Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 44

Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ✝ Guðrún Kjartans-dóttir fæddist í Hafnarfirði hinn 1. febrúar 1943. Hún lést 3. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Kjartan Guð- mundsson vélsmiður f. 20.10. 1911, d. 17.1. 1992 og Hugborg Guðjónsdóttir mat- ráðskona f. 1.7. 1914, d. 12.12. 1990. Guð- rún átti einn bróður, Ómar Önfjörð f. 27.7. 1946 og býr hann í Hátúni 10b í Reykja- vík. Guðrún giftist Gústavi Sófus- syni verslunarmanni árið 1964 og áttu þau saman þrjá syni: 1) Kjart- an, f. 29.12. 1962, maki Guðlaug, f. 14.3. 1962, börn þeirra eru Guð- rún, f. 10.2. 1985, Ylfa Marín, f. 2.10. 1991, og Guðlaug Vala, f. 23.8. 1999. 2) Gústav, f. 27.10. 1964, maki Guðrún, f.12.6. 1969, börn þeirra eru Kar- en, f. 11.8. 1993, og María, f. 11.8. 1996. 3) Sófus, f. 9.8. 1970, maki Sólrún Adda, f. 8.2. 1968, dóttir þeirra er Sara Lov- ísa, f. 27.9. 1995. Guðrún lauk námi frá Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði árið 1959 og hóf þá störf hjá vátrygging- arskrifstofu Sigfús- ar Sighvatssonar í Lækjargötu í Reykjavík. Árið 1969 hófu hjónin rekstur matvöruversl- unarinnar Arnarkjörs í Garðabæ, árið 1985 lauk hún námi í snyrti- fræði og hóf rekstur Snyrtihallar- innar við Garðatorg í Garðabæ ásamt innflutningi á snyrtivörum. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Okkur langar til að minnast móð- ur, tengdamóður og ömmu sem lést eftir langvinn veikindi á Grensás- deild 3. júlí sl. Mamma ætlaði sér ekki að gefast upp fyrir sínum sjúk- dómi og í mörg ár átti hún við mikil og erfið veikindi að etja. En síðustu 6 mánuðir voru henni erfiðastir. Rétt fyrir andlát mömmu orðaði pabbi svo fallega við hana að nú skyldi hún hvíla sig og fara að sofa og það var eins og við manninn mælt hún slak- aði á og sofnaði svefninum langa, sem var virkilega hennar hvíld og friður. Nú er hún komin á undur- fagran stað þar sem veikindi og þjáning eru ekki til. Mamma var ein- staklega hlý, góð og glæsileg í alla staði. Það var ósjaldan sem hún gaf góð ráð og vildi öllum vel. Meðan við bræður gengum í skóla var hún alltaf til staðar þegar við komum heim og hugsaði vel um okkur. Foreldrar hennar komu oft í heimsókn, þau voru mjög náin og eigum við margar góðar minningar frá þeim tímum. Henni þótti gaman að ferðast jafnt innanlands sem utan og lét hún þá ekki veikindi sín aftra sér frá því að fara hvort sem það var upp í sveit eða erlendis. Pabbi hugsaði einstak- lega vel um hana og meira en hægt var að ætlast til, hún talaði um það sjálf hvað hún var heppin að eiga svona góðan mann. Þau hjónin ráku saman matvöruverslunina Arnar- kjör í Garðabæ. Hún útskrifaðist sem snyrtifræð- ingur og stofnaði sína eigin snyrti- vöruverslun, Snyrtihöllina í Garða- bæ, árið 1985, tveimur árum síðar veiktist hún og varð að hætta rekstri, hún hætti þó ekki alveg því að hún var atorkusöm þrátt fyrir veikindin og fór út í innflutning á snyrtivörum og var í því í nokkur ár. Elsku pabbi, þú hefur staðið þig eins og hetja, stutt mömmu í gegnum öll hennar veikindi, það var aðdáunarvert og við erum öll þakklát fyrir það sem þú gerðir fyrir hana, megi guð blessa þig og veita okkur öllum styrk. Kær- ar þakkir viljum við senda þeim sem heimsóttu hana og þeirra sem önn- uðust hana á Grensásdeild Landspít- alans. Blessuð sé minning hennar. Sófus, Sólrún og Sara Lovísa. Hinsta stundin var fögur þrátt fyrir tregann, eftirsjána og söknuð- inn. Mér fannst strax þegar við feng- um að sjá þig aftur að andlit þitt lýsti létti og fegurð innri friðar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku besta tengdamamma, ótal minningar æða hring eftir hring í huga mínum. Minningar sem í huga mínum ná langt aftur eða allt til þess tíma þegar við fyrst hittumst. Ég var bara nítján ára. Þú varst ung og glæsileg bústýra í Arnarkjöri og þú varst mamma hans Kjartans. Í kjöl- farið fylgdu öll þau skipti sem ég heimsótti þig í Snyrtihöllina og við spjölluðum saman eða þú sýndir mér stolt nýjar vörur sem þú hafðir verið að fá fyrir verslunina eða snyrtistof- una. Ég tala ekki um allar prufurnar sem þú gafst mér og leiðbeiningarn- ar. Minningar mínar og kærleikur í þinn garð eru þó fyrst og fremst tengdar þakklæti. Þakklæti fyrir það hversu vel þú tókst á móti mér, sem ég vissi alltaf að þú myndir gera, þegar leiðir okkar Kjartans lágu saman á ný. En ekki síst þakklæti fyrir það hversu yndisleg þú varst við Ylfu Marínu. Þú gerðir hana strax að ömmu- og afabarni ykkar Gústa og komst fram við hana í alla staði sem væri hún þitt eigið barna- barn. Fyrir það mun ég að eilífu vera þér óendanlega þakklát. Þessa síð- ustu mánuði hef ég tengst þér enn sterkari og persónulegri böndum en áður ef eitthvað er. Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég sé fyrir mér hvernig birti yfir þér þegar ég kom til þín, hvort sem ég var ein eða með stelpurnar. Ég verð klökk þegar ég hugsa til þess hvernig þú reyndir alltaf í vanmætti þínum að laga peys- una mína eða hvað sem ég var í, setja lásinn á hálsmeninu mínu á réttan stað eða hárið á bak við eyrun þegar ég kom á of miklu spani. Ég sakna þess að finna mjúkan vanga þinn og hlýlegt klapp þitt þegar við sátum bara og vorum bara. Ég minnist þess með hlýju hvern- ig stolt þitt og sjálfsvirðing, sem þrátt fyrir fötlun þína vegna veikind- anna skein í gegn. Hversu gott þér fannst að láta dekra við þig, viðbrögð þín við hinum ýmsu fréttum og ánægju þína þegar voraði og við fór- um út í sólina. Ég veit að þessar stundir skiluðu sér því að þú sagðir mér það á þinn hátt. Þessar stundir ásamt hinum þegar þú varst ekki orðin svona mikið lasin mun ég varð- veita í hjarta mínu og seinna þegar Guðlaug Vala stækkar deilum við þeim líka með henni því eins og ég sagði þér svo oft er svolítil Gunna í henni. Elsku Gunna mín, ég er þess fullviss að nú þegar þú ert laus úr viðjum líkamans og fegurð skapar- ans umlykur þig líður þér vel. Með þá vissu í hjarta bið ég algóðan Guð um að styrkja Gústa, sem stóð eins og klettur við hlið þér öll þessi ár, fjölskylduna alla, ættingja og vini í missi sínum og söknuði. Þín tengdadóttir, Guðlaug. Hún Gunna okkar var glæsileg kona og veraldarvön að sjá. Hún fylgdist með tísku auk þess sem hún hafði auga fyrir fallegu gulli og skarti. Enda rak hún snyrtivöru- verslun um árabil og á þeim velli var hún fagmaður fram í fingurgóma. Heimili þeirra Gunnu og Gústa bar smekkvísi hennar enn fremur glöggt vitni og það var alltaf gott að koma þangað í heimsókn. Við tókum jafnan eftir því hvað allt var í röð og reglu og ekki brást að höfðinglegar veit- ingar voru bornar fyrir gesti er bar að garði þeirra hjóna. Ekki má gleyma blómlegum garðinum með nuddpottinum. Það má því segja að ákveðinn heldri blær hafi fylgt henni Gunnu, alltaf svo elskuleg og indæl. Sérstaklega eru okkur minnisstæðar samverustundirnar á Álfaskeiðinu þar sem fjölskyldurnar komu saman á jólum og við önnur hátíðleg tæki- færi. Þá var glaðst á góðri stund, spilað og fleira skemmtilegt gert. Þessar minningar og svo ótalmargar fleiri ylja okkur um ókomna tíð. Við kveðjum þig að sinni, elsku Gunna okkar, og vottum Gústa, Kjartani, Gústa yngri, Sófusi og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Megi algóður Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ómar bróðir, Sigrún og Hugborg. GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR Í TILEFNI goslokanna 3. júlí 1973 verður göngumessa á Heimaey sunnudaginn 8. júlí. Göngumessan hefst í Landakirkju kl. 10.30 með forspili, signingu og einum sálmi. Þaðan verður gengið upp í gíg Eld- fellsins, að krossinum, en rútuferð verður frá Landakirkju fyrir þá sem vilja taka þátt í messunni en treysta sér ekki til að ganga. Í gígnum held- ur guðsþjónustan áfram með prédik- un, bæn og söng undir forystu Kórs Landakirkju og stjórnanda, sem er Michelle Gaskell. Úr gígnum verður gengið ofan að Skansinum. Guðs- þjónustunni lýkur með blessun og eftirspili í Stafkirkjunni um tólfleyt- ið. Á leiðinni bætum við steinum í „vörðu minninganna“. Eftir þessa göngumessu gæðum við okkur á bollasúpu í garðinum við Stafkirkj- una. Fólk getur komið inn í guðs- þjónustuna á öllum stöðum og tekið þátt í þeim hluta hennar sem hentar. Göngumessa er í eðli sínu guðs- þjónusta á ferð og getur verið merki- leg upplifun að finna á þennan hátt fyrir hreyfingunni í söfnuði Guðs í Vestmannaeyjum. Eyjamenn er sér- staklega hvattir til að koma og minn- ast gleðinnar, en ekki síst til að þakka Drottni með þessum hætti fyrir goslokin ’73. Allir ferðamenn og gestir Eyjanna eru einnig hjartan- lega velkomnir því jarðeldarnir á Heimaey snertu alla landsmenn á einn eða annan hátt á sínum tíma. Eru allir hvattir til að klæða sig eftir veðri og vera vel búnir til fótanna. Sr. Kristján Björnsson. Safnaðarstarf Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Fella- og Hólakirkja. Samræmd heildarmynd, sýning á glerlistaverk- um og skrúða kirkjunnar opin kl. 10– 16. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11– 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laugar- dögum. Létt hressing eftir samkom- una. Allir velkomnir. Kefas, Dalvegi 24. Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður Björg R. Páls- dóttir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólks- ins. Dans, drama, rapp, prédikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Styrmir Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Sameiginleg sam- koma í Hafnarfirði. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Loftsalurinn, Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíufræðsla kl. 12. Ræðu- maður Garth Anthony. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Göngumessa á goslokahátíð NÝVERIÐ lauk Gunnar Ásberg Helgason, í Lambhaga við Hellu, stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Prófið væri ekki í frásögur færandi ef ekki kæmi til ótrúleg þrautseigja og lífsvilji Gunnars Ásbergs sem greindist með krabbamein í heila þegar hann var 14 ára gamall. Eftir heilaskurðaðgerð, sem bjargaði lífi unga mannsins, kom í ljós að Gunnar Ásberg varð sjón- laus, hreyfihamlaður og með skerta heyrn af völdum sjúkdóms- ins. Hann lét það ekki á sig fá held- ur ákvað að halda áfram að mennta sig fyrir lífið. Barböru Cassani, forstjóra lág- fargjaldaflugfélagsins Go, barst til eyrna hetjuleg framganga Gunn- ars Ásbergs á menntabrautinni. Hún ákvað að Go myndi verðlauna nýstúdentinn með flugferð fyrir tvo til London en þangað hefur hann aldrei komið. Árdís Sigurð- ardóttir, ráðgjafi hjá KOM ehf., sem annast kynningarmál fyrir Go, afhenti nýstúdentinum farmiðana til London á heimili hans í Lamb- haga. Árdís Sigurðardóttir afhendir Gunnari Ásberg farmiðana. Go verðlaunar stúdent fyrir þrautseigju FULLTRÚAR Landspítala – há- skólasjúkrahúss og Íslandssíma hafa skrifað undir samning þess efn- is að Landspítalinn flytur talsíma- og farsímaþjónustu sína til Íslands- síma. „Íslandssími átti lægsta tilboð í þessa tvo þætti fjarskiptaþjónustu fyrir Landspítalann. Ríkiskaup efndu til útboðs um fjarskiptaþjón- ustu Landspítalans og fór það fram í mars og apríl. Eftirtaldir aðilar buðu í tal- og farsímaþjónustuna: Talsímaþjónusta: Íslandssími hf. kr. 29.616.907, Fjarskiptafélagið Títan hf. kr. 31.721.674, Lína.Net kr. 43.950.235, Landssími Íslands hf. kr. 48.947.707. Farsímaþjónusta: Íslandssími hf. kr. 7.336.500, Tal hf. kr. 9.626.000, Landssími Íslands hf. kr. 10.769.520. Skrifað var undir samning sl. fimmtudag en hann er til sjö ára. Með samningnum nær Landspítal- inn fram verulegum sparnaði í fjar- skiptamálum. Í útboðsgögnum er gert ráð fyrir að fjöldi símtala í tal- símaþjónustu fari upp í 30 þúsund á dag eða allt að 4.000 á klst. Þá er gert ráð fyrir að fjöldi símtala í far- símaþjónustu fari upp í 700 á dag. Hafist verður handa við tengingar á sjúkrahúsunum innan tíðar en línu- fjöldi í talsímaþjónustu verður 270 og fjöldi farsíma 250. Þjónusta Íslandssíma nær til allra sjúkrahúsa og stofnana Landspítala – háskólasjúkrahúss, þ.m.t. Land- spítalann við Hringbraut, Borgar- spítala í Fossvogi, Landakot, Vífils- staði, Klepp og fleiri stofnana,“ segir í fréttatilkynningu frá Ríkis- kaupum. Landspítali – háskólasjúkrahús flytur símaþjónustu til Íslandssíma Verulegur sparnað- ur næst fram með útboði símaþjónustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.