Morgunblaðið - 06.07.2001, Page 38

Morgunblaðið - 06.07.2001, Page 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Skafti Krist-ófersson var fæddur að Köldu- kinn í Austur-Húna- vatnssýslu hinn 14. mars 1913. Hann lést á Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristófer Kristófersson og Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir. Skafti átti tvö syst- kini, Jóhann Sverri, f. 3.3. 1921, d. 9.12.1995, og Jónu, f. 20.4. 1918. Kona Skafta var Helga María Ólafsdóttir, f. 10.7. 1915, d. 10.8. 1982. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Svanhildur, f. 6.9. 1939, gift Þor- birni Sigurðssyni, þau eiga tvær dæt- ur. 2) Ingimar, f. 12.10. 1940, kvænt- ur Jósefínu Hrafn- hildi Pálmadóttur og eiga þau fjögur börn og sex barna- börn. 3) Sverrir, f. 25.5. 1942. 4) Ólafur, f. 17.12. 1951, kvæntur May-Helen. Hann á tvö börn frá fyrra hjónabandi og eitt barnabarn. 5) Flosi, f. 6.11. 1961. Hann á tvö börn með Guðnýju Sigurgeirsdóttur og eitt barnabarn. Þau skildu. Útför Skafta fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Afi í Hnjúkahlíð er farinn frá okk- ur. Sú kalda staðreynd blasti við okk- ur þennan fallega dag júnímánaðar. Minningarnar hrannast upp því margt skemmtilegt hefur á dagana drifið. Ég man aldrei eftir afa nema sem bónda. Þá var hann með stórt fjárbú, kýr, hross og hænur. Afi var við búskap- inn allan daginn því honum féll aldrei verk úr hendi. Mér fannst kindurnar hans afa alveg sérstaklega fallegar vegna þess að litirnir voru svo marg- ir. Þær voru margar golsóttar og mó- rauðar. Ég fékk hana Móru mína frá ömmu og afa þegar ég fæddist. Hæn- urnar voru margar og afi seldi eggin í Verslunina Vísi á Blönduósi. Oft vor- um við systkinin með afa að tína egg- in í stóru járnfötuna og fórum með þau inn í eldhús til ömmu og þau voru þvegin og sett í bakka. Ég man hvað ég skammaðist mín mikið ef ég braut eitthvað. Svo fór afi á Blönduós á Willis-jeppanum sínum. Við krakkarnir fengum oft að hjálpa til við heyskapinn og var þá oft glatt á hjalla. Þegar baggarnir voru komnir í hlöðu var farið í kaffi. Maður kom aldrei að tómu eldhúsi hjá ömmu en ekkert jafnaðist á við pönnukök- urnar og lummurnar hennar ömmu með ískaldri mjólk. Við Pálmi Þór bróðir fórum oft uppeftir þegar mamma og pabbi nýttu tún í Hnjúka- hlíð og fengum eitthvað gott. Sumarið 1982 breyttist margt. Afi missti ömmu og ári síðar fluttist hann að Hnitbjörgum á Blönduósi. Hann kom sér vel fyrir með allt það nauð- synlegasta í kringum sig og honum leið vel. Hann hafði góðan félagsskap og þá sérstaklega af Hallgrími frá Helgavatni en hann leit við daglega. Afi fór í bíltúr dag hvern og kom þá oft í Árholt í kaffi eða keyrði fram að flugvelli og horfði upp að Hnjúkahlíð. Hann hafði gaman af að ferðast og fór eitt sinn til Færeyja. Sú ferð var honum örugglega ógleymanleg. Þegar ég fór til Reykjavíkur í skóla kom ég alltaf heim einu sinni til tvisvar í mánuði. Þá fór ég alltaf í heimsókn til afa þótt tíminn væri oft naumur. Þessar heimsóknir eru mér mikils virði í dag því við spjölluðum margt saman og gerðum að gamni okkar. Rétt fyrir jólin 1997 veiktist afi og varð aldrei sá sami eftir það. Samt var alltaf stutt í glettnina og svörin hafði hann alltaf á reiðum höndum. Hann hafði gaman af því þegar langömmubörnin komu í heim- sókn og hann gaf öllum nammi. Hrafnhildur mín fór oft með malt og appelsín og fékk sér með langafa sín- um. Yngri dóttur mína skírði ég Helgu Maríu í höfuðið á ömmu og ég sá á afa að hann var ánægður með það. Ég var hjá afa hans síðustu stundir ásamt Helgu Björgu systur minn og Stellu frænku og ég veit að amma hefur beðið hans með hlýjan faðminn. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allt. Þín, Dómhildur Jóna. Jæja, kæri afi, nú ertu farinn, elsku kallinn minn. Ég er nú ekki mjög döpur heldur sátt, því þú varst orðinn svo veikur. Ég trúi líka að þú sért sáttur núna. Ég kom til þín síð- ast um páskana í fyrra. Þá kynnti ég þig fyrir unnusta mínum. Nú er liðið rúmt ár og hann er nú búinn að gefa mér lítinn strák. Mér finnst tíma- setningin mjög sérstök, því Gunnar Flosi fæddist á afmælisdaginn þinn, 14. marz, þinn síðasta afmælisdag. Mér fannst rosalega erfitt í þessari síðustu heimsókn, því þú varst orðinn svo veikur. Þú varst mjög óskýr- mæltur og átti ég mjög erfitt með að skilja þig. Ég þurfti að taka á honum stóra mínum því tárin voru allan tím- an handan við hornið. Þú lást bara í rúminu þínu og hreyfðir þig mjög lít- ið. Þetta var svo skrítið, því þú hefur alltaf verið svo hress og fullur af lífi. Alltaf þegar við komum norður til þín að Hnitbjörgum, þá varstu svo glað- ur í bragði og mikið að grínast. Þið pabbi töluðuð alltaf um hinn og þenn- an og ekki vissi ég hverjir þeir voru, en mér var alveg sama, það var alltaf gaman að hlusta. Þú varst líka gjaf- mildur, iðulega með Mackintoshið á lofti. Nú eru komin tæp 20 ár síðan amma var borin til grafar. Þá var ég tæplega 3ja ára, en ég man samt eftir því, þó ég hafi ekki vitað hvað um var að vera. Ein frænka mín úr Reykja- vík var fengin með til að passa mig meðan allir fóru í jarðarförina. Við vorum á meðan í Hnjúkahlíð og fór- um í berjamó. Ég man alltaf eftir þessu því það komst köngulló í berja- fötuna. Nú eru liðin 20 ár og nú er ég orðin mamma. Ótrúlegt hvað tíminn líður, ekki finnst mér svo langt síðan ég lék mér að rauða bílnum og ljón- inu á Hnitbjörgum. Mér finnst afar leiðinlegt að Gunnar Flosi fékk ekki tækifæri til að hitta þig, en ég veit að þú fylgist með honum. Ég hlakka svo til þegar hann verður eldri og við för- um með hann norður og sýnum hon- um Blönduós, þennan fallega bæ sem á stóran hlut í mínu hjarta. Auðvitað sýni ég honum Hnjúkahlíð, æsku- stöðvar pabba. Alltaf þegar ég fer norður keyri ég að Hnjúkahlíð, því mér þykir svo vænt um þennan bæ. Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að flytja þangað. Jæja elsku afi, nú er kominn tími að kveðja. Ég þakka þér innilega fyrir allar góðu stundirnar á þessum 23 árum sem ég var svo heppin að eiga þig fyrir afa. Mundu að mér þykir rosa vænt um þig. Skil- aðu kærri kveðju til ömmu og allra hinna, þín sonardóttir, Helga Sigríður Flosadóttir. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku afi, með þessum orðum vil ég kveðja þig og þakka þér dýrmæta samveru. Nú líður þér vel, laus við allar þjáningar og kominn til ömmu. Við þökkum fyrir ástúð alla indæl minning lifir kær, núna mátt þú höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. Hvíldu í friði, elsku afi minn, og hafðu þökk fyrir allt. Kær kveðja, Sigurgeir Skafti. Elsku afi, nú eru þessi stuttu en erfiðu veikindi að baki og þú kominn á æðra tilverustig, þar sem örugg- lega hefur verið vel tekið á móti þér af ömmu Helgu, Sverri bróður þín- um, langafa og langömmu og fleiru góðu fólki. Síðan amma dó og ég fluttist í burtu hef ég alltof lítið hitt þig en alltaf fengið fréttir af þér og þinni líðan. En eftir lifir minningin um það þegar ég var krakki og kom til ykkar ömmu upp í Hnjúkahlíð. Þið amma voruð nokkuð ólík, hún svona róleg og dagfarsprúð á meðan þú varst ákveðnari og skapmeiri, en allaf var stutt í glettnina hjá þér. Búskapurinn átti hug þinn allan og varst þú bæði duglegur og ósérhlíf- inn við hann alla tíð, hvort sem það voru kindurnar, kýrnar, hænurnar, hestarnir eða bara kettirnir og ekki má gleyma uppáhaldshundinum þín- um og besta vini honum Gutta. Það var gaman að fá að vera með þér í útiverkunum þó líklega hafi ekki verið mikið gagn í því sem maður gerði. Ég man enn eftir því þegar þú komst í bæinn á jeppanum þínum með eggin og fékkst þér kaffi og sagðir nokkra brandara ef því var að skipta og aldrei brást að þú notaðir orðatiltækið þitt sem hljóðar ein- hvern veginn svona: jam og jæja. Það voru örugglega mikil viðbrigði fyrir þig að fara frá Hnjúkahlíð eftir að amma dó, þú varst orðinn slæmur í skrokknum svo að búskapurinn var orðinn þér erfiður. En ég held að þér hafi líkað vel í Hnitbjörgum innan um bæði sveit- unga þína og annað fólk sem þú þekktir og kynntist. Ekki varstu í vandræðum með að umgangast fólk, þar sem þú varst bæði hress og kátur og gast alltaf laumað skemmtilegum gullmolum að ef því var að skipta og verið hrókur alls fagnaðar. Ég kveð þig með þessum fátæk- legu orðum og bið Guð að geyma þig. Þín dótturdóttir Hulda Þorbjarnardóttir. Við komum í heimsókn til langafa fyrir um þremur vikum og hann lék við Helgu Maríu uppi í rúmi eins og hann var vanur. Hann sagði að þau væru nú alltaf falleg þessi börn með- an þau væru svona lítil. En einn daginn sagði mamma mér að langafi væri dáinn. Ég skil það ekki alveg en ég veit að hann er hjá Guði og nú líður honum vel. Hrafnhildur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Kæri Skafti. Nú er komið að kveðjustund. Þar sem það er sú síð- asta langar mig til að þakka þér fyrir góða samveru. Já, þú ert farinn á braut, til bjartari og betri heim- kynna, laus við þrautir lífsins. Mikið held ég að þér líði vel núna, enda hef- ur þú mátt þola erfið veikindi um langan tíma. Núna ertu loksins kom- inn í heimahöfn innan um vini. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. (Lárus Halldórsson.) Margar minningar koma upp í hugann, enda margs að minnast. Stundirnar sem við áttum saman í eldhúsinu í Hnjúkahlíð hér forðum standa þó uppúr, enda sannkallaðar gleðistundir. Við sátum þar svo oft og létum brandarana fjúka, bæði um menn og málleysingja. Já, mikið gát- um við hlegið og spjallað saman, jafnt í gamni og alvöru þú og ég, því eins og þú sagðir svo oft, við skildum hvort annað. Einnig eru mér ógleym- anleg samskipti þín og hundsins þíns, hans Gutta. Hvernig þið komuð fram hvorn við annan, þar var sannkölluð vinátta og virðing á ferðinni á báða vegu. Það var yndislegt að fylgjast með ykkur í leik og starfi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Kæri Skafti, ég þakka fyrir hlýju og vináttu í minn garð alla tíð. Þótt þú hverfir á braut mun minningin um þig lifa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Megir þú hvíla í friði. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Kveðja, Guðný Sigurgeirsdóttir. SKAFTI KRISTÓFERSSON ✝ Kristín Jóhann-esdóttir Ober- man fæddist í Bonthain í Celebes í Indónesíu 26. mars 1929. Hún lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Oberman, landstjóri Hollendinga í Indónesíu, og Lauf- ey Friðriksdóttir frá Syðra-Lóni á Langa- nesi. Kristín var yngst fimm systkina sem öll eru nú látin og voru Friðrik, Guðjón Guðmundur, Foppe Pieter og Wija Alida. Í ágúst 1954 giftist Kristín Halldóri Briem sem nú er látinn og átti með honum tvö börn, þau skildu. Börn þeirra eru Laufey, fiskverkakona á Ísafirði, f. 29. okt. 1954, gift Flosa Jónssyni Þuríður, húsmóðir á Selfossi, f. 20.9. 1964, gift Steinari Vilhjálms- syni og eru börn þeirra Harpa, Davíð og Sæþór. Pétur Ásgeir kjötiðnaðarmaður á Hellu, f. 18.12. 1966, trúlofaður Ase Bir- han. Kristín ólst upp til níu ára ald- urs í Indónesíu er hún flutti með foreldrum sínum heim til Hol- lands, þar sem hún gekk í skóla. Hún kom með móður sinni fyrst til Íslands laust fyrir stríð en var bú- sett í Hollandi öll stríðsárin. Aftur kom hún til Íslands 1946, þá til að stunda nám í Reykholti og síðar í húsmæðraskólanum á Varma- landi. Kristín flutti alfarið til Ís- lands 1953 og bjó fyrst í Reykja- vík. Þar sem hún starfaði á Landspítalanum, en fluttist að Stokkalæk 1958 og stundaði bú- skap þar með Sigurði til 1983, er hann lést af slysförum, og með sonum sínum til 1986. Þá fluttist hún að Hellu þar sem hún hélt heimili með Pétri, yngsta syni sín- um. Síðustu tvö árin bjó hún á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Útför Kristínar fer fram frá Keldnakirkju á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og eru börn þeirra, Sigurður Kristinn, Guðjón Smári og Ey- dís, og Gunnar Jó- hannes verkamaður, f. 2. ágúst 1956, bú- settur í Þorlákshöfn. Kristín giftist 17. maí 1959 Sigurði Egils- syni, bónda á Stokka- læk, f. 22.9. 1913, d. 5.12. 1983. Börn þeirra eru fimm: Egill bóndi á Berustöðum, f. 2.6. 1959, giftur Erlu Traustadóttur og eru börn þeirra Andri Leó, Signý og Eygló Krist- ín. Friðrik Foppe sjómaður í Vest- mannaeyjum, f. 6.9. 1961, giftur Ingibjörgu Þórhallsdóttur, og eru börn þeirra Sigþór og Þórhallur. Guðmundur trésmiður á Írlandi, f. 20.1. 1963, trúlofaður Nuala Whyte, en hann á 2 börn af fyrra sambandi, Kára og Sigurð Má. Elsku mamma, þá er hvíldin kom- in og margbrotin ævi að baki. Þú varst okkur sú móðir er flestir myndu óska sér. Við minnumst þín í þeim kærleika og ást er þú sýndir okkur. Oss minni sérhver morgunstund á miskunn Drottins þá, er lætur eftir barnablund oss betri morgun sjá. (V. Briem.) Með þessum orðum færum við þér okkar hinstu kveðju. Egill og Friðrik. KRISTÍN J. OBERMAN                            !  "            " "    "#   $  ! %" #$ "      "    %&'  ( "    )"& !    "+ " & '&"#(   )*+$ "#(      +   &  "#(   $ "#(  *   ,- +   ! & '#(  .  &/ $#+  0 01 "

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.