Morgunblaðið - 06.07.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 06.07.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 19. júlí í vikuferð. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 29.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 19. júlí, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 19. júlí, vikuferð. Stökktu til Costa del Sol 19. júlí í viku frá kr. 29.985 11 sæti NÁTTÚRUVERND ríkisins hefur skilað umsögn sinni til Skipulags- stofnunar um mat á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðs álvers í Reyð- arfirði. Í ljósi framlagðra gagna telur Náttúruvernd, að matið sýni að ekki verði um sjálfbæra nýtingu á vatnsorku Íslendinga að ræða og að álverið muni valda mjög mikilli mengun. Matsskýrslan sýni ekki afdráttarlaust að Reyðarfjörður sé heppilegur fyrir „risa álver“, eins og segir í niðurstöðum umsagn- arinnar. Ef af byggingu álvers verður er það skoðun stofnunarinnar, að 280 þúsund tonna ársframleiðsla sé of stórt álver, en í fyrri umsögn sinni taldi Náttúruvernd ríkisins að ekki bæri að leyfa meira en 120 þúsund tonna álver með möguleikum á stækkun, ef rannsóknir sýndu að það væri óhætt. Álver veldur álagi og skemmdum á lífríki Náttúruvernd ríkisins segir það ljóst að mengun muni valda álagi á lífríki og skemmdum á því, bæði í sjó og á landi. „Gróðurfar mun breytast, dýr verða í hættu, t.d. staðbundinn stofn hreindýra o.s.frv. Önnur efni, eins og gróð- urhúsalofttegundir, sem ekki eru talin valda beinum skemmdum, munu stuðla að auknum gróður- húsaáhrifum, sem nú er almennt viðurkennt,“ segir m.a. í umsögn- inni. Náttúruvernd ríkisins segir mjög mikið magn kerbrota koma frá álverinu, eða um 10 þúsund tonn á ári og í þeim séu mjög mengandi efni, s.s. þungmálmar. Samkvæmt matsskýrslu standi til að farga kerbrotunum á landi með frárennsli til sjávar en ekki í flæði- gryfjum eins og til stóð og telur stofnunin það betri kost. En það vekur furðu Náttúruverndar að ekki sé gert ráð fyrir sérstakri hreinsun á frárennsli. Ekki sé fjallað um endurvinnslu á kerbrot- um í matsskýrslunni og heldur ekkert um möguleika á að eyða þeim eiturefnum sem hægt er. „Í ljósi þess magns sem um er að ræða virðist sem að kynslóðir framtíðarinnar eigi að taka við þessum vanda,“ segir ennfremur í umsögn Náttúruverndar. Stofnunin segir að við vissar að- stæður muni styrkur mengunar í lofti verða mjög hár og langt fyrir ofan viðmiðunarmörk, sem mönn- um og skepnum séu ætluð. Einnig sé ljóst að þennan styrk verði að skoða með tilliti til vinnuvernd- arsjónarmiða og hvort yfirleitt sé hægt að leyfa íbúabyggð og dýra- hald innan þynningarsvæðisins. Íbúar eiga rétt á heilnæmu lofti „Þynningarsvæðið er komið ansi nálægt þéttbýlinu og fylgir ein- kennilega mörkum friðlandsins. Virðast mörk þynningarsvæðisins eingöngu hafa verið sett við frið- landið af hagkvæmnisástæðum. Náttúruvernd ríkisins var ekki kynnt mörkin. Stofnunin telur sýnt að þessir reikningar fyrir þynning- arsvæðið standist ekki að öllu leyti og vísar m.a. í tillögur Veðurstofu Íslands um þörf á frekari rann- sóknum á samspili veðurfars og mengunar. Náttúruvernd ríkisins ítrekar að hér er um mjög stórt ál- ver að ræða í þröngum firði og eiga íbúar svæðisins sem og nátt- úran fullan rétt á heilnæmu lofti,“ segir einnig í umsögninni. Umsögn Náttúruverndar ríkisins Álverið mun valda mjög mikilli mengun ÞEIR opinberu aðilar sem skilað hafa Skipulagsstofnun umbeðinni umsögn um matsskýrslu vegna fyr- irhugaðs álvers í landi Hrauns í Reyðarfirði eru, auk Náttúruvernd- ar ríkisins, Hollustuvernd ríkisins, Veðurstofan, Vegagerðin, Fjarðar- byggð, Heilbrigðiseftirlit Austur- lands, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Hafrann- sóknastofnun, Þjóðminjasafnið, Siglingastofnun, Byggðastofnun og veiðimálastjóri. Tveir aðilar eiga eft- ir að skila sínum umsögnum, þ.e. Ferðamálaráð og veiðistjóri, sem fengu framlengdan frest. Frestur sem almenningur hefur til að gera athugasemdir við matsskýrsluna rennur út á miðnætti í kvöld. Sam- kvæmt upplýsingum frá stofnuninni voru innan við tíu athugasemdir komnar frá almenningi í gær. Hollustuvernd gerir í sinni um- sögn nokkrar athugasemdir og kem- ur með ábendingar vegna mats- skýrslu Reyðaráls um álverið. Stofnunin áréttar að rafskautafram- leiðsla, líkt og fyrirhuguð er hjá Reyðaráli, sé ný starfsemi á Íslandi og bent er á að í matsskýrslunni sé ekki heildstæð umfjöllun um áhrif rafskautaverksmiðjunnar á um- hverfið. Telur Hollustuvernd að með sérstakri umfjöllun hefði mátt gera betur grein fyrir áhrifum slíkrar framleiðslu. Þá telur Hollustuvernd að kanna þurfi áhrif vegna ákomu svokallaðra PAH-efna á snjó og afrennsli þaðan til sjávar. PAH-efni eru fjölaróma- tísk kolvetni sem myndast við raf- greiningu og framleiðslu forskauta og eru talin krabbameinsvaldandi. Hollustuvernd leggur til að skipu- lögð verði vöktun með styrk og upp- söfnun PAH-efna umhverfis álverið, fylgjast þurfi reglulega með heilsu- fari dýra á svæðinu og bændum í ná- grenninu verði rækilega kynntar af- leiðingar flúormengunar innan þynningarsvæðisins á búpening. Þynningarsvæði er sá hluti viðtaka þar sem þynning mengunar á sér stað og ákvæði starfsleyfis viðkom- andi atvinnureksturs kveða á um að mengun megi vera yfir umhverfis- mörkum eða gæðamarkmiðum. Brennisteinsdíoxíð yfir heilsufarsmörkum Í umsögninni segir Hollustuvernd m.a. að miðað við gefnar forsendur í matsskýrslu Reyðaráls muni starf- semi álversins uppfylla kröfur varð- andi mengun utan þynningarsvæð- isins. Hollustuvernd telur víst að hávaði frá starfsemi á iðnaðarsvæð- inu við Hraun verði undir viðmiðun- armörkum í byggðinni í Reyðarfirði en „hugsanlegt er að til hennar heyr- ist“. Líklegt er talið að hljóðstig í Framnesi, nærliggjandi bæ, verði yf- ir mörkum að nóttu til á byggingar- og rekstrartíma. Í umsögn Hollustu- verndar segir enn fremur: „Bent hefur verið á að verði ekk- ert gert eru sterkar líkur fyrir því að styrkur brennisteinsdíoxíðs í næsta nágrenni við álverið fari yfir heilsu- farsmörk bæði fyrir 280 þúsund tonna álver og fyrir 420 þúsund tonna álver, ásamt meðfylgjandi raf- skautaverksmiðju. Hollustuvernd ríkisins getur ekki fyrir sitt leyti fall- ist á slíkt enda er kveðið á um í frum- drögum að starfsleyfi að mengun skuli ætíð vera undir heilsufars- mörkum, jafnvel innan þynningar- svæðis. Stofnunin bendir á nokkra möguleika til að bæta þar úr og telur að slíkt verði auðvelt í framkvæmd en þarfnist þó undirbúnings. Stofn- unin mun gera kröfu um að áður en endanlegt starfsleyfi verður afgreitt muni liggja fyrir útfærslur og út- reikningar þar að lútandi.“ Vandað rit að mati Veðurstof- unnar og Byggðastofnunar Hollustuvernd og Náttúruvernd gera flestar athugasemdir af þeim aðilum sem skilað hafa Skipulags- stofnun umsögn. Þannig telja Byggðastofnun og Veðurstofan matsskýrsluna vera vandað rit og ríkt af upplýsingum. Ekki verði ann- að séð en að vel hafi verið að verki staðið en Veðurstofan gerir þó nokkrar minniháttar athugasemdir við útblástur mengandi efna og mörk sem miðað er við. Þá bendir Byggða- stofnun á að miklir óvissuþættir fylgi ætíð mati á samfélagslegum áhrifum framkvæmdar á borð við álverið. Brýnt sé að auka hagsýslugerð til að umhverfismat og áætlanagerð bygg- ist á sem traustustum grunni. Landgræðslan gagnrýnir í sinni umsögn að í matsskýrslunni hafi ekki verið vikið að hafnarfram- kvæmd við hlið álversins. Óeðlilegt hafi verið að aðgreina svo nátengdar framkvæmdir. En í öllum megin- dráttum telur Landgræðslan að skýrslan fullnægi eðlilegum kröfum varðandi gróður, jarðveg og rof af völdum fallvatna. Áhrif álversins á gróður og jarðveg verði ekki umtals- verð. Niðurstaða Landgræðslunnar er að fallist skuli á framkvæmdina en með þeim skilyrðum að gildi gróð- ursamfélagsins á framkvæmdasvæð- inu verði metið og Reyðarál leggi fram áætlun um mótvægisaðgerðir áður en framkvæmdir hefjast. Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerir athugasemd við losun PAH- efna frá álverinu og vill að leitað verði allra leiða til að halda í lág- marki því magni efnanna sem fer frá verksmiðjunni, t.d. með því að bæta vothreinsibúnaði og síun við þurr- hreinsun frá rafskautaverksmiðj- unni. Veiðimálastjóri telur matsskýrsl- una lýsa á fullnægjandi hátt áhrifum álversins á veiðihlunnindi varðandi ferskvatnsfiska en minnir á að stilla þurfi í hóf efnistekju við botn fjarð- arins vegna hafnargerðar og bygg- ingar álversins. Samráð þurfi að hafa um þau mál við eftirlitsfulltrúa Nátt- úruverndar ríkisins á svæðinu og/ eða rannsóknaraðila hjá Veiðimála- stofnun. Stuðla má að aukinni skógrækt Skógrækt ríkisins segir ekkert koma í veg fyrir það að Reyðarál sýni gott fordæmi og taki af sjálfs- dáðum upp stefnu um mótvægisað- gerðir vegna aukinnar losunar gróð- urhúsalofttegunda. Einn möguleikinn sé að stuðla að aukinni skógrækt og með rannsóknum sé hægt að þróa aðferðir til að auka kol- efnisbindingu. Segist Skógræktin vera tilbúin til samstarfs um slíkar rannsóknir. Þjóðminjasafnið leggst í umsögn sinni ekki gegn framkvæmdum á at- hafnasvæði fyrirhugaðs álvers en á svæðinu eru níu minjastaðir. Tveir staðir eru ekki taldir í hættu, þar sem þeir eru utan lóðar álversins, en safnið gerir kröfur um rannsókn á öllum hinum stöðunum. Bendir Þjóð- minjasafnið á að þurfi að raska forn- leifum eða rannsaka þær vegna framkvæmda verði að afla leyfis frá fornleifanefnd. Engar athugasemdir eru gerðar í umsögnum Hafrannsóknastofnunar, Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Það er mat bæjarstjórnar Fjarða- byggðar að matsskýrslan sé vel unn- in og í henni komi fram allar þær upplýsingar sem þurfi til að taka ákvörðun um byggingu álversins. Skipulagsstofnun hefur fengið umsagnir frá 13 aðilum vegna matsskýrslu um álver í Reyðarfirði Teiknilíkan af álverinu sem stendur til að reisa í Reyðarfirði. Opinberar stofnanir hafa mismunandi viðhorf gagnvart framkvæmdunum ef marka má umsagnirnar sem borist hafa Skipulagsstofnun. Gerð verði grein fyrir áhrifum raf- skautaverksmiðju Flestir þeir opinberu aðilar sem skilað hafa umsögn um fyrirhugað álver í Reyðarfirði fallast á framkvæmdina en gera einna helst athugasemdir við útblástur og frárennsli mengandi efna. Innan við tíu athugasemdir frá almenningi voru komnar til Skipulags- stofnunar í gær vegna álversins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.