Morgunblaðið - 06.07.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BEGGUBÚÐ á Strandgötu
5 var áratugum saman hluti
af daglegu lífi Hafnfirðinga,
en í þessu litla húsi var rekin
vefnaðarvöruverslun í næst-
um heila öld. Nú stendur til
að flytja húsið á reit aftan
við Sjóminjasafn Íslands og
Byggðasafn Hafnarfjarðar
og er hugmyndin að sameina
það svokölluðum þemagarði,
en húsið sjálft verður gert að
verslunarminjasafni.
Að sögn Karls Rúnars
Þórssonar sagnfræðings á
Byggðasafni Hafnarfjarðar
var leitað umsagnar safnsins
þar sem húsið passaði ekki
inn í nýja miðbæjarskipulag-
ið og niðurstaðan var sú að
þetta hús yrði flutt aftur fyr-
ir Sívertsenhúsið sem er
elsta húsið í Hafnarfirði.
Vefnaðarvöruverslun
til ársins 2000
„Strandgata 5 er mjög
upprunalegt hús, en það var
byggt árið 1906, sem vefn-
aðarvöruverslun fyrir Egil
Jakobsen. Hann var með
útibú hérna í Hafnarfirði.
Árið 1937 urðu eigenda-
skipti, þá tók kona við
rekstrinum sem hét Berg-
þóra Nýborg og nafnið
Beggubúð festist við versl-
unina eftir að hún tók við,“
segir Karl Rúnar og bendir á
að í húsinu hafi verið vefn-
aðarvöruverslun alla tíð. Ár-
ið 1959 hafi Vigdís Madsen
tekið við rekstrinum og dæt-
ur hennar ráku síðan versl-
unina að mestu allt til ársins
2000. Í dag á Hafnarfjarð-
arbær hins vegar húsið.
Hann segir að eftir
flutninginn sé stefnt að því
að halda Beggubúð sem
mest í sinni upprunalegu
mynd og það sé nú þess
vegna sem Byggðasafnið
styðji tillöguna um færslu
hússins.
Í bókinni Bær í byrjun
aldar – Hafnarfjörður kemur
fram að hús hafi verið reist á
Strandgötu 5 árið 1902, en
það hafi verið rifið 1906 til að
stemma stigu við útbreiðslu
elds í Flygenringshúsinu.
Álitamál er hvort kjallari
sem tilheyrir versluninni sé
frá 1902 eða 1906. „Það er í
rauninni ekkert sem við höf-
um fyrir okkur í því. Við höf-
um engin skjalaleg gögn um
það hvort húsið 1906 hafi
verið reist á rústum hússins
1902 eða hvort það hafi verið
byggt sérstaklega. Kjallar-
inn passar mjög vel við þetta
hús og húsið er alveg klæð-
skerasniðið ofan á hann,“
segir Karl Rúnar.
Gunnhildur Gunnarsdóttir
arkitekt hjá Borealis arki-
tektum ehf. er hugmynda-
smiður þemagarðsins sem
stendur til að gera við hlið
Beggubúðar. Hún hefur unn-
ið að þróun hugmyndarinnar
ásamt Berglindi Guðmunds-
dóttur landslagsarkitekt hjá
Hafnarfjarðarbæ.
Leikvöllur með
sögulegu ívafi
„Hugmyndin gengur út á
það að sameina hverfisvöll
og athafnasvæði á bak við
Sjómannasafn Íslands og
Byggðasafn Hafnarfjarðar
og gera þar leikvöll með
sögulegu ívafi,“ segir Gunn-
hildur og útskýrir sem dæmi
að í stað hefðbundinna leik-
tækja verði kannski gamall
bátur eða annað sem gæti
orðið innblástur til leiks.
Hún segir að möguleiki sé á
að útfæra þarna einhver torg
og jafnvel verði hægt að taka
á móti grunnskólanemum og
stærri hópum og hafa sýni-
kennslu í gömlum atvinnu-
háttum. „Það er svoleiðis at-
hafnasvæði sem við sjáum
fyrir okkur, sem myndi
tengjast söfnunum. Fyrst og
fremst svæði fyrir söfnin og
hverfisvöllur um leið. Þetta
tvennt skarast, það er ekki
aðskilið heldur saman,“ segir
Gunnhildur, en hún veit ekki
til þess að það séu fordæmi
fyrir svona garði hér á landi,
þó þemagarður sé þekkt
hugtak úti í heimi.
Að sögn Gunnhildar þarf
kostnaður ekki að vera meiri
en gengur og gerist með
svona leikvelli, því hugmynd-
in er að nýta muni, sem eru
þarna fyrir, í stað þess að
kaupa kastala fyrir hálfa
milljón.
Hún reiknar með að fram-
kvæmdir hefjist sem fyrst,
nú þegar búið er að sam-
þykkja flutning Beggubúðar.
Það fari þó eftir áætlun bæj-
aryfirvalda.
Borealis arkitektar ehf.
Teikning af fyrirhuguðum þemagarði. Ráðgert er að
Beggubúð standi við hlið garðsins
Beggubúð á faraldsfætiHafnarfjörður
Ljósmyndasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar
Vefnaðarvöruverslunin Beggubúð hefur staðið á sínum uppruna-
lega stað við Strandgötu 5 síðan árið 1906.
Útsalan
hefst í dag
30-60% afsláttur
Laugavegur 55 Sími: 561 3377
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu
sætunum til Costa del Sol, 19. júlí í vikuferð. Þú bókar núna og 3
dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann.
Verð kr. 29.985
Verð á mann miðað við hjón
með 2 börn, 2–11 ára, flug,
gisting, skattar, 19. júlí, vikuferð.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.930
Verð á mann miðað við 2 í íbúð,
19. júlí, vikuferð.
Stökktu til
Costa del Sol
19. júlí
í viku
frá kr. 29.985
11 sæti
FRAMKVÆMDIR við byggingu 64 leiguíbúða fyrir 60
ára og eldri í tveimur húsum við Hrafnistu í Hafn-
arfirði eru hafnar. Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra tók fyrstu skóflustunguna að húsunum á
fimmtudag en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem
hann tekur skóflustungu sem heilbrigðisráðherra. Með
honum á myndinni er Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannadagsráðs, en það er Sjómannadagsráð
í Reykjavík og Hafnarfirði sem stendur fyrir bygging-
unni.
Skóflustunga tek-
in að leiguíbúðum
við Hrafnistu
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Jim Smart
NÝTT hótel hefur verið opnað á mótum Klapparstígs
og Hverfisgötu, í húsi sem til nokkurra ára geymdi fá-
eina af vinsælli skemmtistöðum borgarinnar á borð
við Bíóbarinn og nú síðast Klaustrið.
Það eru hjónin Kristófer Oliversson og Svanfríður
Jónsdóttir sem standa á bak við Hótel Klöpp, en fyrir
eiga þau Hótel Skjaldbreið á Laugaveginum. „Við
opnuðum 15. júní. Það er búið að endurgera húsið
nánast frá fokheldu og stóðu framkvæmdir yfir frá
mars og fram í maí. Á undan því var undirbúningur,
hönnun og slíkt þannig að það er búið að vera að vinna
að þessu frá því fyrir áramót,“ segir Kristófer.
Að hans sögn eru 46 herbergi á nýja hótelinu.
Neðstu hæðinni var breytt í móttöku og fundarsal,
auk þess sem hluta var breytt í herbergi. Fundarsal-
urinn tekur um fjörutíu manns og verið er að leggja
lokahönd á hann nú. Hann segir að það sé mjög al-
gengt að hópar, sérstaklega frá fyrirtækjum, óski eftir
fundaraðstöðu og þá sé hægt að nota þennan sal, en
einnig Þjóðmenningarhúsið, sem sé hinum megin við
götuna. Þar sé mjög fín fundaraðstaða.
Gestir alls staðar að
Aðspurður í hvaða gæðaflokki Hótel Klöpp sé, segir
Kristófer að ekki sé búið að láta flokka það. En þetta
sé mjög gott hótel og í svipuðum gæðaflokki og Hótel
Skjaldbreið, sem sé fjögurra stjörnu hótel. Hann segir
staðsetningu hótelsins góða því það sé þar sem gest-
irnir vilji vera. „Þetta eru allra þjóða gestir, ferða-
menn, viðskiptaferðamenn og bara eins og gengur,“
segir Kristófer. Hann segir jafnframt að hótelið sé
með fjölmargar ferðaskrifstofur, bæði erlendar og
innlendar, í viðskiptum og meginhluti viðskiptavina
þeirra komi í gegnum þær. „Það fer bara eftir því
hversu dugleg við erum að markaðssetja, hvað við
munum uppskera. Það á bæði við um okkur og á
landsvísu, það vex ekkert af sjálfu sér,“ segir Kristó-
fer.
Nýtt hótel
opnað á
Klapparstíg
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Hótel Klöpp, nýtt hótel í miðbænum.
Miðborg