Morgunblaðið - 06.07.2001, Page 17

Morgunblaðið - 06.07.2001, Page 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 17 STRAUMAR T Í S K U V E R S L U N I N Laugavegur 55, Sími 561 8414. Útsalan hefst í dag 30-60% afsláttur HITAVEITA Suðurnesja hefur nú tekið að sér alla vatnsöflun fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og út- vegar samkvæmt því vatnsveitum bæjanna vatn að bæjarmörkum og selur í tonnum eftir mæli, sam- kvæmt nýgerðu samkomulagi um vatnsöflun. Ný vatnslögn hefur ver- ið tekin í notkun til Sandgerðis en Gerðahreppur og Vogar ætla að bíða með að kaupa vatn af Hitaveit- unni þótt hrepparnir séu aðilar að samkomulaginu. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að fyrirtækið hafi um 1980 tekið að sér vatnsöflun fyr- ir Grindavík og dælt þar vatni inn á kerfið en sveitarfélagið hafi síðan séð um rekstur vatnsveitunnar. Upp úr 1990 var síðan samið við Vatns- veitu Suðurnesja, sem sér um Kefla- vík, Njarðvík og Keflavíkurflugvöll, um að annast dælingu og rekstur á aðveitumannvirkjum. Samkvæmt nýja samningnum tekur Hitaveita Suðurnesja við öll- um þessum mannvirkjum og annast alla vatnsöflun fyrir sveitarfélögin. Þó munu ekki öll sveitarfélögin vera með í byrjun. Garður og Vogar hafa t.d. ekki ennþá óskað sérstaklega eftir þessari þjónustu Hitaveitunn- ar. Þessi sveitarfélög geta hvenær sem er óskað þess að fá vatn frá Hitaveitunni innan tiltekins tíma. Júlíus segir að Vogar séu að skoða sitt vatnsveitukerfi og kanna ástand þess og koma í veg fyrir leka áður en farið verður út í að kaupa vatn samkvæmt tonnamæli. Ný lögn til Sandgerðis tekur mið af tengingu við Garðinn Hitaveitan lagði á síðasta ári nýja vatnslögn út í Sandgerði, sem er tengd kerfi Hitaveitunnar, og er nú farið að dæla vatni um nýju lögnina. „Þannig að við berum ábyrgð á allri vatnsöflun fyrir þessar 6 vatnsveit- ur sem á svæðinu eru, auk Keflavík- urflugvallar,“ segir Júlíus. Vatn Hitaveitunnar kemur úr einu vatnsbóli sem sér um Grinda- vík, Keflavík, Njarðvík, Keflavíkur- flugvöll og Sandgerði núna. Það er sama vatnsbólið og notað er fyrir orkuverið, þar sem Hitaveitan fær ferskvatn til upphitunar. Í Garði og Höfnum eru sérstök vatnsból og sérstök vatnsveita sem ekki er tengd kerfi Hitaveitunnar enn þá. Að sögn Júlíusar verða Hafnir lík- lega seint tengdar Hitaveitukerfinu en lega nýju vatnsæðarinnar til Sandgerðis tekur mið af því að Garðurinn geti tengst á auðveldan hátt og var nýja lögnin hönnuð með það í huga að hún passaði sem best sem tenging fyrir bæði Garð og Sandgerði. Samið um vatnsöflun við Hitaveituna Sér um vatnsból og útvegar vatn að bæjarmörkum Reykjanes SAMÞYKKT var á bæjarráðsfundi í gær með þremur atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæð- um minnihlutans að gerður verði skriflegur samningur um vináttu- samstarf milli Reykjanesbæjar og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en þessir aðilar hafa átt með sér margvíslegt samstarf á undanförn- um árum. Kjartan Már Kjartans- son, bæjarfulltrúi meirihlutans, segir að gerð slíks samnings snúist fyrst og fremst um að gera form- legt og skriflegt samkomulag um að festa í sessi vináttusamstarf þessara aðila. „Vegna þess að samskiptin á milli íbúa á varnarsvæðinu annars vegar og ýmissa stofnana og deilda Reykjanesbæjar og fyrirtækja hér hins vegar eru alltaf að verða meiri og meiri. Yfirmenn varnarliðsins koma og fara og menn lenda stund- um í því að þurfa að byrja upp á nýtt við að koma á tengslum og trausti, vegna þess að það er ekk- ert til yfir þetta. En kerfið hjá hernum, eins og hjá okkur að sumu leyti, er þannig að hlutirnir ganga oft betur fyrir sig ef til er eitthvert formlegt samkomulag.“ Kjartan segir ekkert nýtt vera í samkomulaginu, það sé fyrst og fremst verið að mynda einhvern ramma utan um samstarfið. Reykjanesbær hafi t.d. oft fengið að nota mannvirki varnarliðsins, m.a. hafi sundfólk fengið að æfa í 50 metra innilaug varnarliðsins og nemendur í grunnskólum hafi skipst á heimsóknum. „Þetta hafa verið talsverð samskipti og öll mjög jákvæð og við viljum halda því áfram,“ segir Kjartan. Vináttusamstarf við Varnarliðið Festir jákvætt samstarf í sessi Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.