Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LAXVEIÐI er víða að glæðast, bæði
eru að skila sér smálaxagöngur og
jafnframt hefur brugðið örlítið til
hins betra frá veðurfarslega sjónar-
hólnum. Suddaveður slær út sólbaðs-
veðrið sem veiðiveður. Þó eru ár
sunnan- og vestanlands enn fremur
vatnslitlar og ekki veitti af ærlegri
dembu í viðbót við það sem komið er.
18 Maríulaxar
Nýlega var 19 manna hópur í Laxá
í Kjós sem var skipaður svo óvönu
fólki, að 18 höfðu aldrei veitt lax fyrr.
Það fór þannig, að hver einasti veiddi
sinn fyrsta lax og þó nokkrir veiddu
nokkra fiska, að sögn Ásgeirs Heið-
ars, umsjónarmanns árinnar, í gær.
160 laxar eru komnir á land og ágæt-
ar göngur í ána þessa dagana, að
sögn Ásgeirs. Ásgeir sagði enn frem-
ur, að sjóbirtingur væri farinn að
ganga og í Baulunesi væri ótrúlega
stór birtingur sem hefði einu sinni elt
flugu hjá veiðimanni. „Hann Halli
Eiríks leiðsögumaður segir að fisk-
urinn sé ægilegur og jafnframt ljót-
ur,“ sagði Ásgeir.
Göngur í Langá
„Það eru góðar göngur núna og
síðustu dagar hafa verið mjög góðir.
Til dæmis veiddust yfir 33 laxar í gær
og 20 stykki í fyrradag. Laxinn dreif-
ir sér vel og núna eru 20 komnir inn á
Fjall sem kallað er, þ.e.a.s. fram fyrir
stigann í Sveðjufossi. Af þeim hafa
fimm veiðst og öllum verið sleppt aft-
ur. Það eru komnir 170 laxar í veiði-
bókina samanborið við 35 laxa á sama
tíma í fyrra. Þetta segir manni bara
að það er eins með sérfræðingana á
Hafró og Veiðimálastofnun, þeir eru
með ónákvæmar starfsaðferðir og
geta ekkert sagt manni. Þeir spáðu
góðu í fyrra og það var lélegt og þeir
spáðu lélegu núna og það stefnir í fína
veiði,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson á
Langárbökkum í gærdag. Hann stað-
festi einnig, að Veiðifélag Langár
hefði á félagsfundi nýverið einróma
samþykkt að framlengja leigusamn-
ingi við fjölskyldu sína til ársins 2006.
Fín byrjun í Selá
Selá hefur haldið vel dampi eftir að
fyrsta hollið byrjaði vel og landaði 21
laxi. Næsta holl var með 10 laxa og
það þriðja hætti nýverið með 13
stykki. Venjulega hrapar veiðin í
næstu hollum eftir opnun, en ekki
með afgerandi hætti að þessu sinni.
Hins vegar byrjar veiði ekki eins
vel í Hofsá og þar hafa aðeins fáir lax-
ar veiðst.
Mikill lax í Norðurá
Það er mikill lax í Norðurá að sögn
kunnugra, en hann hefur tekið heldur
illa og grannt. Nýlega lauk þó holl
veiðum með 85 laxa sem er metið í
sumar og voru þá komnir 450 laxar á
land sem menn telja vel viðunandi.
Ýmis tíðindi
Það er kropp í Hítará, hollin að fá 2
til 6 laxa og eitthvað af bleikju. Það er
slatti af laxi, en ekki vel dreifður og
tekur illa.
Hópur sem opnaði Skógá náði ekki
laxi, en landaði hins vegar 74 vænum
bleikjum, flestum 1,5 til 2,5 punda.
Flestar veiddust í Kverná sem er
hliðará Skógár.
Þrjú nýleg holl í Grenlæk hafa
veitt á þriðja tug silunga hvert. Mest
hefur verið bleikja í hrúgunum, en
eitthvað einnig af sjóbirtingi og þykir
mönnum hann vera snemma á ferð-
inni.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Veiði glæðist víða
Morgunblaðið/Rafn Hafnfjörð
Gunnar Sv. Jónsson að landa 15 punda laxi á Fossbroti í Selá.
MOGENS Lykketoft, utanrík-
isráðherra Danmerkur, sem er nú
staddur hér á landi í opinberri
heimsókn, átti í gær fund með Ólafi
Ragnari Grímssyni forseta á Bessa-
stöðum og síðar með Davíð Odds-
syni forsætisráðherra í Stjórn-
arráðinu.
Kona Lykketofts, Jytte Hilden, er
með ráðherranum í för og skoðuðu
þau síðar um daginn Gullfoss og
Geysi í Haukadal.
Á miðvikudag heimsóttu hjónin
Þingvelli, þar sem Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra tók á
móti þeim. Í dag munu þau skoða
Stofnun Árna Magnússonar og Nor-
ræna húsið.
Heimsókninni lýkur um hádeg-
isbil í dag en á morgun munu þau
halda af landi brott.
Morgunblaðið/Þorkell
Lykketoft
við Gullfoss
HINN almenni erlendi ferðamaður
vill ráða sér meira sjálfur nú en áð-
ur. Fleiri ferðamenn leigja bílaleigu-
bíla eða koma með eigin bíla til
landsins frekar en að ferðast með
rútum, að því er kemur fram í viðtali
Morgunblaðsins við starfsfólk í
ferðaþjónustu.
Sigríður Gunnarsdóttir, sölustjóri
innanlandsdeildar Samvinnuferða
Landsýnar, hafði ákveðnar skýring-
ar á málinu: „ Ferðamönnum er
náttúrlega að fjölga en það er jafn-
framt dýrt að koma til Íslands. Fólk
leitar líklega allra leiða til að gera
ferðina sem ódýrasta.“
Að sögn Ólafar Bóasdóttur, fram-
kvæmdastjóra Hópferðarmiðstöðv-
arinnar, virðist ferðamáti fólks hafa
breyst. „Fólk vill frekar kanna land-
ið á eigin vegum. Styttri skipulagðar
rútuferðir halda velli hjá okkur en
þær lengri með leiðsögn virðast
dala. Við tökum þó eftir aukningu á
ferðamönnum frá Asíulöndum og
vilja þeir fara í skipulögðu ferðirnar
og hafa allt útbúið fyrir sig frekar en
að ráða sér sjálfir, enda mjög ólíkir
menningarheimar sem mætast þar.“
Þessi þróun virðist bitna á minni
fyrirtækjunum en þó segir Gunnar
M. Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Sérleyfisbíla Akureyrar og
Norðurleiða, að það sé samdráttur í
skipulögðum ferðum hjá þeim og
aukning í óskipulagðum ferðum.
Hann segir einnig að ferðamennirnir
noti áætlunarbílana í auknum mæli
og gera síðan eitthvað upp á eigin
spýtur.
Velja bílaleigubíla
í auknum mæli
Signý Eiríksdóttir, markaðsstjóri
innanlandsdeildar Ferðaskrifstofu
Íslands, segist taka eftir því að
ferðalangar vilji í auknum mæli vera
á bílaleigubílum. Ferðaskrifstofan
býður hins vegar upp á það að skipu-
leggja alla ferðina fyrir fólk og út-
vegar bílaleigubíl auk gistingar og
ferðaplans. Hún tekur samt ekki eft-
ir fækkun í rútuferðum.
Bílaleigurnar hafa svipaða sögu
að segja. Framkvæmdarstjóri
Hertz, Hjálmar Pétursson, vill
meina að ferðamenn í dag séu ólíkir
þeim sem komu fyrir nokkrum ár-
um. Það sé meira um borgarferðir
núna þar sem fólk vill geta ráðið
ferðinni sjálft og að hluta til megi
þakka Flugleiðum fyrir markaðs-
setningu í þeim efnum. „Jafnframt
hefur Hertz útbúið geisladisk sem
leysir leiðsögumanninn af þegar
ferðamenn fara hringinn.“ segir
Hjálmar.
Sigfús Sigfússon, framkvæmda-
stjóri Alp bílaleigunnar, segir að fólk
skipuleggi sig meira sjálft, sé orðið
áræðnara og notfæri sér Vefinn í
auknum mæli. Ferðalangarnir hafi
meiri upplýsingar um landið og
panti bílana og jafnvel alla ferðina í
gegnum Vefinn.
Erlendir ferðamenn
vilja ráða sér sjálfir
RANNSÓKN vegna myndavélabún-
aðar sem lögreglan á Eskifirði lagði
hald á á salerni gistiheimilis á Reyð-
arfirði síðastliðinn þriðjudag er á
mjög viðkvæmu stigi að sögn Jón-
asar Vilhelmssonar, yfirlögreglu-
þjóns á Eskifirði.
Jónas segir að brotið sé rannsakað
með tilvísun til almennra hegning-
arlaga en ef rannsókn leiði í ljós að
um auðgunarbrot sé að ræða þá
muni þeir leita aðstoðar efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra.
Að sögn Jónasar er tölvufræðing-
ur embættisins að fara yfir ýmsan
búnað, m.a. talsvert magn af geisla-
diskum, sem hald var lagt á ásamt
myndavélinni, en að hans sögn var
myndavélin ekki tengd tölvunni þeg-
ar lögreglan lagði hald á búnaðinn.
Valur Geirsson, annar eigandi
gistiheimilisins, segir að rekstrarað-
ilanum hafi verið vikið frá störfum en
hann muni sjálfur fara austur til að
taka við daglegum rekstri og þeir
ætli að halda áfram rekstrinum.
Valur vildi að öðru leyti lítið tjá sig
um málið og vísaði í fréttatilkynn-
ingu sem eigendurnir sendu til fjöl-
miðla vegna málsins en þar segir:
„Vegna fréttar í fjölmiðlum um
ólöglegt athæfi á gistiheimili á Reyð-
arfirði vilja undirritaðir eigendur
gistiheimilisins að fram komi að þeir
hafa ekki séð um daglegan rekstur
né verið á staðnum frá því að gisti-
heimilið var opnað í byrjun júní.“
Rannsókn vegna
myndavélar á salerni
Verið að
rannsaka
ýmis gögn
EKKI náðist að semja um
stjórn veiða úr kolmunnastofn-
inum á fundi strandríkja við
Norður-Atlantshaf sem lauk í
Færeyjum í gær. Að sögn Kol-
beins Árnasonar, lögfræðings í
sjávarútvegsráðuneytinu sem
fór fyrir íslensku samninga-
nefndinni, náðist ekki niður-
staða á fundinum og því verði
haldinn annar fundur í október
nk.
Alþjóðahafrannsóknaráðið
hefur lagt til að ekki verði stund-
aðar kolmunnaveiðar á næsta
ári nema sett hafi verið saman
áætlun um hvernig byggja megi
veiðarnar upp. Kolbeinn segir
að á fundinum hafi komið fram
meiri vilji en áður til að semja
um veiðarnar enda geri allir sér
grein fyrir að við núverandi
ástand verði ekki búið öllu leng-
ur. Hins vegar sé ekkert á borð-
inu enn þá um lausn málsins.
Ekki samið
um kol-
munna
RANNSÓKN á banaslysinu í hótel-
sundlauginni í Skógum undir Eyja-
fjöllum síðastliðið mánudagskvöld
stendur enn yfir hjá lögreglunni á
Hvolsvelli. Orsök þess að Frank
Lillemeier lést í lauginni liggur ekki
enn fyrir.
Kári Kárason, framkvæmdastjóri
Flugleiðahótela, rekstraraðila
Edduhótelanna, segir að Edduhótel-
ið í Skógum hafi verið rekið í góðri
trú um að starfsleyfi væri fyrir sund-
lauginni, eftir að fulltrúar Heilbrigð-
iseftirlits Suðurlands og Vinnueftir-
lits ríkisins skoðuðu hótelið og
sundlaugina í júní sl. Samkvæmt
skýrslu fulltrúa Heilbrigðiseftirlits-
ins tók hann sýni úr sundlaug og
heitum potti en í skýrslunni segir um
Hótel Eddu í Skógum að engar at-
hugasemdir séu gerðar við um-
gengni, þrif og aðbúnað. Sundlaug-
arinnar sjálfrar er getið á einum stað
þar sem segir: „Sýni tekið af sund-
laug og heitum potti. Niðurstöður
verða sendar“.
„Við hefðum mátt ætla, að vegna
þess að sundlaugin var tekin út án
athugasemda, væri hún innifalin í
starfsleyfi hótelsins,“ segir Kári
Kárason. Samkæmt upplýsingum
sem Kári gaf Morgunblaðinu í gær-
kvöld, tilheyra tvær aðrar sundlaug-
ar rekstri Edduhótelanna, við Stóru-
Tjarnir og á Húnavöllum. Sú síðar-
nefnda er lokuð meðan
starfsleyfamál eru könnuð. Því eru
tvær af þremur laugum Edduhótel-
anna lokaðar, að lauginni í Skógum
meðtaldri.
Í Morgunblaðinu í gær staðfesti
Heimir Hafsteinsson, formaður heil-
brigðisnefndar Suðurlands, að ekki
væri til starfsleyfi fyrir sundlauginni
í Skógum, heldur hefði einungis ver-
ið gefið út leyfi fyrir veitingasölu og
gistingu á hótelinu. Sækja þurfi sér-
staklega um starfsleyfi fyrir sund-
laugar.
Rannsókn á bana-
slysinu í Skógum
Töldu að
laugin væri
innifalin í
starfsleyfinu