Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 35 Íslands eða Reykjavíkurborg. Nágrannar okkar, Svíar, Finnar og Norðmenn hafa valið þann kostinn að landanefndirnar koma sér saman um sýningarstjóra sem er einvaldur. Í ár voru tveir listamenn fengnir til þess að velja. Þótt ég sé persónulega á móti of mikilli stýringu myndlistar- mannanna sjálfra inni í kerfinu, virð- ist þetta hafa lukkast ágætlega. Aðrar þjóðir, Norðurlöndin meðtalin, hafa yfirleitt leitað í raðir sýningastjóra, safnstjóra og gagnrýnenda, fólks sem án mikilla undantekninga er háskóla- menntað og hefur yfirgripsmikla þekkingu á samtímamyndlist. Það fylgir því mikill heiður að vera valinn sem sýningarstjóri. Þess vegna efast ég ekki eitt andartak um að við- komandi, eins og listamaðurinn sem valinn er, komi til með að skila sinni vinnu hundrað prósent. Í svona kerfi fengi listamaðurinn okkar sterkara bakland. Einnig væri fínt að fá annað slagið erlenda sýningarstjóra fyrir Ís- land. Í slíkum tilfellum gæti viðkom- andi tengt okkar fólk betur inn í sína afkima. Hérna heima eigum við mjög fram- bærilega listfræðinga, vel menntað fólk sem gæti nýst okkur mun betur. Fremsta meðal jafningja vil ég per- sónulega telja þá Halldór Björn Run- ólfsson, Hannes Sigurðsson og Gunn- ar J. Árnason, sem hefur því miður horfið, vonandi tímabundið, til ann- arra starfa. Ég efast ekki um að þeir gætu allir unnið verkið vel. Halldór Björn er með, auk stúdentsprófs, nokkurra ára myndlistarnám að baki, frá Spáni, Íslandi og Frakklandi, og gráður í nútímalistfræðum frá Tou- louse og París. Hann talar fjölmörg tungumál og var um árabil sýningar- stjóri Norrænu listamiðstöðvarinnar í Helsinki, sem er ein yfirgripsmesta staða sem listfræðingur getur fengið á Norðurlöndum. Þar fór mestur tími hans í að vinna í alþjóðlegu samhengi. Halldór Björn hefur skipulagt marg- ar sýningar hér heima og erlendis. Hannes Sigurðsson er núverandi safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hann hefur, auk stúdentsprófs, brott- fararpróf í flautuleik frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík, brottfararpróf úr málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og framhaldsnám í listsögu frá Bretlandi og MA í lista- sögu frá Berkeley í Kaliforníu. Eftir nám starfaði við hann við fagið um nokkurra ára skeið á söfnum og í virt- um galleríum í New York, og hefur skipulagt fjölda sýninga. Nýlega hef- ur hann fengið alþjóðlegan kostunar- aðila, risafyrirtæki, til þess að flytja út hugmyndir að myndlistarsýning- um sem verða skipulagðar af honum sjálfum í útlöndum. Að lokum vil ég benda á praktíska hlið á þessu máli. Það er sá ótvíræði akkur sem svona listkynning er fyrir þjóðarbúið. Við listamenn erum ófáir gjaldeyrisskapandi vegna sölu á verk- um okkar erlendis. Því betur sem tekst til með umgjörðina í Feneyjum og annars staðar þeim mun meiri möguleikar eru fyrir útflutningi ís- lenskra listaverka. Höfundur er myndlistarkona. neytið virðist ekki hafa áhyggjur af slíku og lætur kjörin tækifæri til kynningarstarfs og eftirfylgni róa. Líkt og menn geri sér einfaldlega ekki grein fyrir þeim miklu hagsmun- um sem hér eru í húfi. Ekki bara fyrir einstaka listamenn heldur ekki síst fyrir hina margumræddu ímynd þjóð- arinnar, vaxtarmöguleika á erlendum mörkuðum og síðast en ekki beinan arð af skapandi hugsun í heimi þar sem hugverkið verður verðmætara með hverjum degi sem líður. Í stað þess að stíga stoltur fram á sjónar- sviðið hvenær sem færi gefst þegir bakhjarlinn þunnu hljóði. Enda er hann ekki á staðnum. Það er von mín að framlag Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur á síðum Morgunblaðsins verði til þess að þessi mál verði skoðuð ofan í kjölinn. Hér eru of miklir hagsmunir í húfi til að dragast megi lengur að bretta upp ermar og finna í sameiningu lausn málsins. Menntamálaráðuneytið mundi gera vel í því að kalla lista- menn til, viðurkenna vanmátt sinn í stöðunni og leita eftir samstarfi við þá sem gerst vita. Íslenskir myndlista- menn búa nefnilega yfir mikilli reynslu og raunhæfum ábendingum sem óhætt er að taka mark á. Spurn- ingin er bara hvernig við nýtum best þekkingu okkar eigin listamanna á listheiminum. Ef til vill verður nið- urstaðan sú að þessum málaflokki sé betur borgið í höndum annarra en ráðuneytisins. Væri e.t.v. skynsam- legt að leita uppi eins konar kynning- arfulltrúa eða umboðsmenn íslenskra listamanna sem raunverulega þekkja til og tryggja þeim nauðsynlegt svig- rúm með fjárhagslegum stuðningi? Hvað með öflugar kynningarskrif- stofur erlendis að hætti Frakka? Eða markvissa útgáfu og dreifingu á kynningarefni að hætti Finna? Og ef á annað borð verður lagt í að skoða málið, hvers vegna ekki að kalla til rit- höfunda, tónlistarmenn, dansara og danshöfunda, leikhúsfólk og aðra full- trúa þeirrar vannýttu auðlindar sem íslenskt menningarlíf er og leita með þeim leiða til að skapa ný tækifæri á erlendum vettvangi og nýta betur þau sem bjóðast. Þá væru allir að vinna vinnuna sína. Ekki bara listamennirn- ir. Höfundur er myndlistamaður og rithöfundur. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.