Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 31
ðtoga um
xtalækkun
ru síðast
aí og þá úr
. En und-
kur hafa
á Þýska-
ð þar eru
Hagvöxt-
kandi og
segja um
nna fyrir-
ví að betri
dum, þeir
vaxandi
m evruna.
mjög fyrir
um rétt-
aukin og
um vik við
æmis ekki
áðið fólk í
urnar og
r þeirra.
ópu ólíkar
ví leyti að
gar eru í
ríkjunum.
bjartsýni
di hennar
myndi loks
Hagvöxtur
ópu sl. ár,
ö ár á und-
rið meiri
ríkjunum.
rópu væri
fan myndi
kakkaföll-
og sam-
al annars
Þjóðverj-
nn meira á
ænar þjóð-
að Banda-
að kaupa
þeir fjár-
m og sama
vrópuríki,
utan evru-
hagvöxtur
við þrjá af
raðinn er
Bandaríkj-
g best af
stórþjóðum evrusvæðisins síðustu
árin. En þeir hafa nýlega endur-
skoðað spár sínar um vöxt á árinu,
Laurent Fabius fjármálaráðherra
segir að hann verði undir 2,5%.
Evran enn eftirbátur dollarans
Evran virtist í fyrra ætla að sækja
í sig veðrið og draumarnir um að hún
yrði jafngild Bandaríkjadollara virt-
ust ætla að rætast. En síðustu mán-
uðina hefur sótt í sama farið, doll-
aragengið þotið upp á við en evran
setið eftir og því lækkað í saman-
burðinum. Þótt sumir telji að hækk-
un dollarans sé byggð á sandi og
hann geti þess vegna fallið skyndi-
lega eru vonbrigðin mikil í Evrópu.
Olíuverðið í Evrópu hefur haldist
hátt og evrópskir neytendur hafa
ekki verið jafn iðnir við að eyða pen-
ingum og bandarískir neytendur,
þeir fyrrnefndu hafa því ekki ráðist
gegn stöðnun með kaupgleði. En
skammtímaskuldir neytenda eru að
sama skapi lægri í Evrópu. Að sögn
breska dagblaðsins Financial Times
hefur neysla heimilanna í Evrópu
aðeins aukist um 1,5% á ársgrund-
velli fyrstu þrjá mánuði ársins sem
blaðið segir of lítið til að hleypa
krafti í efnahag álfunnar. Frakkar
séu eina þjóðin sem hafi haldið
áfram að taka lán og eyða í neyslu.
En ekki sé þó allt svart framundan
eða samanburðurinn við Bandaríkin
að öllu leyti hinum síðarnefndu í hag.
Í fyrsta lagi virðist sem hagvöxtur
muni verða meiri en í Bandaríkjun-
um á þessu ári og vonir um að at-
vinnulífið taki skyndilega við sér
vestra hafi dofnað. Í öðru lagi sé
hættan á alvarlegum samdrætti í
Evrópu mun minni, þar sé meira
jafnvægi í helstu hagtölum. Við-
skiptahalli sé lítill og fjárlagahalli yf-
irleitt ekki mikill. Í þriðja lagi hafi
seðlabanki Evrópu enn mikið ráð-
rúm til að auka neyslu með því að
lækka vexti og ef peningamagn verði
aukið muni framkvæmdastjórn ESB
eiga auðveldara með að þvinga fram
styrkari fjárlagastefnu í sumum
syndugum aðildarríkjum evrusvæð-
isins. Loks bendir blaðið á að þar
sem mikið sé enn um alls kyns höft í
atvinnu- og efnahagslífi Evrópuríkj-
anna geti þau fremur en Bandaríkin
aukið vöxt með því að gera grund-
vallarbreytingar á rekstrarumhverfi
fyrirtækja, létt þeim róðurinn með
því að auka frelsi. En þá verði
stjórnir landanna að hefja á ný um-
bótastefnu til vegs og virðingar.
Verðbólga í sjö helstu iðnríkjum
heims mældist í maí 2,8% sem er
mikil breyting til hins verra, tölurn-
ar hafa ekki verið jafn slæmar í átta
ár. Eitt eftirminnilegasta erfiðleika-
tímabil í efnahagslífi á Vesturlönd-
um á síðari tímum var á sjöunda ára-
tugnum. Þá varð mikil hækkun á
olíuverði og við tók tími þar sem
saman fór verðbólga og stöðnun í at-
vinnulífi. Þótt fáir búist við að sama
verði uppi á teningnum núna gæti
aukin verðbólga í júlí dregið enn úr
vonum um bata.
Verðbólga og stöðnun
Vandinn sem ráðamenn standa
frammi fyrir ef stöðnun og verð-
bólga haldast í hendur er hvort taka
eigi áhættuna, lækka vexti þó að af-
leiðingin geti orðið aukin verðbólga.
En ef vextir eru hækkaðir til að
stemma stigu við verðbólgu getur
hækkunin dregið úr hagvexti og
jafnvel valdið samdrætti.
Meðan allt lék í lyndi dirfðust fáir
að efast um ákvarðanir Greenspans
seðlabankastjóra í Bandaríkjunum.
En fyrir síðustu vaxtalækkun mun
hafa verið hart deilt í nefndinni sem
bankastjórinn ráðgast við áður en
vaxtalækkun er ákveðin. Nokkrir
vildu taka tillit til verðbólguhætt-
unnar og lækka vexti minna eða
jafnvel alls ekki. Er vaxtalækkunin
var tilkynnt voru forsendur hennar
ekki útskýrðar og umræður í nefnd-
inni verða ekki birtar fyrr en síðar í
sumar, að sögn bandaríska dag-
blaðsins The Wall Street Journal.
Sjálfur er Greenspan ekki í vafa.
„Verðbólga er ekki umtalsvert
vandamál sem stendur,“ sagði hann
skömmu áður en lækkunin var
ákveðin og The Economist er sama
sinnis þótt það hafi oft gagnrýnt
Greenspan. Það álítur að samdrátt-
urinn sé mun hættulegri og bregðast
verði við honum.
r
Reuters
tir til-
júní.
""$ %$
-
A
kjon@mbl.is
að Danir höfnuðu árið 1992 að stað-
festa Maastricht-sáttmálann svo-
kallaða sömdu þeir um þrenns kon-
ar fyrirvara við ákveðin ákvæði
hans, þ.e. EMU, þátttöku í varnar-
samstarfi á vegum ESB og við þátt-
töku í auknu samstarfi á sviði dóms-
og lögreglumála. Í því skyni að end-
urvekja umræðuna um Evrópu-
stefnu Danmerkur eftir evru-um-
ræðuna í fyrrahaust gaf
ríkisstjórnin í síðasta mánuði út
svokallaða hvítbók, sem utanríkis-
ráðuneytið tók saman, en þar kem-
ur fram að þessir fyrirvarar Dan-
merkur við ESB-samstarfið skaði
hagsmuni landsins. Það sem enn
fremur veldur því að Evrópusam-
vinnan er ofarlega á baugi í hugum
danskra stjórnmálamanna um þess-
ar mundir er að Danmörk tekur við
formennskunni í ráðherraráði
sambandsins síðari helming næsta
árs, þegar gert hefur verið ráð fyrir
að aðildarviðræðurnar við ríkin í
Mið- og Austur-Evrópu sem bíða
inngöngu í sambandið verið komnar
á lokastig.
Aðspurður um það hvort ESB-
fyrirvararnir muni há dönsku ESB-
formennskunni segir Lykketoft:
„Ég verð að segja hreint út, að við
höfum slæma reynslu af því að
reyna að taka stór skref [í Evrópu-
málunum]. Það er enginn vafi á því,
að stjórnin metur fyrirvarana þann-
ig, að þeir leggi hömlur á áhrifa-
möguleika hennar og þessar höml-
ur verða sífellt tilfinnanlegri. Þau
skera okkur frá áhrifum á mál sem
snerta okkur samt með beinum
hætti. En enn sem komið er er
þetta samt ekki svo slæmt að við
getum ekki lifað við það,“ segir ut-
anríkisráðherrann. „Ég held að það
þurfi að líða svolítill tími – ég treysti
mér ekki til að segja hve langur –
þar sem þróun verður á Evrópu-
samstarfinu, evran kemst í umferð
og helzt að breyting verði á stöðu
Svíþjóðar og/eða Bretlands gagn-
vart þátttöku í myntbandalaginu,
áður en tímabært verður að taka
þessa umræðu upp aftur í Dan-
mörku. Við höfum þjóðaratkvæða-
greiðslu að baki og
breytist forsendurnar
ekki á neinn afgerandi
hátt þá er heldur ekki
tilefni til að taka málið
upp aftur,“ segir Lykke-
toft.
Í umræðunni um dönsku ESB-
undanþágurnar hefur komið upp að
þegar stofnsáttmáli sambandsins
verður endurskoðaður næst, sem
stefnt er að því að gera árið 2004,
verði þar með komið tilefni til að
stinga upp á því í þjóðaratkvæða-
greiðslu að Danir gefi allar undan-
þágurnar upp á bátinn. Þar með
yrði mikið sett undir; atkvæða-
greiðslan yrði í raun um það hvort
Danir vildu halda áfram að vera
fullgild aðildarþjóð að ESB eða
MOGENS Lykketoft hef-ur verið utanríkisráð-herra Danmerkur fráþví í desember sl., en
var þá búinn að vera fjármálaráð-
herra samfellt í rúm sjö ár. Hann er
gömul kempa danska Jafnaðar-
mannaflokksins, en hann varð fyrst
ráðherra árið 1981. Hann tók við af
Niels Helveg Petersen úr Radikale
Venstre, sem setið hafði á utanrík-
isráðherrastólnum jafnlengi og
Lykketoft í fjármálaráðuneytinu,
eða frá því í febrúar 1993.
Lykketoft kom hingað til lands í
fyrradag ásamt konu sinni Jytte
Hilden, sem um skeið var mennta-
málaráðherra í dönsku stjórninni
en er nú forstöðumaður menningar-
máladeildar konunglegu dönsku
bókhlöðunnar, í boði íslenzku utan-
ríkisráðherrahjónanna Halldórs
Ásgrímssonar og Sigurjónu Sigurð-
ardóttur. Heimsókninni lýkur í dag,
en á dagskrá hennar voru, auk
vinnuviðræðna Lykketofts við ís-
lenzkan starfsbróður sinn, Davíð
Oddsson forsætisráðherra, og Ólaf
Ragnar Grímsson forseta, skoðun-
arferðir um Þingvelli, Gullfoss og
Geysi, heimsókn í Stofnun Árna
Magnússonar og Norræna húsið.
Um viðræður sínar við íslenzka
ráðamenn í heimsókninni segir
Lykketoft í samtali við Morgun-
blaðið að þær hafi verið hinar
ánægjulegustu, enda séu engin
vandkvæði í samskiptum landanna.
Í viðræðunum var þeim mun
meira rætt um þróun Evrópusam-
starfsins, en á síðari helmingi næsta
árs munu Danir fara með for-
mennskuhlutverkið í ráðherraráði
Evrópusambandsins. Segir Lykke-
toft að staða Íslands og Noregs í
þeim breytingum sem fram undan
eru á stærð og „dýpt“ ESB hafi sér-
staklega komið til tals. „Við viljum
að sjálfsögðu styðja Íslendinga og
Norðmenn í að þeir fái að halda
þeirri stöðu sem þeir hafa gagnvart
ESB í krafti EES-samningsins, að
hann veikist ekki við þær breyting-
ar sem verða með stækkuninni.
Danmörk og hin Norðurlöndin í
ESB, Svíþjóð og Finn-
land, eru öll áhugasöm
um að Noregur og Ís-
land haldi eins nánum
tengslum við ESB og
kostur er, eins lengi og
þau síðarnefndu kjósa
að sækjast ekki eftir fullri aðild að
sambandinu,“ segir Lykketoft.
Maastricht-fyrirvararnir:
Akkilesarhæll Dana í ESB
Danir héldu í fyrrahaust þjóðar-
atkvæðagreiðslu um það hvort þeir
ættu að falla frá undanþágunni sem
þeir sömdu um á sínum tíma frá
þátttöku í Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu (EMU). Eins og
kunnugt er urðu úrslitin þau, að
haldið skyldi í undanþáguna. Eftir
draga sig hreinlega út úr sam-
bandinu. Fyrirrennari Lykketofts í
embætti, Niels Helveg Petersen,
sem sagði af sér skömmu eftir evru-
atkvæðagreiðsluna síðastliðið
haust, er einn þeirra sem eru fylgj-
andi því að slík allsherjaratkvæða-
greiðsla um ESB-þátttöku Dana
verði haldin á næsta kjörtímabili.
Slíkar uppástungur telur Lykke-
toft hins vegar vera „vogaðar“. „Ég
tel það vera hættuspil að setja allt
undir með þessum hætti, en ég trúi
því nú samt að það komi að því að
þessi mál komist aftur á dagskrá,
hvernig sem svo verður leyst úr
þeim þegar þar að kemur,“ segir
hann. Það fari eftir því hvernig for-
sendurnar breytast, þ.e. hvort Sví-
þjóð og/eða Bretland ákveði að taka
upp evruna, árið 2003 verði búið að
setja á fót öryggismálakerfi í nafni
sameiginlegar öryggis- og varnar-
málastefnu ESB, sem stýra muni
þátttöku allt að 29 Evrópuþjóða í
friðargæzlu og skyldum verkefnum,
þar sem NATO-lönd eins og Ísland
og Noregur verða með, en Dan-
mörk ekki vegna fyrirvaranna.
„Þetta held ég að flestir Danir séu
sammála um að hafi ekki verið það
sem við sömdum upprunalega um
að vera undanþegnir frá. Það er
sem sagt þróun eins og þessi sem ég
tel að muni geta kallað á nýjar
ákvarðanir.“
Hvað varðar þriðju undanþág-
una, þ.e. frá dóms- og lögreglumála-
samstarfi, þar með talið flótta-
manna- og innflytjendamálum,
segir Lykketoft málið horfa svolítið
öðru vísi við, því þar sé fyrirvarinn
ekki eins afgerandi. Dönskum
stjórnvöldum er frjálst að gerast
aðili að ákvörðunum sem hin ESB-
ríkin taka á þessu sviði, ef þau
kjósa. „En við höfum auðvitað ekk-
ert um það að segja hvernig þessar
ákvarðanir eru teknar,“ bendir ráð-
herrann á.
Aðildarsamningum verði lokið
við sem flest umsóknarríki
Lykketoft segir ljóst hvað muni
framar öðru setja mark sitt á for-
mennskumisseri Dan-
merkur á næsta ári; það
eru aðildarviðræðurnar
við Mið- og Austur-Evr-
ópuríkin.
„Okkar metnaður
liggur til þess að okkur
takist að ljúka aðildarsamningum
við eins mörg umsóknarlönd og
hægt er. Hve mörg þau verða get ég
ekkert fullyrt um, því það mun líka
verða undir því komið hvernig þeim
sjálfum gengur að búa sig undir að-
ildina, en ég held að mér sé óhætt
að segja að það hvort þau verða
fimm, sex eða jafnvel tíu verði fyrst
og fremst undir því komið hvort
Pólland, langstærsta landið í um-
sækjendahópnum, verður tilbúið til
inngöngu í ESB. Við verðum sann-
arlega að vona að svo verði,“ segir
Lykketoft. „Við reynum að halda
okkur við það ferli sem búið er að
semja um, það er að aðildarhæfni
hvers ríkis verði metin sér; þannig
séð getum við verið nokkuð viss um
að ákveðin lönd – Ungverjaland,
Slóvenía, Eistland og fleiri – komist
inn í fyrstu lotu stækkunarinnar, en
við vonumst til að geta sett markið
hærra og fengið fleiri lönd inn. Við
vonum til dæmis alveg sérstaklega
að öll Eystrasaltsríkin þrjú, Eist-
land, Lettland og Litháen, verði
tilbúin að ganga í ESB samtímis.
Að því marki vinnum við Danir að
minnsta kosti,“ segir hann.
Megum ekki láta „írska neiið“
spilla stækkunarferlinu
Með erfiðismunum tókst leiðtog-
um ESB að ganga frá nýrri upp-
færslu stofnsáttmála sambandsins í
frönsku borginni Nice í desember
sl., en meginmarkmiðið með nýja
sáttmálanum var að búa ESB í
stakk fyrir stækkun um allt að tólf
ný aðildarríki. Það var því mörgum
áfall er Írar felldu staðfestingu
Nice-sáttmálans í þjóðaratkvæða-
greiðslu fyrir skemmstu. Aðspurð-
ur um þetta segir Lykketoft:
„Gangi það ekki eftir að Nice-
sáttmálinn taki gildi eins og áform-
að var mun það óhjákvæmilega
tefja og flækja stækkunina og það
er að mínu mati líka hættulegt, því
að allar frekari tafir á ferlinu bera
með sér þá hættu að íbúar umsókn-
arríkjanna missi þolinmæðina og
snúist gegn aðild að sambandinu.“
Það sé því „gríðarmikilvægt að
halda dampi í stækkunarferlinu“.
„Það er mjög skiljanlegt, að fólk í
Mið- og Austur-Evrópuríkjunum
fer að segja: Allt frá árinu 1990 hef-
ur okkur verið sagt að það séu fimm
ár í að við fáum inngöngu í ESB. Við
erum þreytt á því,“ segir ráð-
herrann. Það sé ekki sízt með tilliti
til þessara aðstæðna sem „írska
neiið“ er neyðarlegt fyrir ESB í
heild. „Við verðum að vona að írska
stjórnin og þingið finni leið til að
efna til nýrrar atkvæðagreiðslu svo
að Nice-sáttmálinn geti gengið í
gildi,“ segir Lykketoft. Írland er
hið eina af 15 aðildarríkjum ESB
þar sem stjórnlög krefjast þjóðar-
atkvæðagreiðslu til staðfestingar
Nice-sáttmálanum. Danir voru
fyrsta ESB-ríkið sem afgreiddi lög-
formlega staðfestingu sáttmálans.
En sé lausnin á „írska neiinu“
bara sú að efna sem fyrst til nýrrar
þjóðaratkvæðagreiðslu, er ekki þar
með verið að hundsa úrslit hinnar
fyrstu? Þetta segja að minnsta kosti
þeir sem beittu sér fyrir „neiinu“ á
Írlandi. Aðspurður um þetta segir
Lykketoft, að það sé líka á sinn hátt
ólýðræðislegt, að „500 milljónir
Evrópubúa séu hindraðir í því að
láta stækkunarferlið hafa sinn gang
vegna þess að 18% írskra kjósenda
[sem alls eru um þrjár milljónir]
sögðu nei.“
Kjörsóknin hafi enda verið mjög
léleg, írskum kjósendum virðist al-
mennt ekki hafa verið ljóst hvað
verið væri að kjósa um eða hafi
kært sig kollótta. „Það er vel fram-
kvæmanlegt að koma til
móts við þau áhyggju-
efni sem þeir Írar hafa
sem höfnuðu Nice-sátt-
málanum,“ segir Lykke-
toft. Að hans mati er það
fyrst og fremst hlutverk
írskra stjórnmálamanna, sem al-
mennt voru mjög einhuga í að
styðja Nice, að vekja áhuga írskra
kjósenda á málinu. „Það er almennt
vandinn við þjóðaratkvæða-
greiðslur,“ segir hann, „að þær
leiða til þess að valkostirnir eru
málaðir í ýktum litum og ofan á það
mál sem verið er að kjósa um er
hlaðið ýmsum öðrum tengdum og
jafnvel ótengdum málum.“
Viljum stuðla að því
að EES veikist ekki
Morgunblaðið / Sverrir
Mogens Lykketoft, utanríkisráðherra Danmerkur.
Danski utanríkisráð-
herrann Mogens
Lykketoft segir í sam-
tali við Auðun Arn-
órsson að Danir muni
reyna sitt bezta til að
tryggja að EES-samn-
ingurinn veikist ekki við
þær breytingar sem
fram undan eru á Evr-
ópusambandinu, en
Danmörk gegnir for-
mennsku í ESB síðari
helming næsta árs.
auar@mbl.is
Fyrirvararnir
setja áhrifum
Danmerkur í
ESB hömlur
Óskandi að
Eystrasalts-
ríkin fái öll að-
ild í fyrstu lotu