fræðinga sem fundu bein keis- arafjölskyldunnar árið 1978, var óvæginn í orðum um bygginga- framkvæmdirnar. „Þetta er of mikið. Allt, allt of mikið,“ sagði Zaitsev. „Ég held að keisarinn hefði ekki orðið hrifinn af þessu, svona miklum byggingum á morð- staðnum. Í mörg ár vildi kirkjan ekki kannast við að beinin væru af keisaranum, og sjá nú þetta,“ sagði hann og benti á einn bygg- ingakranann. „Kirkjan, sjáðu til, (forkólfar hennar) hafa enn sov- éska hugsunarháttinn.“ Rússar votta myrtri keis- arafjölskyldu virðingu sína Jekaterínborg. NÚ LÍTUR út fyrir að lögsaga yfir Voga-flugvelli í Færeyjum, eina flugvellinum á eyjunum, muni fær- ast í hendur Færeyinga fljótlega, þ.e. án þess að uppfyllt verði ósk þeirra um að búið verði að gera dýrar umbætur á vellinum áður en danska ríkið afsalar sér eignarrétti yfir honum. Um margra ára skeið hafa verið í gangi flóknar viðræður milli full- trúa danska samgönguráðuneytis- ins og færeysku landstjórnarinnar um að lögsagan yfir flugvellinum færist í hendur Færeyinga, en ekki hefur tekizt að ljúka þeim fyrst og fremst vegna ágreinings um kröfur Færeyinga þess efnis, að búið verði að gera nauðsynlegar umbætur á honum fyrst, og það á kostnað danska ríkisins. Núverandi samgönguráðherra færeysku landstjórnarinnar, Bjarni Djurholm úr Þjóðarflokknum, átti nýlega fund með danska sam- gönguráðherranum Jacob Buksti um flugvallarmálið og mælir nú með því að landstjórnin yfirtaki lögsöguna yfir flugvellinum um næstu áramót, þrátt fyrir að ekk- ert samkomulag liggi enn fyrir um endurbætur á vellinum eða fjár- mögnun þeirra. Ákvörðun um það verði að sögn ráðherrans að taka á hæsta pólitíska stigi, þ.e. af for- sætisráðherra Danmerkur og lög- manni Færeyja. Vísar Bjarni Djur- holm til þess, að sama ábyrgðar- og verkaskipting hafi verið viðhöfð við ákvarðanir um flugvallafram- kvæmdir á Grænlandi. Brýnast að lengja flugbrautina Samkvæmt bráðabirgðamati á þeim framkvæmdum, sem þörf er talin á að gera til endurbóta á Vogaflugvelli, er brýnast að lengja flugbrautina, sem kostar á að gizka 1.870 milljónir ísl. króna og að koma upp aðflugsgeislabúnaði, sem kostar um 470 milljónir ísl.kr. Samkomulag bíður um kostun endurbóta Þórshöfn. Morgunblaðið. Lögsaga yfir Vogaflugvelli brátt í hendur Færeyinga Rás 1 Djass öll laugardagskvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.