Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 20
VIÐSKIPTI
20 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
F
R
ÍT
T
Á
N
Æ
S
T
U
L
E
IG
U
HAGNAÐUR Byggðastofnunar
nam 176,5 milljónum á síðasta ári,
samkvæmt rekstrarreikningi.
„Hagnaðurinn skýrist af 300 millj-
óna króna framlagi úr ríkissjóði,
vegna þátttöku Byggðastofnunar í
eignarhaldsfélögum á landsbyggð-
inni,“ segir í ársskýrslu.
Rekstrargjöld voru alls rúmlega
929 milljónir en vergur rekstrar-
kostnaður var um 177 milljónir
króna og lækkar um 7,8% frá fyrra
ári. Lífeyrisskuldbindingar stofnun-
arinnar námu 382 milljónum í árs-
byrjun 2000 en voru 413 milljónir í
árslok. Þær hækkuðu því um 31
milljón á árinu. Eigið fé var í árslok
1.743 milljónir króna og jókst um 227
milljónir á árinu. Byggðastofnun
nýtur framlags úr ríkissjóði en upp-
hæð þess er ákveðin á fjárlögum og
nam 202 milljónum á árinu 2000.
Framlag ríkisins vegna eignarhalds-
félaga nam 300 milljónum og fram-
lag vegna afskriftareiknings nam
100 milljónum. Heildarútlán hækk-
uðu á árinu 2000 um 2.067 milljónir
króna eða 24%. Vanskil í hlutfalli við
útlán voru 5,2% en höfðu verið 3,3%
1999.
Styrkir Byggðastofnunar til at-
vinnuráðgjafar víða um land námu
alls um 109 milljónum og hlutafjár-
framlög stofnunarinnar námu 110
milljónum. Smærri styrkir til ýmissa
verkefna námu tæpum 33 milljónum.
Alls námu útborgaðir styrkir
Byggðastofnunar á árinu 2000 rúm-
um 267 milljónum króna.
Byggðastofnun
skilar hagnaði
STJÓRN Samtaka atvinnulífsins
hefur sent frá sér ályktun þar sem
m.a. er lýst yfir áhyggjum af mikilli
gengislækkun krónunnar undan-
farna mánuði, vaxandi verðbólgu-
þrýstingi af þeim sökum og versn-
andi afkomu fyrirtækja. Samtökin
telja að hefja þurfi ferli vaxtalækk-
ana, lækka skattbyrði atvinnulífsins
og hraða einkavæðingu.
Enn fremur lýsa samtökin yfir
sérstökum áhyggjum af minnkandi
tiltrú á atvinnulífið og af þeim efna-
hagssamdrætti sem nú virðist haf-
inn, eins og segir í ályktuninni.
„Samtökin telja að þróun gengis
og verðlags á næstu mánuðum skipti
sköpum um hvort þau markmið
kjarasamninga á almennum vinnu-
markaði náist og að hér takist að
tryggja áfram efnahagslegan stöð-
ugleika og treysta lífskjör.“
Í ályktuninni segir einnig að
launakostnaður íslenskra fyrirtækja
hafi vaxið mun meira en í nágranna-
löndunum og jafnframt hraðar en
framleiðni fyrirtækjanna.
Lækka þarf
skatta og vexti
Samtökin telja að treysta þurfi
tiltrú á atvinnulífið og að spornað
verði gegn því að samdráttur verði of
mikill. Segja þau að lækka þurfi
vexti því til mótvægis. „Það er trú
samtakanna að lækkun vaxta á næst-
unni muni ekki ýta undir verðbólgu,
því hún stafar einkum af gengis-
lækkun undanfarinna mánaða en
ekki af eftirspurnarþrýstingi.“
Eins og áður segir er lagt til að
skattar á atvinnulífið verði lækkaðir
og eru ítrekaðar fyrri tillögur sam-
takanna um lækkun tekjuskattshlut-
fallsins í 15%, afnám eignarskatts og
afnám stimpilgjalda. Lagt er til að
ráðist verði í slíkar breytingar strax í
haust sem myndu taka gildi í árs-
byrjun 2002.
Samtök atvinnulífsins telja nauð-
synlegt að einkavæðingu opinberra
fyrirtækja verði hraðað og fagna þau
fyrirhugaðri sölu á þriðjungi hluta-
bréfa í Landsbanka Íslands.
Stjórn Samtaka atvinnulífsins ályktar um efnahagsmál
Auka þarf tiltrú á
íslenskt atvinnulíf
SEÐLABANKI Íslands hefur end-
urskoðað gengisskráningarvog
krónunnar í ljósi utanríkisviðskipta
ársins 2000. Nýja vogin tekur gildi
eftir gengisskráningu í dag. Geng-
isskráningarvogin er endurskoðuð
árlega í ljósi samsetningar utanrík-
isviðskipta árið áður.
Helstu breytingar frá fyrri vog
eru að vægi Bandaríkjadals eykst
um 1,7% og vægi norsku krónunnar
lækkar um 1,5%. Í tilkynningu
Seðlabankans kemur fram að aukið
vægi Bandaríkjadals skýrist af
auknu vægi hans í þjónustuviðskipt-
um svo og auknu vægi þjónustu-
viðskipta í utanríkisviðskiptum.
Vægi Bandaríkjadals í gengisskrán-
ingarvog hefur aukist jafnt og þétt á
síðustu árum. Árið 1997 var það
22,4% en er í ár 27,0%. Minna vægi
norsku krónunnar skýrist að stórum
hluta af minni vöruinnflutningi frá
Noregi.
Markmiðið er að gengisskráning-
arvogin endurspegli ætíð eins vel og
kostur er samsetningu utanríkisvið-
skipta þjóðarinnar, bæði vöru- og
þjónustuviðskipta, að því er segir í
tilkynningu Seðlabankans.
Gengisskráningarvog krónunnar endurskoðuð
Aukið vægi Bandaríkjadals JÓHANN Óli Guðmundsson er nústærsti hluthafi í Lyfjaverslun Ís-
lands og á 35,12% hlutabréfanna
samkvæmt nýjum hluthafalista.
Ekki er ljóst hvort Jóhann Óli getur
nýtt sér eignarhlut sinn til að greiða
atkvæði um tillögu er varðar hann
sjálfan á hluthafafundi Lyfjaversl-
unar sem haldinn verður nk. þriðju-
dag.
Á hluthafafundinum verða m.a.
greidd atkvæði um tillögu frá hlut-
höfum í félaginu um að leita eftir
ógildingu eða riftun á samningi um
kaup á öllu hlutafé í Frumafli hf. af
Jóhanni Óla Guðmundssyni.
Í 82. grein laga um hlutafélög seg-
ir: „Óheimilt er hluthafa sjálfum,
með umboðsmanni eða sem umboðs-
maður fyrir aðra, að taka þátt í at-
kvæðagreiðslu á hluthafafundi um
málsókn gegn honum sjálfum eða
um ábyrgð hans gagnvart félaginu.
Sama á við um málsókn gegn öðrum
eða um ábyrgð annarra ef hluthafi
hefur þar verulegra hagsmuna að
gæta sem kynnu að vera andstæðir
hagsmunum félagsins.“
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun fundarstjóri á hlut-
hafafundinum á þriðjudag væntan-
lega skera úr um hvort Jóhann Óli
telst atkvæðisbær eða hvort um-
rædd lagagrein á við í þessu tilviki.
35,12% hlutur Jóhanns Óla í L.Í.
Réttur óljós á
hluthafafundi
%-
&-
!-
)-
*-
"-
(-
'-
$-
%+-
. / 0 1
2 3
4 5 -
-2-
3
6/ 7
89
-2-
4 : ;/
2
-2-
2 ;/
<,2 /:-
7=:
/:-
> ?@
/:-
2 /
/
&%+#(
")#"
!+#$
&%#$
%)#"
%)#"
$#"
'#$
"#'
"#!
&+(#&
"++#+
!*#%&
%+#((
*#%)
!#""
&#))
&#)!
%#"+
%#)!
%#%!
%#+*
!)#*!
%++#++
GJALDEYRISFORÐI Seðlabank-
ans dróst saman um 1,2 milljarða
króna í júní og nam 35,8 milljörðum í
lok mánaðarins. Gengi íslensku
krónunnar, mælt með gengisvísitölu,
styrktist um 0,6% í mánuðinum.
Gjaldeyrisstaða Seðlabankans
nettó nam 6,8 milljörðum króna,
dróst saman um 5 milljarða króna,
að því er fram kemur í frétt Seðla-
bankans. Bankinn seldi gjaldeyri á
millibankamarkaði fyrir 2,5 millj-
arða króna. Erlend skammtímalán
bankans jukust um 3,8 milljarða
króna í mánuðinum og námu 29
milljörðum króna í júnílok.
Kröfur Seðlabankans á innláns-
stofnanir lækkuðu lítillega í júní og
námu 42,4 milljörðum króna í lok
mánaðarins. Kröfur á aðrar fjár-
málastofnanir jukust aftur á móti í
um 1,1 milljarð króna og voru 23,9
milljarðar króna í lok mánaðarins.
Nettókröfur bankans á ríkissjóð og
ríkisstofnanir hækkuðu um 0,2 millj-
arða króna í júní og voru neikvæðar
um 13,5 milljarða króna í lok mán-
aðarins, þ.e. nettóinnstæður ríkis-
sjóðs námu 13,5 milljörðum króna.
Grunnfé bankans dróst saman um
3,9 milljarða króna í júní og nam 30
milljörðum króna í lok hans.
Gengið styrktist um
0,6% í júnímánuði
GENGISVÍSITALA krónunnar var
137,4 stig við lokun markaða í gær.
Er það um 1,67% styrking frá opnun
í gærmorgun. Töluverð viðskipti
voru á gjaldeyrismarkaði eða um
10,5 milljarðar.
Krónan styrk-
ist um 1,67%