Morgunblaðið - 06.07.2001, Síða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ VilhjálmurKristjánsson
fæddist í Reykjavík
19. mars 1956. Hann
andaðist á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans við Hringbraut
27. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Anna Kristjana Vil-
hjálmsdóttir, hús-
móðir og skrifstofu-
maður, f. 10.
september 1918 í
Skáholti í Reykjavík,
d. 11. október 1990,
og Kristján Magnús
Þórðarson vélgæslumaður, f. 9.
janúar 1911 í Hvítuhlíð við Bitru-
fjörð, d. 27. desember 1959. Vil-
hjálmur var yngstur fjögurra
systkina. Þau eru: 1) Gunnar Þór
vélfræðingur, f. 26. ágúst 1942,
kvæntur Ingunni Jónsdóttur
íþróttakennara. 2) Þórður rann-
sóknamaður, f. 6. nóvember 1944,
kvæntur Guðlaugu St. Svein-
björnsdóttur geðhjúkrunarfræð-
sveinsprófi árið 1979. Meistara-
réttindi í vélvirkjun hlaut hann ár-
ið 1982. Að sveinsprófi loknu starf-
aði Vilhjálmur á vélaverkstæði
Vegagerðarinnar í Reykjavík. Ár-
ið 1981 réðst hann til starfa á Véla-
verkstæðinu Klöpp á Borðeyri. Ár-
ið 1984 hóf Vilhjálmur störf á
vélaverkstæði Áburðarverksmiðju
ríkisins í Gufunesi og starfaði þar
samfellt til ársins 2000. Sumarið
1998 starfaði Vilhjálmur í sumar-
afleysingum á vélaverkstæði ÍSAL
í Straumsvík. Árið 2000 réð hann
sig til Kerfóðrunar hf. í Straums-
vík og vann þar til dánardags. Vil-
hjálmur spilaði á yngri árum
knattspyrnu með Fram. Síðastliðin
ár hefur hann verið dyggur stuðn-
ingsmaður knattspyrnudeildar
Fylkis. Hann heillaðist af golf-
íþróttinni fyrir nokkrum árum og
var félagi í Golfklúbbi Reykjavík-
ur. Vilhjálmur tók þátt í að stjórna
um árabil bridgeklúbbi Áburðar-
verksmiðjunnar og iðnfélaganna á
Suðurlandsbraut 30. Hann var
virkur félagi í Félagi járniðnaðar-
manna, trúnaðarmaður í Áburðar-
verksmiðjunni og var í trúnaðar-
mannaráði félagsins frá 1989.
Útför Vilhjálms fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
ingi. 3) Margrét,
þroskaþjálfi og skrif-
stofumaður, f. 15.
september1949, gift
Claus Ballzus véla-
verkfræðingi. Hinn
22. maí 1983 kvæntist
Vilhjálmur eftirlif-
andi eiginkonu sinni,
Ástu Kristínu Sigga-
dóttur grunnskóla-
kennara, f. 25. sept-
ember 1957.
Foreldrar hennar eru
Jóhanna María Þor-
valdsdóttir húsmóðir
og Siggi Gíslason,
fyrrverandi rafverktaki, búsett á
Selfossi. Börn Vilhjálms og Ástu
eru: 1) Vilhjálmur Þór framhalds-
skólanemi, f. 8. september 1982. 2)
Anna Kristjana framhaldsskóla-
nemi, f. 1. nóvember 1983. 3) Jó-
hanna Ásta grunnskólanemi, f. 11.
mars 1986.
Vilhjálmur stundaði nám í vél-
virkjun við Iðnskólann í Reykjavík
og hjá Vegagerðinni og lauk
Elsku pabbi minn, Jesús sagði:
„Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir
á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ Jó-
hannes 11.25.
Minningarnar hrannast upp. Allt
sem þú gerðir og allt sem þú tókst
þér fyrir hendur var vel gert. Þú
varst með allt á hreinu, mættir aldrei
of seint í vinnuna og varst skipulagð-
ur út í eitt. Ég man hvað þú varst
ánægður þegar þú komst heim úr
vinnunni fyrir nokkrum dögum með
gullverðlaunapening sem þú hafðir
unnið á golfmóti fyrr í vikunni og
vissir ekki einu sinni að þitt lið hefði
unnið. Þá lék allt í lyndi og þú brostir
út í lífið.
Fimmtudaginn 21. júní ákváðuð
þið mamma að fara í útilegu, þið ætl-
uðuð að elta sólina og leggja af stað á
föstudeginum. Öll helgin var fram
undan og lífið blasti við ykkur. Ég
vaknaði á föstudeginum við það að
þú komst hress og glaður upp í her-
bergi til mín með þitt góða morg-
unskap sem maður var vanur að
alast upp við og spurðir hvort ég og
Jóhanna værum vaknaðar. Við ját-
uðum því auðvitað, þó að við værum
hálfsofandi, og héldum meira að
segja aðeins áfram að sofa. Komið
var að hádegi og tími til að fara í mat-
arhlé í vinnunni. Birtist þá ekki
mamma allt í einu og segir mér að þú
hafir lent í slysi í vinnunni. 80% af
líkamanum væru brunnin og þú læg-
ir þungt haldinn á gjörgæslu. Skrýt-
ið hvernig líf manns tekur fyrirvara-
lausa stefnu eins og ekkert sé. Þú
stóðst þig sem hetja, elsku pabbi
minn, og ert og verður alltaf hetjan
mín. Þú barðist fyrir lífi þínu alla
helgina og rúmlega það í gegnum
þessar miklu aðgerðir sem þú þurftir
að ganga í gegnum. En allt kom fyrir
ekki. Á miðvikudeginum þoldi líkami
þinn ekki meir. Þú yfirgafst þennan
heim og fórst yfir í æðri veröld sem
engin veit hvar er. Núna ertu hjá
mömmu þinni og pabba og líður vel.
Mamma stendur sig alveg ótrúlega
vel þó að henni finnist þetta svo erf-
itt. En við sem eftir stöndum geym-
um hvert annað, alveg eins og við
geymum allar góðu yndislegu minn-
ingarnar um þig.
Elsku besti pabbi í öllum heimin-
um, minning þín lifir.
Þín elskandi dóttir,
Anna.
Elsku hjartans tengdasonur okk-
ar. Við trúum því að þú sért núna í
faðmi guðs og englanna, þar sem lík-
amlegar þjáningar eru ekki til, að-
eins birta og gleði.
Við kynntumst þér þegar þú
komst inn í líf dóttur okkar, Ástu
Kristínar. Þú varst alltaf svo ljúfur,
heilsaðir alltaf með kossi og kvaddir
með kossi.
Þegar við sáum þig síðast óraði
okkur ekki fyrir því að þetta yrði
okkar síðasta kveðja og faðmlag. Þú
hafðir svo gaman af að veiða og fara í
Veiðivötn , og það var byrjað að tala
um vötnin í desember þótt fyrsta
ferð ársins væri í júní. En hugurinn
var svo mikill og gleðin sem því
fylgdi.
Síðustu árin áttir þú fleiri áhuga-
mál, t.d. golfið og allt sem því fylgdi,
s.s. útiveran og náttúran. Svo varstu
að tala um að þið Ásta ætluðuð að
ferðast um hálendið í sumar með
tjaldvagninn ykkar og gleðin skein
úr andliti ykkar. Þú, Villi minn, hafð-
ir einnig gaman af því að spila og í
jólaboðum fjölskyldunnar var spiluð
vist eða teflt. Margar eru minning-
arnar um þig, elsku tengdasonur.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
(121. Davíðssálmur.)
Elsku Ásta, Vilhjálmur Þór, Anna
Kristjana og Jóhanna Ásta, missir
ykkar er mikill.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þínir tengdaforeldrar,
Jóhanna og Siggi.
Öllu er afmörkuð stund. Leiðir
okkar hafa legið saman í 22 ár. Hinn
22. júní síðastliðinn mættir þú þeim
grimmu örlögum, að slasast lífs-
hættulega í hræðilegu vinnuslysi í ál-
verinu í Straumsvík. Örlögin geta
verið óvægin og okkur sem eftir
stöndum óskiljanleg.
Efst í huga er minning um fórn-
fúsan, bóngóðan og lífsglaðan mann,
sem naut þess sem lífið hafði upp á
að bjóða. Þegar þú komst inn í fjöl-
skylduna árið 1979 þegar þið Ásta
rugluðuð saman reytum ykkar –
eignaðist ég sannan vin. Aðstoð þín
kom sér oft vel og jákvæð afstaða þín
til viðfangsefnanna ásamt bjartsýni,
kátínu og húmor auðveldaði málin.
Hugurinn reikar til tímans þegar við
leigðum saman íbúð á námsárunum,
til veiðiferða í hálendisvötnin og til
gleðistunda í fjölskyldunni, þar sem
þú varst sannarlega hrókur alls
fagnaðar.
Fjölskyldan var þér svo mikils
virði og þar verður skarð fyrir skildi.
Sönn starfsgleði var eitthvað sem
þú naust í ríkum mæli. Nýlega hafðir
þú einmitt á orði hve vel þér líkaði í
starfi þínu hjá Kerfóðrun hf. og þú
varst ánægður þegar ég réðst til
starfa hjá ÍSAL fyrr á þessu ári þar
sem við sáum fram á skemmtileg
samskipti á vinnustað.
Sannarlega virtist lífið brosa við
ykkur Ástu og þið ætluðuð að láta
sameiginlega drauma ykkar um
ferðalög og útivist rætast núna í
sumar. En þá ert þú kallaður í þá
ferð sem bíður okkar allra – allt of
snemma.
Á þessari kveðjustund þökkum við
Heiðrún með hlýjum hug fyrir allar
samverustundir á liðnum árum.
Elsku Ásta, Vilhjálmur Þór, Anna
Kristjana og Jóhanna Ásta. Megi al-
góður guð gefa ykkur styrk í þessari
miklu sorg.
Guð blessi minningu Vilhjálms
Kristjánssonar.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(23. Davíðssálmur.)
Hannes Siggason,
Heiðrún Hlín Guðlaugsdóttir
og synir.
Elsku Villi. Það er erfitt að kveðja
þig því okkur finnst það hvorki tíma-
bært né réttlátt. En þegar almættið
ákveður stað og stund þá verðum við
að sætta okkur við örlögin. Það var
erfitt og kom sem reiðarslag þetta
hræðilega slys í álverinu þar sem þú
varst að vinna, öll angistin sem fylgdi
því á eftir, erfiðu aðgerðirnar sem þú
gekkst undir var mikil þrautaganga
fyrir Ástu þína, börnin ykkar og alla
ættingja og vini. Nú er þessari bar-
áttu lokið. Við sitjum klökk því við
héldum svo mikið í vonina um að þú
næðir bata, við þráðum kraftaverk.
En sá sem öllu ræður hafði það á
sinn hátt. Hann fékk þér nýtt starf
fyrir handan. Þar finnur þú eflaust
veiðilegt vatn og rennir fyrir fisk,
gengur um falleg engi, spilar golf,
getur tekið skák og spilað bridge.
Við eigum margar góðar minningar
um þig, Villi minn, og vegna allra
þinna frábæru eiginleika söknum við
þín mikið. Þegar við hittumst næst –
hvenær sem það verður, þá er ekki
amalegt að hafa þig fyrir leiðsögu-
mann, því þú varst alltaf svo léttur í
lund. Þú varst líka þekktur fyrir
mikla stundvísi og vandvirkni.
Við kveðjum með trega góðan vin,
ástkæran mág og svila.
Við skulum vaka lengur
vera góð hvort við annað.
Drolla svolítið frameftir
þótt það sé bannað.
Kveikja á kerti,
sitja hljóð,
sjúga upp í nefið
lesa ljóð.
Lofa hverja stund
lúta niður,
finna guð,
þurrka tárin,
sefa ekkann,
snýta okkur með vasaklút,
og biðja.
María Siggadóttir,
Guðgeir Ársælsson og börn.
Með sorg og söknuði kveðjum við í
dag Villa mág. Þetta eru þau erfið-
ustu orð sem ég skrifa. Við skiljum
ekki tilganginn hjá guði að hafa tekið
þig í burtu svo fljótt frá ástvinum
þínum. Minningarnar streyma um
huga og þær eru svo margar. Þú
hafðir yndi af því að veiða og fara í
Veiðivötn og áttum við margar góðar
stundir þar. Eins var oft tekið í spil
og teflt í Miðtúninu. Alltaf var tekið
vel á móti mér og minni fjölskyldu
þegar við komum í heimsókn til ykk-
ar Ástu og þótti Jóhönnu Maríu dótt-
ur okkar gott að kúra í hreiðrinu hjá
ykkur. Þú varst þannig við börnin
okkar að þau fundu mikla hlýju frá
þér. Eins varst þú hreinn og beinn og
ef eitthvað kom upp á varst þú fyrst-
ur manna að biðjast fyrirgefningar.
Þegar þú kvaddir okkur með
handabandi síðast, óraði okkur ekki
fyrir því hvað framundan væri.
Við biðjum guð að blessa minn-
ingu þína.
Guð gefi Ástu og börnunum styrk í
þessum raunum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þorvaldur, Guðrún og börn.
Ég vil í örfáum orðum minnast
heimilisvinar okkar hans Villa henn-
ar Ástu eins og hann var oftast kall-
aður hér. Við finnum oft best smæð
okkar þegar voðalegir atburðir ger-
ast og stórslys verða, eins og t.d. við
Kerfóðrunina í Straumsvík 22. júní
síðastliðinn.
Kynnin við Villa komu eins og af
sjálfu sér þegar hann kvæntist syst-
urdóttur minni, Ástu Kristínu Sigga-
dóttur, sem var mörg sumur
bernskuáranna hjá foreldrum undir-
ritaðs í Oddakoti. Eru vináttan og
tengslin því sterk. Villi var líka einn
af þeim mönnum sem hafði glöggt
auga fyrir hlutunum, sá hvar skórinn
kreppti hverju sinni, hjálpfús og
vinnuglaður.
Þar fór saman hugur og hönd.
„Þetta má nú ekki dankast öllu leng-
ur,“ sagði hann eða „Hvenær eigum
við að finna okkur tíma í þetta?“
Þetta voru oft orðin hans Villa. Og
Villi skipulagði og skipulagði. Var
líka stundum nefndur aðstoðarbónd-
inn í Oddakoti. „Kem í þetta um
helgina, verð kominn í síðasta lagi kl.
10 á laugardagsmorguninn,“ þá var
hann mættur kl. 8.30 eða fyrr. Ef
ákveðið var að ljúka verkinu fyrir
kvöldmat var því oftast lokið laust
fyrir kl. 18. Þetta var bara hann Villi
og hans stíll sem svo margir kannast
við. Eiga helst alltaf 1–2 tíma í for-
skot. Þá var hann ánægður og hló.
Bætti síðan við, „maður verður nú að
standa undir nafni.“ Fyrir kom að
Villi stoppaði í nokkra daga þegar
stórframkvæmdir voru í gangi, eins
og við orðuðum það, t.d. smíða nýjar
flórristar, endurnýja vatnslögn eða
vera á kafi í heyskapnum langt fram
á kvöld. Stundum skroppið á hestbak
þegar nóttin nálgaðist. Fengið ofur-
lítið í tána þegar þannig stóð á. Og þá
voru nú báðir bændurnir í Oddakoti
kátir. Gaman höfðum við af að takast
á á skákborðinu eða koma hvor öðr-
um á óvart með því að senda frá okk-
ur fyrripart og krefja svo um botn í
staðinn. Skemmtum við okkur oft vel
við þessa iðju.
Útivist og ferðalög heilluðu hann
og það var gaman að fá Villa í heim-
sókn. Alltaf glaður og reifur. Spurði
um menn og málefni, hló og sagði
brandara. Slíkir menn sá um leið í
akur sálarinnar hjá viðmælenda.
Fúsk eða hálfkák var ekki til í Villa,
sama hvort var í leik eða starfi.
Lagði sig allan fram við sérhverja
iðju. Fara í golf, ná góðri einbeitingu,
krækja sér stundum í verðlaun. Eða
skreppa í veiðitúra, þá bar nú hug-
urinn minn mann hálfa leið eða vel
það.
Með samtakamætti og myndar-
skap stofnuðu Ásta og Villi sitt fall-
ega heimili að Álakvísl 18 í Reykja-
vík. Þar er alltaf svo indælt að koma.
Mikil hlýja og takmarkalaus gest-
risni ráðandi.
Vilhjálmur Kristjánsson hefur
kvatt okkur um sinn. Söknuður okk-
ar er sár. En hér verður engu breytt.
Við minnumst hans með virðingu og
þakklæti.
Elsku Ásta Kristín, börnin ykkar
Vilhjálmur Þór, Anna Kristjana og
Jóhanna Ásta. Við hjónin sendum
ykkur og öðrum aðstandendum okk-
ar bestu samúðarkveðjur.
Þráinn Þorvaldsson.
Kveðja frá Félagi
járniðnaðarmanna
Félagi okkar Vilhjálmur Krist-
jánsson vélvirki var annar af tveimur
félagsmönnum okkar í Félagi járn-
iðnaðarmanna sem lenti í hörmulegu
slysi við störf í Álverinu í Straums-
vík. Í nokkra daga áttum við vonina
um að eiga með honum margar fleiri
góðar stundir í þessari jarðvist en
hún brást þegar hann lést af völdum
slyssins 27. júní.
Vilhjálmur var félagslyndur mað-
ur og starfaði af krafti í Félagi járn-
iðnaðarmanna sem trúnaðarmaður á
sínum vinnustað, Áburðarverksmiðj-
unni, til byrjunar ársins 2000 og í
trúnaðarmannaráði félagsins frá
1989 þar til hann lést.
Hann var drífandi í öllu félagslífi
og sá m.a. um bridskvöld iðnfélag-
anna á Suðurlandsbraut 30 og var
virkur í allri stefnumótun félagsins.
Þau störf sem hann tók að sér fyrir
félagið voru öll vel af hendi leyst og
með þeim léttleika sem oft náði að
hrífa aðra með til starfa.
Hann var óhræddur að spyrja
„óþægilegra spurninga“ en þó alltaf
á jákvæðu nótunum og hafði sérstakt
lag á að koma sínum sjónarmiðum
fram. Þætti honum mál ganga seint
mátti búast við stöku frá Villa, þann-
ig ortri að menn brettu upp ermar.
Það er sár söknuður í hópi trún-
aðarmannaráðs félagsins við fráfall
Vilhjálms. Góður drengur og félagi
er skyndilega horfinn úr hópnum.
Eftir standa minningar um ánægju-
legar stundir í starfi og félagslífi.
Félag járniðnaðarmanna sendir
Ástu, eiginkonu Vilhjálms, börnum
þeirra og ættingjum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þegar bjartasti tími ársins rennur
upp er sem skugga dragi fyrir sólu.
Hörmulegur atburður á sér stað, Vil-
hjálmur og sonur okkar, Daníel,
verða fyrir alvarlegu slysi við vinnu
sína sem síðar dró Vilhjálm til dauða
á besta aldri í blóma lífsins.
Kynni okkar Vilhjálms eða Villa,
eins og við kölluðum hann, voru ekki
löng en þeim mun ánægjulegri. Við
kynntumst er ég hóf störf hjá Ker-
fóðrun ehf. og hafði hann þá nýverið
hafið störf þar. Mér fannst eins og ég
hefði þekkt Villa í mörg ár þó að
kynnin hafi ekki hafist fyrr en fyrir
ári síðan. Sjaldan hef ég kynnst
VILHJÁLMUR
KRISTJÁNSSON
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina