Morgunblaðið - 06.07.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.07.2001, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 41 manni sem hefur verið jafnlífsglaður og jákvæður. Það var sama hvað Villi var að taka sér fyrir hendur; hvort hann var að fara að spila golf, fara í veiði eða í útilegu með fjölskyldunni; alltaf var hann jafnfullur eftirvænt- ingar og tilhlökkunar. Stórt skarð er nú höggvið í hóp vinnufélaganna sem ekki verður uppfyllt. Villi var ein- staklega ósérhlífinn til vinnu og það var honum mikið kappsmál að standa sig vel sem hann og gerði. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki tal- að um golfið sem var sameiginlegt áhugamál okkar Villa. Við gátum eytt heilu matar- og kaffitímunum í að ræða golf, hvernig okkur hafi gengið í gær eða jafnvel æfa sveifl- una og að leiðbeina hvorum öðrum um það er betur mætti fara. Því er ekki að leyna að þegar við Villi vor- um saman í mótum var alltaf ákveðin keppni okkar á milli, en það var nú allt í gamni gert. Síðustu tvær vikur eru tvímæla- laust erfiðustu dagar sem fjölskylda okkar hefur upplifað; að Villi deyr í þessu hörmulega vinnuslysi á sama tíma og sonur okkar liggur stórslas- aður. Orð mega sín lítils á stundum sem þessum, en þeim mun meira hef- ur leitað á hugann. Menn standa agndofa yfir þessum atburði. Ljósið í myrkrinu er minningin um góðan félaga og að þjáningum hans skuli nú vera lokið. Megi algóður Guð styrkja Ástu, börnin og aðra ástvini Vil- hjálms í þeirra djúpu sorg og blessa minninguna um góðan dreng. Pétur Þór Brynjarsson, Aldís Guðmundsdóttir, Daníel Karl Pétursson. Á skammri stundu skipast veður í lofti, gleði getur breyst í sorg. Okkur var mjög brugðið þegar við fengum þær fréttir að Villi væri farinn. Svona er nú lífið, kemur manni sífellt á óvart og eitt af því sem við vitum er að allir fara að lokum en enginn veit tímann nema Hann sem ræður öllu. Við minnumst þess hve okkur þótti gaman að skreppa í Álakvíslina í heimsókn og alltaf var vel tekið á móti okkur. Þegar Villi var heima hafði hann alltaf frá einhverju að segja og yfirleitt eitthvað sem kitlaði hláturtaugarnar. Þann 15. júní sl. héldum við smá útskriftarhóf þar sem systkini okkar, makar og foreldrar komu til að gleðj- ast með okkur. Ekki hvarflaði að okkur þá að þetta yrði okkar síðasta samverustund með Villa í þessum heimi. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn. hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Við erum þakklát fyrir þær stund- ir sem við fengum að njóta með Villa og munum varðveita þær vel í hjarta okkar. Elsku Ásta, Vilhjálmur Þór, Anna Kristjana og Jóhanna Ásta. Guð veri með ykkur og sé ykkur stoð á þess- um erfiða tíma. Sæunn, Gísli Þór og börn. Elsku Villi! Okkur langar að þakka þér fyrir alla hjálpina og elskulegheitin síðan við fluttum hér við hliðina á ykkur. Við höfum alltaf sagt að við lentum við hliðina á bestu nágrönnum í heimi. Við eigum eftir að sakna spjallsins og pípuilmsins hér í dyra- skotinu, það verður aldrei eins aftur. Elsku Ásta og börn, ef eitthvað vantar þá erum við hér við hliðina. Juan og Ragnheiður. Það var skömmu eftir að ég byrj- aði á vöktum í Áburðarverksmiðj- unni vorið 1972 að Gunnar Þór Krist- jánsson, sem var löngum yfirmaður minn, kynnti Vilhjálm fyrir mér sem litla bróður sinn. Kynni okkar urðu ekki mikil fyrst í stað því ég var bundinn á mínum stað en hann kom aðeins stöku sinnum til að gera við. Allnokkru síðar vildi svo til að þau hjónin fluttu inn í íbúðina á móti okk- ur, með tvö börn. Þá upphófst vin- átta milli fjölskyldnanna, sem aldrei hefur borið skugga á síðan. Og greið- viknin og hjálpsemin var einstök. Fljótlega fæddist þriðja barnið, og áður en langur tími leið, tókst þeim að komast í eigin íbúð. En vináttan hélst áfram, þótt þau væru þar miklu fremur veitendur. Vilhjálmur lét sér mjög annt um börn sín og heimili, og saman tókst þeim hjónum að veita börnum sínum það skjól og öryggi, sem of mörg börn og unglingar fara á mis við í dag. Áhugamálin voru mörg. Knatt- spyrna, sem hann var þó hættur að geta stundað, brids og veiðiskapur. Hann reyndi að komast eina ferð á ári í Veiðivötn, með góðum félögum, og þá brást ekki að við fengjum sil- ung. Einnig reyndi hann að komast á gæsaveiðar ef færi gafst. Kappsamur var hann við vinnu og vildi láta hlutina ganga en þótti gott að geta slakað á á laugardögum við að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Það er erfitt að skilja hvers vegna svo ungur ágætismaður er kallaður svo skyndilega burt frá konu og börnum, sem hefðu þurft að hafa hann svo miklu lengur hjá sér. En tíminn dregur úr sársaukanum og eftir lifir minningin um góðan dreng. Með innilegri samúðarkveðju til þín og barnanna, elsku Ásta mín, frá okkur öllum. Ragnhildur, Gunnar, Anna Sólveig og Gunnar Þór. Það var rétt fyrir leik mfl. Fylkis og ÍBV að við fréttum að hann Villi vinur okkar væri dáinn og það var undarleg tilfinning að ganga í áhorf- endastúkuna vitandi að Villi myndi ekki framar vera þar á sínum stað mitt á meðal okkar, því hann Villi átti sinn stað í nýju stúkunni okkar Fylk- ismanna, rétt eins og hann átti sinn stað í vitund okkar sem hann þekkt- um. Við munum ekki svo gjörla hve- nær við sáum Villa fyrst en líklega hefur það verið á einhverjum leikja yngri flokka Fylkis þar sem við vor- um að fylgjast hver með sínum syni. Raunverulega kynnumst við Villa ekki fyrr en við unnum saman í for- eldraráði við undirbúning keppnis- ferðar til Svíþjóðar. Þar bundust ein- stök vináttubönd, við sem ekki létum okkur allt fyrir brjósti brenna eign- uðumst þennan trausta og einlæga félaga sem stóð með okkur í gegnum þykkt og þunnt, varði okkur þegar mest á reyndi og stóð með okkur eins lengi og stætt var. Þannig kom Villi okkur fyrir sjónir, traustur, einlæg- ur, eilítið hlédrægur en umfram allt, mikill vinur vina sinna. Sú vinátta sem þarna hófst hefur vaxið og dafnað síðan. Við höfum horft á drengina okkar spila fótbolta saman, stækka og þroskast. Við höf- um átt margar ánægjustundir saman á hliðarlínunni og ávallt var Villi okk- ur uppspretta gleði og ánægju hvort sem gekk betur eða verr inni á vell- inum og þótt Villi hefði ákveðnar skoðanir lagði hann aldrei illt orð til nokkurs manns. Oft ræddum við hvað framtíðin bæri í skauti sér, kannski hefðum við farið saman á Evrópuleik eða skroppið á Villa Park til að hvetja Aston Villa til dáða, hver veit. Og svo var þessu öllu lokið, eng- inn Villi lengur á meðal okkar á vell- inum og þar verður tómlegt án hans. Fylkismenn sjá á eftir góðum félaga. Við félagarnir sjáum á eftir ein- stökum vini. Við sendum Ástu og börnunum okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk á erfiðum tímum. Hafðu þökk Villi fyrir allt, þú varst einstakur vinur og félagi. Minningin um góðan dreng og félaga lifir. Fyrir hönd Fylkisfélaganna, Daníel Gíslason, Hilmar Viktorsson. Ég var staddur norður í landi er ég heyrði í fréttum að tveir menn hefðu orðið fyrir ljósbogabruna við vinnu sína í álverinu í Straumsvík. Hvernig getur slíkt gerst, hvað hefur farið úrskeiðis? Síðan komu fréttir af læknisaðgerðum, líðan mannanna væri eftir atvikum og að annar mað- urinn væri látinn. Mér hafði ekki komið í hug að starfsmaður sem starfaði að viðhaldsverkefnum gæti orðið fyrir slíku slysi, þar sem strangar reglur eiga að gilda um slík verkefni. Það er ekki alveg sama hvort það er einhver óviðkomandi, eða vinur og samstarfsmaður til margra ára, er verður fyrir slíku, þótt ég ætli ekki öðrum slíkt. Vil- hjálmur var úr áburðarverksmiðju- fjölskyldunni, en það orð var notað yfir þá sem höfðu unnið í áratugi hjá Áburðarverksmiðjunni. Þegar óviss- an um framtíð Áburðarverksmiðj- unnar var sem mest, en það líkaði Vilhjálmi illa, vildi hann ekki búa við óvissu um framtíð atvinnu sinnar. Hann vildi skipuleggja sinn tíma milli atvinnu, fjölskyldu og tóm- stunda til lengri tíma. Því fór hann að leita að öðrum starfsvettvangi. Hug- ur hans stóð til vinnu hjá Íslenska ál- félaginu í Straumsvík, þar fór hann til sumarafleysinga og endaði síðar sem starfsmaður verktakafyrirtækis þar á staðnum. Í vinnu var Vilhjálm- ur stundvís, vinnusamur og lífsglað- ur. Hann sá oft spaugilegar hliðar á málum og átti þá til með að bregða á leik með skemmtilegum orðsending- um eða öðru álíka. Vilhjálmur bar mikla umhyggju fyrir fjöldskyldu sinni, þar voru kona hans, Ásta, og börn þeirra þrjú honum ofarlega í huga og af þeim var hann stoltur. Vil- hjálmur vann að félagsmálum fyrir stéttarfélag sitt og var trúnaðarmað- ur þess hjá Áburðarverksmiðjunni. Hann var auk þess virkur félagi í Starfsmannafélagi Áburðarverk- smiðjunnar. Vilhjálmur var áhuga- maður um veiðar á fugli og fiski og þar naut hann sín í góðum félags- skap. Það er sárt að horfa á eftir þér á vit feðranna, þú lífsglaði strákur. Með þessum orðum kveð ég þig, Vil- hjálmur. Georg R. Árnason. Í dag kveð ég Villa, vin minn og vinnufélaga, með miklum söknuði. Það var mikil harmafregn að frétta að tveir góðir vinnufélagar mínir hefðu orðið fyrir slysi við störf á vinnustað okkar í Straumsvík. Ég var staddur úti á landi og fannst erf- itt að vera ekki á staðnum og geta kannski eitthvað gert. Villi var ein- staklega góður vinnufélagi, sérlega iðinn, nákvæmur og hafði gaman af að skipuleggja það sem við unnum saman við. Trúmennska, réttsýni og umhyggja fyrir öðrum voru einnig miklir kostir sem prýddu drenginn þann. Þetta og margt annað gerði það að verkum að gott var að tala við Villa um sín helstu hugðarefni og mál líðandi stundar. Leiðir okkar lágu fyrst saman, er við störfuðum saman hjá Vegagerðinni fyrir margt löngu, og aftur um tíma hjá Áburðaverk- smiðjunni þar sem Vilhjálmur starf- aði einna lengst sinnar starfsævi. Er ég svo hóf að starfa sem trún- aðarmaður fyrir Félag járniðnaðar- manna var þar fyrir Villi sem tók mér opnum örmum og var mér stoð og stytta eins og hans var lag meðan ég var að fóta mig á þessum nýja vettvangi. Ég veit að stórt skarð er hoggið í hóp okkar félaganna hjá Kerfóðrun þar sem Villi var svolítið stríðinn enn ávallt gætinn í orðum og æði. Fjölskyldunni, sem Villa þótti svo vænt um, sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveður og megi góður Guð gæta ykkar í framtíðinni. Karl Marinósson. Föstudagsmorguninn 22. júní vaknaði ég að venju og gekk niður á stoppistöð, ÍSAL-rútan mætti níu mínútur yfir sjö samkvæmt venju. Vilhjálmur ekki mættur og ég man að ég hugsaði til þín er ég settist nið- ur, syfjaður við gluggann. Villi hefur líklega tekið sér frí, eða farið á einkabílnum og svo pældi ég ekki meira í því. Brunaútkall í vinnunni, óljósar fréttir um slys. Smátt og smátt verða fréttirnar er ganga manna á milli ljósari, tveir menn mjög alvarlega slasaðir, mikið brenndir og annar þeirra ert þú. Þú hafðir þá komið á einkabílnum til vinnu. Þér var vart hugað líf, svo fæddist von, gervihúð að utan, langar og strangar aðgerðir, öll tiltæk tækni en allt kom fyrir ekki. Miðvikudaginn 27. júní kom kallið, ótímabært og ósanngjarnt, góður drengur fallinn frá í blóma lífsins. Það er komið vel á annan áratug- inn síðan ég kynntist þér fyrst bæði sem nágranna hér í Álakvísl og í tengslum við sameiginlegan félags- málaáhuga. Það lá ekki fyrir okkur að verða vinir í þrengstu merkingu þess orðs en ýmislegt vissum við um hvors annars hagi og ræddum oft opinskátt okkar á milli bæði um okkar áhuga- mál og einkahagi. Ég man í fyrrasumar, hve þú ljóm- aðir er þú sagðir mér frá tjaldvagn- inum sem þú hafðir nýlega fjárfest í og hve vel hann reyndist og hvað skemmtilegt það væri að geta svo fyrirvaralítið brunað með fjölskyld- una á vit náttúrunnar og valið nátt- stað þar sem best hentaði hverju sinni. Ég man hve innilega þú lifðir þig inn í veiðisögur, í Veiðivötnin fórstu árlega, þú lást fyrir gæs á haustin austur í sveitum og á vorin var farið á svartfuglaskytterí út á bugt. Golf spilaðir þú betur en margur og vannst til verðlauna, nú síðast fyrstu verðlaun í sveitakeppni með liði ÍSAL í Stóriðjumótinu árlega. Þú varst félagsmálamaður af lífi og sál, valinn til ábyrgðarstarfa af vinnufélögum og nágrönnum enda fádæma vandaður maður og ábyggi- legur. Fjölskyldan var þér þó kærust af öllu, það var auðvelt að merkja á því hve ástúðlega þú talaðir um konu þína og börn og á því er enginn vafi að í faðmi þinna nánustu leið þér best. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir að hafa auðgað líf mitt. Fjölskyldu þinni og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur . Minning þín lifir. Reinhold Richter. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga Vilhjálm Kristjánsson. Villi eins og við kölluðum hann í daglegu tali var mikill áhugamaður um öll málefni sem snertu verkalýðshreyf- inguna. Sérstaklega hafði hann áhuga á innra félagsstarfi og var einn af þeim sem dreif áfram sameig- inlegt félagsstarf iðnfélaganna á Suðurlandsbraut 30. Hann var áhugamaður um brigde og sá um að halda úti brigdeklúbbi fyrir iðnfélög- in til margra ára. Hann stóð fyrir fjölda keppna á hverjum vetri í sam- starfi við fyrirtæki í starfsgreinun- um. Villi var einnig áhugamaður um golf og átti stóran þátt í að koma á árlegu golfmóti fyrir Samiðnarfólk og hann var meðal þátttakenda á mótinu í júní s.l. Villi gerði kröfur til samstarfsmanna sinna um nákvæmi og að það sem þeir segðu ætti að standa. Hann gerði kröfu um að þeg- ar menn mættu til leiks væri allt tilbúið og hafði það fyrir reglu að mæta vel fyrir tíma til að ganga úr skugga um að allur undirbúningur væri í lagi. Hann átti auðvelt með að starfa með öðrum, var léttur í lund og glettnin ætíð skammt undan. Nú er þessi ágæti félagi okkar búinn að kveðja löngu fyrir tíma. Að Villi sé farinn er okkur öllum mikill missir og á þessari stundu er hugur okkar hjá fjölskyldu hans. Við sendum fjöl- skyldu Villa okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Starfsfólk iðnfélaga á annarri hæð Suðurlandsbraut 30. Við strákarnir í 2. flokki Fylkis tókum nærri okkur þegar við frétt- um að pabbi hans Villa félaga okkar hefði lenti í alvarlegu slysi í Álverinu. Allt í einu vorum við minntir á að slysin gerast snöggt og sá sem verð- ur fyrir því á hug okkar allan. Þannig fylgdumst við með baráttu Vilhjálms fyrir lífi sínu. Við minnumst Vil- hjálms sem tryggum stuðningsaðila okkar strákanna í boltanum. Hann var löngum á línunni að hvetja okkur og hefur fylgt okkur mörgum síðustu tíu árin. Það eru ófáar ferðinar sem ég fékk far með þeim feðgum á æf- ingar eða kappleiki. Fyrir það þakka ég og votta félaga mínum Villa og hans fjölskyldu innilega samúð. Kristján Andrésson, 2. flokki Fylkis. %   -         ! !    " &2 @#  2 # & ,A4 344 $ - 16" #+  0*1  $  & #+ +   0 01  / "    &   B4  ! $ 1 C !/* -     $ "   6   7"  !      // / (  - " 3     &  &"      & & &=     (!6 #   $  $ "'  ( "  .           ;+ #+( +   &  ! >  : D  *1 > !"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.