Morgunblaðið - 06.07.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTGEFANDI GLÆSILEGRA TÍMARITA SÍÐAN 1963
AÐ VEIÐA Á FLUGU
„Ef þú hefur veitt á maðk eða – guð veri þér
náðugur – á makríl, þá veistu að hendur þínar
verða hreinar hér eftir.“ Stefán Jón Hafstein
„ S K Ý “...og þú svífur
HÁTÍÐARSAMKOMA þar sem 150
ára afmælis þjóðfundarins var
minnst, var haldin á Sal Menntaskól-
ans í Reykjavík í gær, en þar var
fundurinn haldinn árið 1851, í Lærða
skólanum. Halldór Blöndal, forseti
Alþingis, setti samkomuna, en auk
hans fluttu ávörp Ragnheiður Torfa-
dóttir, rektor Menntaskólans í
Reykjavík, Heimir Þorleifsson sagn-
fræðingur og Sigurður Líndal pró-
fessor. Þá las Ólafur Ásgeirsson úr
fundargerð þjóðfundarins og Schola
cantorum söng, undir stjórn Harðar
Áskelssonar, milli ávarpa.
Meðal gesta samkomunnar voru
forseti Íslands, ráðherrar, hæstarétt-
ardómarar, alþingismenn, biskupar
og fyrrverandi þingforsetar. Raðað
var upp í salinn á svipaðan hátt og á
þjóðfundinum.
„Hvar skyldi nútíminn í pólitískri
sögu okkar Íslendinga byrja, ef ekki
þarna?“ sagði Halldór Blöndal, forseti
Alþingis, í ávarpi sínu. Hann minnti á
að Íslendingar hefðu vænst mikils af
þjóðfundinum og því hafi hinn snaut-
legi endir fundarins valdið sárum von-
brigðum. En óbilgirni Dana hafi
þjappað þjóðinni saman á bak við Jón
Sigurðsson og „Íslendingar gerðu
sjónarmið hans í sjálfstæðismálinu að
sínum. Engin málamiðlun kom lengur
til greina.
Þingheimur tók undir með Jóni
Sigurðssyni og sagði: „Vér mótmæl-
um allir!“ Á þessari stundu var kveðið
upp úr um það, að við vildum vera Ís-
lendingar en ekki Danir. Þegar þessi
orð eru sögð á réttum stað, endur-
spegla þau frelsisþrá og vísa fram á
veginn,“ sagði Halldór.
Hátíðarútgáfa á verkum Snorra
Sturlusonar og safn í Jónshúsi
Hann greindi svo frá því að til að
minnast þjóðfundarins hefði forsæt-
isnefnd Alþingis ákveðið að beita sér
fyrir sérstakri hátíðarútgáfu á verk-
um Snorra Sturlusonar, með því að
kosta vinnu íslenskra listamanna sem
myndskreyttu hana. Einnig hafi for-
sætisnefndin ákveðið að öll þriðja
hæð Jónshúss í Kaupmannahöfn,
skuli helguð minningu Jóns Sigurðs-
sonar og Ingibjargar Einarsdóttur,
eiginkonu hans, með því að koma íbúð
þeirra sem næst í það horf sem hún
var í meðan þau bjuggu þar, en áður
hefur myndum og munum úr eigu
þeirra hjóna verið komið fyrir í þrem-
ur herbergjum í húsinu.
Funi kveikist af funa
Ragnheiður Torfadóttir rektor
flutti kveðju frá Menntaskólanum í
Reykjavík og vitnaði í orð Hávamála;
„Brandr af brandi brenn, unz brunn-
inn er, funi kveikisk af funa.“
Hún minntist þess að Jón Sigurðs-
son hefði verið kallaður sverð Íslands
og að sverð hans hafi ekki aðeins verið
gáfur, stórhugur, eldmóður og hæfi-
leiki til að hrífa aðra, heldur líka djúp
og víðtæk þekking, sem hafi verið Ís-
lendingum nauðsyn, vildu þeir vera
sjálfstæð þjóð.
Þá sagði Ragnheiður: „Við höfum
sama hlutverki að gegna, að brandur
af brandi þekkingar brenni, unz
brunninn er og funi kveikist af funa.
Við höfum tekið í arf, kynslóð eftir
kynslóð hér í skólanum, löngun og
metnað til að kenna meira en ætlast
er til. Það er hollt að vera í skóla, sem
stendur á svo gömlum merg og í húsi,
sem geymir minningar um baráttu
fyrir sjálfstæði lítillar þjóðar, mennt-
un hennar og framförum.“
Tákn um stjórnmálalega
vakningu Íslendinga
Heimir Þorleifsson sagnfræðingur
vitnaði í orð Hannesar Stephensens
um að sá tími væri nú kominn, „að vér
megum frjálslega segja meiningar
vorar um þau málefni sem oss varða
og eiga þess von að hver skynsamleg
meining verði tekin til greina.“ Þetta
hafi Hannes sagt einu og hálfu ári fyr-
ir þjóðfundinn, en það sýni hvaða
væntingar menn hefðu gert sér um að
mega segja meiningu sína á fundinum
og að sú meining yrði tekin til greina.
„Hins vegar kom í ljós að þjóðfund-
armenn fengu ekki að ljúka því að
segja meiningar sínar og því síður að
þær væru teknar til greina. Þeir urðu
að mótmæla allir,“ sagði Heimir. Þá
sagði hann að þó að þjóðfundurinn
hefði verið talinn gagnslítill í stjórn-
skipunarlegum efnum, hefði hann
alltaf verið tákn um stjórnmálavakn-
ingu Íslendinga um miðja 19. öld og
að hann muni væntanlega verða það
áfram.
Sjálfstæðisbaráttan flutt inn
Sigurður Líndal prófessor fjallaði
um þá stefnu sem Íslendingar mörk-
uðu fyrir þjóðfundinn, sem byggði á
þeim lagalegu rökum sem Jón Sig-
urðsson setti fram, það er að segja
túlkun hans á réttarstöðu Íslands eft-
ir afnám einveldis, með vísan til
Gamla sáttmála. Sigurður benti á að
þau markmið sem sett hafi verið á
þjóðfundinum hafi náðst og ríflega
það, og velti svo upp þeirri spurningu
hvort sjálfstæðisbaráttunni væri þá
ekki lokið.
„Ekki nema að nokkru leyti,“ sagði
hann. „Í reynd má segja að hún hafi í
vissum skilningi verið flutt inn og
birtist nú í togstreitu Alþingis og
framkvæmdavalds þar sem málið
snýst meðal annars um lýðræðislegt
umboð. Ef rétt er, eins og stundum er
haldið fram, að framkvæmdavaldið sé
ofjarl Alþingis, má segja að það sé
arftaki danska framkvæmdavaldsins
eftir 1874. En ég skal ekki leggja
nokkurn dóm á það álitaefni hér, hver
valdahlutföll eru milli löggjafar- og
framkvæmdavalds,“ sagði Sigurður.
Hann sagði einnig að þjóðfundurinn
væri einn þáttur í aldalöngum átökum
sem enn sæi ekki fyrir endann á, en
hefðu birst í margvíslegum myndum
þótt kjarninn væri sá sami. Og í þeim
skilningi mætti segja að sjálfstæðis-
baráttan væri ævarandi.
Upphaf nútímans í póli-
tískri sögu Íslendinga
Nýstúdentar tóku á móti gestum sem komu til hátíðarsamkomunnar í
sal Menntaskólans í Reykjavík síðdegis í gær.
Meðal gesta voru forseti Íslands, ráðherrar, hæstaréttardómarar, al-
þingismenn, biskupar og fyrrverandi þingforsetar.
Morgunblaðið/Árni SæbergHalldór Blöndal, forseti Alþingis setti samkomuna.
150 ára afmælis þjóðfundarins minnst á Sal Menntaskólans í Reykjavík
Í TILEFNI af því að 150 ár eru
liðin frá setningu Þjóðfundarins,
opnar Þjóðskjalasafn Íslands,
sýningu á ýmsum skjölum sem
tengjast undirbúningi og fram-
kvæmd fundarins. Sýningin er
haldin í samvinnu við Þjóðmenn-
ingarhúsið, en þar er gjörðabók
Þjóðfundarins almenningi til sýn-
is daglega og skipar sérstakan
heiðurssess. Sýningunni er komið
fyrir í bókasal Þjóðmenning-
arhússins og er ætlunin að hún
gefi almenningi gott yfirlit um
sögu fundarins.
Til sýnis eru, auk gjörðabókar
fundarins og uppkasts að ís-
lenskri stjórnarskrá, skjöl varð-
andi undirbúning fundarins úr
fórum Þjóðskjalasafns Íslands. Að
sýningunni hafa unnið að hálfu
Þjóðskjalasafnsins Björk Ingi-
mundardóttir, Einar Laxness og
Jón Torfason, en af hálfu Þjóð-
menningarhúss Guðmundur
Magnússon og Björn Björnsson,
hönnuður sýningarinnar. Sýning-
arskrá hefur Ásgeir Ásgeirsson
samið.
Sýningin er opin daglega frá
klukkan 11–17 og lýkur 15. októ-
ber.
Þjóðfundarskjölin í
Þjóðmenningarhúsinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmundur Magnússon, forstöðumaður Þjóðmenningarhúss,
flutti ávarp við opnun sýningarinnar.