Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 51
DAGBÓK
Vinningar í Sumarhappdrætti
Sjálfsbjargar
Dregið var 29. júní 2001
Fellihýsi Palmonio Colt ch
kr. 749.900 24424 32542
PHs litsajónvarp 32 tommu 100Hz Ws
kr. 473.790 12811 32464 37898 42830
Ferðavinningur með Úrval Útsýn að
verðmæti kr. 150.000
Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni
kr. 40.000
1773
2102
4852
6126
9211
9233
16549
17555
19377
20818
21559
26572
35232
36049
43345
48473
49208
49404
50172
50642
52233
53011
54154
Þökkum veittan stuðning
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
Hátúni 12, Reykjavík, sími 552 9133
1150 8358 17890 29184 35336 41512 45930 49489 54306
1338 9716 18446 29231 35502 41560 46399 50101 55993
3066 10244 19536 30280 36529 42136 46794 50690
3181 11698 20650 31405 36569 42534 47429 50944
3570 12163 23690 32015 37533 42905 47501 51780
4344 13330 25243 32387 38031 44633 47804 52147
5680 13864 26769 32706 39143 44964 48038 52232
5894 14586 28367 34234 40075 45329 48321 53743
7825 15613 28913 34855 40098 45645 48566 54023
LJÓÐABROT
STÖKUR
Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.
Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
Himneskt er að lifa.
Hannes Hafstein.
„ÞAKKA þér fyrir, makker,“
segir suður af gömlum vana
þegar félagi hans leggur upp
blindan, sem er heldur rýr í
roðinu í þetta sinn. En það
sem suður er í raun að þakka
fyrir er að vestur skyldi ekki
koma út með spaða:
Norður
♠ 64
♥ D76
♦ D8
♣ G108653
Suður
♠ D8
♥ ÁK9
♦ ÁG32
♣ÁD94
Vestur Norður Austur Suður
– – – 2 grönd
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Vestur spilar út tígultíu og
drottning blinds heldur
fyrsta slag. Hvernig er best
að spila?
Auðvitað er þetta bara
svíning fyrir laufkóng, því
ekki er betra að taka fyrsta á
ásinn og treysta á kóng
blankan fyrir aftan. En það
ber að hafa í huga að vestur
kaus tígulútspil fram yfir
spaðann – væntanlega vegna
þess að tígullinn hans er
betri en spaðinn. Ef hægt er
að sannfæra vestur um að
hann hafi hitt á réttu byrj-
unina er hugsanlegt að svín-
ingin í laufi megi misheppn-
ast:
Norður
♠ 64
♥ D76
♦ D8
♣ G108653
Vestur Austur
♠ K107 ♠ ÁG9532
♥ 1084 ♥ G532
♦ K10975 ♦ 64
♣K7 ♣2
Suður
♠ D8
♥ ÁK9
♦ ÁG32
♣ÁD94
Eitt er víst: Þegar vestur
kemst inn á laufkóng í öðrum
slag mun hann vera sérlega
ginkeyptur fyrir því að spila
tígli aftur ef sagnhafi lætur
smáan tígul heima. Hann
mun reyna fyrir sér annars
staðar, sennilega í spaða, því
þar þarf hann minni hjálp frá
makker sínum en í hjarta-
litnum. En ef suður lætur
tígulgosann (!) undir drottn-
inguna eins og hann hafi
byrjað með ÁG tvíspil, eru
allar horfur á því að vestur
sæki tígulinn áfram og þá er
björninn unninn. Einföld og
nánast skotheld blekking,
hvort sem austur sýndir
lengd í tíguldrottninguna eða
frávísar.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
Árnað heilla
STAÐAN kom upp á EM
einstaklinga er lauk fyrir
skömmu á Ohrid í Makedón-
íu. Rússneski stórmeistar-
inn Vladimir Burmakin
(2522) hafði hvítt gegn Alex-
ander Graf (2649). 22.Rf6+!
gxf6 23.Bxh6 f5 23...Kh7
myndi lítt stoða sökum
24.Dh5. 24.Dh5!
Re8 25.Hh4 Bc3
26.Bg5 f6
27.Dh8+ Kf7
28.Hh7+ Kg6
29.Hh6+ Kf7
Svartur yrði mát
eftir 29...Kxg5
30.f4+ Kg4
31.Hh4#. Í fram-
haldinu bíður
hans þó ekki mik-
ið gæfulegri ör-
laga. 30.Dh7+
Rg7 31.Hxf6+
Ke8 32.Hg6! og
svartur gafst upp
enda fátt til varnar þegar
hvítur hefur náð algjörum
yfirráðum á sjöundu reita-
röðinni. Þessi leiftrandi
sóknarskák tefldist í heild
sinni: 1.d4 Rf6 2.Rf3 d5 3.c4
e6 4.g3 Be7 5.Bg2 O-O 6.O-O
c6 7.Dc2 b6 8.Hd1 Ba6 9.Re5
Dc8 10.Bf4 Rbd7 11.Rc3
Db7 12.b3 Hac8 13.e4 h6
14.Rxd7 Dxd7 15.e5 Re8
16.Bf1 Rc7 17.a4 Bb7 18.De2
c5 19.Bg2 cxd4 20.Hxd4 Bb4
21.Re4 De7 o.s.frv.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 6. júlí,
verður níræð Ásta Árna-
dóttir frá Aðalvík á Strönd-
um, nú til heimilis í Hjúkr-
unarheimilinu Skógarbæ.
Hún tekur á móti gestum á
heimili sonardóttur sinnar á
Kópavogsbraut 8, Kópavogi,
á milli kl. 16–19 í dag.
100 ÁRA afmæli. Ídag föstudaginn
6. júlí er 100 ára Kristín Eir-
íkssína Ólafsdóttir, hús-
freyja, Aðalstræti 32 á Ak-
ureyri. Kristín og fjölskylda
taka á móti gestum í Húsi
aldraðra að Lundargötu 7 á
Akureyri frá kl. 16 til 19 á af-
mælisdaginn.
50 ÁRA afmæli. Í dag 6.júlí verður fimmtug
Auður Árný Stefánsdóttir,
aðstoðarskólastjóri, Skipa-
sundi 23, Reykjavík. Af því
tilefni er fjölskyldu, vinum
og kunningjum boðið til
sumargleði í Félagsheimili
Fáks í Víðidal í kvöld kl. 20.
85 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 6. júlí,
verður áttatíu og fimm ára
Sigríður Hansdóttir, til
heimilis í Seljahlíð, Hjalla-
seli 55, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
40 ÁRA afmæli. Á morgun laugardaginn 7. júlíverður fertugur Steinþór Kristjánsson, Lauga-
gerðisskóla, Snæfellsnesi. Í tilefni þess tekur hann á
móti ættingjum og vinum á heimili sínu á afmælisdag-
inn kl. 15-18.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert geðgóður og glöggur
á tölur og átt auðvelt með að
gefa öðrum ráð, sem yfirleitt
reynast vel.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er ekki allt unnið með
fljótheitunum. Betra er að
gera hlutina rétt svo eitt geti
leitt af öðru með eðlilegum
hætti. Farðu þér hægar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú stendur frammi fyrir því
að velja þér áfangastað. Þeg-
ar hann er ákveðinn skaltu
kynna þér sem flest um hann
áður en þú kemur þangað.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Farðu varlega þegar þú átt í
höggi við mann sem veit
meira en þú um tiltekið efni.
Sýndu þekkingu hans virð-
ingu en vertu óttalaus gagn-
vart henni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ef þú venur þig á að tala skýrt
og skorinort kemur ekki til
misskilnings á orðum þínum.
Ekki reikna með að menn geti
lesið hugsanir þínar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú mátt ekki láta hrokann ná
tökum á þér í samskiptum við
aðra. Leyfðu öðrum að njóta
sín líka og þá munu hlutirnir
ganga vel fyrir sig.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þótt þér sé ekki mikið gefið
um mannamót, kemstu ekki
hjá því að sækja sum þeirra.
Slappaðu bara af; það getur
verið gaman að kynnast nýju
fólki.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú mátt ekki láta leiðindi þín
bitna á þínum nánustu.
Gakktu í að finna orsök þess
að þú lætur þér leiðast og
bættu svo úr því hið snarasta.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sýndu lipurð í samskiptum
við samstarfsmenn og yfir-
menn. Láttu jákvæðni þína
smita út frá þér og þá munu
hlutirnir ganga árekstralaust
fyrir sig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Kíktu nú á stöðuna í fjármál-
unum og taktu með í reikning-
inn að upphæðin á kortareikn-
ingnum er farið fé. Sýndu
aðhaldssemi á öllum sviðum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það getur verið freistandi að
notfæra sér góðvild annarra,
en hana verður þú að stand-
ast. Gerðu frekar hlutina
sjálfur; þú færð meira út úr
þeim.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þurfirðu að spyrja af hverju
þú situr alltaf í súpunni,
skaltu íhuga framgöngu þíns
sjálfs. Fyrsta skrefið er svo að
axla þína ábyrgð.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sá sem fer með mannaforráð,
verður umfram allt að vera
sanngjarn. Hefur hver til síns
ágætis nokkuð og þetta snýst
um að nýta hæfileika hvers og
eins.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.