Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#
$
%
& &
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FEGURÐ þess að vera frjáls og virða
fyrir sér lífið og tilveruna, er snar
þáttur í vitund göngumannsins í skjóli
gróðurlendis sem umleikur mann-
fólkið með nálægð sinni og er um leið
svo viðkvæmt fyrir ágangi.
Þannig horfir Laugardalurinn við
þegar fólk drífur að, úr öllum áttum
þjóðfélagsins til að samræma frið bak
við skarkala mannlífsins. Það eru
óþrjótandi gönguleiðir í allar áttir
sem teygja anga sína að fjölskyldu-
og húsdýragarði, tjaldstæði borgar-
innar, Laugardalslauginni og fjölda
íþróttamannvirkja.
Dalurinn er með fallegustu útivist-
arsvæðum okkar á höfuðborgarsvæð-
inu, fellur svo fallega saman við nátt-
úruperlu Grasagarða Reykjavíkur.
Garðurinn heldur upp á fjörutíu
ára afmæli með vor- og sumardag-
skrá sem stendur til 1. september
2001.
Ekki gleyma Þvottalaugunum sem
eru minnisvarði um gengnar kynslóð-
ir og máttu strita óvarðar fyrir veðri
og vindum við þvottana í tæpa þrjá
áratugi. Þar var ekki hörgull á vatni.
Þetta voru konurnar sem áttu ekki í
önnur hús að venda og gerðu allt án
þess að kveinka sér.
Þær lögðu grunninn að tilvist okk-
ar með fúsu framlagi sínu til sam-
félagsins. En tímarnir breytast og
mennirnir með, við erum misjafnlega
undir það búin að takast á við tilvist
okkar hér á jörðu. Við erum eins og
titrandi strá sem tilbiður guð sinn og
deyr nema okkur er gefið val sem
okkur gengur misvel að nýta. Það
skiptir í raun ekki máli, við förum
sömu leið og stráið, það má sín lítils
og verður að lúta vilja náttúrunnar en
við verðum að lúta fyrir hvort öðru.
Þannig er lífsbaráttan okkur háð.
21. öldin verður engin undantekning
hvað varðar erfiðleikatímabil í lífi
okkar. Verst er að upplifa þær kring-
umstæður sem góðæristalið hefur
skapað. Það þróaðist hægt en örugg-
lega, óáreitt, án athugasemda á með-
an uppsveiflan stóð sem hæst. Afleið-
ingarnar láta ekki á sér standa.
Stöndum við kannski andspænis
nýju vandamáli til að fást við næstu
þrjá áratugi? Skuldsetning heimil-
anna og einstaklinga sem létu freist-
ast. Í upphafi skal endirinn skoðaður.
Það auðveldar okkur að takast á við
vandann, annars gengur dýrið laust.
Sjálfstæði seðlabanka ræður hérna
ferðinni. Ekki hægt að taka af Seðla-
bankanum það sem allir vildu, frelsi
til gengislækkunar krónunnar, sem
rífur upp verðbólguna um stundar-
sakir til að rétta hlut lánardrottna. Til
lengri tíma litið ætti verðbólgan að
fara minnkandi og verða ásættanlegri
fyrir þá skuldsettustu.
Það er borin von að lausnin sé
handan við hornið. Þetta er viðvar-
andi vandamál, ekki staðbundið.
Þetta er afleiðing af gríðarlegri um-
fjöllun um hagvöxt og góðæri, sem
engin takmörk voru sett.
Hver verður afleiðingin
af niðursveiflunni?
Ef góðærið snýst upp í andhverfu
sína verður ekki um frelsi að ræða
heldur fjötra hjá þeim sem fóru fram
úr sjálfum sér. Nú velta menn fyrir
sér hvað sé verðbólga og hvaða gerð-
ar afbrigðið sé, með öðrum orðum,
hverjar verða afleiðingarnar. Versn-
andi lífskjör sem taka við af góðæris-
umfjölluninni.
ÁRNI FINNBOGASON,
Engjaseli 3, Reykjavík.
Friður og ró
í miðri borg
Frá Árna Finnbogasyni:
ÞRIÐJA heitið í Þjóðarátaki VÍS og
ESSO gegn umferðarslysum snýr
að öryggi barna í bílnum og hljóðar
svo: „Ég heiti því að tryggja öryggi
barna minna í bílnum“. Til allrar
hamingju hugar mikill meirihluti
foreldra og annarra forráðamanna
barna vel að öryggi þeirra í bílnum.
Athuganir hafa þó sýnt að um 10%
barna eru höfð í bílsæti án sérstaks
öryggisbúnaðar.
Slysum á börnum í bílum und-
anfarin ár hefur fjölgað hlutfallslega
meira en slysum á gangandi börn-
um. Meðaltal síðustu fimm ára sýnir
að 85 börn á aldrinum frá fæðingu
til 14 ára slasast árlega sem farþeg-
ar í bíl en 36 börn slasast sem gang-
andi vegfarendur. Með notkun ör-
yggisbúnaðar væri hægt að koma í
veg fyrir mörg þessara slysa og
draga úr alvarlegum áverkum í öðr-
um tilvikum.
Það er ekki nóg að nota öryggis-
búnað. Hann verður að vera réttur.
Hafa þarf í huga að ekki á sama við í
þeim efnum um nýfætt barn og barn
sem orðið er tveggja ára. Foreldrar
og forráðamenn barna verða að
breyta um öryggisbúnað eftir því
sem barnið stækkar og vera sífellt
vakandi fyrir því að öryggisbúnað-
urinn sem er í bílunum komi að
gagni.
Gott dæmi um þetta eru öryggis-
púðar. Þeir eru góður varnarbún-
aður fyrir fullorðið fólk með bílbelti
en geta reynst lífshættulegir börn-
um og fólki, sem er minna en 140 sm
og undir 40 kg að þyngd. Hættan
felst í því að við árekstur þenst púð-
inn út af svo miklu afli að lendi hann
á höfði eða ofarlega á efri hluta lík-
ama barns getur það leitt til alvar-
legra áverka og jafnvel dauða.
Samkvæmt lögum skal ökumaður
sjá til þess að barn undir 15 ára
aldri noti öryggisbúnað. Börnin eru
í bílnum á okkar ábyrgð. Leggjumst
því öll á eitt og tryggjum öryggi
þeirra, notum samþykktan örygg-
isbúnað og berum okkur rétt að við
notkun hans.
GERÐUR BJÖRK
GUÐJÓNSDÓTTIR,
markaðsfulltrúi VÍS.
Tryggjum öryggi
barna okkar í bílnum
Frá Gerði Björk Guðjónsdóttur: