Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 37

Morgunblaðið - 06.07.2001, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 37 ✝ GuðmundurÁmundi Jónsson fæddist í Austurkoti í Flóa 4. ágúst 1917. Hann lést á heimili sínu, Arnarsmára 2, Kópavogi, 30. júní síðastliðinn. For- eldrar Guðmundar voru hjónin Katrín Guðmundsdóttir, húsfreyja í Austur- koti og síðar á Grafarbakka, f. 27.9. 1876, d. 26.12. 1956, og Jón Brynj- ólfsson bóndi, f. 7.3. 1876 á Kaldbak, d. 18.6. 1963. Systur Guðmundar eru: Kristín Jónsdóttir, húsfreyja á Grafar- bakka, f. 11.12. 1911, d. 31.3. 1995, maki Kristófer Ingimund- arson bóndi, f. 10.8. 1903, d. 1975, og Guðrún Jónsdóttir, húsfrú í Hafnarfirði, f. 6.3. 1913, maki Páll Vilhjálmur Daníelsson viðskiptafræðingur, f. 03.04. 1915. Guðmundur trúlofaðist ár- ið 1950 Huldu K. Kristjánsdóttur frá Ólafsvík á Snæfellsnesi, f. 14. júní 1917, d. 18. júní 1953. For- eldrar hennar voru Guðmunda Eyjólfsdóttir og Kristján Vigfús- son í Ólafsvík. Hinn 2. desember 1961 kvæntist Guðmundur Her- dísi Guðmundsdóttur, f. 3. júlí 1920, frá Sæbóli á Ingjaldssandi. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15.12. 1890 á Arnarstapa, Snæ- fellsnesi, d. 22.9. 1965, og Guð- mundur Guðmundsson, f. 12.02. 1889 á Kleifum í Seyðisfirði, d. 15.10. 1969. Börn Herdísar eru: 1) Svandís Ingibjörg Jörgensen, f. 25.04. 1940, maki Finnur Guðni Bernharð Þorláksson, f. 20.3. 1935, þeirra börn: a) Dagný Sæ- f. 23.02. 1968; og Juan Manuel Amamble Chaves Jr., f. 9.4. 1979. 5) Margrét Sigríður Jörgensen, f. 23.11. 1949, maki Bjarni Þór Jónsson, f. 18.2. 1946, þeirra börn eru Guðbjörg, f. 27.2. 1966, maki Þormar Sigurjónsson, f. 19.6. 1967, þeirra börn Orri Þór, f. 20.1. 1994 og Nökkvi Þór, f. 24.05. 2000; Jón Þór, f. 25.04. 1975, maki Halldóra Benedikts- dóttir, f. 24.5. 1974, þeirra barn Bjarni Þór, f. 16.4. 1997. 6) Brynja Dagbjartsdóttir, f. 25.9. 1954, maki Þorleifur Sigurðsson, f. 18.12. 1947, hennar barn Dag- bjartur Finnsson, f. 15.11. 1972, sambýliskona Helga Björg Þor- geirsdóttir, f. 23.10. 1972, þeirra barn Guðjón Ernst. Barn Brynju og Þorleifs er Þorleifur, f. 29.6. 1979, sambýliskona Anna Huld Guðmundsdóttir, f. 9.3. 1979, þeirra barn Harpa Eir. Dætur Þorleifs: Agnes Elsa, f. 21.8. 1967, maki Guðmundur Halldór Halldórsson, f. 24.2. 1965, þeirra börn Anna Kristín, f. 25.10. 1986, Arnór, f. 6.3. 1995 og Rakel Tara, f. 18.4. 1999; Steinunn Þor- leifsdóttir, f. 21.12. 1971, maki Ingólfur Kolbeinsson, f. 11.4. 1966, þeirra börn eru Gunnar Elvar, f. 16.1. 1992, d. 19.6. 1992, Sonja Björk, f. 6.5. 1994, og Brynja Maren, f. 23.3. 1999. Her- dís og Guðmundur eignuðust einn son, Guðmund Hilmar, f. 20.10. 1962, sambýliskona hans er Carolina Negel, f. 26.4. 1964. Á sínum yngri árum vann Guð- mundur á býli foreldra sinna en snemma snerist hugur hans að akstri og stjórn ýmissa vinnuvéla og tækja, auk áhuga fyrir útivist og ferðalögum. Guðmundur starfaði í mörg sumur við jarð- boranir og síðar við akstur vöru- bifreiða en lengst af var hann starfsmaður Landspítalans í Reykjavík. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. björg, f. 7.2. 1958, maki Kristinn Hann- esson, f. 29.1. 1957, þeirra börn eru Finn- ur Yngvi, f. 28.2. 1979, og Guðný, f. 25.7. 1981. b) Jón Halldór, f. 3.6. 1964, maki Asako Ichih- ashi, f. 3.7. 1966, þeirra börn eru Mar- ína Herdís, f. 11.1. 1997, og Nína Katrín, f. 3.7. 2000. 2) Laur- itz Constantín Jörg- ensen, f. 7.11. 1941, fyrrverandi maki Sonja Einarsdóttir, f. 30.5 1942, d. 1.9. 1982, núv. maki Marsha Jörgensen, f. 22.11. 1939. Börn Lárusar og Sonju eru Elín Rósa (Jörgensen) Rimnac, f. 3.4. 1962, maki Ronald Rimnac, f. 16.12. 1963, þeirra börn eru Rebecca Marie, f. 14.10. 1988, Jacob, f. 25.11. 1991, og Benjamin Ronald, f. 22.2. 1994; Lára Íris Lárusdótt- ir, f. 15.3. 1966, sambýlismaður Eiríkur Pétursson, f. 28.11. 1962, hennar börn eru Sonja Rós Jörg- ensen, f. 24.4. 1985, Dustin Keith Hines, f. 6.11. 1989, og Sara Jane Hines, f. 1.12. 1991; Einar Ben Jörgensen, f. 21.05. 1974, sam- býliskona Michelle. 3) Vilhelm Jörgensen, f. 13.11. 1942, d. 4.2. 1944. 4) Dagmar Vilhelmína Jörgensen, f. 12.4. 1946, maki Ju- an Manuel Amamble Chaves, f. 11.3. 1942, þeirra börn eru Donna Lola Chaves, f. 26.01. 1962, hennar börn eru Domingo R. Padilla, f. 6.2. 1981, og Christ- al Padilla, f. 30.9. 1986; Tony John Chaves, f. 12.2. 1963, d. 4.9. 1995; Manuel Joe Chaves, f. 10.7. 1964; David Vaughn Chaves, f. 18.4. 1966; Victoria Ann Chaves, Einhvern veginn hef ég lengi talið mig undirbúinn fyrir þennan dag, faðir minn hefur átt við erfiða heilsu að stríða í nokkurn tíma, en þegar stundin kemur áttar maður sig á því að það er í raun ekkert sem getur virkilega undirbúið mann fyrir þessi tímamót. Í dag kveð ég með hryggð í huga minn elskulega föður sem hefur verið mér til stuðnings og trausts og alltaf verið til staðar þegar ég hef þarfnast hans. Hann var einlægur maður og rólegur. Ég held að hans mesta ástríða hafi verið bókalestur. Ein saga af honum sem er mér minn- isstæð gerðist á æskuárum hans í Hraungerðishreppi. Eitthvað fyrir fermingaraldur tók hann upp á því að mæta til sérhverrar messu í Hruna- kirkju. Hann hafði ekki verið þekkt- ur fyrir sérlegan trúaráhuga og undruðust margir hans tíðu kirkju- ferðir. Hin raunverulega ástæða þessara ferðalaga reyndist raunar vera bókasafn sveitarinnar sem var staðsett uppi á lofti kirkjunnar. Kunni faðir minn ekki við að fara til kirkju með þeim tilgangi einum að ná sér í nýtt lestrarefni og þótti réttara að fara til guðsþjónustu í leiðinni. Mér hefur oft þótt að ásamt lestr- aráhuga komi hans sterka skyldu- rækni hér glöggt fram. Nokkru eftir fermingu fluttist fjöl- skylda hans til Grafarbakka. Guð- mundur var mjög áhugasamur um vélar og vinnutæki og menntaði sig í þessum efnum. Um skeið kenndi hann viðhald og umgang vinnuvéla við Bændaskólann á Hvanneyri. Hann vann einnig um árabil sem verkstjóri við boranir í Krísuvík og á Keflavíkurflugvelli. Árið 1950 trúlofaðist faðir minn Huldu K. Kristjánsdóttur og bjuggu þau fyrst í stað í Hafnarfirði en flutt- ust skömmu síðar til Reykjavíkur. Sambúð þeirra varð skammvinn, árið 1953 lést Hulda af heilablóðfalli. Það var ekki háttur föður míns að tala mikið um sína hagi eða lífshlaup og hann minntist aldrei á þennan ör- lagaríka atburð í lífi sínu við mig. Nokkrum árum síðar kynntist hann móður minni, Herdísi Guðmunds- dóttur, og gekk hennar börnum frá fyrra hjónabandi í föðurstað. Um svipað leyti hóf hann störf við Land- spítalann þar sem hann vann í 23 ár samfleytt. Faðir minn var einn af þeim mönn- um sem koma sífellt á óvart með vitn- eskju sinni. Hann var endalaus brunnur fróðleiks um sveitir landsins og áhugasamur um flesta hluti. Sem barn í Kópavogi man ég eftir tíðum heimsóknum hans í bókasafnið. Kirkjuferðum hafði þá heldur fækk- að, enda ekkert bókasafn við Kópa- vogskirkju. Mér hefur oft verið hugs- að til þess hvort faðir minn hefði ekki þráð að geta notið lengri menntunar en þeirrar einu sem hann hlaut við barnaskólann í Hraungerðishreppi. Síðustu árin hef ég búið erlendis og hefur samband okkar feðganna verið bundið við símtöl og árlegar heimsóknir. Vitneskja um að sérhver samverustund gæti verið sú síðasta er ein af þeim staðreyndum lífsins sem best eru látnar ósagðar. Í dag er komið að kveðjustundinni. Ég mun ávallt minnast þín, faðir minn, sem stórmennis og mun búa að þinni hlýju og ást allt mitt líf. Guðmundur Hilmar Guðmundsson. Elsku Guðmundur. Mig langar til að þakka þér fyrir öll þau ár sem við höfum fengið að hafa þig hjá okkur. Við systkinin misstum föður okkar árið 1951 en þið mamma kynntust tíu árum síðar og giftuð ykkur 2. desember 1961. Síðan þá hefur þú gengið okkur í föðurstað og hugsað um okkur eins og við vær- um þín eigin börn. Það var mikil gæfa fyrir okkur Svandísi, Lárus, Dagmar og Brynju. Í þau 40 ár sem við höfum verið saman varst þú okk- ur sem góður faðir, afi og langafi barna og barnabarna okkar. Við eig- um öll eftir að sakna þínen þær góðu minningar sem við eigum munu vera í hjarta okkar og hlýja okkur um ókomna tíð, vitandi það að þú ert kominn á mun betri stað í annan heim þar sem við munum öll hittast síðar. Systur mínar sem nú eru erlendis, þær Dagmar, sem býr í Albuquerque í New Mexico, og Brynja, sem er á ferðalagi í Banda- ríkjunum, biðja fyrir góðar kveðjur með innilegu þakklæti fyrir allt. Það er alltaf erfitt að kveðja og ekki síst þegar farið er yfir móðuna miklu. Guðmundur minn, við þökkum þér af alhug allt það sem þú gerðir fyrir okkur og fyrir það yndislega heimili sem þið mamma bjugguð okkur, þar sem ætíð ríkti friður og kærleikur til okkar allra. Ég ætla að enda þessa kveðju til þín á bæninni „Í hendi Guðs“. Drottinn minn og Guð minn, þú gefur lífið og þú einn getur tekið það aftur. Þú hylur það eitt andartak í leyndardómi dauðans til að lyfta því upp í ljósið bjarta sem eilífu lífi til ei- lífrar gleði með þér. Lít í náð til mín í sorg minni og söknuði. Lauga sorg mina friði þín- um og blessa minningarnar, jafnt þær björtu og þær sáru. Lát mig treysta því að öll börn þín séu óhult hjá þér. Í Jesú nafni. Amen. Margrét Sigríður Jörgensen. Margar góðar stundir höfum ég og fjölskylda mín átt með honum Guð- mundi afa. Ég var lítil stelpa er amma kynnt- ist honum en hlýjar og góðar minn- ingar geymi ég um hann. Í gamla daga í sveitinni var spenn- andi að vita af því að afi og amma væru að koma frá Kópavogi með litla soninn þeirra, Guðmund Hilmar. Oft fórum við suður í heimsókn en þá var gist hjá afa og ömmu. Hjá lítilli stelpu var þetta spennandi og gaman að koma á heimili þeirra. Afi var hljóðlátur, hlýr og traustur maður og vann mikið. Seinna kynntist ég hon- um betur. Á yngri árum ferðaðist hann mikið um landið ýmist við vinnu eða ferðalög. Hann var fróður um landið og hafði gaman af að segja frá hinum ýmsu stöðum og reynslu er hann hafði upplifað. Það var gaman að hlusta á frásögn hans. Hann var áhugamaður um gróður og hafði sér- stakt dálæti á blómum. Það var ein- mitt það sem hann var að undirbúa, að koma blómunum fyrir rétt áður en hann kvaddi á þessum sólríka laug- ardegi. Afi og amma stóðu mjög vel saman. Þau ræddu mikið um menn og málefni, ferðalög og annað, bæði í nútíð og þátíð. Það var því oft líflegt og gaman að heimsækja þau. Þau stóðu saman í því að gera sem mest hlutina sjálf og undraðist maður oft dugnaðinn í þeim. Fyrir tveimur ár- um keyptu þau íbúð sem er mjög fal- leg og hlýleg eins og heimili þeirra hefur alltaf verið. Afi var eins og stráklingur að standa í þessu. Auð- vitað fengu þau hjálparhönd en þeirra lífsstíll var að bjarga sér sem mest sjálf. Oft dáðumst við yngra fólkið að dugnaði þeirra og hafa börnin mín sagt: „Langafi og langamma, þau eru alveg ótrúleg.“ Fyrir stuttu dvöldu þau í Skálholti í viku með fólki á þeirra reki og höfðu mikla ánægju af. Amma mín, ég veit að þær minningar eiga eftir að ylja þér og vonandi hjálpa þér og styrkja. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem ég og fjölskylda mín höfum átt með ykkur afa. Dagný og Kristinn. Elsku afi. Nú ertu kominn á nýjan og betri stað þar sem sólin skín alla daga eins og daginn sem þú fórst frá okkur. Við munum aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við áttum sam- an eins og á aðfangadag þegar við komum í heimsókn með jólapakkana. Þá var alltaf spjallað um heima og geima, þú sagðir okkur alls konar sögur af þér frá því að þú varst ungur og sagðir okkur frá því hvernig lífið var í þá daga. Þú hafðir óteljandi sög- ur að segja og alltaf var jafn gaman að heyra þær. Núna munum við varð- veita þær góðu minningar sem við höfum átt með þér og ömmu í hjarta okkar. Megi Guð blessa þig. Elsku amma, megi Guð gefa þér styrk eftir þennan stóra missi. Við vitum að afi er hjá þér öllum stund- um. Ykkar barnabarnabörn, Finnur og Guðný. Guðmundur Jónsson lést 30. júní sl. tæplega 84 ára að aldri. Hann var mágur minn og alla tíð góður og traustur vinur. Guðmundur var einn þeirra hógværu manna sem gekk lífsveg sinn föstum og öruggum skrefum. Vegvísar hans voru prúð- mennska, skyldurækni, hjálpsemi og umhyggja. Hann vann störf sín af al- úð og samviskusemi og kappkostaði að skila vönduðu og vel unnu verki. Hann var trúr í smáu sem stóru. Guðmundur var því eftirsóttur til starfa af þeim sem hann þekktu. Aldrei heyrði ég á hann hallað og hann var vandur að virðingu sinni. Guðmundur stóð strauminn í blíðu og stríðu og lét ekkert víkja sér af réttri leið. Guðmundur var fæddur og uppal- inn í sveit. Hann vann því við land- búnaðarstörf frá barnsaldri. Síðan vann hann almenn störf á vinnu- markaðnum, m.a. í nokkur ár við jarðboranir. Árið 1961 réðst hann til Landspítalans og vann þar uns hann lét af störfum vegna aldurs. Alls staðar reyndist hann dugmikill og trúr starfsmaður sem hægt var að treysta. Guðmundur var minnugur og fróð- ur mjög um land og þjóð. Hann las mikið og hafði mjög gaman af ætt- fræði og kunni skil á fjölda fólks. Guðmundur hóf sambúð með Huldu Kristjánsdóttur en hún lést eftir stutta samveru. Mikil umskipti urðu í lífi Guðmundar þegar hann giftist eftirlifandi konu sinni, Herdísi Guð- mundsdóttur frá Sæbóli á Ingjalds- sandi. Börnum hennar reyndist hann góður og umhyggjusamur og var það gagnkvæmt. Og það var mikil gleði þegar þeim hjónum fæddist sonur og hans eigið bættist í hópinn. Ástrík og samhent fjölskylda var mikið til að lifa fyrir. Þau hjónin byrjuðu búskap sinn í Reykjavík en keyptu sér fljót- lega íbúð í Kópavogi og hefur bærinn verið þeirra byggðarlag. Heimilið var fallegt, vel búið og blómum prýtt. Utanhúss var fallegur vel hirtur garður en Guðmundur hafði mikla ánægju af því að rækta blóm og hlúa að þeim. Þau hjónin fluttu í litla íbúð þegar aldur færðist yfir en fannst of þröngt um sig og keyptu núverandi íbúð að Arnarsmára 2. Þar var haldið áfram að laga og bæta innanhúss og utan, bílskúr var byggður og nú síðustu ævidagana var Guðmundur að girða blett fyrir framan húsið sem tilheyrði íbúðinni og koma þar til gróðri. Þessu verki var lokið. Það var ekki aðeins ánægjulegt að koma inn á fallegt heimili þeirra ágætu hjóna heldur var gestrisnin frábær og alúðin og hlýjan ýtti amstri hversdagsleikans til hliðar. Það var notalegt að heimsækja þau. Við vissum að Guðmundur gekk ekki heill til skógar. Hann vissi það líka en hann kvartaði ekki. Við söknum góðs manns og vinar og biðjum honum blessunar guðs á nýjum vegum. Herdísi og fjölskyldu flytjum við innilegar samúðarkveðj- ur. Páll V. Daníelsson. GUÐMUNDUR ÁMUNDI JÓNSSON vel lesin og snögg til svars. Ég velti því oft fyrir mér hvaða ævistarf hún hefði valið sér ef hún hefði fæðst nokkrum áratugum síðar þegar langskólanám kvenna var orðið að sjálfsögðum hlut. Henni hefði fátt verið ofvaxið. Þótt það liggi fyrir okkur öllum að deyja er það æði mis- jafnt hvernig lokabaráttan verður. Steingerður fékk að vita það fyrir rúmum tveimur árum að hún ætti ekki langt eftir. Ég hef fylgst með því, að hluta til úr fjarlægð og að hluta til í nálægð, hvernig hún nýtti þann tíma sem hún átti eftir. „Þetta var góður dagur,“ sagði hún gjarnan að kvöldi ef hún hafði verið þrauta- lítil og getað notið þess að vera með sínu fólki. Það var sárt að sjá hvernig sjúkdómurinn herti tökin en hún var nógu sterk til þess að nota tímann til hins ýtrasta. Ég hef fylgst með því hvernig æskuvinkona mín, Svava, hefur stutt mömmu sína þetta síðasta tímabil. Ég man fyrst eftir Svövu í hlutverki engils í Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson, á sviðinu í gamla Sam- komuhúsinu á Akureyri. Mér þótti hún ekki dæmigerður engill. Hún var of stórvaxin í hlutverkið. Núna, næstum hálfri öld seinna, finnst mér hún passa í hlutverkið sem vernd- arengill. Hún hefur verið vakin og sofin í því að gera líf mömmu sinnar eins innihaldsríkt og mögulegt var. Hún sat við hliðina á Steingerði þeg- ar hún kvaddi. Það var engin tilvilj- un. Það er góður vitnisburður um móður að hafa alið upp svo góða dótt- ur og heilsteypta manneskju sem Svava er og var. Tíminn flýgur. Mér finnst svo stutt síðan ég var fasta- gestur á æskuheimili Svövu. Í hvert skipti sem ég geng Skólastíginn á Akureyri hugsa ég til fjölskyldunn- ar. Skólastígur 13 tilheyrir þessari fjölskyldu þótt hún sé löngu flutt þaðan. Öll mín skólaár á Akureyri var þetta hús nokkurs konar vin á Brekkunni, þar sem ég var alltaf vel- komin. Síðustu árin bjó Steingerður í Munkaþverárstræti. Ég heimsótti hana þar í vetur, í snjókomu og norð- angarra. Ég var að koma úr inn- kaupaleiðangri með litla ömmu- stelpu. Ég var að kaupa handa henni þríhjól. Við stóðum á tröppunum, veðurbarðar og glaðar. Steingerður kom til dyra. Hún faðmaði mig eins og henni einni var lagið. Ég sá að henni var brugðið. En augun voru þau sömu. Hún var með augu ungrar stúlku. Við horfðum hvor á aðra. Ég vissi að við vorum að kveðjast í síð- asta sinn. Ég held að hún hafi vitað það líka. Ég barðist áfram í snjónum með barn og hjól. Svona er víst lífið. Það geysist áfram. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Kynslóðin á undan okkur er smám saman að hverfa og við sem fæddumst um miðja síðustu öld erum að taka við því ábyrgðar- mikla hlutverki að vera afar og ömm- ur – elsta kynslóðin. Svava er nú orð- in höfuð sinnar fjölskyldu. Ég veit að hún axlar það hlutverk með sóma. Elsku Svava. Ég samhryggist þér og þínum systkinum, börnum og barna- börnum. Yngvar, Þorleifur Stefán og Héðinn hugsa til ykkar á þessari saknaðarstund. Sigrún Stefánsdóttir, Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.