Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Axel Vigfússonfæddist í Vest- mannaeyjum 16. október 1918 og lést á Hraunbúðum, dval- arheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 28. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Vig- fús Jónsson, formað- ur og útgerðarmaður í Holti í Vestmanna- eyjum, og Guðleif Guðmundsdóttir, frá Vesturhúsum í Vest- mannaeyjum. Systk- ini Axels voru: Guð- rún, f. 1901, d. 1957, Sigríður Dagný, f. 1903, d. 1995, Guðmund- ur, f. 1906, d. 1997, Jón, f. 1907, d. 1999, Þórdís, f. 1912, og Guðlaug- ur, f. 1916, d. 1989. Hálfsystkini Axels, samfeðra, voru Guðleif, f. 1924, og Þorvaldur Örn, f. 1929. Axel veiktist er hann var á öðru aldursári og náði ekki andlegum þroska. Hann dvaldi á heimili foreldra sinna til fullorðins- ára en seinni kona Vigfúsar, Valgerður Jónsdóttir, gekk honum í móðurstað og sá um uppeldi hans og reyndist honum einstaklega vel, meðan hennar naut við. Axel dvaldi þá á elliheimilinu í Skálholti í Vest- mannaeyjum allt fram að eldgosinu 1973 er hann fluttist á Kópavogshælið, þar sem hann undi hag sínum vel þrátt fyrir fjar- lægðina frá heimabyggð sinni. Síðustu árin dvaldi hann í góðu yf- irlæti á Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum. Útför Axels fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Axel Vigfússon setti óneitanlega svip sinn á bæjarlífið í Eyjum. Allir eldri Vestmanneyingar muna vel eft- ir honum Axel í Holti eða Púlla eins og hann var oft kallaður. Þeir sem yngri eru hafa örugglega heyrt á hann minnst og sögur sagðar af hon- um. Axel var mikið á ferðinni og hitti marga. Alls staðar naut hann velvild- ar og fólk sneri sér að honum til að ræða við hann þótt hann gæti ekki svarað skyldi hann og gat jánkað eða neitað og sýnt með látbrögðum hver viðbrögð hans voru við spjallinu. Axel tók á sinn hátt virkan þátt í útgerð þeirra bræðra á Voninni VE 113. Margir höfðu gaman af að gant- ast við hann og segja að lítið fiskaði nú Vonin. Axel brást illa við slíku enda vissi hann vel að þetta átti yf- irleitt ekki við nein rök að styðjast. Annars hafði Axel gaman af léttu spjalli og smá stríðni. Hann var ein- staklega geðgóður og kom sér alls staðar vel enda heimsótti hann marga. Þegar við Ásta byrjuðum að búa að Helgafellsbraut 17 á neðri hæðinni hjá foreldrum mínum kom hann oft í heimsókn. Þegar við spurðum hann hvort hann hefði fengið kaffi uppi sagði hann alltaf nei og þáði síðan kaffi og meðlæti. Hálf varð hann nú skömmustulegur ef foreldrar mínir komu niður, því auð- vitað hafði hann þegið veitingar uppi líka. Allt var þetta nú í góðu, enda hafði hann gaman af góðlátlegu gríni. Axel hafði ánægju af því að keyra sínum hjólbörum og færa vinum og vandamönnum fisk. Gjarnan vildi hann þá þiggja kaffi og með því og ekki neitaði hann ef menn réttu að honum smá pening fyrir viðvikið. Þrátt fyrir sína fötlun, held ég að Axel hafi getað fylgst með og vitað meira en mann gat grunað. Síðustu árin er hann dvaldi á Hraunbúðum gaf heilsan sig smám saman og hann missti sjónina en þrátt fyrir það virt- ist sama góða lundarfarið halda sér. Axel naut alveg einstakrar um- hyggju á Hraunbúðum sem ber að þakka sérstaklega fyrir. Allir sem kynntust Axel á lífsleið- inni vita að þar fór góður drengur, sem engum vildi illt gera. Sigurður Jónsson. Ást eða væntumþykja eiga sér engin takmörk. Ef þær væru mældar í sprautuformi væri nálin ekki í okk- ar höndum. Við ráðum engu um hvern við elskum. Væntumþykja hlífir hvorki mannfélagsstiga né ætt- artölu. Axel Vigfússon var heimilisvinur á æskuheimili mínu í áratugi. Þegar tilkynningin um andlát hans barst á öldum ljósvakans vakti það sterk við- brögð hjá fjölskyldu minni líkt og ná- ið skyldmenni hefði kvatt. Axel var vangefinn frá barnsaldri. Áður fyrr var hann kallaður aumingi en sem betur fer hefur þetta ljóta orð horfið um vangefið fólk, það hefur líkast til færst yfir á aðra þjóðfélagshópa. Ax- el eða Púlli, eins og hann var oftast nefndur, hafði mjög sérkennilegt út- lit. Hann var með snarhrokkið hár, líkt og svertingi, göngulagið var fjaðrandi þótt hnén lægju saman. Hann var innskeifur og sletti annarri hendinni aftur fyrir sig og virtist gjarnan ganga á hlið. Hann horfði gjarnan upp í loft ef vel lá á honum, og átti það til að syngja hástöfum, mátti þá greina lagið „Kátir voru karlar á kútter Voninni“. Vest- mannaeyingum þótti útlitið gott en ég horfði á aðkomufólk ganga á ljósa- staur þegar það sá hann í fyrsta sinn. Axel var kominn af annáluðu dugn- aðarfólki. Útgerðarmönnum og hetjum. Margur hefur lesið frásögn- ina af bróður hans, Jóni Vigfússyni, sem bjargaði skipshöfn sinni úr sjáv- arháska þegar skip hanns strandaði vestur á Hamri við aðstæður sem kunnugir töldu ófærar um sumardag hvað þá í vetrarhörku. Faðir minn og Axel voru tengdir sterkum vinaböndum og svifu á vængjum ævintýra tímunum saman. Aldrei fæ ég að vita hvor skemmti sér betur en ég segi það satt að stundum skildi ég ekki hvernig pabbi með allri sinni vinnu nennti þessu. Sögurnar gengu yfirleitt út á sjóinn. Bróðir Axels, Guðmundur Vigfús- son, átti mb. Vonina sem var drif- fjöðrin í öllum sögunum. Vinsælasta sagan var þegar Guðmundur guðaði á glugga og kallaði ræs, þá var nýja úlpan og sængin sett í sjópoka og haldið á bryggjuna. Í gegnum árin var úlpan alltaf ný. Síðan var haldið um borð í óveðri og stormi. Það var alltaf óveður og stormur. Þegar kom- ið var á miðin risu öldurnar sem fjöll væru og geystust yfir skipið sem stóð af sér öll boðaföll. Þegar hér var komið sögu sat Axel með sígarettuna sem lá lóðrétt upp með andlitinu og sá á því augnabliki aðeins í hvítuna í augum hans. Til að verjast sjógangi og pusi sem gekk yfir bátinn hélt hann hendinni yfir höfðinu, lyfti ann- arri löppinni veinandi og hljóðandi og stóðst ágang Ægis af fullum þunga. Sagan var miklu lengri og áhrifaríkari og endaði róðurinn á þá leið að Vonin kom lunningafull af fiski í land svo að múg og margmenni dreif að úr öllum áttum, þá leið sælu- svipur um andlit Axels og hann hló stanslaust. En það eru ekki alltaf jól- in og þegar pabbi minnti hann á strákafíflin sem voru mætt á bryggj- una til að stela fiskinum kom mikil skeifa á andlitið, svo neðrivörin seig niður á höku. Það brann glóð úr aug- unum, hann greip byssuna, þ.e. staf- inn, og da,da,da, dá, þar með voru þeir dauðir og gleðin tók völdin á ný. Axel var athafnamaður, dugnaðar- forkur þrátt fyrir fótaveiki og fötlun. Hann var á teikningu eyjanna eins og Heimaklettur og samtvinnaður lífi eyjaskeggja, og fullyrði ég að enginn sem þekkti hann vildi án hans vera. Hann var eftirminnilegri per- sónuleiki en allir höfðingjar eyjanna. Hann var sívinnandi, hafði viðskipta- vit, keyrði lúðu í hjóbörunum sínum sem hann skildi sjaldan við sig, þáði kaffibolla eða smápening fyrir fisk- inn, endurtók leikinn svo með því að fara með fiskinn í næstu götu. Faðir minn var nær níræðu þegar hann bað mig að keyra sig á Kópa- vogshæli þar sem Axel var vistmað- ur. Við komum þangað í góðu veðri þar sem kappinn var úti við. Hann var með metra langan, eldrauðan vörubíl úr tré og í vasanum hafði hann ökuskírteini sem gárungarnir úr Vestmannaeyjum höfðu útbúið og er þetta sjálfsagt eina ökuskírteinið á hnettinum þar sem bæði var greint frá fæðingar- og dánardegi viðkom- andi. Þarna urðu innilegir fagnaðar- fundir. Ég horfði á eftir þeim þar sem þeir leiddust hönd í hönd og byggingin bergmálaði bæði sporin, sem styttast með árunum, og há- vaða, kjaftaganginn frá þeim félög- um. Axel dró rauðan bílinn, sem var fullur af grasi, og var augljóst að hann hafði kvatt sjávarútveginn og AXEL VIGFÚSSON ✝ Jóhanna MaríaSveinsdóttir fæddist í Siglufirði 9. ágúst 1959. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Berta Jóhanns- dóttir, f. 21. septem- ber 1937, og Sveinn Þorsteinsson, f. 22. júní 1945, búsett á Siglufirði. Foreldrar Bertu eru María Jensdóttir, f. 5. apríl 1911, d. 14. maí 1970, og Jóhann Ísaksson, f. 24. október 1910, d. 2. janúar 1979. Foreldrar Sveins eru Sigríður Pétursdóttir, f. 30. apríl 1915, d. 18. nóvember 1991, og Þorsteinn Sveinsson, f. 6. febrúar 1906, d. 20. apríl 1965. Sveinn á tvær syst- ur, Jóhönnu Steinunni, f. 10. des- 2) Þorsteinn, f. 7. febrúar 1966, eiginkona hans er Fanney Birkis- dóttir, f. 9. apríl 1970, og eiga þau tvö börn, þau eru búsett á Siglu- firði. 3) Jóhann, f. 11. október 1969, sambýliskona hans er Krist- ín Andrea Friðriksdóttir, f. 31. október 1966, og eiga þau tvo syni, þau eru búsett á Ólafsfirði. 4) Rúnar, f. 1. ágúst 1973, náms- maður í Reykjavík, hann á einn son. 5) Rakel, f. 26. maí 1978, sam- býlismaður hennar er Sævaldur Bjarnason, f. 27. október 1979, og eiga þau eina dóttur, þau eru bú- sett í Reykjavík. Raunfaðir Jó- hönnu Maríu var Óskar Konráðs- son og átti hún þar frá þrjú hálfsystkini, Sonju, Erlu Konny og Pál Óskar. Jóhanna ólst upp á Siglufirði og starfaði að mestu leyti við fisk- vinnslustörf hjá Þormóði ramma hf. og við afgreiðslustörf í Leifs- bakaríi, þar til hún flutti til Akra- ness á árinu 1991, en eftir það starfaði hún við fiskvinnslustörf hjá Haraldi Böðvarssyni hf. Útför Jóhönnu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ember 1941, og Fann- eyju Jónu, f. 15. maí 1953. Jóhanna María giftist 11. september 1982 Birni Gunnari Pálssyni, f. 11. sept- ember 1959 í Siglu- firði. Foreldrar hans eru Páll Gísli Jónsson, f. 12. október 1917, d. 26. mars 1988, og Eivor Jónsson, f. 24. maí 1927, búsett á Ak- ureyri. Börn Jóhönnu Maríu og Björns Gunnars eru Lísa Rut, f. 21. mars 1982, unn- usti hennar er Jón Vilberg Ge- orgsson, f. 30. september 1979, og Erik Helgi, f. 22. október 1983. Systkini Jóhönnu Maríu eru: 1) Hannes, f. 3. maí 1964, eiginkona hans er Guðlaug Jónsdóttir, f. 19. nóvember 1968, og eiga þau þrjú börn, þau eru búsett í Reykjavík. Elsku Hanna mín, mig langar til aðkveðja þig með örfáum orðum. Ég var svo lánsamur að eignast þig og móður þína þegar þú varst aðeins fimm ára, þá varst þú orðin mótuð af umhyggju og ást móður þinnar, Maju ömmu og Jóa afa. Elsku Hanna, þú tókst mér strax svo vel, fljótlega mátti bara ég svæfa þig á kvöldin með því að lesa fyrir þig sögukorn og frá okkar fyrstu kynn- um vildir þú kalla mig pabba og svo þegar þú varðst eldri vildir þú bera nafn mitt. Þú varðst strax mjög sterkur persónuleiki sem vissir hvað þú vildir og þú stefndir þolinmóð að settu marki í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur og þú og þínir hafa svo fengið að njóta afraksturs verka þinna. Svo þegar fjölgaði í systk- inahópnum var stóra systir tilbúin til að gæta þeirra þegar þurfti og þú varst alltaf svo stolt af þeim. Stund- um vorum við ekki sammála um hlutina en það var nú ekki nema eðlilegt þegar táningur og faðir ræða um hvað best sé hverju sinni, en einu sinni komst þú mér upp á veginn aftur þegar ég hafði lent út af á lífsbrautinni, með vel völdum orðum sem ekki var hægt að mis- skilja. Áhugamál okkar lágu oft sam- an,en þó sérlega að einu leyti og það var í matreiðslunni, þar sem þínir hæfileikar voru svo miklir og þú varst óhrædd við að prufa eitthað nýtt og oftar en einu sinni leiðbeind- ir þú mér símleiðis. Þann tíma sem ég bjó á Akranesi naut ég aðstoðar þinnar í svo mörgu og þú hefðir líka litið til með litlu systur sem ráðgerir nú að flytja á Skagann og saknar þess nú sárt að þú verður ekki til staðar. Elsku Hanna, ég og móðir þín er- um þess þó fullviss að amma þín og afi gæta þín núna á nýjum vegum þar sem við öll mætumst að lokum og við yljum okkur við góðar minn- ingar um ástríka dóttur sem við söknum svo sárt. Elsku Böddi, Erik, Lísa og Jónsi, við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni og megi minningin um umhyggjusama og elskandi eig- inkonu, móður og tengdamóður verða ykkur léttir á komandi tíma á lífsins vegum. Pabbi. Einstakur er orð sem notað er, þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku Hanna Maja mín, mig lang- ar til þess að kveðja þig með örfáum orðum. Ég trúi því varla ennþá að þú sért farin frá okkur. Það er svo stutt síðan við komum að heimsækja þig á Skagann. Fyrst bara við Sæbi og þá sátum við hjá ykkur langt fram á kvöld og var mikið hlegið, enda lékuð þið Böddi á alls oddi eins og alltaf. Svo komum við aftur með Kötlu Dögg með okkur og þér fannst svo gaman að sjá hana. Þú sagðir stund- um í gríni að þú værir eins og auka- amma fyrir hana, enda hefði það svosem alveg getað verið miðað ald- urinn. En þó að þú værir þetta mörgum árum eldri en ég þá náðum við vel saman. Sérstaklega eftir að ég kom á Skagann í skóla og við fórum að hitt- ast oftar. Þá var gott að eiga stóru systur að og geta leitað til þín ef ég þurfti á að halda. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Þú varst dugleg við að bjóða mér í mat og stundum fékk einhver vinkonan að fljóta með. Þær kynnt- ust þér líka og fannst svo gaman að koma með mér til þín. Þú varst alltaf svo kát og hress og þannig minnist ég þín, hlæjandi og spaugandi. Elsku Hanna, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég varð- veiti allar góðu minningarnar og trúi því að við eigum eftir að hittast aftur. Elsku Böddi, Erik, Lísa og Jónsi, megi Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni. Rakel, Sævaldur og Katla Dögg. Enginn lifir að eilífu. Það er eitt sem við öll vitum. En þegar okkur var sagt að þú, Hanna systir, hefðir kvattfannst okkur að þetta væri bara vondur draumur, eins og krakkarnir sögðu. Margar góðar minningar eigum við, og ekki síst fyrir nokkru er við sátum heima í stofu hjá ykkur Bödda með góðum vini okkar og sungum, sögðum brandara og rifj- uðum upp gamla tíma. Þú ert og verður alltaf til í hjörtum okkar, megi góður Guð geyma þig. Elsku Böddi, Lísa Rut og Erik Helgi, við vottum ykkur okkar ein- lægustu samúð. Þorsteinn, Fanney og Birkir Már. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast mágkonu minnar, Jóhönnu Mar- íu Sveinsdóttur, og kveðja hana. Hún lést eftir aðeins örfárra daga veikindi, langt um aldur fram, rúm- lega 40 ára. Lífið getur verið óskiljanlegt og ótrúlega erfitt stundum. Hvernig getur nokkur maður skilið tilgang- inn þegar ungt fólk er hrifið fyr- irvaralaust á brott? En við eigum minningar, góðar minningar, og þess óska ég af alhug að bróðir minn, Björn Gunnar, og börnin þeirra, Lísa og Erik, geti yljað sér við þær þegar mesta sorgin dofnar. Jóhönnu var margt til lista lagt og hún var ótrúleg hannyrðakona. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt lék í höndunum á henni og úr urðu margar ótrúlegar flíkur og hlutir hver öðrum fallegri og bet- ur gerðir. Þolinmæðin og nostur- semin var einstök og má þar sér- staklega nefna jólakökubaksturinn. Smákökurnar hennar Hönnu Mæju voru ekki eins og hjá öðrum, heldur voru þær allar litlar, jafnar og ynd- islega góðar. Hanna Mæja var ein af þessum konum sem vann verkin sín í kyrr- þey og hugsaði fyrst og fremst um börnin sín og manninn sinn. Henni tókst vel upp með allt sem hún gerði og var hamingjusöm og ánægð með sitt og sína. Hún var hin eina sanna hvunndagshetja! Guð blessi minn- ingu hennar. Maj Britt Pálsdóttir. Ef ég ímynda mér þig í huga mínum, þá vil ég helst gráta alla tíð. Og síðan sá ég í augum þínum, hvað þú varst mér svo kær og blíð. Ég veit að einhvern tímann mun ég deyja þá getur þú talað við mig. En það var eitt sem ég átti eftir að segja, það er að mér þykir vænt um þig. (Birgitta Þorsteinsdóttir.) Elsku Hanna, þetta ljóð samdi ég til þín. Þín frænka, Birgitta. Hún Hanna Maja er dáin, það getur ekki verið! Ég loka augunum JÓHANNA MARÍA SVEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.